Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987. Viðskipti_______________________________________________________________________dv Verðbreytingamar um áramótin: Folk hikar nu við að kaupa vörur sem lækka í verði Skyndikönnun DV í gær á meðal verslunareigenda um viðbrögð fólks við þeim miklu verðbreytingum sem verða um áramótín sýna glöggt að fólk hikar nú við að kaupa vörur sem ríkisstjórnin hefur samþykkt að lækka um áramótin. Svar ýmissa verslana er reyndar verðlækkun strax á þessum vörum. Kaupmenn segja að almenningur geri sér samt ekki fulla grein fyrir því sem sé að gerast og spyrji mikið um breyting- arnar. Hjá einu fyrirtæki, Raíha hf., sem selur þvottavélar og ísskápa, en hvort tveggja hækkar um áramótin, fengust þau svör að ekkert kaupæði hefði gripið um sig og virtist sem fólk héldi að allar vörur lækki um Pemngamarkaður INNLÁNSVEXTlt? (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur ób. 20-22 Lb,lb Sparireikningar 3jamán.uppsögn 20-24 Úb 6mán.uppsögn 22-26 Ab 12 mán. uppsögn 24-30,5 Úb 18mán. uppsögn 34 Ib Tékkareikningar.alm. 6-12 Sp,lb Sértékkareikningar 10-23 Ib Innlán verðtryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsögn 3,5-4 Ab,Úb, Lb,Vb Innlán meðsérkjör- 19-34,5 Úb um Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 6-7,25 Ab,Sb, Vb Sterlingspund 7,75-9 AbVb, Sb Vestur-þýskmörk 3-3,5 Ab.Sp, Vb Danskar krónur 8,75-9 Allir nema Bbog Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 33-34 Sp Viðskiptavixlar(forv.)(1) 36 eða kaupgengi Almennskuldabréf 35-36 Úb.Vb. * Sb.Sp Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 35-39 Sp Utlán verðtryggð Skuldabréf 9,5 Allir Útlán til framleiðslu isl. krónur 31-35 Úb SDR 8-9 Vb Bandaríkjadalir 9-10,5 Vb Sterlingspund 10,5-11,5 Vb.Úb Vestur-býskmörk 5,5-6,5 Vb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 49,2 4,1 á mán. MEÐALVEXTIR Óverðtr. des. 87 35 Verðtr. des. 87 9,5 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala des. 1886 stig Byggingavísitala des. 344 stig Byggingavísitala des. 107,5stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 5% 1 . okt. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóöa Avöxtunarbréf 1,3456 Einingabréf 1 2,484 Einingabréf 2 1,454 Einingabréf 3 1,534 Fjölþjóðabréf 1,140 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,497 Lffeyrisbréf 1.249 Markbréf 1,272 Sjóðsbréf 1 1,218 Sjóðsbréf 2 1,077 Tekjubréf 1,308 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennartryggingar 114 kr. Eimskip 278 kr. Flugleiöir 196 kr. Hampiöjan 118 kr. Hlutabr.sjóðurinn 119 kr. Iðnaðarbankinn 143kr. Skagstrendingur hf. 182 kr. Verslunarbankinn 126kr. Útgerðarf. Akure. hf. 160 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaöarbanki og Samvinnubanki kaukpa viöskiptavlxla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb=Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Otvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. ekkert kaupæði á vönim sem hækka Þvottavélar hækka í verði um ára- mótin. Áætluð hækkun er 15 pró- sent. ísskápar og saumvélar hækka lika um 15 prósent. Mynd sem þessi kemur trauðla til að sjást nú í desember. Hljómflutn- ingstæki lækka í verði eftir áramót og fólk er farið að bíða með að kaupa nýju græjurnar. msm Hreinlætistæki, eins og baðker og klósett, lækka í verði eftir áramótin sem og blöndunartæki. Sturtuklefar munu hins vegar hækka í verði að sögn verslunarmanna. áramótin. En hverju svara kaup- mennirnir? Afpantanir á teppum Jón H. Karlsson, framkvæmda- stjóri í Teppalandi-Dúkalandi, segir að hann hafi fengið nokkrar afpant- anir en ríkisstjómin hefur lofað 20 prósenta lækkun á gólfteppum og dúkum. „Ég tel að áhrifin séu ekki komin í ljós ennþá. En þegar á laug- ardaginn fór fólk að hika í kaupum sínum.“ Jón segir að hans fyrirtæki muni bregðast við með verðlækkun strax til aö ná fram sölu, enda blasi það við að lager fyrirtækisins lækki í verði hvort sem er um áramótin og eins sé búið að leggja út í mikinn auglýsingakostnað sem skili sér ekki að óbreyttu. Að sögn Jóns býst hann við að þó- nokkrir muni kaupa teppi í desember hvernig sem allt veltur þar sem við- tekin venja sé hjá fólki að gera fínt hjá sér fyrir jólin og teppaleggja eða skipta um teppi. Tilboð í hreinlætistæki minnkað snariega Einar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Vatnsvirkjans, segir að tilboð í hreinlætistæki hafi minnkað snarlega. Á lista ríkis- stjórnarinnar segir að hreinlætis- tæki eigi að lækka um 45 prósent um áramótin. „Þeir sem ekki geta beðið kaupa, aðrir ætia að bíða,“ segir Ein- ar. Hann segist þegar hafa skellt á verðlækkun í verslun sinni upp á 15 til 25 prósent sem gilda eigi til jóla. „Ég er að koma til móts við fólk sem vil klára fyrir jól og getur ekki beðið þótt verðlækkunin um áramóti blasi við þessu fólki." Fólk er hikandi í hijómtækjum Óskar Tómasson, verslunarstjóri í Hljómbæ, segir að fyrstu viðbrögð markaðarins sé aö lúka, bíða fram yfir áramót. Hljómflutningstæki eiga að lækka um 15 prósent samkvæmt lista ríkisstjórnarinnar. „Fólk var greinilega hikandi á laugardaginn eftir að fréttir um verðlækkun eftir áramót varð ljós,“ segir Óskar. Hann segir ennfremur að viðbrögð Hljóm- bæjar séu þau að, gefa fólki meiri staðgreiðsluafslátt en áður, eða hækka hann úr 5 prósentum í 10 prósent, aluk þess hafi um þriggja prósenta gengissig krónimnar gagn- vart þýskum mörkum að undan- fórnu ekki verið tekið inn í verðið. Hnrfapörin rjúka út Sigurður Sigurðsson, eigandi verslunarinnar Hamborgar, segir að engar breytingar hafi orðið í sölu á hnífapörum eða borðbúnaði og að það sé mikil sala. Hnífapör eiga að lækka í verði um 50 prósent sam- kvæmt lista ríkisstjómarinnar og borðbúnaöur um 40 prósent. „Það var miklu betri sala á laugardaginn en sama laugardag í fyrra,“ segir Sigurður. Hik í kaupum á ritvélum Ægir Ármannsson, sölumaður hjá Skrifstofuvélum hf„ segir að þeir hafi orðið varir við að fólki hiki við að kaupa ritvélar og reiknivélar. Á listanum fræga segir aö skólaritvélar lækki um 40 prósent. „Það er nú svo undarleg staða á markaðnum með skólaritvélar að þær hafa ekki verið til í Reykjavík undanfarinn mánuð eftir mikla sölu í haust. En fólk hikar greinilega við að kaupa dýrari ritvél- ar og reiknivélar, það vill bíða og sjá hvað gerist.“ Ekkert kaupæði í ís- skápum og eldavélum Ingvi Ingason, forstjóri Rafha hf. í Hafnarfirði, segir að ekkert kaupæði hafi gripið um sig hvað snertir elda- vélar, kæliskápa eöa þvottavélar. Þetta þrennt á að hækka í verði um 15 prósent um áramótin samkvæmt listanum góða. „Við höfum orðið varir við auknar fyrirspumir en ekk- ert meira. Mér finnst eins og fólk haldi að allt eigi að lækka um ára- mótin.“ Um kaup á frystikistum, en þær eiga að lækka um 5 prósent, seg- ir Ingvi að svarið sé einfalt: „Þaö kaupir enginn frystikistu núna.“ -JGH Þetta er listinn sem tjarmala- - Þvottavélar, kæhskápar, ráðuneytiö hefur sent frá sér og saumavélar, 15% sýnir dæmi um breytingar á vöm- verði samkvæmt samkomulagi Vörur sem lækka f verðl og ríkisstjómarinnar vegna breytinga áætluð verðlækkun I pró- á óbeinum sköttum sem taka gildi sentum um áramótin. - Niöursoðnir og þurrkaðir ávextir 35% Vörur sem ekki taka verð- Fryst og niðursoöið breytingum grænmeti, 15% - Mjólk - Haframjöl og hveiti, 9% ~ Skyr - Sjampó, 25% - Smjör - Tannburstar, 45% - Dilkakjöt - Tannkrem, 25% - Gosdrj-kkir - Ilmvötn og rakspírar, 45% - Sápur og þvottaefni - Varahtir, 47% - Föt og skófatnaöur, - Borðbúnaður, 40% - Húsgögn - Hnífapör, 50% - Áfengi og tóbak - Þurrkarar, 15% - Bifreiöar - Sjónvörp og - Skólavömr myndbandstæki, 11% - Hljómflutningstæki, 15% Vörur sem hækka í verði og - Frystikistvu, 5% áætluð hækkun í prósentum - Skólaritvélar, 40% - Alifugla- og svínakjöt, 5-10% - íþróttavörur, 10-40% - Nautakjöt, 10-15% - Bifreiðavarahlutir, 20% - Fiskur, 25% - Iljólbaröar, 20% - Innilutt nýtt grænmeti, 7% - Hreiniætistæki, 45% - Kaffi, 2-3% - Blöndunartæki, 30% - Sykur, 13% - Raflagnavörur, 30% - Brauð, 13% - Gólfteppi og dúkar, 20% - Ostar, 15-20% (með fyrirvara) - Steypustyrktarjára, 5% - Egg, 5-10% - Nýir ávextir, 13% -JGH Verðbreytingamar: Vangaveltur kaupmanna í gær A meðal þeirra verslunarmanna sem DV ræddi við í gær um fyrir- hugaðar verðbreytingar um áramót- in og viðbrögð markaðarins núna, þegar aðeins 15 dagar eru til jóla, mátti heyra ýmsar vangaveltur eins og um gengislækkun íslensku krón- unnar um áramótin, áframhaldandi gengislækkun dollarans, frjálsa álagningu verslana og verðhækkanir erlendis. Sagt yar: „Ég tel að ekki séu öll kurl komin til grafar um þessar verð- breytingar. Það er líka verðbólga erlendis og verðhækkanir koma oft fram í pöntunum sem gerðar eru í desember og janúar.“ Sagt var: „Ef dollarinn heldur áfram að lækka halda Evrópumynt- irnar líka áfram að hækka. Þetta þýðir aftur sígandi gengi íslensku krónunnar gagnvart myntum Evr- ópu og það gæti vegið eitthvað upp á móti þessari lækkun um áramótin.“ Sagt var: „Það er frjáls álagning í landi og það er ekkert gefið að ríkis- stjórnin geti gefið upp svona áætlað- ar tölur um hvað hitt og þetta muni lækka mikið í verði um áramótin." Sagt var: „Ríkisstjómin hefur ákveðið að lækka vörur um svo og svo mikið en ætlar hún sér bara ekki að ná þessu aftur til baka með gengis- fellingu um áramótin." -JGH Þvátt fyrir altt: „Það er búið að vera mjög líflegt að gera hér í Tollvömgeymslunni, mikið afgreitt af sjónvarpstækjum og hljómflutningstækjum, bæði í gær og í dag. Rétt í þessu er verið að af- greiða kjaftfullan bíl af hljómflutn- ingstækjum," sagði Helgi Hjálmars- son, forstjóri Tollvömgeymslunnar, við DV í gær. Helgi sagði að sér virtist samt að heldur væri farið að draga úr því að fyrirtæki leystu út þær vörur sem kæmu til með að lækka í verði um áramótin. „Ég held aö áhrifin komi betur í ljós á næstu dögum þegar viðbrögð almennings sjást betur.“ Um jólatraffíkina í Tollvöra- geymslunni segir Helgi að þaö hafi verið mjög mikið aö gera það sem aferdesember. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.