Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987, Sviðsljós Ólyginn sagði... Hótel Paradísó Dave Stewart úr hljómsveitinni Euryth- 'mics, sem leikur á móti Annie Lennox, kvæntist nýlega einni stúlkunni úr Bananarama, Siobhan Fa- hey. Þau hjónakornin eignuðust nýlega sitt fyrsta barn, strák sem eflaust á eftir að verða poppstjarna í framtíðinni. Siobhan átti barnið í vatni, sem gerist nú æ vinsælla, og gekk fæð- ingin að óskum. Dave hefur þó engin áform uppi um að hætta í hljómsveitinni Eur- ythmics. Sarah Ferguson - eiginkona Andrews prins - ér.talin meiriháttar skap- mikil og það er ekki vinsælt í bresku konungsfjölskyld- unni. Húfi vakti mikla athygli um daginn þegar hún bauð Karli og Díönu prinsesu út í mat. Þjónninn, sem afgreiddi Fergie, mis- skildi eitthvað pöntunina hjá henni og lét hana fá vit- lausan rétt. Fergie missti stjórn á skapi sínu og skip- aði þjóninum að hverfa úr augsýn sinni sem fyrst. Karl og Díana sátu víst þögul undir borðum það sem eftir var og hugsuðu sitt. Richard O'Sullivan - sem frægur er úr þáttun- um „Me and my girl" - hefur óvænt tilkynnt fram- leiðendum þáttanna að hann hyggist hætta á næst- unni. Hann hefur alltaf sagt að hætta beri leik þá hæst standi, áður en vinsældir þáttanna detta niður. Ric- hard segist líka vilja reyna við eitthvað nýtt í leikara- bransanum. Um þessar mundir er sýndur í]ör- ugur „Kabarett" í Ársölum Hótel Selfoss. Leikfélag Selfoss og og hljómsveitin Karma standa aö sýn- ingu þessari sem nefnist „Hótel Paradísó". Vel er vandað til á Paradísó og er hljómsveit hússins þar þungamiðja þegar hótelstjórinn, yfirþjónninn, pikkalóinn og móttökudaman taka á móti gestum hótelsins. Margt manna gistir á Paradísó, þar á meðal Jón nokkur Bergsson, bóndi í Suður- Landeyjum, svo einhver sé nefndur. Gestir Ársala skemmtu sér kon- unglega þagar fréttaritari DV brá sér á kabarettinn um daginn. Það vakti sérstaka athygli að allir leikendur leikfélagsins í sýningunni er ungt fólk sem ekki hefur áður haldið uppi sýningu sem þessari. Gömlu hjónin rifja upp gamlar endurminningar Á brúðkaupsafmælinu. „Nei, sko, ennþá líf í karli... ekki sofnai' Á hótelinu er alls konar þjónusta. Hér er Kynþóra Krafts með einum við- skiptavini sínum, Loðmundi Langþráðs. Munkar séra Brands sem leynast í kjallara hótelsins. Bænir þeirra vitna um ekki allt of heilagt hugarfar. Eg þekkti einu sinni fatlað fól Þrír söng- leflrir samtímis Andrew Lloyd Weber er ansi stór- tækur söngleikjahöfundur og stendur fyrir mörgum af vinsæl- ustu söngleikjunum á Broadway. Nú er verið að sviðsetja nýjasta söngleik hans á Broadway, „The Phantom of the Opera“ og er hann þar með orðinn höfundur þriggja söngleikja sem verið er að sýna á Broadway um þessar mundir en það eru áðumefndur söngleikur Cats og Starhght Express. Árið 1982 átti Lloyd Webber reyndar einnig heiðurinn af þrem- ur söngleikjum sem vom sýndir samtímis það ár. Það vom söng- leikirnir Evita, Joseph and the Amazing Technicolor Dreamcoat og Cats sem enn er sýndur á Broad- way. Stjama hans skín því skært um þessar mundir. á Broadway, er kvæntur þessari konu, Söru Brightman, en hún ieikur i nýjasta söngleik Webbers sem heitir The Phantom of the Opera. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.