Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987. Lesendur Séð yfir borgina Bergen, sem nú er kölluð ,,Björgvin“. Skyldi verða flogið til „Björgvins" fyrir jól? Um eignarfall og uppnefn- ingu sémafna DV Verslanamiðstöð í Laugamesi: Rusl á svæðinu til ama Spumingin Vilt þú láta fjarlægja kór- ónuna af Alþingishúsinu? Böðvar Héðinsson: Finnst bara ágætt að hafa hana þarna. Gunnar Þór Jónsson: Vil helst hafa hana þarna enn um sinn. Hrafn Hauksson: Nei, ég vil endilega hafa hana þarna. Hún er hluti af húsinu og þeim sérkennum sem á því eru. Guðrún Guðbjartsdóttir: Já, ég er frekar á þeirri skoðun og hafa þá eitthvað íslenskara þarna. Geir Sigurðsson: Það má taka hana mín vegna. Helgi Hannesson: Mér flnnst það ekki skipta miklu máli hvort hún er þama eða ekki. Sigurður Þorkelsson hringdi: Mér er það óskiljanlegt hvernig góðum íslenskumönnum og sóma- kærum um mál sitt að öðru leyti hefur tekist að klúðra einstökum at- riöum í mæltu og rituðu máli á undanfornum árum. Einkanlega á þetta við um sérnöfn, bæði innlend og útlend. Mig langar til að taka dæmi-vítt og breitt, eins og hugurinn hvarflar. Mannanöfn eins og gömlu ættar- nöfnin, sem hér hafa fest í sessi, eru allt í einu komin með eignarfallsend- inguna „s“, t.d Thoroddsens, Schrams, Jóhannessens, o.fl. - Mér finnst ekki fallegt að heyra sagt: „Ég er búinn að lesa bók Matthíasar Jó- hannessens", eða: „Ég ætla að fara til hans Gunnars Schrams"! En þetta er víst það sem á að segja, eða hvað? Áður fyrr var tahð eðlilegt að þessi nöfn tækju ekki eignarfallsending- um og áttum við þó marga góða og gegna íslenskumenn og íslensku- fræðinga. Voru þeir svona glám- skyggnir? Og því ætti þá ekki eins að beygja þessi nöfn samkvæmt regl- um sem gilda um önnur mannanöfn, svo sem „Jónsson", „Guðmundsson" o.s.frv. og segja þá frá Thoroddseni, Schrami? Eða að nota sömu beyg- ingarendingar og eru í samstofna orðum, eins og t.d. orðinu „fen“. Það ætti að gilda sama reglan um bæði orðin: t.d. (fúa) fen og (Thorodd)sen, sem sagt: frá seni til sens, eins og frá feni til fens. - Þá yrði eignarfall Thor- oddsen-nafnsins í fleirtölu: „senja“, - Ég ætla að skrifa til þeirra Thor- oddsenja! Enn hef ég dálitlu við að bæta. Það er varðandi þá ósvinnu að klína ein- hverju orðskrípi á viðurkennd erlend heiti og sémöfn á þeirri for- sendu aö verið sé að „íslenska" orðið. Til hvers þarf að gefa borg, sem þeg- ar hefur viðurkennt heiti, íslenskt nafn? Hvaða vit er í því að kalla norsku borgina Bergen Björgvin, - Grimsby Grímsbæ og fallbeygja borgarheitið Barcelona (frá Barcelónu). Og því er þá ekki notuð eignarfallsmyndin „Björgvins" í stað Björgvinjar? Eina borgin, sem við höfum frá fornu fari kallað íslensku nafni, er borgin Köbenhavn sem ávallt gengur undir heitinu Kaupmannahöfn. Nafn annarra borga getur tekið fallbeyg- ingum, eins og París, Osló og kannski fleiri. En vafasamt er að gera þetta í öllum tilvikum. Það á t.d ekki við um Madrid (Madridar?) eða Bonn (til Bonnar eða Bonns?). Hvar á að setja takmörkin? Auðveldast er að hætta að gefa við- urkenndum erlendum sérnöfnum ný íslensk nöfn og hætta að ólmast með þau, samkvæmt fáránlegri nýbylgju- stefnu, sem á ekkert skylt við þjóö- ernishyggju og fágaðan málsmekk. Laugarnesbúi skrifar: Mig langar til að vita hvort ekki reynist áhrifaríkt að senda ykkur hjá DV lesendabréf til birtingar ef þaö mætti aðstoða okkur íbúa Laugar- neshverfis sem búum í nágrenni við verslanamiðstöö við Laugalæk. Þannig er að við höfum um árabil bent á sóðaskap sem stafar af ónóg- um ruslaílátum fyrir aUar þær verslanir sem þarna eru. Þar er minnsta gerð af ruslatunnum, enda flóir ruslið út úr þeim. Ef einhver vindur er berst rushð síðan út um hverfið, inn í alla garöa og um allar götur. Síðan krækja fuglar, kettir og hundar sér í rusl úr tunnunum, að maður nú tali ekkí um rottur sem þarna gætu lifað góðu lífi ef ekki Richard Úlfarsson skrifar: Ég get engan veginn skilið að nokk- ur maður haldi því fram við besta vin sinn að hann treysti honum til þess að drekka eins mikið af brenni- víni og hann vill en ekki bjór og þess vegna verði hann að taka frá honum bjórinn með góðu eða illu. Mér finnst þetta svipað og segja honum að hann megi aka bílnum, fljúga flugvélinni en alls ekki hjóla á hjólinu, þar sem allar kannanir í nágrannalöndunum sýni að hjólreið- ar auki hættuna á umferðarslysum. Auðvitað er hætta á því að bjórinn, eins og annað áfengi, eyðileggi heilsufar þjóðarinnar og stefni lífl einhverra einstakhnga í hættu. En lífið er nú einu sinni þannig að það Kona í Breiðholti hringdi: Mig langar til að vekja athygli á því ósamræmi sem er á kaffiverði hér. Jafnvel sama tegund af kaffi, í þessu tilfelli Ríókaffi, er á verðbilinu frá 82-105 kr. pokinn, allt eftir því í hvaða verslun kaffipokinn er keypt- ur. Nú er ég ekki viss um hvort þetta eru einhver lágmarks- og hámarks- verð en ef þau eru það er gott til þess að vita að samkeppni er á þessu Margrét Sigurðardóttir hringdi: Hinum almenna símnotanda er gert að greiða skrefagjald, en það er ekki víst að þeir viti allir hvaö felst í þessu gjaldi eða hveiju skrefi fyrir sig. Nú hef ég komist að því og vil benda fólki á hversu mikilvægt það getur verið að þekkja forsenduna fyrir háum símareikningum - og geta þá sjálft ráðið einhverju um upphæð þeirra. Á hverju þriggja mánaða tímabih eru innifalin 200 skref og eru það um 2,22 á dag (að jafnaði). Síminn segir að eitt skref sé 6 mínútur - ef maður talar í sex mínútur, vel að merkja. verður brugðið við og þetta lagfært. Mig langar að benda á að sums staðar í borginni, við stórar versl- anasamstæður, eru stórir ruslagám- ar, vel lokaðir. Væri ekki ráð að fá einn eða fleiri shka? Ég efast ekki um að kaupmenn þama bregðast fljótt við og lagfæra þetta því að það hlýtur að vera þeirra hagur að hafa sem hreinast úti við sem inni. Ég veit að þessari ábendingu kann að verða illa tekið en vona samt að þið kaupmenn, sem þarna verslið og okkur Laugarnesbúum hkar yfirleitt vel við, sjáið að þetta er aðeins sjálf- sögð kurteisi við nágranna ykkar, enda yrðuð þið ekki ánægðir ef við kæmum með msl frá okkur og sett- um það við dyrnar hjá ykkur. er ekki hægt að lifa því án áhættu. íslendingar hafa þegar ákveðið að taka þá áhættu sem fylgir því að drekka áfengi. Bjór er áfengi. Bjórn- um fylgir ekki bjórvandamál heldur áfengisvandamál. Þess vegna á að fara með bjór eins og annað áfengi. Það vhja allir koma í veg fyrir áfengisböl, umferðarslys og sjúk- dóma, en ekki með því að loka sig inni í búri. Ég held að áfengisvörnum sé best borgið með heiðarlegum, sannfærandi áróöri. Ég þakka birtinguna og legg til að DV spyiji þá alþingismenn, sem em á móti bjór, hvort þeir treysti sjálfum sér til þess að far^ með bjór eða hvort það séu bara „hinir“ sem þeir ekki treysta. sviði. Það er hins vegar slæmt að maður skuh ekki vita fyrirfram hvaða verslun það er sem býður besta verðið hveiju sinni. Ég vek nú máls á þessu til umfjöll- unar og glöggvunar fyrir fólk ef það hefur þá ekki tekið eftir þessum verðmun nú þegar. Eða, ef Verðlags- stofnun hefur eitthvað við þennan verðmun að athuga, sem alls ekki er víst, þá taki hún svona ábendingu til sín. En eitt skref getur verið allt frá því að maður nær sambandi og slítur því. Þannig er maður búinn aö nota tvö skref, þótt maöur hringi ekki nema tvisvar á dag og tali í eina og hálfa eða tvær mínútur í hvort skipti. Skyldi ég nú svo tala í sex og hálfa mínútu samfeht, þá em komin tvö skrefl Þetta athugar fólk ekki, þegar síminn segir að eitt skref sé sex mín- útur, þá er átt við að skrefið sé ALLT AÐ sex mínútum, - ef maður talar í 6 mínútur. Það getur því verið gott að gæta sín þegar maður tekur fyrstu skrefin... Eru það „hinir“ sem ekki eru traustsins verðir? Um bjórinn: Ekki bjórvandamál held ur áfengisvandamál Ekkert samræmi í kaffiverði Póstur og sími: Að læra að taka skrefin

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.