Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987. 33 DV Fólk í fréttum Óttar Yngvason Óttar Yngvason, forstjóri ís- lensku útflutningsmiöstöðvarinn- ar, hefur verið í fréttum DV vegna umræðna um sölu á hörpudiski til Bandaríkjanna. Óttar er fæddur 5. mars 1939 í Reykjavík og lauk lög- fræðiprófi frá Háskóla íslands 1966. Hann var forstjóri Ferðaskrifstofu ríkisins 1966-1967 og rak eigin mál- flutningsskrifstofu 1967-1977. Óttar hefur verið forstjóri íslensku út- flutningsmiðstöðvarinnar. frá 1972. Hann var formaður Stúdentafélags jafnaðarmanna 1960-1961 og Varð- bergs 1966-1967. Óttar var formaö- ijr Neytendasamtakanna 1970-1973. Golfmeistari íslands var hann 1962 og Reykjavíkur 1965, 1969 og 1974. Kona Óttars er Elín Birna Daníelsdóttir, f. 20. febrúar 1939, hjúkrunarkona. Foreldrar hennar eru Daníel Brandsson, b. á Fróðastöðum í Hvitársíðu, og kona hans, Unnur Pálsdóttir. Böm þeirra eru Unnur Guðrún, f. 27. ágúst 1962, kennari í Rvík; Helga Melkorka, f. 16. maí 1966, lögfræði- nemi; Yngvi Daníel, f. 22. desember 1968; og Rakel, f. 4. júní 1973. Systkini Óttars eru Öm, f. 24. mars 1929, fulltrúi hjá Innkaupa- stofnun ríkisins, og Steinunn, f. 9. maí 1934, gift Herði Einarssyni, for- stjóra í Rvík. Foreldrar Óttars eru Yngvi Jóhannesson, fulltrúi í Rvík, og kona hans, Guðrún Jónsdóttir. Meðal fóðursystkina Óttars eru Jakob Smári skáld, faðir Bergþórs Smára læknis og Katrínar Smára, móöur Jakobs Yngvasonar eðhs- fræðings; Sigurður, faðir Flosa veðurfræðings; Helgi, faöir Jó- hannesar, forstjóra Happdrættis háskólans; Guðný, móðir Úlfs Ámasonar hvalafræðings; Ragn- heiður, móðir Ólafs H. Oddssonar, læknis á Akureyri; Haukur, faðir Hauks aðstoðarflugmálastjóra og Leifs leikara. Yngvi er sonur Jó- hannesar L.L., prests á Kvenna- brekku, bróður Valgerðar, langömmu Guðrúnar Á. Símonar ópemsöngkonu. Jóhannes var son- ur Jóhanns, prests á Hesti, Tómassonar, b. og stúdents á Stóru-Ásgeirsá Tómassonar. Móðir Yngva var Steinunn, systir Guð- mundar, föður Þórarins tónskálds, dóttir Jakobs, prests á Kvenna- brekku, Guðmundssonar. Faðir Jakobs var talinn Ingjaldur, prest- ur í Nesi, Jónsson, bróðir Friðriks, langafa Ólafs Hjartar, afa Ólafs Ragnars Grímssonar. Móðir Stein- unnar var Steinunn, dóttir Guðmundar, verslunarstjóra í Innri-Njarðvík, Péturssonar og konu hans, Ragnheiðar Guð- mundsdóttur, systur Helga bisk- ups, langafa Sigurðar Hafstein, föður Hannesar Hafstein ráðuneyt- isstjóra. Guðrún er dóttir Jóns Berg- manns, skálds og lögregluþjóns í Hafnarfirði, Sigfússonar Berg- manns, b. á Króksstöðum í Mið- firði, Guðmundssonar, bróöur Sveins, prests í Kirkjubæ, Skúla- sonar, langafa Brynjólfs Bjama- sonar, forstjóra Granda. Móðir Sigfúsar var Júlíana, dóttir Steins, sonar Sigfúsar Bergmanns, b. á Þorkelshóli í Víðidal, langafa Guð- mundar Bjömssonar landlæknis, Páls Kolka og Jónasar, föður Ög- mundar fréttamanns. Meðal afkomenda hans eru einnig Ingi- mundur Sigfússon, forstjóri Heklu, og Bjöm Guðmundsson prófessor. Móðir Jóns var Jóhanna, dóttir Jóns, b. á Sveðjustöðum, Guð- mundssonar og konu hans, Ingi- bjargar Halldórsdóttur, systur Helgu, langömmu Björgvins Schram, föður Ellerts Schram rit- stjóra. Móðir Guðrúnar var Helga, systir Gísla, afa Gunnars verk- fræðings og Ólafs arkitekts, Sig- urðssona. Helga var dóttir Magnúsar, útgerðarmanns á Mið- Óttar Yngvason húsum í Garði, Þórarinssonar. Móöir Magnúsar var Sigriður Magnúsdóttir, systir Guðmundar, langafa Ásmundar Guðmundsson- ar biskups. Móðir Helgu var Guðrún Einarsdóttir, b. í Norður- garði í Mýrdal, Ólafssonar. Afmæli Haraldur Helgason Haraldur Helgason arkitekt, Há- teigsvegi 16, Reykjavík, er fertugur í dag. Haraldur fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann varð stúdent frá MR 1967 og stundaði nám í byggingarlist í Manchester 1968-74. Að námi lo- knu kom hann heim og starfaði á Teiknistofu Jes Einars Þorsteins- sonar til 1979 en hefur síðan þá rekið eigin teiknistofu. Haraldm- var formaður Arkitektafélags ís- lands 1982-84. Kona Haraldar er Karen, f. á Akureyri 27.12. 1950, en þau giftu sig 20.7. 1982. Foreldrar hennar: Eiríkur Guðmundsson, sem er lát- inn en var lengi kjötiðnaðarmaður á Akureyri, og Anna Sveinsdóttir. Dóttir Karenar og kjördóttir Har- aldar er Ragnheiður, f. 1980. Haraldur á tvo bræður og eina systir: Þórhallur, útgerðarstjórihjá Hraðfrystistöð Reykjavíkur, f. 17.9. 1934, er giftur Arnbjörgu Örnólfs- dóttur en þau búa í Reykjavík og eiga þrjú böm; Gunnlaugur, tækni- fræðingur og stöðvarstjóri hjá Skeljungi í Skerjafirði, f. 2.2. 1936, er sambýlismaður Valgerðar Bjömsdóttur, en Gunnlaugur á fjögur börn; Bergljót Gyða, há- skólanemi í Reykjavík, f. 23.1.1938, er gift Aðalsteini Davíðsson cand. mag., orðabókarhöfundi og menntaskólakennara, en þau eiga þrjá syni. Foreldrar Haraldar: Helgi Elías- son fræðslumálastjóri, f. 18.3.1904, og kona hans, sem er látin, Hólm- fríður Davíðsdóttir, f. 9.9. 1911. Föðurforeldrar Haraldar voru El- ías, f. á Síðu, lengi yfirkennari við Miðbæjarskólann, Bjarnason og kona hans, Páhna frá Meöallandi Ehasdóttir. Ehas var sonur Bjama, hreppstjóra í Hörgsdal, Bjarnason- ar, hreppstjóra á . Keldumýri, Bjamasonar. Kona Bjarna í Hörgs- dal var Helga Pálsdóttir, prests í Hörgsdal,' Pálssonar klausturhald- ara Jónssonar. Páhna var dóttir Haraldur Helgason. Ehasar, b. og smiðs að Syöri-Steins- mýri, Gissurarsonar, b. þar, Páls- sonar. Móðurforeldrar Haraldar vom Davíð, kaupmaöur á Þórshöfn á Langanesi og síðar í Reykjavík, Kristjánsson, og kona hans, Hah- dóra Amljótsdóttir, prests á Sauðanesi, Ólafssonar,. þess er skrifaði fyrsta íslenska hagfræðiri- tið, Auðfræði. Guðfinnur Jónsson Marinó Jónsson Marinó Jónsson byggingameist- ari, Hvammshhð 2, Akureyri, er fimmtugur í dag. Marinó fæddist á Hóh í Köldukinn í Liósavatns- hreppi og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hann flutti til Akureyrar 1959, tók svéinspróf í húsasmíði 1963 og öðlaðist meistarabréf í iðn- inni 1966. Marinó vann tyá Tré- smiðjunni Reyni til 1970 en starfrækti eigið fyrirtæki, Hús- byggi sf., frá 1970-1980. Marinó hefur svo verið framkvæmdastjóri Meistarafélags byggingamanna á Norðurlandi frá 1980. Kona Marinós er Dómhildur Lilja, f. 12.7. 1945, en þau giftu sig 12.7. 1968. Foreldrar hennar era Olgeir, b. á Vatnsleysu í Fnjóska- dal, Lúthersson og Þóra Ármanns- dóttir. Marinó og Dómhildur Lilja eiga þrjú börn: Magneu Kristínu menntaskólanema, f. 1968, Olgeir Þór menntaskólanema, f. 1969, og Þórunni Ósk menntaskólanema, f. 1971. Marinó er yngstur fjögurra bræðra en hinir eru: Sigurður Guðni, b. á Hóh, sem býr þar ásamt móður sinni; Helgi, bifreiðarstjóri á Dalvík og starfsmaöur frystihúss- ins þar, giftur Maríu Steingríms- dóttur; Jakob, leigubílstjóri á Akureyri, giftur Hólmfríði Ólafs- dóttur. Foreldrar Marinós: Jón Jakobs- son, b. á Hóh, en hann er látinn, og ekkja hans, Magnea, f. á Hálsi í Kinn, Sigurðardóttir. Tilmæli til afmælisbama Blaöið hveturafmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upp- lýsingar þurfa að þerast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Guðfinnur Jónsson, starfsmaður hjá Áhaldahúsi Seltjamamess, til heimihs að Sogavegi 176, Reykja- vík, er sjötíu og fimm ára í dag. Guöfinnur fæddist að Urriðavatni í Fellum í Norður-Múlasýslu, Hann var tvö fyrstu æviárin hjá móður sinni að Refsmýri í Fellum, en ólst upp að Urriðavatni frá 1914. Guð- finnur var við búfræðinám á Hvanneyri frá 1930 en hann út- skrifaðist þaðan 1932. Guðfmnur fór þá aftur austur að Urriðavatni en þaöan flutti hann til Vest- mannaeyja 1951. Hann starfaði í ellefu ár hjá Vinnslustöð Vest- mannaeyja og síðan hjá Vest- mannaeyjabæ frá 1963. Guðfmnur flutti til Reykjavikur þegar gosið hófst í Heimaey og hefur búið þar síðan. Hann hóf störf hjá ísbimin- um þegar hann kom til Reykjavík- ur en sama árið hóf hann svo störf hjá Áhaldahúsi Setjarnamess þar sem hann stafar enn. Guðfinnur giftíst 2.3. 1952, Unu, f. í Reykjavík 12.1.1925, d. 6.11.1966, dóttur Haralds netagerðarmanns Guðmundssonar og konu hans, Éf- emíu Jóhannesdóttur. Haraldur var móðurbróðir Guðmundar í. Guðmundssonar, en bróðir Efemíu er Þórður, trúboði á Fálkagötunni í Reykjavík. Guðfinnur og Una misstu tvö börn við fæðingu en tvö börn þeirra lifa: Jóna Bergljót, f. 23.10.1954, er húsmóöir í Reykjavík, en dætur hennar eru Hafnhildur Una, íjórt- án ára, og íris Ósk, átta ára; Halldór Ámi, f. 12.5.1956, er garðyrkjumað- ur í Reykjavík. Guðfinnur átti sex háhsystkini, fjögur sammæðra og tvö samfeðra. Af systkinum hans lifir einn bróðir hans sammæðra og bróöir hans samfeöra. Systkini Guðfmns: Einar Guttormsson, læknir í Vestmanna- eyjum, f. 15.12. 1901, en hann er látinn. Meðal barna hans má nefna Pétur leikara og Guttorm forstjóra Ámunnar; Sigfús Guttormsson, b. í Krossi í Fellum, f. 12.11.1903, en hann fórst með Ghtfaxa 1951; Berg- ljót, húsmóðir á Sílalæk, f. 3.12. 1906, er látin; Guðlaugur, b. á Lyng- felli, f. 7.11. 1908, dvelur nú á elliheimilinu í Vestmannaeyjum. Systkini Guðfinns samfeðra: ðlaf- ur, b. á Urriðavatni, f. 1.8. 1923; Þórdís, f. 1924, dó á fyrsta árinu. Foreldrar Guðfinns: Jón b. á Ur- riðavatni, Ólafsson, f. 10.12. 1891, og Oddbjörg Sigfúsdóttir, f. 7.6. 1881. Föðurforeldrar Guðfinns vora Ólafur, b. á Urriðavatni, Hjör- leifsson og Anna frá Hvanná, Kristjánsdóttir Kröyer. Systir Önnu var Gunnþórunn, amma Sig- ríðar Hagalín. Kona Kristjáns var María EUn Þorgrímsdóttir, prests í Hofteigi og Þingmúla, Amórsson- ar, prests á Bergsstöðum í Svart- árdal, Árnasonar, biskups á Hólum, Þórarinssonar. Kona séra Þorgríms var Guörún Pétursdóttir, b. í Engey, Guðmundssonar, lang- afa Guörúnar, móður Bjama forsætisráðherra. Móðurafi Guð- finns var Sigfús, b. að Meðalnesi, Oddsson, b. á Hreiöarsstöðum, Jónssonar, b. á Meðalnesi, Odds- sonar, sonar Ingunnar skyggnu, Davíðsdóttur, systur Áma, fóður Hannesar, prestaskólakennara og heimspekings. Kona Sigfúsar var Guðfinna Oddsdóttir, b. á Fljóts- bakka, Hildibrandssonar. Bróöir Guðfinnu var Sigfús, faðir Sigfúsar þjóðsagnasafnara. Kona Odds Hildibrandssonar var Þuríður Hallsdóttir, b. að Sleðbrjótí, Sig- urðssonar, bróöir Bjöms, langafa Önnu, móður Þórhalls Tryggva- sonar bankastjóra. Andlát Guðrún Ragna Guðmundsdóttir, Sigurborg Karlsdóttir, Skarphéð- Hörður Ágúst Hjörleifsson varð Lindarbraut 2, Seltjamarnesi, and- insgötu 12, lést í Landakotsspítala bráökvaddur á heimili sínu í Kaup- aöist sunnudaginn 6. desember. 7. desember. mannahöfn þann 7. desember. Munið að senda okkur myndir. 60 ára___________________ Ragnheiður Elín Jónsdóttir, Baug- holti 6, Keflavík, er sextug í dag. Engilráð Ólafsdóttir, Brekkugötu 13, Vestmannaeyjum, er sextug í dag. 50 ára___________________________ Ragnheiður Þorgilsdóttir, Dyn- skógum 9, Hveragerði, er fimmtug í dag. Hreinn Benediktsson, Kleppsvegi 130, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Guðrún Á. Halldórsdóttir, Sunnu- vegi 5, Selfossi, er fimmtug í dag. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu, laugardaginn 12.12. eftir klukkan 20.00. Svanhildur Friðriksdóttir, Bakka- hhö 27, Akureyri, er fimmtug í dag. Ingólfur Jón Sveinsson bóndi, Lág- múla, Skefilsstaðahreppi, er fimmtugur í dag. 40 ára_________________________ Rósa Björnsdóttir, Möðrufehi 3, Reykjavík, er fertug í dag. Elís Guðmundsson, Brekkustíg 12, Njarðvík, er fertugur í dag. Þóra Grétarsdóttir, Grashaga 2, Selfossi, er fertug í dg. Thomas Saint Amant, Einholti 10D, Akureyri, er fertugur í dag. MH MEIRI HÁTTAR SMÁ- AUGLÝSINGA- BLAÐ Auglýsingasíminn er 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.