Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987.
Frjálst.óháð dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð I lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
Lítill árangur toppfundar
Þegar Gorbatsjovs-æði fréttaleikhúsanna í sjónvarpi
er að mestu runnið af fólki, er tímabært að vekja at-
hygli á, að takmarkaður árangur náðist á toppfundinum
í Washington. Ekki rættust þar vonir um víðtækara
samkomulag en það, sem fyrirfram átti að skrifa undir.
Samkomulagið á fundinum um afnám skamm- og
| meðaldrægra kjarnorkuflauga er til dæmis eitt sér ekki
eins mikilvægt og samningur, sem undirritaður var í
september um stofnun gagnkvæmra öryggis- og aðvör-
unarstofnana í höfuðborgum heimsveldanna tveggja.
Fækkun kjarnorkuflauga veitir takmarkað öryggi,
ef samt er eftir of mikið af kjarnorkuflaugum og -odd-
um. Venjulegt fólk hefur ekki mikil not af að vera aðeins
drepið áttfalt, en ekki tífalt, svo að notuð séu ógnvekj-
andi hugtök úr heimi herfræðinnar á kjarnorkuöld.
Athyglisvert er, að fulltrúar heimsveldanna á topp-
fundinum virðast hafa samið um, að í viðræðum um
fækkun langdrægra kjarnorkuflauga, sem haldnar eru
í Genf, verði ekki gengið lengra en svo, að hvor aðili
um sig haldi eftir tæplega 5.000 kjarnaoddum.
Þess vegna er ekki í augsýn núlifandi kynslóða nein
ný von um öryggi gegn skipulögðu kjarnorkustríði.
Draumsýnir Reagans og Gorbatsjovs á toppfundinum í
Reykjavík um afnám langdrægra kjarnorkuflauga hafa
verið skotnar niður af ráðgjöfum málsaðila.
Samningurinn um afnám skamm- og meðaldrægra
eldflauga er samt mikilvægur. Hann leiðir til aukins
svigrúms í slysavörnum. í fyrsta sinn í vígbúnaðarkapp-
hlaupinu lengist tíminn, sem menn hafa til að meta
upplýsingar á tölvuskjám um, að árás sé í aðsigi.
Eldflaugarnar, sem leggja á niður, eru svo skjótar í
förum, að varnarmenn hafa aðeins fáar mínútur til að
meta, hvort hætta sé á ferðum eða aðeins truflanir í
viðbúnaðarkerfi. Samningur um afnám skjótustu flaug-
anna dregur því úr líkum á atómstríði af misskilningi.
Enn mikilvægara atriði samningsins er, að í fyrsta
sinn er samið um víðtækt eftirlit með efndum á sam-
komulagi um takmörkun vígbúnaðar. Komið verður
upp föstum eftirlitsmönnum hvors aðila í landi hins og
þar að auki gert ráð fyrir ýmiss konar skyndikönnunum.
Þetta bætist við núverandi eftirlit gervihnattaljós-
mynda og sendingagreininga, sem er svo nákvæmt, að
báðir aðilar hafa beinlínis orðið að viðurkenna í-samn-
ingnum að hafa áður farið rangt með fjölda eigin
kjarnorkuflauga og -odda. Svindl verður nánast ókleift.
Þriðji og síðasti merkisþáttur samningsins felst í við-
urkenningu á, að samdráttur vígbúnaður megi vera
misjafnlega mikill, þegar stefnt er að markmiði jafn-
vægis í þessum vígbúnaði. í samræmi við þetta munu
Sovétríkin skera meira niður en Bandaríkin gera.
Nákvæmt eftirlit með efndum og jafnvægisleit í mis-
jöfnum niðurskurði eru afskaplega mikilvægt veganesti
í viðræðum heimsveldanna á fleiri sviðum viðbúnaðar.
Þetta fordæmisgildi er margfalt meira virði en ákvæði
samningsins um sjálfa fækkun oddanna.
Svo má ekki gleyma, að toppfundurinn veldur von-
brigðum með, að ekki skuli þar hafa verið stigin
merkjanleg skref í átt til afnáms efnavopna; til samdrátt-
ar Lefðbundinna vopna; og til myndunar breiðs svæðis
án vopna og hermanna beggja vegna járntjalds.
Eftir Gorbatsjovs-æðið skulum við loks muna, að
fundurinn markaði hvorki skref í átt til friðar í Afgan-
istan né í átt til aukinna mannréttinda í heiminum.
Jónas Kristjánsson
Vel snyrt er þjóðin ánægð
Ríkisstjórnin hefur eftir rösklega
fimm mánaöa vangaveltur komist
að því hvaö mestu varðar heill og
hamingju þessarar þjóðar. íslend-
ingar eru, svo sem allir vita,
hamingjusamasta þjóð í heimi. Fáir
átta sig gjörla á því af hverju þessi
hamingja stafar, hvort fólk er
svona yfir sig hrifið af stjórn þjóð-
málanna og ríkisstjórnunum sem
það kýs yfir sig. Kannski stafar
hamingjan af því hvað fólk er
ánægt með sjálft sig og náungann.
Ef til vill erum við einfaldlega of
heimsk til þess að fatta bömmerana
í tilverunni. En stjórn landsins vill
vitaskuld gera sitt til þess að við-
halda þessari lukku. Og nú hafa
ráðherrarnir komist að þeirri
merkilegu niðurstöðu að hamingj-
an eigi ekki uppsprettu sína hið
innra, líkt og oft hefur verið haldið
fram, heldur klárlega hið ytra.
Þessi fræðilega, pólitíska niður-
staða kollvarpar, líkt og aðrar
tímamótakenningar, ýmsum
ótímabærum og lítt rökstuddum
bábiljum um líf og heilsu manna.
Samkvæmt þessari kenningu á
þjóðin alls ekki að vera lokuð og
inni í sig, heldur opin og frjáls. í
þessu skyni ætla stjórnvöld að auð-
anþágum og niðurgreiðslum hins
vegar.
Hnífapörin lækka þó
Og ráðherrarnir hafa semsagt
reiknað dæmin sín ög fengið út-
komu er markar stór spor í
sögunni. Niðurstaðan er meðal
annars sú að fólkið í landinu borði
of mikið og vitlaust. Þetta er vissu-
lega rétt. Fólk er síétandi, belgir sig
út af alls konar óþarfa, gott ef sum-
ir eiga ekki i vandræðum með
kroppinn á sér hvað þetta varðar.
Stjórnin hefur því ákveðið, útlits-
ins vegna, að leggja þungaskatt á
alla matvöru. Stjórnin álítur að
fólk geti komist af með fjórðungi
minna en það étur nú. Eftir ára-
mótin á það að spara við sig sem
því nemur. 25% skattur á allan
mat! Þetta eru aldeilis góð tíðindi
fyrir fitukeppina. Nú geta þeir með
góöri samvisku farið í megrun.
Þetta kann að virðast dálítið baga-
legt fyrir þá sem hafa hvorki til
hnífs né skeiðar. En þeim til hugg-
unar hefur ríkisstjórnin ákveðið
að lækka verðið á hnífunum og
skeiðunum um fimmtíu prósent.
Þannig ætti sauösvartri alþýðunni
altént að lærast að nærast við
og til þess að tryggja að svo verði
ver hún (ríkisstjórnin) 1,3 af þeim
sex milljörðum, sem lagðir eru á
ávexti, grænmeti og annað drasl-
fæði, til þess að greiða niður þessar
heilnæmu afurðir íslenskra fjalla-
sala.
Svo sæt
Þetta verður sæt þjóð, ef hún fer
eftir tilskipunum sinna yfirvalda,
sem hún og hlýtur að gera, og vel
lyktandi. Hún mun ekki anga af
slori þó að hún lifi á því, ó nei!
Ekki mun heldur af henni leggja
hvítlauksþefinn eða annan græn-
metisdaun. Ávexti étur hún helst
ekki, nema sykraðan úr dósum.
Hún verður alla daga sápuþvegin,
parfjúmeruð og varalituð. Sykur
er og verður sú eina matvara sem
fæst tvisvar, þrisvar sinnum ódýr-
ari hér á landi en í nágrannalönd-
um okkar.
Það er og til marks um hversu
stjómvöldum er annt um að þegn-
arnir lifi sem þægilegast, aö bifreið-
ar eru ekki hækkaðar í verði eins
og káliö, þvert á móti. Stefnt er að
því að hver maður eigi sinn einka-
bíl. Það sæmir ekki íslendingum
að troða sér inn í almenningsvagna
Þetta eru einmitt þær fæðutegundir er dólgavísindi og eriendir græningj-
ár hafa upphafið sem einhvern sérlegan heilsukost.
I talfæri
Jón Hjartarson
velda íslensku utangarðsfólki, sem
hingað til hefur farið á mis viö
þessa lífsins gæði, að verða sér úti
um myndbönd, afruglara og hljóm-
flutningstæki til þess að geta sem
best numið engilsaxneskt ofbeldis-
grín og alþjóðapopp, klárt og kvitt
í máli og myndum.
Ilmvatnsþvegin, uppmáluð
Ennfremur stendur það skýmm
stöfum í jólaboðskap ríkisstjórnar-
irinar að íslenska þjóðin skuli nú
loks fara að þrífa sig, nota betur
sápu, sjampó og tannkrem. Hrein-
læti er hins vegar ekki nóg til þess
að lappa upp á útlitið. Þessu til
staðfestingar ætlar stjórnin að
lækka öllu öðru fremur verðið á
hinum ýmsu fegrunarlyfjum. Því
fátt mun þjóðinni nauðsynlegra en
ilmvötn, rakspíri og varalitur.
Þetta er megiriinnihaldið í tíma-
mótaboðskap ríkisstjórnarinnar.
Það er fyrir mestu aö útlitið sé
flott. Innihaldið sést hvort eð er
aldrei. Vel snyrt er þjóðin ánægð.
Þessum tímamótakenningum
skal hrint í framkvæmd í framhaldi
af vímu gamlárskvöldsins. Fram-
kvæmdin verður þannig að um
áramótin verður komið á nýrri
skipan við tekjuöflun ríkisstjórn-
arinnar. Þegar stjórnir ákveða tolla
og skatta liggja náttúrlega margs
kyns sjónarmið til grundvallar. í
fyrsta lagi þarf að afla tekna til
samneyslunnar (sem hjá okkur er
í hnotskurn neysla landbúnaðaraf-
urða). Það þarf aö hyggja að versl-
unarsamböndum þjóðarinnar,
útflutningsatvinnuvegunum. Nú,
það er hægt að stjórna einkaneysl-
unni að verulegu leyti með tollum
og sköttum annars vegar, en und-
sómasamlegan borðbúnað. Disk-
arnir, bæði grunnir og djúpir,
lækka að vísu ögn minna í verði
heldur en hnífapörin, en um 40%
þó. Allt er þetta í góðu samræmi
viö þá meginhugsun þessara ráð-
stafana að útlitið sé fyrir öllu.
Ríkisstjórnin hefur ekki einungis
komið sér saman um að fólkið í
landinu skuli borða minna. Stjórn-
in lætur sig, skiljanlega, miklu
varða hvað þegnarnir borða. Hún
hefur ákveðið að brýnustu nauð-
synjar þjóðarinnar, fyrir utan
varaliti og rakspíra, séu dilkakét,
smér og gosdrykkir.
Dólgavísindi
Aftur á móti gerir ríkisstjórnin
allt sem í hennar valdi stendur til
þess að koma í veg fyrir að þjóðin
úði í sig grænmeti, nýjum ávöxtum
og fiski. Þetta eru einmitt þær
fæðutegundir er dólgavísindi og
erlendir græningjar hafa upphafið
sem einhvern sérlegan heilsukost,
af einskærri illkvitni við íslenska
kvikfjárrækt náttúrlega. Enda er
megnasta pest af þessu trosi öllu.
Þetta hefur verið mikil blessuð
einmunatíð í allt sumar og haust.
í slíkri tíð verða dilkar holdugir og
feitir. Nú er mikið framboð af spiki.
Og ríkisstjórnin er búin að ákveða
aö spik sé hollt og gott og þess
vegna mun þjóðin éta það, glöð og
hamingjusöm. Blessaö smjörið
okkar er líka afar næringarríkt og
fitumettað. En þaö er nú einu sinni
ætlan stjórnvalda að þjóöin lifi
áfram í sæld og unaði og þess vegna
skal þetta étið ómælt. Ríkisstjórnin
hefur semsagt ákveðið að ekkert
sé of gott fyrir þjóðina. Hún (þjóö-
in) á að borða feitt kjöt með smjöri
eins og síld er troðið í tunnur. Enda
eru strætisvagnaferðir líklega ein-
hver skandinavískur molbúahátt-
ur. Sannur íslendingur kann ekki
við að stíga upp í almenningsfarar-
tæki, hvort heldur er flugvél eða
rúta, nema augafullur.
Nú, þó að þessi andlitslyfting rík-
isstjórnarinnar kunni, í fljótu
bragði, að virka illa inná við, ýmsir
vilja til dæmis halda því fram að
smér og steikur séu ekki alls kostar
hollar fyrir iðrin þegar til lengdar
lætur er þó á hitt að líta hve lækna-
vísindunum hefur fleygt óskaplega
mikið fram i glímunni við alla æða-
kölkun og kransastíflur nútímans.
Það er lítið mál orðið að þræða
menn upp, losa tappa og leggja
plastleiðslur vítt og breitt um
kroppinn. Varahlutaþjónusta
læknavísindanna á sér orðið engin
takmörk, að því er virðist, og því
ekki að nota sér þessar framfarir.
Fölbleikur varalitur
Við lifum á tímum mikils frjáls-
ræðis, aö maöur ekki segi taum-
lausrar léttúðar, í hvívetna.
Viðhorfin breytast, og lifnaðar-
hættirnir, í takt við tímann. Ríkis-
stjórnin hefur gefið tóninn. Hún
vill að þjóðin fari aö varalita sig.
Þjóðin hefur náttúrlega óbeislað
frelsi til þess að velja sér sína liti
eftir smekk og að framkvæmdri lit-
greiningu þartilkallaðra sérfræð-
inga. En mér kæmi ekki á óvart að
tískuliturinn í ár yrði eitthvaö í
samræmi viö fólan og undirgefinn
rósarvanga Alþýðuflokksins, sem
hefur gegnt forystuhlutverki í
þessari nýju lífsgæðaupplyftingu,
sumsé ofurlítiö fólbleikur eða lilla-
blár.