Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987. 11 Utlönd Raisa Gorbatsjova umkringd börnum í breskum skóla í gær. Enn einn al- mannatengslasigurinn í höfn. Símamynd Reuter Raisa vinsæl en óræð Raisa Gorbatsjova, eiginkona aðal- ritara sovéska kommúnistaflokks- ins, sem nú er í Washington í fylgd með manni sínum, þykir óræö í meira lagi. Lítið sem ekkert er vitað um hvað frúin ætlar að gera í Was- hington þótt ljóst sé að hún ætlar ekki að eyða of miklum tíma með Nancy Reagan, forsetafrú þar. Eiginkonurnar munu báðar verða með eiginmönnum sínum við fjórar athafnir í tengslum við leiðtogafund- inn. Upphafsathöfn, lokaathöfn, og tvö kvöldverðarboð. Þá ætlar Nancy að ganga um Hvíta húsið með Raisu og sýna henni þar innanstokksmuni. Að öðru leyti er ekki ætlunin að frúrnar hittist neitt meðan á leið- togafundinum stendur, Slúðurdálkahöfundar hafa ieitt getum að því að Nancy Reagan sé í raun lítið um Raisu Gorbatsjovu gef- iö. Tíu ára aldursmunur er á þeim tveim. Raisa mun vera fimmtíu og fimm ára en Nancy er talin sextíu og sex ára þótt hún sjálf segist vera sextíu og fjögurra. Þá hefur Raisa til að bera glæsileik og „sjarrna" sem hefur áunnið henni miklar vinsældir á Vesturlöndum og er tahð að Nancy þyki hún sjálf falla heldur illilega í skuggann af þeirri sovésku. Sumir telja að Nancy sé enn reið frú Gorbatsjovu fyrir að hafa ákveðið á síðustu stundu að fara með eigin- manni sínum til fundarins í Reykja- vik á síðasta ári. Þar átti Raisa hug og hjarta bæði almennings og fjöl- miðla og segja sumir af samstarfs- mönnum bandarísku forsetafrúar- innar að henni hafi þótt illa að sér vegið þar. Raisa hóf ferðina til Washington með dæmigerðum hætti. Meðan bóndi hennar hjalaði við Margaret Thatcher í London heimsótti hún skóla í nágrenninu og vann þar enn einn sigur sinn í almannatengslum. Þeir sem til þekkja segja nú að Nancy sé orðið verulega.heitt í hamsi út af vinsældum sovésku frúarinnar en hins vegar þýði einfaldlega ekki fyrir hana að ganga til samkeppni því að hún hafl ekki sömu persónu- töfra og sú sovéska. JÓLALJÓS 40 Ijósa útisería Hvít — Rauð — Blá Hver sería er 40 ljós og spennubreytir. Hægt er að nota tvær seríur við hvem spennubreyti. Vönduð sería og hættulaus. Samþykkt af Rafmagnseftirhti ríkisins. Verð: i sería og spennubreytir kr. 1.800, aukasería kr. 900. Rafkaup Suðurlandsbraut 4 108 Reykjavík Sími 681518 ÚTSÖLUSTAÐIR: ALLAR HELSTU RAFTÆKJAVERSLANIR SVÖRTU AUGUN Erik Nerlöe TÍNA Eva Steen GÓÐI HIRÐIRINN EIse-Marie Nohr ANGELA ÁST OG HAMINGJA Theresa Charles Barbara Cartland Hin svörtu augu unga sígaun- ans vöktu þrá hennar eftir frelsi — frelsi sem hún hafði lítið kynnst áður. Og ljúfir tónar fiðlu hans ollu því, að hún ákvað að flýja burtu með honum. En vissi hún hvert hún var að flýja? Nei, hún var of ung og reynslulítil til að vita það. Hún skildi ekki að blind ást hennar leiddi hana aðeins út í ófyrirsjáanlegar hættur. Hún er ung og fögur og hefur kynnst manni sem hún elskar. Framtíðin blasir við þeim„ en örlögin verða til þess að skilja þau. Hún sér sig nauðbeygða til að hverfa úr lffi hans. Með fegurð sinni og miklum hæfileikum sínum á listskautum nær hún langt, en þegar best gengur upp- götvast að hún er haldin banvænum sjúkdómi. Einmitt þá kemur maðurinn sem hún elskar aftur inn í líf hennar. Hún hvarf og ekkert fréttist af henni. Loks var hún talin af og álitin dáin. Dag einn birtist hún í sendiráði í Thailandi, aðframkomin og þungt haldin af hitasótt, og rnundi ekki hvað hún hét. Með góðri læknishjálp nær hún sér fljótt, og nokkru seinna er hún á leið heim. Hún er full af lífs- þrótti og hlakkar til að sjá aftur manninn, sem hún elskar og hún hafði gifst stuttu áður en hún varð fyrir áfall- inu. En fjögur ár eru langur tími, og maður hennar hafði fyrir löngu talið hana af. SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SE Angela Smith sækir um læknisstarf í bænum Whey- stone. Þar ætlar hún einnig að reyna að jafna sig eftir slys, sem hún lenti í, í hreinu sveitalofti og kyrrlátu um- hverfi. Hún fær starfið, en henni er vantreyst sem lækni og litin hornauga sem persóna í fyrstu. En smátt og smátt vinnur hún traust og álit fóiks. Angela missti mann sinn og dóttur í bflslysi og líf hennar hefur verið tómlegt síðan slysið varð. En er hún kynnist Mikael Traymond, ró- legum og yfirveguðum lækni, vakna tilfinningar hennar á ný. Aðeins tvær persónur bjargast í land, þegar skipið brotnar í klettunum við strönd Ferrara, ævintýramaðurinn Sir Harvey Drake og hin fagra Paolina Mansfield. Þau voru bæði á leið til Feneyja og-faðir Paolinu fórst með skipinu. Sir Harvey Drake stingur upp á því við hana, að hún ferðist með honum sem systir hans áfram til Feneyja. Þar segist hann auðveldlega munu geta fundið ríkan eiginmann handa henni — og um leið ætlar hann að tryggja sína eigin framtíð. Paolina fellst á hugmyndina, og framundan er ævintýralegt og viðburða- ríkt ferðalag. PRISMA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.