Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987. Neytendur Smákökubaksturinn gefur okkur Jólailm í húsið Nokkrar „sortir“ af Ijúffengum jólasmákökum. Smákökubakstur tilheyrir jólun- um eins og svo margt annað umstang. Margir ljúka gífurlegum bakstri af löngu fyrir jól, geyma jafnvel kökurnar í frystikistunni þangað til slagurinn hefst. Aðrir líta ekki á smákökubakstur sem einhvers k'onar leiðinlega kvöð heldur baka til þess að gæða sér og sínum á einhveiju góðgæti í til- efni jólanna. Það gefur svo sannar- lega jólalega lykt í húsið þegar verið er að baka brúnar sýrópskök- ur. Það ætti því ekki að gera til þótt smákökur séu bakaðar þegar jólin eru á næsta leiti. En hafa verð- ur einhvem hemil á því hve mikið er bakað. Það er ekkert gaman að ætla að gera sér dagamun með smákökum þegar allir eru orðnir hundleiðir á þeim. Fjölskyldur eiga líka sínar hefð- bundnu jólasmákökur þar sem bakað er eftir sömu uppskriftunum ár eftir ár. En hérna koma nokkrar sem gæti verið gaman að prófa: Haframjölskökur 100 g smjörl. 100 g ljós púðursykur % rifinn börkur af einni appelsínu rifmn bökur af einni sítrónu 50 g hveiti 225 g haframjöl örlítið natrón salt 1 eggjarauða Hrærið smjör, sykur og rifna börk- inn þar til hræran verður ljós. Hrærið svo eggjarauðuna saman við: Bætið svo þurrefnunum út í og hræriö þar til deigið verður sam- fellt. Hnoðið létt og fletjið þunnt út. Stingið út kringlóttar kökur og raðið þeim á smurða plötu með góðu millibili. Bakið við 180°C í ca 10-15 mín. Látið kökurnar kólna aðeins á plötunni áður en þær eru teknar af og kældar á kökugrind. Salthnetukökur 50 g smjörl. 50 g púðursykur 50 g saltaðar, gróft saxaðar jarð- hnetur 75 g hveiti örlítið lyftiduft Hrærið smjörl. og sykur þar til hræran verður létt og ljós. Blandið þá þurrefnunum saman við og hrærið þar til deigið verður þétt. Búið þá til litlar kúlur sem þrýst er á með gafíli. Látið á smurða plötu með góðu millibili. Þrýstið á þær með gafíli og bakið við ca 180°C hita. Möndlukökur 3 stífþeyttar eggjahvítur 175 g strásykur 225 g möndluflögur Skreytt með bræddu suðusúkkul- aði Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykrinum út í smátt og smátt. Bæ- tið svo möndlunum út í.. Setjið deigið í litla hrauka á plötuna sem klædd hefur verið álpappír. Bakið kökumar við ca 160° C hita í 35 mín. Þegar kökurnar eru orðnar kaldar er bráðnu suðusúkkulaði sprautað úr sprautupoka með mjó- um stút ofan á kökumar. Piparkökur 2 dl möndlur 200 g smjörl. 2 dl sykur 1 dl síróp 2 tsk. engifer 2 tsk. kanill 2 tsk. negull 1 tsk. natrón ca 350 g hveiti Takið hýðið af möndlunum, gott að láta þær í skál með sjóðandi vatni. Þá losnar hýðið strax af þeim. Saxið þær síðan. Geymið. Hrærið sykur og smjörlíki þar til það er ljóst og létt. Látið þá síróp, krydd og natrón út í. Bætið þá möndlunum út í ög meiri hluta hveitisins. Látið þá deigið á borðið og hnoðið það þar til það verður létt og slepp- ir borðinu. Skiptið því til helminga og búið til aflangar pylsur. Vefjið þeim inn í álpapppír og geymið á köldum stað til næsta dags. Skerið þær þá í þunnar sneiðar og bakið á bökunarpappír. Látið plötuna vera í miðjum ofni, hitinn ca 175°C, bökunartími ca 10 mín. Látið aðeins kólna á plötunni áður en kökurnar eru teknar af henni. Við látum þetta duga og óskum ykkur góðrar skemmtunar. -A.Bj. „Tískufatnaður unglinga bæði ómerkilegur og dýr“ - segir móðir sem fór í tískuverslanir með dóttur sinni Langbest er að reyna að læra hvað hlutirnir kosta og haga síðan inn- kaupunum eftir því hvar verðið er hagstæðast. Það getur kostað að fara þurfi í fleiri en eina verslun þegar mikil innkaup eru gerð. En það getur borgað sig. DV-mynd GVA Umtalsverður verðmunur Unglingarnir þurfa á leiðbeiningiun að halda til þess aö verða kröfuharð- ir neytendur. „Fyrir nokkru fór ég með dóttur minni í nokkrar svokallaðar tísku- verslanir við Laugaveginn. Það gekk alveg fram af mér hve ómerkilegur hann er, fatnaðurinn sem unghngun- um er boðið upp á, og það hka á okurverði," sagði kona nokkur sem lýsti ánægju sinni með umfjöllun okkar á neytendasíðunni um bama- fatnað nú nýlega. Vhdi konan koma á framfæri ósk um að við fjölluðum á svipaðan hátt um fatnað fyrir ungl- ingana. Verður það tekið th athugun- ar. „Það virðist ekki skipta neinu máh hvemig þessi fatnaður er, aht virðist seljast, hversu ómerkhegt sem það er. Saumaskapurinn var alveg hræðhegur á mörgum og allflestum þessum búðarfötum. Það myndi eng- in „saumakona" voga sér að láta svona frá sér. Á sumum flíkunum gat munað mörgum cm á faldinum og sums staðar var hann ósaumaður, og auðvitað allt gert í vél. Á einu phsi, sem var með klauf að aftan, munaði einum 2 cm á stykkjunum og auðvitað er engin fhk straujuð,“ sagði konan. Hún sagði einnig að sér þætti þessi fatnaður í dýrari kantinum þegar t.d. ófóðrað phs kostaði um og yfir 2 þús- und kr., það væri ekki nema klukku- tíma saumaskapur á flíkinni. Blússur, algerlega ómerktar og hla saumaðar, kostuðu á 4 þúsund kr. „Og að selja unglingum fatnað, sem ekki þohr þvott, er auðvitað alveg fyrir neðan allar hellur. En aht virð- ist þetta seljast. Unghngamir, og hér á ég við menntaskólakrakka, hafa geysimikla peninga mihi handanna. Þeir vinna mikið með skólanum og eyða svo peningunum sínum í þenn- an tískufatnð. Afgreiðslufólkið í þessum verslun- um er svo uppáþrengjandi aö það er varla hægt að komast út frá því án þess að kaupa eitthvað. Ég kynntist því af eigin raun,“ sagði konan. „Svo veit afgreiðslufólkið næsta ht- ið um þennan fatnað, sem það er að selja, ekki einu sinni hvaðan vörum- ar em. Og í mörgum tilfehum vom þær ahsendis ómerktar og auðvitað engar upplýsingar um meðferð á flík- inni. Svo er kannski farið.í hana einu sinni og síöan aldrei meir.“ Viðmælandi okkai’ sagðist telja að hér á landi væri boðið upp á vönduð barnafót og einnig vandaðan kven- fatnað. En tískufatnaðurinn fyrir unghngana væri hér bæði ómerki- legur og dýr, sagöi hún. Ótrúlega margar tískuverslanir em í Reykjavík, miðað við fólks- fjölda, og víst er um þaö að víða eru á boðstólum óvandaöar vörar og dýr- ar. En auðvitað eiga skólakrakkar og óharðnaðir unglingar erfitt með að átta sig á hvort um er að ræða ómerkhegan fatnað og hla saumað- an, bara ef fötin em „smart“ að þeirra dómi. Langsamlega flestir unghngar fara án leiösagnar fullorð- inna 1 fatakaupaleiðangra og láta stjómast af því sem þeim er leiðbeint um í verslunum. Dóttir viðmælanda okkar er sann- arlega heppin að eiga móður sem hefur tækifæri og áhuga á að kenna henni að velja og hafna í fataverslun- um og fara vel með þá fjármuni sem hún hefur aflað sér með mikihi vinnu. Verömunur getur verið umtals- verður innan sömu vömmerkja. Einnig getur munað á milh vöru- merkja en þá getur einnig verið um að ræða annan mismun. Á það er enginn dómur lagöur hér. Við greinum aðeins frá hæsta og lægsta verði sem kom fram í verðkönnun Verðlagsstofnunar í október. Fólk er hvatt til þess að kynna Plastfilma Rul-let 15 m x 30 cm sér verð áður en kaupin em gerð og bera saman. Ef gaumur er gef- inn að verðinu kemur það smám saman upp í vana og menn fara að taka eftir því ef um einhvem vem- legan verðmun er að ræða. T.d. er hæsta verð á plastfilmu 30x30 cm 114 kr„ en sams konar fhmu má fá á 89 kr. Þarna munar 28%, sem er hreint ekki lítið. -A.Bj. Meðal- Lægsta Hæsta Mismunur verð verð verð f % Móðir hefur lítið átit á þeim tískufatnaði sem fáanlegur er á unglinga 61.11 58.00 64.00 10,3% Plastfilma Rul-let 30 m x 30 cm 90.82 81.50 99.80 22,5% Plastfilma Vita Wrap 15 m x 30 cm 69.05 61.00 79.00 29,5% Plastfilma Vita Wrap 30 m x 30 cm 100.40 89.00 114.00 28,1% -A.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.