Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987. Menning Saga mikilla vidda Fávitinn. Eftir Oostojevski. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi. MM 1986, siðara bindi, 338 bls. , Þessi saga er eitt frægasta verk heimsbókmenntanna en jafnframt mjög aögengilegt verk. Ef eitthvað mætti að því flnna þá kannski helst það að stundum sé þetta helsti mik- ið léttmeti, mörg atriði sögunnar séu ónauðsynleg, a.m.k. fljótt á ht- ið, bæði fyrir framvindu sögunnar og persónusköpun. Ekki fmnst mér því hægt að segja að sagan sé hnit- miðuð. Enda var Dostojevskí að semja annan hluta hennar á meðan fyrsti hluti birtist sem framhalds- saga í rússnesku tímariti, samdi þriöja hluta á meðan annar hluti birtist og svo framvegis. Sjálfur sagðist hann mundu hafa breytt ýmsu ef hann hefði getað yfirfarið söguna í heild þegar hann hafði lokið 4. hluta. Fyrir bragðið verður sagan nokkuð sundurlaus. En e.t.v. verður hún þeim mun meira sann- færandi, þetta orkar með efninu sem ekki er í henni til að ná meiri líkingu viö raunverulegt líf. Þetta er eins og fyrra bindið mikil sam- kvæmissaga. Það gengur ekki á öðru en heimsóknum, rabbfundum og samsærum í kringum kvenna- mál Myshkin fursta, hann stendur á milli tveggja kvenna, báðar eiga aöra biðla, og inn í þá togstreitu blandast ýmsir milligöngumenn. En þetta tíðindalitla ról einkennist af miklum geðsveiflum, alltaf er fólk aö náfolna, bresta í grát, drekka sig útúrfullt, formæla sjálf- um sér og öðrum, eiga fullkomin vinslit og sættast. Ég er oft að velta því fyrir mér hvort goðsagan gamla um „hina slavnesku sál“, að svona sé þjóöareðli Rússa, stafi ekki mik- ið af heimsfrægum skáldsögum Fyodor Dostojevskí. Bókmenntir Örn Ólafsson Dostojevskís, af því að sögusvið þeirra krafðist þessarar hegöunar af persónunum. Þeir fáu Rússar sem ég hefi kynnst voru býsna ró- lyndir. Persónur Myshkin er einhver frægasta persóna Dostojevskís, hann er Jesú-gervingur. Megineinkenni hans er samúð, hún bindur hann við konurnar, miklu fremur en ást, hvað þá girnd. Þess vegna getur hann ekki gert upp á milli kvenn- anna og er óvirkur, bregst bara viö því sem aðrir gera. Öllum vill hann gott gera, hann á ekki til persónu- legan metnað. Þetta er þó ekki svo að skilja að hann sé einhver ein- feldningur, eins og titill sögunnar bendir til og margir halda, hann sér t.d. í gegnum brall til að hafa ranglega af honum fé. En hann kann sig ekki í samkvæmum, verð- ur of æstur, segir fína fólkinu upp í opið geðið á því hve óstyrkur hann hafi verið yfir að hitta það og segir því til syndanna, fullur einlægs trúnaðartrausts til að það vilji bæta sig. Rogosjín er nokkur spegilmynd Myshkin í því að hann er upp yfir það hafinn að hugsa um sjálfan sig eða hvernig hann virðist fólki. Að- eins eitt skiptir máli í lífi hans, ástríðan ti! Nastösju Filippovnu. En spegilmynd er jafnan rangsnú- in, þótt Rogosjín sé líka óvirkur vill hann eiga Nastösju á sínum forsendum og því er hann gagntek- inn af afbrýöisemi og hatri sem gerir hann morðóðan. Hér fer miklu minna fyrir honum en í fyrra bindi þótt hann bindi endahnút á söguna með einæði sínu. Þessir tvíburar ills og góös, Myshkin og Rogosjín, eiga sér hlið- stæður í helstu kvenpérsónum, þar sem eru Nastasja og Aglaja. Þær eru fyrst og fremst mjög líkar, hafnar yfir hégóma þessa heims, viljasterkar og göfugar. Því hrífast þær báðar af Myshkin að hann er óeigingjarn, andstætt potaranum Ganja, og samkvæmisverunum sem haldið er að þeim konunum. En þrátt fyrir mikla siöprýði er Nastasja þaö sem á þessum tíma hét „fallin kona“. Það þýöir ekki að hún eigi sér ekki viðreisnar von. Hún er víða vel séð. En sjálf dæmir hún sig eftir þessu siðferði, getur ekki gert Myshkin það að giftast honum þótt hún elski hann ákaft. Skapgerð hennar einkennist af sveffium, svo er hún nokkuð eðlileg þess á milli. Aglaja er lifandi persóna, nokkuð dæmigerður unglingur í öfgum sín- um en jafnframt tákn hreinleikans. Ég veit að mörgum lesendum munu finnast þessar andstæður heldur ósannar en í sögunni birtast þær sem spurning um að vera á valdi filvildar eða vera eölilega góð-, ur. Þetta val er á sviði aöalpersón- anna en þar fyrir neðan eru svo persónur sem eru meira eða minna á valdi samfélagslegs metnaðar fyrir sína hönd og sinna. Jafnvel þær eru þó margbrotnar og lifandi. Merkilegast við allar þessar per- sónur finns mér breytileiki þeirra. Auðvitað er samfella í skapgerð þeirra en stöðugt koma upp nýjar aðstæður og persónur bregðast við þeim á svolítið óvæntan hátt. Þann- ig verða þær lifandi, líkjast raun- verulegu fólki á sannfærandi veg og sagan verður þeim mun fremur sannfærandi og spennandi. Þetta síðasta stafar líka af öðru. Svo nákvæm sem frásögn sögunn- ar er þá segir hún ekki frá öllu, oft er óljóst vísað til atburða, bréfa og samtala, sem lesendur fengu enga beina vitneskju um en skipta veru- legu máh fyrir framvindu sögunn- ar. Þetta opnar miklar viddir í söguna og má því segja að þögnin sé mikilvægur þáttur í henni. Einn- ig talar söguhöfundur oft til les- enda og þá frá öðrum sjónarhóli en annars er notaður. Sérlega slá- andi dæmi er þegar hann lýsir hinum tignu gestum Jepantsjín- fjölskyldunnar af fyrirlitningu og leiða en sýnir síðan þá lotningu sem þeir vekja hjá Jepantsjín-fjöl- skyldunni og Myshkin. Allt skapar þetta sögunni dýpt. BÍLA MARKADUR ...á fullri ferd Á bllamarkaði DV á laugardögum, auglýsa fjöldi bllasala og bllaumboöa fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum og ( öllum verðflokkum. AUGLÝSENDUR ATHUGIÐ! Auglýsingar ( bdakálf þurfa aö berast I slöasta lagi fyrir kl. 17:00 fimmtudaga. Smáauglýsingar ( helgar- blað þurfa að berast fyrir kl. 17:00 föstudaga. Slminn er 27022 BLAÐAUKI ALLA LAUGARDAGA Þessi útgáfa Eins og ég nefndi í ritdómi um fyrra bindi sögunnar í fyrra þá er ansi erfitt að átta sig á þessum aragrúa persóna enda eru um margar þær helstu höfð þrjú nöfn; gælunafn (Misja), ættarnafn (t.d. Ivolgín) og sami maður er svo oft- ast ávarpaður Mikael Iljits. Þegar svona er þyrfti skrá yfir helstu nöfn að fylgja sögunni svo lesendur * geti flett upp og séð að Nína Alex- androvna er sama persóna og frú Ívolgín, að Varvara Ardaljoúovna er dóttir hennar og um leiö frú Ptit- syn, o.s.frv. Undirritaður kann ekkert í rúss- nesku og lætur því öðrum eftir að dæma um þýðinguna. Svo mikið er víst að hún er á eðlilegri ís- lensku, áuðugu máli, blæbrigða- ríku og mergjuðu. Það er ánægjulegt hvað Ingibjörg Haraldsdóttir er dugleg að þýða rússnesk skáldrit, mig minnir að þetta sé þriðja stórvirkið. Og það er vonandi að hún haldi áfram, margur góður fengur bíöur þar ís- lenskrar menningar. ÖÓ Nýjarbækur Gestur IV - safnrit um íslensk- an fróðleik Iðunn hefur gefið út fjórða bindi í flokki bóka um íslenskan fróðleik sem Gestur nefnist, en efni í þessar bækur hefur Gils Guðmundsson tek- iö saman og ritstýrt. í þessu nýja bindi er sem í hinum fyrri margt forvitnilegra frásagna úr íslensku þjóðlífi. Töluverður hluti efnisins er áður óprentaður. Umsjó'n- armaður verksins hefur tekið saman þátt um útilegumannatrú fyrrum, „um hulin pláss“. Af áður prentuðu en fágætu efni er ástæða til að benda á frásögn Þorsteins skálds Erlings- sonar af Bessastaöafór 1903. Þá er nýr þáttur um minnilegan þjóðmála- skörung. Verð kr. 2.480. |Englargráta ísafold hefur gefiö út bókina Englar gráta eftir metsöluhöfundinn Wilbur Smith. Draumur um heimsveldi, ásókn í lönd, dýrmæta málma og völd yfir stoltri stríðsþjóð. Þetta voru þau öfl sem knúðu Englendinga á síðustu stjómarárum Viktoríu drottningar til aö seilast inn í ókannaða og ó- tamda myrkviði meginlands Afríku. Þar fundu þeir nýtt land sem þeir juku við nýlenduveldi Breta. Ralph Ballantyne var einn þessara land- nema. Metnaðargirnd hans og vitund um örlög sín ollu því að hann varð í senn þarfasti þjónn og mesti svikari leiðtoga síns. , Þýðandi er Ásgeir Ingólfsson. Verð kr. 2.130.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.