Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 31
v> MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987. 31 - Sandkom DV p^- - j Ólafur Ragnar Grímsson. Samstaða með sveltandi Indverjum? Nýkjörinn formaöur Alþýðu- bandalagsins, ÓlafurRagnar Grímsson, er hinn merkasti maður og hefur víða getið sér gott orð vegna baráttu sinnar fyrir friði í heiminum. Nýlega tók hann, eins og alþjóð veit, við verðlaunum í Indlandi fyrir hönd samtaka sem hann er í forsvari fyrir. Andstæð- ingar Ólafs uppnefndu hann hér í gamla daga á heldur leiðinlegan hátt og kölluðu Óla grís, og var viðumefnið sj álfsagt tilkomið vegna þess að hann er Grímsson og var auk þess þéttur á velli. Nú hefur Ólafur hins vegar lést heil ósköp og er orðinn veru- lega spengilegur. Menn hafa því verið að velta fyrir sér hvort Ólafur hafi hætt að borða til að sýna samstöðu með blásnauðri indverskri alþýðunni, eða hvort hann er kominn á hrísgij ónakúr. Hvemig sem það er þá er ómögulegt að kalla manninn, sem er orðinn mjór eins og spýta, Óla grís. Þess vegna hafa gárungamir stungið upp á að tilvalið sé að kalla for- manninnólaprik! Heimsfriður- inn Ijósritaður Það er ýmislegt merkilegt sem hægt er að lesa í blöðun- um. í Mogganum í gær var stór frétt á einni af aðalfrétta- síðum blaðsins og var fyrir- sögnin: „Leiðtogafundurinní Reykjavík: UÓSRITUNAR- VELTILSTAÐARÍ HÖFÐA“.Þaðerbýsna gott til þess að vita að hægt hefði verið að ljósrita heimsfriðinn hefði samkomulag náðst á leiðtogafúndinum sæla sem haldinn var í Höfða. Við skul- um bara vona að þeir séu með ljósritunarvél líka í Was- hington því það væri hræði- legttilþessaðvitaað leiðtogamir tækju nú upp á því að semja einhver ósköp og svo væri ekki hægt að ljós- ritaþað. Þeir gætujafnvel gleymt samkomulaginu fyrir vikið. Hvað tafði hann? Og fyrst verið er að glettast með fyrirsagnir er ekki hægt að sleppa einni gullvægri úr Tímanum. Á einni síðunni, þar sem fj allað er um erlend- ar fréttir, má sjá þessa fyrir- sögn: „Liðhlaupilíflátinn fyrir 42 ámm loks kominn heim.“ Það var aldrei! Það skyldi þó ekki hafa tafið hann að hann var líflátinn, varla taka þessar athafnir 42 ár. En hvaðvarhannlíkaaðvilja • heim eftir öll þessi ár. Það hefur varla nokkur sála þekkt hann aftur eftir allan þennantíma. Vitaþeirekki að við erum fimm? Stöð 2 hefur nú bæst í hóp þeirra fyrirtækja sem höfða til viðskiptavina sinna með jólaleik. Þar era dregin út nöfn fimm áskrifenda á hveijum smmudegi til jóla og fá hinir heppnu flugmiða fyr- ir tvo til Amsterdam eða Hamborgar. Einhver vafi mun leika á hvort löglegt er að veita áskrifendum vinn- inga án þess að til komi getraun eða eitthvað slikt. En hvað um það, einn af fimm- menningunum, sem datt í lukkupottinn síðastliðinn sunnudag, lá hálfsofandi í baði þegar nafn hans var dregið út. Hrökk hann upp við mikla háreysti innan úr stofu og hélt að eitthvað mjög slæmt hefði komið fyrir, þaut upp úr baðinu og þusti inn í stofu með blautt handklæði aðvopniogætlaðiaðbjarga fjölskyldunni frá nauðgurum og morðingjum. Konan hans bentihonumþáásjónvarps- skerminn þar sem nafnið hans blasti við og tilkynnti að hann hefði unniö flugmiða fyrir tvo til útlanda. Eldri dóttirin sneri þá upp á sig og sagði stórmóðguð: „Voðalega era þeir vitlausir! Vita þeir ekki að við erum fimm í fjöl- skyldunni?" Vinsældir Karpovs aukast Nú styttist óðum í að niður- staða fáist úr einvígi tvegpja sterkustu skákmanna heims- ins, Karpovs áskoránda og Kasparovs heimsmeistara. Þegar þeir fj andvinimir leiddu fyrst saman hesta sína í einvígi um heimsmeistara- titilinn átti áskorandinn ungi, Gari Kasparov, hug og hjörtu svo til allra íslendinga. Enginn hélt með aumingja heimsmeistaranum og fundu Karpovdjúpthugsi. menn honum flest til foráttu og kölluðu hann ljótum nöfn- um. Á þeim tíma var aðeins vitað um tvo íslendinga sem héldu með Karpov. Annar þeirra taldi það stjómmála- lega skyldu sína að halda með þjóðhollum Sovétborgaran- um en hinn hélt með Karpov, bara til þess að vera á móti öllum hinum. Nú er öldin önnur. Hroki Kasparovs hef- ur farið dálítið í taugamar á mörgum og vafasamar yfir- lýsingar hans um andstæðing sinn og fleiri skákmenn hafa dregið nokkuð úr vinsældum hans en að sama skapi hafa vinsældir Kai-povs aukist. Menn era líka famir að sjá það að Karpov var feiknagóö- ur heimsmeistari á sínum tíma. Enginn heimsmeistari, hvorki fyrr né síðar, hefúr teflt á eins mörgum mótum og náð j afngóðum árangri og Karpov. Menn era jafnvel famir að hallast að því að það skipti meira máh en sú stað- reynd að hann er hægur, lágvaxinn og með feitt hár. Umsjón: Axel Ammendrup \ /®, V ISLENSKAR GETRAUNIR Iþróttamiðstööinni v/Sigtún ■ 104 Reykjavík • Island j Simi 84590 GETRAUNAVINNINGAR !! 15. LEIKVIKA - 5. DESEMBER 1987 VINNINGSRÖÐ: 1 XX-22X-21 X-11 X 1. VINNINGUR, kr. 2.569.660,80, flyst yfir á 1. vinning 16. leikviku þar sem engin röð kom fram með 12 rétta. 2. VINNINGUR, 11 RÉTTIR, 3122 41403 46343 40333* 44304* 46518 * = 2/11 kr. 45.242,- 47908 + 97523 98635 + 231058 Kærufrestur er til mánudagsins 28.12.87 kl. 12.00 á hádegi. PROTECTION er sótthreinsiefni sem framleitt er til að vernda fólk fyrir smithættu. Niðurstöður Rannsóknastofnunar iðnaðarins i Noregi sýndu að efnið Protection hafði 100% áhrif, drap allar bakteríur og örverur. Ath. Salernispappir á setunni er ekki nægileg vörn gegn bakterium. Vissir þú að kraninn i baðherberg- inu getur verið meiri sýklastia en sjálf setan? Protection fæst f flestum lyfja- og snyrtlvöruverslunum. Sendum i póstkröfu til verslana úti á landi. SNYRTI- OG NUDDSTOFAN EYGLÓ Langholtsvegi 17 - Reykjavík, sími 36191 Jólagetraun DV - 2. hluti: Hvað heitir borgin? Enn höldum við áfram ferðinni með jólasveininum til hinna ýmsu borga. Að þessu sinni er hann staddur í borg sem honum líst ágæt- lega á. En hann er ekki eins hrifinn af farartækinu sem hann þarf að nota til að flytja jólagjafimar. Það er fremur hægfara eins og nærri má geta þegar htið er á myndina. Og svo kemst það ekki nema 639 metra á kílói af gulrótum. I hvaða borg skyldi jólasveinninn nú vera staddur? Þið merkið við rétt svar á seðlinum, khppið hann út og geymið þar til allir tíu hafa birst. Þá eru þeir sendir til DV, Þverholti 11, Reykja- vík, merkt „Jólagetraun." Ekki þýðir að senda seðla áður en getraun- inni er lokið því þeir verða ekki með þegar dregið verður úr réttum úrlausnum. Viö minnum á vinningana sextán sem í boði eru. Nr. 1 er geislaspil- ari af fullkominni gerð sem kostar 45.660 krónur. Nr. 2 er ferðageisla- spilari. Nr. 3. er ferðaútvarpstæki og loks eru vinningar nr. 4-16 talandi og dansandi bangsar og brúður. Heildarverðmæti vinninga er ríflega 130.000 krónur. En spurningin en í hvaða borg var jólasveinninn staddur? Geislaspilarinn glæsilegi sem einhver heppinn lesandi DV hlýtur á næstunnl. Lums&s Boston Madrid NAFN: HEIMILISFANG: SlMI:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.