Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987. Sljómznál Stjórnarandstaðan yfivgaf þingsal í mótmælaskyni stjómariiðum tókst ekki að afgreiða staðgreiðslukerfið til annarrar umræðu Vegna ónógrar þátttöku í at- kvæðagreiðslu í neðri deild Al- þingis í gærkvöldi tókst ekki að afgreiöa tvö stjómarfrumvörp, sem snerta staðgreiðslukerfi skatta, til þingnefndar og annarrar umræðu. Stjómarandstæðingar höfðu yfir- gefið þingsalinn í mótmælaskyni við að Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra svaraði ekki fyr- irspurnum þeirra um ýmis atriði staðgreiðslukerfisins. Eftir sat 21 stjórnarliöi til að greiða atkvæði, sem er ekki nóg. I salnum þurfa að vera minnst 22 af 42 þingmönn- um neðri deildar til að atkvæða- greiðsla teljist gild. Þegar stjórnarliðið sá að einn þingmann vantaði upp á að málið fengist afgreitt hófst víötæk leit. Sjá mátti þingverði og ráðherra hlaupa um ganga og hliðarbergi þinghúss- ins en án árangurs. Sex stjórnarlið- ar, af þeim 27 sem sæti eiga í deildinni, reyndust ekki vera í þinghúsinu og stjórnarandstæð- ingar neituðu að ganga inn í þingsal. í tímahraki þingsins hafði stjóm- arliðið ráðgert að staðgreiðslan yrði afgreidd til þingnefndar í fyrradag. Það frestaðist vegna margra og langra ræðna stjómar- andstæðinga um annað mál. Er því bagalegt fyrir stjórnina að at- kvæðagreiðsla skuli enn frestast. Ef Jón Baldvin hefði kosiö að svara öllum fyrirspurnum stjóm- arandstæðinga, einkum Steingríms J. Sigfússonar, Alþýðubandalagi, hefði hvort sem er orðið að fresta atkvæðagreiðslu því komið var að lokum fundartíma og þingflokks- fundir að hefjast. Jón Baldvin kom reyndar upp og sagði að svör hefðu þegar komið fram eða að þau væri að finna í álitsgerð milhþinganefndar um staðgreiðsluna. Þetta svar sagði Steingrímur J. Sigfússon aldeilis ófullpægjandi og óviðunandi. -KMU Karl Steinar Guðnason, forseti neðri deildar Alþingis, ræðir hér viö þá Þorvald Garðar Kristjánsson og Karvel Pálmason, sem snýr baki í myndavélina, og er ekki ólíklegt að þeir hafi verið að koma sér á mæ- lendaskrá i umræðunni um kvótafrumvarpið í gær. DV-myrid KAE Kvótafrumvarpið til sjávarútvegsnefnda: Vestfirðingar með kvótann í höndunum - þori ekki að spá hvort frumvarpið fari óbreytt í gegn, segir Halldór Ásgrimsson í gær lauk í efri deild Alþingis fyrstu umræðu um frumvarp til laga um fiskveiðistjómun og var því vísað til sjávarútvegsnefndar. Ákveðið hefur veriö að sjávarút- vegsnefndir beggja deilda fjalli samtímis um frumvarpið til að flýta fyrir afgreiðslu þess. Svo viU til að Vestfjarðaþing- mennirnir Karvel Pálmason, í efri deild, og Matthías Bjamason, í neðri deild, eru formenn sjávarút- vegsnefnda deildanna og því má segja að Vestfirðingar hafi kvóta- frumvarpið í höndunum. Fram- varpið verður ekki afgreitt úr nefndunum nema með þeirra sam- þykki og fyrst er það Karvel. Karvel sagði brosandi eftir fyrstu umræðu í efri deild í gær að vel mætti vera að gerðar yrðu breyt- ingar á frumvarpinu og að það yrði vart afgreitt úr sjávarútvegsnefnd efri deildar fyrr en undir eða um helgina. Við fyrstu umræðu í deild- inni í gær lýsti Karvel sig andvígan fjölmörgum atriðum í frumvarpinu og sagöist ekki eiga samleið með þingflokki Alþýðuflokksins í þessu máli. Halldór Ásgrímsson ságði í gær að hann þyrði engu að spá um það hvort kvótafrumvarpið kæmist óbreytt í gegnum Alþingi en hann mælti fyrir því og tók þátt í umræð- unni í efri deild við fyrstu umræðu. í umræðunni í gær kom fram að Þorvaldur Garðar Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, lýsti sig algerlega andvígan frumvarpinu, hann væri einfaldlega á móti kvóta við fisk- veiöamar. Hann sagði þjóðarhags- muni krefjast þess aö kvótinn og sú spilling sem honum fylgdi yrði afnuminn. Guðmundur H. Garð- arsson, flokksbróðir hans, sagðist aftur á móti styðja fmmvarpið þrátt fyrir augljósa annmarka þess að hafa kvótakerfi. Júlíus Sólnes og Guðmundur Ágústsson, Borgaraflokki, lögðust gegn kvótafrumvarpinu og boðuðu breytingartillögur flokksins við þaö. Eiður Guðnason og Karl Steinar Guðnason, Alþýðuflokki, sögðust styðja frumvarpiö þrátt fyrir að þeir væm að mörgu leyti andvígir kvótakerfinu. Skúli Alexandersson og Svavar gestsson, Alþýðubandalagi, voru frumvarpinu andvígir eins og þaö er og hefur Alþýðubandalagið lagt fram breytingatillögur. Danfríður Skarphéðinsdóttir, Kvennahsta, lagðist gegn fmm- varpinu og boðaði breytingatiUög- ur Kvennalistans sem greint var frá í DV í gær. Sem fyrr segir er, ekki búist viö að fmmvarpið komi til annarrar umræöu í efri deild fyrr en undir helgina. -S.dór Holskefla skatta- hækkana hvelfist yflr þjóðina - sagði Óli Þ. Guðbjartsson á Alþingi í gær „Miklar skattahækkanir ríða yfir. Holskefla skattahækkana hvelfist yfir þjóðina á þessum dögum,“ sagði Óli Þ. Guðbjartsson, þingmaður Borgaraflokksins, um breytingar þær sem ríkisstjórnin heföi tilkynnt í fjölmiðlum á óbeinum sköttum; söluskatti, tollum og vörugjaldi. Þessi orð féllu við umræður um staðgreiðslukerfi skatta. Ræddu þingmenn þar um skattamál. „Almennar skattaálögur í landinu tel ég vera aukast gífurlega með þess- um breytingum. í vændum er skatt- þynging þótt þaö dyljist í ræðu hæstvirts íjármálaráðherra," sagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalagsins. Steingrimur sagði að með skatti á matvæli myndi matarkostnaður vísi- tölufjölskyldu aukast um 20.600 krónur á ári. Meðalfjölskylda, sem hefði 300 króna timakaup, myndi þurfa aö bæta viö sig 70 klukku- stunda vinnu, eða tæpum tveim vikum, til að greiða þennan auka- kostnað. Þingmaðurinn sagði einnig að ný- justu upplýsingar um hækkun fast- eignamats um rúma 100 mfiljarða króna, sem væri 50 milljarða króna hækkun umfram byggingarvísitölu, þýddi 300-600 milljóna króna hækk- un á tekjum sveitarfélaga. -KMU Norður/suðurlínan í kvótafrumvarpinu: Óvíst með samstöðu þingmannanna 32ja „Ég þori ekki að segja til um það hvort þingmennimir 32 sem skrifuðu undir bréfið um norður/suðurlínuna halda hópinn. Aðstæður hafa breyst þar sem karfaafli togara af suður- svæðinu hefur verið aukinn til að 'vega upp á móti meiri þorskkvóta togara af norðursvæðinu," sagði Guðmundur G. Þórarinsson alþing- ismaður í samtali við DV í gær. Guðmundur var einn af frum- kvöðlum þess að þingmennirnir skrifuðu undir bréfið tí.1 ráðgjafar- nefndarinnar á dögunum. Hann sagði það ljóst að þessir þing- menn þyrftu nú að meta málið upp á nýtt og það yrði síöan að koma í ljós hvort þeir héldu saman. Þessir 32 þingmenn voru úr Vest- urlands-, Reykjavíkur-, Reykjanes- og Suðurlandskjördæmi, að undan- skildum ráðherrum af þessum svæðum. Því er ljóst að hópurinn er í meirihluta á Alþingi ef hann beitir sér. -S.dór Verkefnafærsla milli ráðuneyta: Orkar tvímælls sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráðhena Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði við umræður á Alþingi að sú breyting að færa útflutningsverslun úr viðskiptaráðuneyti yfir í utanrík- isráðuneyti orkaði tvímæhs á ýmsa lund. Kvaðst hann taka undir margt af þeirri gagnrýni sem fram kæmi í áliti minnihluta þingnefndar. Ráð- herrann lýsti því þó yfir að hann teldi að frumvarp um þessa breytingu ætti að verða að lögum sem allra fyrst og nefndi viðræður íslendinga við ríkjabandalög þeirri skoðun til Stuðnings. Tveir fyrrverandi viðskiptaráð- herrar Sjálfstæðisflokksins, Matthí- as Bjamason og Matthías Á. Mathiesen, em andvígir breyting- unni. Þingmenn stjómarandstöðu, með- al annars Steingrímur J. Sigfússon, Kristín HaUdórsdóttir og Óli Þ. Guð- þjartsson, hafa gagnrýnt að þessa breytingu skuli eiga að keyra í gegn- um Alþingi fyrir jólaleyfi. í máli þeirra hefur komið fram aö breyting- in þarfnist nánari skoðunar. Hafa þau ennfremur sagt hana skiptimynt í stjómarmyndunarsamningum. -KMU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.