Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987. 23 ’ íþróttir Þessirgerðu mörkin ísland Kristján Arason 7/4, Þorgils Óttar 6, Valdimar 4, Guð- mundur 3, Sigurður G. 3 og Páll Ólafsson 2. Júgóslavía Zlatan Zaracevic 7, Zlaton Portner 7/3, Jozef Holpert 3, Sinisa Prokic 2, Skobodan Kuzmaovsky 1, Goran Perkovac 1 og Boris Jakak 1. Guðmundur Guðmundsson gripinn hálstaki í leik íslendinga og Júgóslava í gær. Okkar menn unnu sigur eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir sömu þjóð fyrir fáeinum dögum i Noregi. DV-mynd Brynjar Gauti HandknatUeikur: ísland - Júgóslavía Ófaranna hefht - ísland lagði heimsmeistara Júgóslava í Laugardalshöll í gærkvöldi, 25-22 Islendingar báru sigurorð af Júgó- slövum í landsleik í gærkvöldi, 25-22, eftir aö staðan haíði verið 11-10 okk- ar mönnum í vil í hléinu. 1 Viðureignin tók lit af erfiðu „pró- grammi“ beggja þjóða, bæði lið nýflogin hingað heim eftir talsverð átök í Noregi. Kepptu þjóðimar þar í Polar-Cup eða „Lottó-móti“, eins og heimamenn nefndu keppnina. Þótt þreyta sæti í mönnum var tals- verður hraði í leik íslenska liösins í gærkvöldi. Náði það snemma foryst- unni og varð hún fljótlega nokkuð afg^randi. Tölur sem þessar sáust: 1-0, 3-0, 3-1, 4-1, 6-3, 8-4 Og 9-5. Þegar þar var komið eða undir lok fyrri hálfleiks tóku Júggar á sig rögg og söxuöu á forskot Islands. Náðu þeir þó aldrei að jafna og var bilið eitt mark í hléinu eins og áður sagði. í fyni hálfleik vakti athygli þétt vörn íslands lengst af, dágóð mark- varsla og frábær framganga Vaidim- ars Grímssonar, hornamanns úr Val. Skilaði hann varnarhlutverki sínu vel og var mjög drjúgur í sókn- inni. Gerði hann þijú mörk á þeim tíma og eitt ógleymanlegt eftir send- ingu frá Einari Þorvarðarsyni í markinu. Island hóf síðari hálfleikinn með látum ísland byrjaði síðari hálfleikinn með látum, hófst þá þáttur fyrirhð- ans, Þorgils Óttars Mathiesen, sem hafði sýnt óvenjulega stillingu í sókninni. Gerði hann fjögur af fyrstu sex mörkum íslands í hálfleiknum en Kristján Arason, félagi hans úr Firðinum, sá um hin tvö. Júgóslavar náðu ekki að svara fyr- ir sig fyrr en staöan var orðin 15-10 fyrir ísland. Var vöm þeirra enda sem hrip á upphafsmínútum hálf- leiksins og sóknin ráðalaus. Hnoö og ruðningur fram og aftur sem fór ekki fram hjá vökulum augum sænskra dómara, þeirra Krister Broman og Kjell Ehasson. Fóru þeir sænsku raunar mjög í skapið á júgóslavneska þjálfaranum, Abas Aslagis. Endaði senna þeirra þriggja með brottvikn- ingu þjálfarans og má segja að þar hafi sá síðasttaldi htið rautt í orösins fyhstu merkingu. Tvísýnt undir lokin Er hða tók á seinni hálfleikinn fóru Júggar að svara betur sókn íslands og keyrðu á sama tíma upp hraðann í eigin sóknarleik. Varð afraksturinn um leið skárri og minnkaði þá sífeht bilið milh höanna. Breyttu þeir stöð- unni úr 20-17 í 20-19 og síöan aftur úr 22-19 í 22-21. Var þá spenna mikil og mistök ís- lendinga mörg sem kostuðu nærri sigurinn. Kristján Arason, sem átti annars ágætan dag í gær, missti þá boltann tvívegis í hendumar á mót- herjunum. Það sem réð mestu í gærkvöldi var að reynslan skhaði sínu. Strákamir náðu að hrista heims- og ólympíu- meistarana af sér í lokin þrátt fyrir tvísýna stöðu, 23-22, þegar htið liíði af leik. Sigurður Gunnarsson veitti þá gestunum rothöggið með glæshegum þrumufleyg, 24-22. Guðmundur Guð- mundsson rak síðan smiðshöggið örfáum sekúndum fyrir leikslok, 25-22. Hrakfaranna hefnt Segja má aö ísland hafl í gærkvöldi hefnt hrakfaranna frá því í Noregi á dögunum. Þar tapaði íslenska liðið stórt, 17-24, átti enda afleitan dag. Annað yar upp á teningnum í gær- kvöldi. íslenska hðið lék þá nökkuð vel, sérstaklega í vöm, en sýndi hins vegar sjaldnar sínar bestu hhðar í sókninni. Þá var markvarslan ágæt sé hliðsjón tekin af þeim skotum gestanna sem dundu á markinu. Margar sóknir Júgóslava runnu nefrúlega út í sandinn án þess að þeim gæfist færi á að skjóta. Aö þessu sinni vantaöi marga frækna leikmenn í hö Júgóslava, meðal annars þá Puc, Vujovic, Is- akovic, Mrkonja, Cvetkovic og Rnic. Engu að síður er þessi sigur frækinn, - enn ein skrautfjöður í hatt hand- boltans á íslandi. -JÖG bára FULLKOMtN VÉL k FRÁBÆRU VERÐl ★ Heitt og kalt vatn, * 400/800 snúningar, * íslenskar merkingar á stjórnborði, ★ 18 þvottakerfi, sjálfstætt hitaval. Sí& kr.27.997 KRINGLUNNI, SÍMI 685440. Poiaroid - Myndavél og vasadiskó SAMAN í PAKKA á aðeins kr. 3.350,- Myndavélin er með innbyggt eilífðarfiass. Rafhlaðan er í filmupakkanum. Sem sagt, filman í,og myndavélin er tilbúin Vasadiskóið er eitt hið minnsta á markaðinum. CrO, metal. YNDAÞJONUSTAN HF igavegi 178 - Slmi 685811 alls fagri;

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.