Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987. 19 Erlendmyndsjá Draum- urinn hans pabba Baráttan heldur áfram Sú árátta hefur löngum loðaö viö feður aö vilja aö synimir feti í fót- spor þeirra. Þessi fyrrverandi flutningabílstjóri, Jurgen Storm að nafni, er þar engin undantekning. Honum þykir greinilega jafngott aö byija snemma og hefur þegar smíðað „Utla“ eftirlíkingu af uppá- halds flutningabílnum sínum, sem hann notar til þess aö venja soninn við. Notar hann eftirlíkinguna til þess aö draga strákinn um gang- stíga í almenningsgörðum Vestur- Berlínar, enda hefur stráksi ekki enn réttindi til að aka um hrað- brautir. Sonurinn, Marc Storm, virðist hins vegar ekkert hrifinn af þessu uppátæki pabba gamla. Líklega verður Jiirgen róðurinn þungur, að minnsta kosti ef mótmæh stráksa mildast ekki eitthvað með aldrinum. Marc er þó ekki nema fimmtán vikna gamaU og hugsanlega á hon- um eftir aö finnast meiri fengur í að aka trukknum þegar hann eldist hæfilega. Baráttan gegn fíkniefnaframleiöslunni í Suður-Ameríku heldur áfram af fuUum krafti og í síðustu viku voru það yfirvöld í Perú sem fundu og eyði- lögðu mikla miðstöð fyrir kókaínframleiðslu í landi sínu. Við aðgerðirnar nutu Perúmenn aðstoðar bandarískra starfsbræðra sinna og á annarri mynd- inni má sjá þyrlu frá Bandaríkjamönnunum að störfum í frumskóginum. Á hinni er einn ráðherra ríkisstjómarinnar í Perú að vigta hluta fengsins, en verksmiðjan gat framleitt kókaín fyrir fimmtán milljónir dollara á viku. Hin hliðin á leiðtogafundinum Sem kunnugt er mistókst leiðtogum ríkja Evrópubandalagsins að finna lausn á fjárhagsvanda bandalagsins á fundi sínum í Kaupmannahöfn um helgina. Fleiri vandkvæði en fjárhagsleg steðja að bandalaginu, meðal annars óánægja með að það skuli yfirleitt vera til. Þótt leiðtogamir reyndu að brosa allt hvað af tók og sýna samvinnuvilja var önnur hlið og sýnu neikvæðari á leiðtogafundinum. Danska lögreglan varð að senda út mikið lögreglulið tU þess að hemja mótmæh þeirra sem vilja Dani úr bandalaginu og bandalagið út í hafsauga. Á meðfylgjandi myndum má sjá hettuklædda mótmælendur, óeinkennisklædda lögregluþjóna með brugðnar byssur og svo sömu lögregluþjóna á flótta undan gijóthríð frá mótmælendum. Það var greinilega mikið um að vera í kóngsins Kaupmannahöfn um helgina. 'J.'.'.'.'.'.M

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.