Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR.9. DESEMBER 1987. 37 Börn Guðlaugs og Ingibjargar Jónsdóttur, konu hans, sem nú er látin, fögnuðu með honum á 70 ára afmæli hans sem verslunarmanns. Frá vinstri ta- lið: Guðleif Guðlaugsdóttir verslunarstjóri, Steinunn Guðlaugsdóttir verslunarmaður, Jónas Guðlaugsson framkvæmdastjóri, ingveldur Guðlaugsdóttir bankafulltrúi, Guðlaugur Pálsson sjálfur, Guðrún Guðlaugsdóttir einkaritari og Haukur Guðlaugsson söngmálastjóri. Á myndina vantar Pál Guðlaugsson sem búsettur er í Sviþjóð og gat ekki verið viðstaddur. Sjötíu ára versl- unarafmæli Fáir geta státað af jafnlöngum starfsferli og Guðlaugur Pálsson sem rekið hefur verslun á Eyrarbakka í 70 ár samfleytt. Það var árið 1917 sem hann fékk leyfi fyrir verslun á Eyrar- bakka, en áður haföi Guðlaugur starfað sem verslunarmaður í tvö ár. Sjálfur er Guðlaugur 91. árs, ótrúlega ern og starfrækir verslun sína enn. Guðlaugur hélt afmælisfagnað að Tannlæknahúsinu í Síðumúla í til- efni þessa áfanga og mættu um 100 manns til þess að heiðra Guðlaug. Kaupmannasamtökin afhentu Guð- laugi auk þess silfurskjöld sem viðurkenningu á verslunarafmæl- inu. Guðlaugur lét sig svo ekki muna um að mæta í verslun sína klukkan 9:30 morguninn eftir til starfa eins og venja hans er. Davíð Oddsson borgarstjóri var meðal veislugesta og hér ræða hann og Guðlaugur við Guido Bernhöft heildsala. Guido Bernhöft er sjálfsagt að segja Davíð að Guðlaugur Pálsson hafi verið fyrsti viðskiptavinur hans þegar hann opnaði heildsölu sína. DV-myndir GVA Hafa starfað í 25 ár Hljómsveitin Searchers spilaði syrpu af frægustu lögum sínum i Broadway um helgina og landinn var vel mað á DV-myndir GVA Um síðustu helgi kom breska hljómsveitin Searc- hers fram í Broadway og skemmti gestum. Hljómsveitin Searchers er ættuð frá Liverpool og var stofnuð árið 1962. Þeir félag- ar komu fram á svipuðum. tíma og Bítlarnir og spiluðu á fyrstu árum sinum á sama stað og þeir, eða í Cavem klúbbnum fræga í Liverpo- ol. Hver kannast ekki við lög eins og Needles and Pins, Sugar and Spies og Love Poison Number Nine, en þau lög eru hvað frægust hjá hljómsveitinni Searc- hers. Hljómsveitin hefur starf- að óslitið frá 1962 og hélt upp á 25 ára afmæh sitt á árinu. Félagamir hafa endurnýjað nokkuð af fyrri vinsældum sínum á síðari árum í þeirri uppsveiflu sem tónhst sjötta áratugarins hefur notið. Á síöari áram hafa þeir komið mikiö fram í Bretlandi og Br.ndaríkjunum, en geranú stansáíslanditilað skemmta landanum. Sviðsljós Ólyginn sagði... I / Burt Reynolds fékk nýlega tilboð upp á 75 milljónir króna um að leika í gamanmynd aftur með Sally Field sem áður fyrr var í tygjum við hann. Burt sagði nei takk, og Sally var sama sinnis því þau slitu sambandi sínu með miklum látum fyrir fjórum árum. Hvorugt þeirra er á þessum fjór- um árum búið að gleyma ágreiningsefnunum sem leiddu til skilnaðar þeirra. Gitte Nielsen er orðin vinsælli fjölmiðlamatur heldur en kóngafólkið á Norð- urlöndum. Þegar Gitte kom um daginn í eins dags heimsókn til Danmerkur til að líta á son sinn voru hvorki fleiri né færri en 50 Ijósmyndarar mættir til þess að taka af henni myndir fyrir tímarit og dagblöð. Jafnvel helstu íþróttastjörnur Norður- landa, svo sem Björn Borg og Ingemar Stenmark, hafa aldrei fengið svo mikla athygli fjöl- miðla. i Díana prinsessa er víst ekki vinsælasti atvinnurekandinn á Bretlands- eyjum. Henni helst í meira lagi illa á starfsfólki sínu og hefur hún rekið hvorki fleiri né færri en 30 manns af nánasta starfs- liði sínu fyrir ýmsar sakir. Hún rak til dæmis eina barnapíu sína fyrir að mæta í sömu veislu og hún sjálf því Díana getur ekki hugsað sér að skemmta sér með starfsfólki sínu. Einn af líf- vörðum hennar var rekinn fyrir þær sakir einar að hún vildi ráða annan gamlan kunningja í starfið fyrir hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.