Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987. Utiönd Handtökur vegna mót- mæla Mikið hefur veriö um ýmiss konar mótmælaaögeröir í Was- hington undanfama daga í tengslum viö komu Mikhails Gorbatsjov, aðalritara sovéska kommúnistaflokksms, þangað til fundar viö Reagan Bandaríkja- forseta. Hefur lögregluliö borgar- innar haft i nógu að snúast til aö hafa hemil á öllum þeim sem vilja annaöhvort koma mótmælum á framfæri viö sovéska leiðtogann eöa bara nota þetta tækifæri til þess að vekja athygli á sér og málstað sínum. í gær handtók lögreglan í Was- hington mann einn sem reyndi að ryöja sér leiö að bílalest Gor- batsjovs þegar hann var aö koma til sovéska sendiráðsins í Was- hington. Maöurinn haíöi fótbolta undir öörum liandleggnum og þótti hinn grunsamlegasti. ' Maöurinn, sem heitir David Steinbacker, var tluttur fyrir dómara, ákærður fyrir ólæti á almannafæri og sektaöur um eitt þúsund krónur. Þá handtók lögreglan í Was- hington nokkra af leiötogum bandarískra gyðinga þegar þeir efndu til mótmæla fyrir framan sovéska sendiráöiö. Gyðingarnir voru aö mótmæla hlutskipti gyö- inga í Sovétríkjunum og höfðu þeir fáriö inn fyrir vegatálmanir viö sendiráðið, inn á svæöi sem þeim var óheimilt að vera á. Gyðingarnir vorú ekki ákæröir heldur sleppt skömmu síðar. Á myndinni má sjá hvar gyö- ingarnir eru handteknir. Samningum fagnað Undirritun samningsins um eyöingu meöaldrægra kjam- orkuvopna i Evrópu var viöa fagnað í gær. í mörgum Evrópu- ríkjum voru hátíðarhöld meö flugeldasýningum og kampavins- flóði og heillaóskir bárust leiö- togum Bandaríkjanna og Sovétríkjanna víöa aö. Meðal annars var samningunum fagnað mjög meöal stjómvalda í Austur- Evrópuríkjum og forráðamenn Atlantshafsbandalagsins fógn- uðu þeim einnig. Á meðfylgjandi mynd má sjá hóp unglinga sem safnasl haföi saman í Moskvu til aö fylgjast meö undirritun samningsins og fagna henni. Ólafur Anaison, DV, Washington; Það var mikil stemning í austursal Hvíta hússins þegar Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, og Mikhail Gorbatsjov, leiðtogi Sovétríkjanna, gengu í salinn til aö skrifa undir fyrsta samkomulag sögunnar sem felur í sér fækkun á vopnum. Þjóð- söngur Sovétríkjanna var leikinn og einhver sérstakur hátíöleiki lá í loft- inu. Tvö hundruð og fimmtíu manns, bæöi sovéskir og bandarískir, voru viöstaddir. Leiðtogarnir fluttu stutt ávörp. Reagan sagöi að þegar hann hefði fyrst sett fram tillögu um núlllausn- ina hefðu margir talið hana byggöa á óskhyggju. Aörir hefðu talið hana áróðursblað og enn aðrir sagt að hún væri óraunhæf og gæti aldrei oröið að veruleika. Nú væri þessi óraunsæja sýn hins vegar oröin að veruleika. Reagan endurtók gamalt sovéskt heilræði sem hann hafði látið fara frá sér á blaðamannafundi í síðustu viku: „Doveryai no peroveryai" sem þýðir treystu en sannreyndu. Þá greip Gorbatsjov fram í fyrir forset- anum og sagði: „Þetta segir þú á hverjum einasta fundi,“ og létu við- staddir þá í ljós fognuð sinn. Reagan bætti þá við: „Mér líkar þetta svo vel.“ Reagan lauk ávarpi sínum með því að segja að Gorbatsjov ætti skiliö að fá góða hvíld og átti þar við að Sovét- leiðtoginn hefði lagt hart að sér til að gera afvopnunarsamkomulagið mögulegt. Gorbatsjov sagði að nú væri rétt að þeir verðlaunuðu sig með því að taka til starfa. Sagðist hann vona að 8. desember 1987 yrði dagur sem minnst yrði í sögubókum, dagur sem mark- aði skil milli ógnar kjamorkustríðs annars vegar og tímabils þar sem mannkynið afvopnaðist hins vegar. Að þessum oröum sögðum settust leiðtogamir að sáttaborði og skrif- uðu undir tímamótasamninginn. Þurfti hvor þeirra að skrifa nafnið sitt sextán sinnum. Að því búnu gengu þeir Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov inn í Leiðtogarnir við sáttaborð við undirritun afvopnunarsamkomulagsins. hátíöarmatsal Hvíta hússins. Þaðan ávörpuðu þeir þjóðir Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í sjónvarpsútsend- ingu sem sýnd var beint í báðum löndum. í ávarpi sínu sagði Reagan að al- þjóðlegt traust og öryggi gæti ekki náðst án opinna þjóðfélaga sem veittu fijálsu upplýsingastreymi, skoðanafrelsi, prentfrelsi og ferða- frelsi. Reagan sagðist ætla að ræöa um mannréttindamál og málefni ákveðinna heimshluta á fundi sínum með Gorbatsjov. Gorbatsjov sagði í sínu ávarpi aö áhrif þessa samnings næöu langt út fyrir það sem í honum stæði og að þetta væri einungis byijunin á alls- heijar kjarnorkuafvopnun. Gorbatsjov sagði að í Reykjavík heföi verið höggvið á þann hnút sem stóð í vegi fyrir kjamorkuafvopnun og það heföi veriö sá árangur, sem þar náðist, sem hefði gert það mögu- legt að ná þessu samkomulági nú og einnig því sem á eftir mynpi fylgja. Sagði Gorbatsjov Sovétmenn vera vongóða um að þegar forseti Banda- ríkjanna heimsækir Sovétríkin á næsta ári muni nást samningur um að eytt verði helmingi allra lang- drægra kjarnorkueldflauga. Gorbatsjov sagði ennfremur að möguleiki væri á samkomulagi um verulegan niðurskurö á heföbundn- um herafla og vopnum í Evrópu og ástæða væri til að hafa áhyggjur af auknum umsvifum á því sviði. Þetta var ef til vill athyglisverðasta yfirlýsing gærdagsins. Með þessu opnaði Gorbatsjov dymar fyrir því að raunverulega sé hægt að eyða öll- Simamynd Reuter um kjamorkuvopnum. Þáð sem hingað fil hefur komið í veg fyrir að Bandaríkjamenn gætu samþykkt allsheijar kjamorkuafvopmm hafa verið yfirburðir Sovétmanna í Evr- ópu á sviði hefðbundinna vopna. Gorbatsjov kom inn á mannrétt- indamál í ávarpi sínu. Hann sagði að fólk vildi búa í veröld sem tryggði öflum rétt til lífs, frelsis og hamingju og að raunveruleg mannréttindi yrðu að vera tryggð. Gorbatsjov sagði að fólk vildi búa í heimi sem væri lýðræðislegur og frjáls, þar sem hver þjóð gæti skipað sínum málum að vild án utanaðkomandi afskipta. Hann sagði að þær þjóðfélagsbreyt- ingar í Sovétríkjunum sem kenndar eru við perestroika eða endurbætur miðuðu að því að gera slíka veröld að veruleika. Sögulegt samkomu- lag undirritað Hagfræði rekur þá áfram Ólafiir Amaison, DV, Waahington; Nú þegar skrifað hefur verið undir samning um eyðingu aflra meðal- drægra og skammdrægra eldflauga er eðlilegt að menn spyiji sig hvað valdi því að stórveldin hafi í fyrsta skipti orðið ásátt um að grisja í vopnabúrum sínum. Ymsir telja að hörð afstaða Reagan- stjómarinnar í vígbúnaðarmálum hafl neytt Sovétmenn aö samninga- borðinu og leitt til þessa samkomu- lags. Aðrir telja að nýir menn og breytt viðhorf í Kreml hafi ratt brautina. Það er nokkuð til í báðum þessum sjónarmiðum og þau eiga bæði rétt á sér. Líklega hefði sá ár- angur, sem nú hefur náðst, ekki orðið til nema vegna þess að beggja þessara þátta hefur notið viö. Það verður hins vegar ljóst ef kafað er dýpra ofan í hlutina aö afvopnun- arscúnkomulagið, sem nú hefur náðst, hefur flarska lítið með her- og vamarmál að gera. í gær skrifuðu Ronald Reagan og Mikhail Gorbatsjov undir samkomu- lag sem felur það í sér aö bæöi Bandaríkin og Sovétríkin geta fært fjármuni frá sviði vamarmála yfir á önnur svið efnahagslifsins. Vamarmál eru ein helsta ástæöa þess mikla fjárlagahalla sem Banda- ríkin hafa búið við undanfarin ár. Eina raunhæfa leiðin til að draga verulega úr fjárlagahalla Bandaríkj- anna án þess að það raski um of efnahagslífinu er að draga úr útgjöld- um til vamarmála. Það er hins vegar ekki hægt ef vígbúnaðarkapphlaupið geisar áfram af fullum krafti. Þótt hermál taki sannarlega sinn toll hjá Bandaríkjamönnum em þaö þó smámunir á móti því sem er hjá Sovétmönnum. Fjárlög Sovétríkj- anna em ekki nema tæpur helming- ur af fjárlögum Bandaríkjanna. Því munar mun meira um hveija krónu sem fer í vígbúnað þar heldur en í Bandaríkjunum. Ástandið er ennþá þannig aö lífskjör fólks em afleit, almennur matar- og vömskortur. Gorbatsjov vill breyta ástandinu og bæta hag borgara sinna. Það getur hann ekki nema með því að taka peninga frá vamarmálum. Þess vegna hefur nú í fyrsta skipti verið hægt að fækka kjarnorkuvopnum í heiminum. Það er af þessari sömu ástæðu að menn geta verið nokkuð bjartsýnir á að í náinni framtíð takist að fækka kjamorkuvopnum enn frekar og jafnvel eyða þeim með öflu. Leiðtogar Sovétríkjanna em ekki allt í einu orðnir svona góðir menn heldur er það hrein hagfræði sem rekur þá áfram. Niðurstaðan getur orðið betri og ömggari heimur með bættan hag fyrir alla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.