Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987. Að breyta fjalli: Stefán Jónsson Bernskuminningar Stefáns Jónssonar Hlýjar - fyndnar - sárar f bókinni „Að breyta fjalli" lýsir Stefán því fólki og umhverfi sem mótaði hann mest í uppvextinum. Frásögnin er gædd þeirri ómótstæðilegu hlýju og húmor sem jafnan einkenna bækur Stefáns en í gegnum allan gáskann skynja lesendur grimman og kaldan veruleika kreppunnar, sem mestu réði um gerðir fólksins á slóðum sögunnar. Eins og titill bókarinnar ber með sér færð- ust sumir mikið í fang á þessum. erfiðu tímum. En það er líka hægt að taka hann bókstaflega því vissulega var gerð merkileg tilraun til að breyta einu formfegursta fjalli á fslandi, sjálfum Búlandstindi. Samræður um heimspeki: Brynjólfur Bjarnason, Halldór Guðjónsson, Páll Skúlason f Samræðum um heimspeki takast höfund- arnir á við mörg af brýnustu vandamálum heimspekinnar ó gagnmerkan hátt, ekki hvað síst fyrir tilstilli samræðuformsins sem veitir lesandanum óvenju skýra og greinar- góða mynd af viðfangsefninu. Listin að selja: Tom Hopkins Ómissandi handbók fyrir alla þá er vinna við sölustörf og vilja ná auknum árangri. Höf- undurinn var um árabil einn af bestu sölu- mönnum Bandaríkjanna. Bókin hefur fengið frábærar viðtökur um allan heim. Sólstafir: Bjarni Guðnason Sólstafir Bjarna Guðnasonar er stórskemmti- leg miðaldasaga og snýst um ástir, auð og völd. Ungur piltur strýkur að heiman til þess að hefja ævintýralega og hættulega leit að því sem allir vilja finna - en fáum tekst. Sag- an gerist á ólgutímum þegar alþýða manna bjó við ofurvald klerka og annarra valds- manna. Þetta er fyrsta skáldsaga Bjarna Guðnasonar prófessors. Samuel Beckett Er Andi í glasinu?: Rúnar Ármann Arthúrsson Sagan gerist að mestu leyti í Reykjavík, þó komið sé við á þjóðhátíð í Eyjum og víðar. Hún fjallar að meginefni um vináttu Grímsa og Lukku, sem bæði eru 16 ára, og eitt og annað að auki sem hefur áhrif á hvaða stefnu líf þeirra tekur. Þetta er spennandi saga, stundum of spennandi t.d. þegar Lukku er rænt . . . Sjálfstætt framhald bókarinnar „Algjörir byrjendur" sem kom út í fyrra og hlaut mjög góðar viðtökur. - sögur, leikrit, Ijóð. Samuel Beckett er í hópi merkustu rithöf- unda þessarar aldar og hefur ef til vill öðrum fremur stuðlað að róttækum breytingum á skáldsagnagerð og leikritun eftir seinni heimsstyrjöld. Beckett hlaut bókmennta- verðlaun Nóbels árið 1969. Meðal verkanna í bókinni er leikritið Beðið eftir Godot, í nýrri þýðingu, og eitt nýjasta snilldarverkið, hin stutta og magnaða skáldsaga Félagsskapur frá 1980. Þýðandinn er Árnilbsen sem hefur um árabil kannað verk þessa alvörugefna írska húmorista og hann skrifar jafnframt inngang og skýringar. Þetta er í fyrsta skipti sem verk eftir Samuel Beckett eru gefin út í íslenskri þýðingu. Tungumál fuglanna: „Tómas Davíðsson" „Tungumál fuglanna" eftir „Tómas Davíðs- son" er nýstárlegt verk í íslenskum bók- menntum og mun verkja forvitni og umtal. Frásögnin minnir óþyrmilega á atburði sem hafa gerst, en kannski enn frekar á atburði sem gætu gerst eða gætu verið að gerast. Bókin verður vafalaust ein sú umdeildasta á jólabókamarkaðinum í ár. Útganga um augað læst: ísak Harðarson Hér eru á ferðinni nútímaljóð í bestu merk- ingu þess orðs. Af frumlegri hugsun og Ijóð- rænum þrótti er ort um manninn og sam- band hans við veröldina. Þetta er Ijóðabók, sem allir hafa gaman af. Þetta er fimmta Ijóðabók ísaks en sú fyrsta Þriggja orða nafn kom út árið 1982.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.