Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.12.1987, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aöstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr. Verð í lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr. Söguleg stund Heimsbyggðin varð vitni að sögulegum atburði síð- degis í gær. Leiðtogar risaveldanna tveggja, Bandaríkj- anna og Sovétríkjanna, undirrituðu samkomulag um afvopnun og eyðileggingu meðaldrægra kjarnorkueld- flauga. í fyrsta skipti í sögu mannkynsins er gerður samningur um eyðingu kjarnorkuvopna. í fyrsta skipti 1 sögu nútímans standa fulltrúar stórveldanna hönd í hönd og bindast samtökum um að draga úr vígbúnaðar- kapphlaupi kjarnorkuvopna og eldílauga sem hefur raunhæft gildi. Því er ekki að neita að það birtir til í veröldinni við slíkan atburð. Betri jólagjöf er ekki hægt að gefa jarð- arbúum. Vinsamleg sambúð stórveldanna, einlægur sáttavilji og gagnkvæmt traust öflugustu þjóða heimsins eru forsendur fyrir betra lífi, friði og frelsi. Vonir manna um bjartari framtíð á nýju ári vakna og verma í hugum og hjörtu þeirra milljóna og milljarða manna sem eiga öryggi sitt og líf undir geðþótta hinna stóru og voldugu þjóða. Á þessari öld hafa tvær heimsstyrjaldir verið háðar. Aðrar minni en mannskæðar styijaldir hafa brotist út í hinum ýmsu heimshlutum. í Evrópa hafa menn staðið gráir fyrir járnum og álfunni hefur verið skipt upp í tvo fjandsamlega hluta með járntjald fyrir landamæri. Jafn- vel meðal hverrar þjóðar innbyrðis hefur ógnin af kjarnorkustríði valdið bræðravígum. Eldri kynslóðin hefur lifað í skugganum af heimsstyijöldinni. Unga kynslóðin hefur lifað í óttanum af næstu heimsstyijöld. Ófriðarblikur hafa knúð friðelskandi þjóðir eins og ís- lendinga til að eiga aðild að hernaðarbandalögum. Friðurinn hefur stuðst við spjótsodda. í einu vetfangi, í þessari andránni, upplifum við skyndilega þá stund í sögunni að stórveldin tvö breyti þessari heimsmynd. Með undirritun samkomulagsins 1 gær. Leiðtogarnir tveir, Reagan og Gorbatsjov, eiga heið- ur skilinn fyrir að hafa leitt samninga ríkja sinna til þessara lykta. Fyrir Reagan hlýtur það að vera mikil uppreisn og sigur að undirrita slíkan friðarsamning, ekki síst fyrir þá sök að hann var í upphafi forsetaferils síns tahnn herskár maður og líklegur til alls annars en þess að friðmælast við Sovétmenn. Gorbatsjov hefur ekki verið lengi við völd í Sovétríkj- unum og er enn tekinn með fyrirvara og nokkurri tortryggni af Vesturlandabúum. En á þessu augnalbiki geturs enginn efast um þann einlæga ásetning hans að ganga með útrétta hönd í átt til viðmælenda sinna og bjóða þeim sættir. Verkin tala. Þökk sé þeim báðum og öðrum samningamönnum sem með lagni og þrautseigju hafa yfirunnið langvar- andi óvild og tortryggni í samskiptum þessara þjóða og sannfært hveija aðra um trúnað og traust. Nú er bara að fylgja þessu samkomulagi eftir og enn eru menn að gera sér vonir um annað samkomulag um langdrægar eldflaugar. Það yrði stórkostlegur árangur. Samkomulag risaveldanna smitar út frá sér. Annað mun fylgja á eftir í samskiptum þjóða hvarvetna í heimin- um. Fordæmið er fengið. Gleymum heldur ekki þeim fjár- munum sem ella heföu farið í áframhaldandi vígbúnaðar- kapphlaup en þess í stað verður nú hægt að ráðstafa til annarra og þarfari hluta. Efnahagsaðstoð, tæknivæðingu, samgöngubætur og bætta menntun svo eitthvað sé talið. En mestu máli skiptir að mannkynið getur horft bjartari augum til framtíðarinnar. Gæfuríkt spor hefur verið stig- ið. Vonandi verður ekki látið staðar numið. Ellert B. Schram riskveiðistefha Alþýðubandalagsins Alþýöubandalagið hefur lagt fram nýja og heilsteypta fiskveiði- stefnu. Grundvallaratriði hennar eru þrjú. í fyrsta lagi að sjávarauð- lindir séu sameign allra íslendinga og stjórnun fiskveiða miðist í raun við hinn sameiginlega eignarrétt þjóðarinnar á ílskimiðunum. í öðru lagi að byggðakvóti komi í stað ríg- bindingar kvóta við skip og veiði- heimildum verði þannig að verulegum hluta úthlutað til byggðarlaga. í þriðja lagi að í stað hinnar lokuðu miðstýringar, sem einkennt hefur fiskveiðistefnu rík- isstjórnarinnar, komi opið og sveigjanlegt kerfi sem tryggi að- gang nýrra rekstraraðila, leiðrétti hag einstakra byggðarlega og auð- veldi tilraunir meö nýjar stjórnun- araðferðir. Þessi nýja fiskveiðistefna Al- þýðubandalagsins gæti komið til framkvæmda strax í upphafi næsta árs. Hún samrýmist betur hags- munum byggðarlaganna, eignar- rétti þjóðarinnar og þörfmni á nýsköpun í sjávarútvegi en hin meingallaða stefna síðustu ríkis- stjórnar sem kratarnir hafa nú samþykkt að framlengja. Þótt Halldór Ásgrímsson hafi tekið inn eina nýja grein og sett fremst í frumvarp ríkisstjórnarinnar eru allar hinar greinamar áfram í gamla búningnum. Fyrsta greinin er bara málmyndafriðþæging fyrir kratana. Alþýðuflokkurinn hefur í reynd látið beygja sig og gleypt gamla kerfið. Það er hins vegar hægt að fara aörar leiðir við fiskveiðistjórnun en ríkisstjórnin hefur ákveðið. Sú leiö sem Alþýðubandalagið hefur nú mótað setur byggðahagsmuni og valddreifmgu í stað lokaðrar miðstýringar. Hún kemur í veg fyr- ir brask með skip til að eignast afla. Hún vísar veginn inn í nýja fram- tíð þar sem endumýjun og nauð- synlegur sveigjanleiki í þróun sjávarútvegsins fá að njóta sín. Það er hættulegt aö læsa sjávarútveg- inn í lokuðu kerfi eins og ríkis- stjómin ætlar að gera næstu árin. Sameign íslendinga Fiskveiðistafna ríkisstjórnarinn- ar hefur miðast við að gera eignar- aðila í útgerð - einstaklinga og fyrirtæki - að raunverulegum léns- herrum hafsins sem einir ættu í reynd allan rétt. Alþýðubandalagið setur hins vegar fram stefnu sem byggist á því að fiskistofnamir og aðrar sjávarauðlindir séu ævar- andi sameign allra íslendinga og leggur fram tillögur um ráðstöfun veiðiheimilda í samræmi við þetta grundvallarviðhorf. Þess vegna leggjum við til að veiðiheimildum verði að verulegu leyti úthlutað til byggðarlaga þar sem allir íbúar sitja við sama borð og hin félagslega eign á auðlindun- um tengist á raunhæfan hátt atvinnulífi landshlutanna. Ríkis- stjórnin bindur veiðiheimildirnar hins vegar alfariö við eignarhald á skipum. Álþýðubandalagið telur að grundvallaratriöi fiskveiðistjórn- unar eigi að vera hinn sameiginlegi eignarréttur þjóðarinnar á auð- lindum hafsins. Sóknina í fiski- stofnana eigi að skipuleggja í samræmi við sérfræðilegt mat á stærð þeirra og undir eftirliti óháðrar stofnunar. Markmið veiði- stjómunarinnar verði: að auka gæði afla og afurða, að hámarksaf- rakstur fáist miðað við ákveðin tímabil og að ofveiði eigi sér aldrei stað. Byggðakvóti i stað bindingar viöskip í stað þess að binda kvóta alfarið KjaUarinn Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins við skip, eins og ríkisstjórn Sjálf- stæöisflokksins og Framsóknar- flokksins ákvað og Alþýðuflokkur- inn hefur nú samþykkt að gert veröi næstu fjögur árin, leggur Al- þýðubandalagið til nýtt kerfi sem byggist á að úthluta veiðiheimild- um til byggðarlaga. Samkvæmt fiskveiðistefnu Al- þýðubandalagsins yrði veiðiheim- ildum á bolfiski skipt í tvo flokka: {fyrsta lagi yrði % hlutum veiði- heimildanna úthlutaö til byggðar- laga samkvaemt sérstakri reikni- reglu. Hún felur í sér að fjórðungur þessa nýja byggðakvóta yrði reikn- aður út frá úthlutuðu afla- og sóknarmarki skipa í byggðarlögum eins og sú úthlutun var að meðal- tali árin 1984-1986. Þrír fjórðu hlutar yrðu hins vegar reiknaðir út frá úthlutuðu afla- og sóknar- marki skipa í byggðarlögum í árslok 1987. í öðru lagi yrði 'A hluta veiði- heimilda úthlutað til útgerðar á skip og skal sá hluti reiknaður með sama hætti og ákveðið var í reglu- gerð fyrir árið 1987. Eftir að byggðakvóti hefur verið reiknaður út skal honum deilt á-milli þeirra skipa sem fá kvóta úthlutað í við- komandi byggðarlagi í hlutfalli við veiðiheimildir þeirra. Við sö.lu skipa úr byggðarlaginu fylgir þeim einungis sá þriðjungur aflakvótans sem fór til útgerðar- innar. Tveir þriðju hlutar verða hins vegar áfram í byggðariaginu og endurúthlutað þar í samræmi við ákveðnar reglur. Hagur byggð- arlaganna verður þannig algert forgangsatriði. Brask í tengslum við skipa- og kvótasölu og óeðlilegt verð á fiskiskipum myndu hverfa að mestu. Með því að binda veiðiheimildir við byggðarlög er verið að tryggja hag sjómanna og starfsfólksins í fiskiðnaði og allra íbúa þeirra byggðarlaga sem byggja afkomu sína á öruggri og skipulagðri nýt- ingu sjávarafla. Þær reiknireglur sem Alþýðubandalagið leggur til að notaðar verði hafa einnig í för með sér að komið yrði nokkuð til móts við þau byggöarlög sem tapað hafa mestum aflakvóta á undanf- örnum árum vegna ranglætisins í kerfi ríkisstjórnarinnar. Opið og sveigjanlegt kerfi - Ekki lokuð miðstýring Nauðsynlegt er að skipulag fisk- veiðistjórnunar hafi til að bera hæfilegan sveigjanleika. Það má ekki loka á nýjungar og eðlilegar breytingar í útgerð og fiskvinnslu. Hin læsta miðstýring er einn stærsti gallinn á kerfi ríkisstjórn- arinnar. Alþýðubandalagið leggur í staðinn fram tillögur sem tryggja nauðsynlega opnun og sveigjan- leika. Við leggjum til að fiskveiðistjórn- unin feh í sér að í framtíðinni verði heimilað að úthluta allt að 10% heildaraflans í þágu þessarar opn- unar. Þessu aflamagni megi ráð- stafa í þríþættum tilgangi: í fyrsta lagi til að tryggja aðgang nýrra rekstraraðila. Það er hættu- legt að rígbinda kerfið við þá sem gerðu út skip fyrir hálfum áratug síðan en slík læsing er meginfor- senda ríkisstjórnarinnar. Höfuðat- vinnuvegur íslendinga þarf að vera opinn fyrir nýjum aðilum og marg- víslegum rekstrarformum. Slík opnun og nýsköpun hafa reynst nauðsynleg forsenda endurnýjun- ar og framfara í sjávarútvegi. í öðru lagi til að leiðrétta hag ein- stakra byggðarlega sem sérstak- lega eiga undir högg að sækja í atvinnumálum. Fiskveiðistjórnun- in þarf að búa yfir nægilegum sveigjanleika til að taka jafnóðum mið af breyttum aðstæðum í hinum ýmsu byggðarlögum. í þriðja lagi til að gera tilraunir með nýjar stjórnunaraðferðir og tryggja þannig raunhæfar umræð- ur um betri leiðir en þá framleng- ingu gamla keríísins sem ríkis- stjómarflokkarnir hafa nú ákveðið. Tillögur Alþýðubanda- lagsins veita svigrúm til að prófa á næstu árum ýmsar nýjar hug- myndir, svo sem mismunandi ráðstöfunarform byggðarlaganna á veiðiheimildum, svæöisbundin uppboð á veiðiheimildum til að kanna hvernig slíkt kerfi myndi virka í reynd og ýmsar aðrar leiðir sem tillögugóðir kunnáttumenn í sjávarútvegi hafa sett fram að und- anfórnu. Kerfi ríkisstjórnarinnar lokar hins vegar á allar slíkar til- raunir. Ný stefna Alþýðubandalagið hefur sett fram nýja fiskveiðistefnu. Hún er í senn raunhæf og róttæk. Hún sýnir hvernig framkvæmdin getur tekið mið af þeirri grundvallarstefnu að fiskimiðin séu sameign allra ís- lendinga. Hún setur hagsmuni byggðarlaganna í öndvegi og af- nemur brask með veiðikvóta. Hún felur í sér opnun, endurnýjun og sveigjanleika í stað læstrar mið- stýringar og veitir sjávarútvegin- um nauðsynlegan þróunarkraft. Alþingi og þjóöin geta nú valið milli tveggja leiða. Annars vegar er tillaga ríkisstjórnarinnar um að framlengja gamla kerfið með öllum þess stóru göllum. Hins vegar er hin nýja, róttæka og raunhæfa fisk- veiðistefna Alþýðubandalagsins. Ólafur Ragnar Grímsson „Alþýðubandalagið telur að grundvall- aratriði fiskveiðistjórnunar eigi að vera hinn sameiginlegi eignarréttur þjóðarinnar á auðlindum hafsins.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.