Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 9
1 Vorumað taka upp kjóla, dress í miklu úrvali og margt fleira. TÍSKUVERSLUNIN YLFA KAUPGARÐI KÓPAVOGI MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987. Utlönd Sjúkraliöar aka einum hinna særðu út úr byggingunni. Sfmamynd Reuter Kreditkorta- tímabil Myrti átta Maður vopnaður aflmiMum riíHi skaut til bana átta manns í skrif- stofubyggingu í Melboume í Ástralíu í gær og framdi síðan sjálfsmorð með þvi að stökkva niður af tíundu hæð hússins. Lögreglan í Melbourne segir aö maðurinn hafi farið um nokkrar hæðir byggingarinnar og hafi hann skotið á hvern þann sem á vegi hans varð. Særði maðurinn fimm manns, auk þeirra sem létu lifið. Hann not- aði skotfæri frá ástralska hernum. Þetta er í annað sinn á aðeins fjór- um mánuðum sem fjöldamorð eru framin í Melbourne. í ágústmánuði gekk fyrrum Iiðsforingjaefni úrástr- alska hernum berserksgang í borg- inni, myrti sjö manns og særði nitján. Ekki er vitað hvað orsakaði fjölda- morðin í borginni í gær. í fyrstu var talið að maðurinn hefði upphaflega ætlað að ræna lánastofnun í húsinu en lögreglan hefur alfarið hafnað þeirri kenningu. Ljóst er þó að íjöldamorðinginn lenti í deilu við kunningja sinn á skrifstofu lánastofnunarinnar, sem er á fimmtu hæð hússins. Hóf hann þar skothríðina og virðist hafa misst gjörsamlega stjórn á sér. Ejórir af hinum myrtu voru í lyftu í húsinu, aðrir voru inni á skrifstof- um og göngum hússins. Um klukkustund eftir að skothríð- in hófst braut maðurinn glugga á tíundu hæð hússins og lét sig falla út þrátt fyrir að fólk, sem komið var að honum, reyndi að halda honum inni. Eitt fórnarlamba morðingjans. Símamynd Reuter Sjomenn sigla á eigin ábyrgð Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmarvnahöfn: Nils Wilhjelm, iðnaðarráðherra Dana, hefur beðið samtök skipafé- laganna í Danmörku um tryggingu fyrir því að danskir sjómenn verði ekki neyddir til að sigla inn í Pers- aflóa. Segir ráðherrann að danska sjómenn megi ekki setja á svartan lista ef þeir vilja í land áður en siglt er inn á stríðssvæði eins og Persaf- lóa. Viðbrögð ráðherrans koma í kjöl- far íranskrar árásar á olíuflutn- ingaskipið Estelle Mærsk á sunnudag þar sem einn danskur sjómaður lét lífið og ítali særðist. Sjómannasambandið brást hart við og krefst banns við siglingum dan- skra sjómanna á Persaflóa. Talsmaður sambandsins, sem einnig situr á þingi fyrir samein- ingarstefnu, gekk svo langt að kalla iðnaðarráðherrann morðingja þar sem hann hefði ekki þegar staðið fyrir slíku banni. Tók ráðherrann ásakanirnar ekki alvarlega en fór hins vegar strax að rannsaka ásakanir sjó- mannasambandsins gegn skipafé- lögunum þess eðlis að sjómenn væru settir á svartan lista og fengju ekki vinnu aftur ef þeir neituðu að sigla með inn í Persaflóa. Sjómenn- irnir eiga í dag rétt á að fara í land áður en siglt er inn í Persaflóa þar sem slíkt tengist ákveðinni áhættu. Vill iðnaöarráðherrann að sjó- mönnum megi vera fullkomlega frjálst að velja í slíkum tilfellum án hættu á að vera settir á svartan lista. Þeir sem sigla með inn í Pers- aflóa fá hátt álag á laun sín vegna hættunnar enda er siglingin þá á eigin ábyrgð. Jafnaðarmenn hafa svipaðar hugmyndir uppi en vilja ekki frek- ar en iönaðarráðherrann setja bann við siglingum Dana á Persaf- lóa. Sjómannasamböndin stungu mótmælabréfi inn um lúguna á ír- anska sendiráðinu eftir árásina þar sem ekki var opnað fyrir þeim. Krefjast samböndin nákvæmari skýringar á árás írana á friðsam- legt skip á alþjóðahafsvæði. Vorumað taka upp kjóla, dress í miklu úrvali og margt fleira. TÍSKUVERSLUNIN YKKAR KLEEFARSELI26 HJÁ SELJASKÓLA NÝTT KREDITKORTATÍMABIL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.