Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987.
33
Sérstæd sakamál
Renate með tvíburabræðrunum.
og jafnmikinn hrottaskap eigin-
mannsins við konu sína.
Horst Dawid (t.v.) með móður sinni og bróður. „Hann var þá orðinn slæm
wur strákur," segir móðir hans.
ég drepi ekki kerlinguna í nótt,“
sagði hann við þá.
Svo neyddi hann konu sína til þess
að leggjast á hné og kúgaði hana til
þess að fara með eftirfarndi bæn:
„Góði Guð, ég bið þig um að koma
í veg fyrir að maðurinn minn drepi
mig í nótt.“ Á meðan hún sagði þetta
hrækti Horst Dawid framan í hana.
Þá sló hann hana á munninn með
krepptum hnefa svo að sprakk fyrir.
Að því búnu tók hann af sér annan
skóinn óg sló hana hvað eftir annað
í höfuðið með honum.
Renate hágrét nú en samt varð hún
að þola til viðbótar að maður hennar
löðrungaði hana hvað eftir annað. Á
meðan hélt hann áfram að ógna
henni og lét hvað eftir annað þau orð
falla að nú ætlaði hann að fara að
sækja öxina.
Sofnaði af þreytu
Þessir óhugnanlegu atburðir á
heimili Dawidhjónanna stóðu allt
fram til klukkan hálfsex um morgun-
inn er Horst var orðinn svo þreyttur
að hann sofnaði.
Kona hans skalf þá enda hafði hann
sagt rétt áður en hann lagðist í rúm-
ið: „Vertu bara róleg vina. Við
höldum áfram á morgun."
Synirnir tveir höfðu þá læst sig
inni á herbergjum sínum en Renate
gekk fram í herbergi þar sem ýmis-
legt til tómstundaiðkunar var geymt.
Þar greip hún hamar.
Með hamarinn í rúmið
Renate Dawid ákvað að reyna að
sofna. Hún gekk inn í svefnherberg-
ið, lagði hamarinn undir koddann og
lokaði augunum. En hún komst ekki
í ró. Atburðir kvöldsins og næturinn-
ar voru henni í of fersku minni og
hræðslan við það sem gerst gæti dag-
inn eftir hélt fyrir henni vöku.
Hún hafði háttað og íklæðst nátt-
kjól en hann varð senn gegnvotur
af svita og því fór hún úr honum.
Um hríð sat hún svo nakin á rúm-
inu, skjálfandi af hræðslu og velti því
fyrir sér hvað hún gæti tekið til
bragðs til þess að losna úr þeim
vanda sem hrjáð hafði hana og syni
hennar árum saman.
Hvað ef...?
Renate Dawid skýrði síðar frá því
að er hún hafði setið þarna og hugsað
hefði allt í einu sett að henni þá hugs-
un að illa gæti farið ef maður hennar
vaknaði og fyndi hamarinn undir
koddanum hjá henni. Þá yrði hann
vafaláust enn hættulegri en kvöldið
áður. Beitti hann hamrinum gegn
henni myndi það kosta hana lífið.
Hún sagðist því hafa staðið á fætur
til þess að fara aftur með hamarinn
fram í tómstundaherbergið.
Er hún gekk fram hjá rúminu seg-
ist hún um stund hafa litið á mann
sinn. Hafl hann þá sofið með opinn
munn og hrotið hátt. Á þeirri stundu
segist hún hafa fundið til mikillar
andúðar og síðan hafi eftirfarandi
hugsun komið fram í huga hennar:
Hvað ef þú slærð hann í höfuðið með
hamrinum? Er það ekki leiðin til
þess að binda enda á allar þessar
þjáningar?
Hún sló,
sló aftur og svo aftur og aftur og
hætti ekki fyrr en hún sá að synir
hennar stóðu fyrir aftan hana og
virtu hana fyrir sér. Þá var hún orð-.
in alblóðug.
Hugarástand Renate var á þessari
stundu orðiö þannig að hún gat á
eftir ekki gert sér neina grein fyrir
því hvort hún hafði slegið mann sinn
tíu eða tuttugu sinnum með hamrin-
um. Hún grét bara án afláts.
Er synir hennar höfðu róað hana
um stund fór hún í sturtu, þvoði blóð-
ið af hamrinum og hringdi svo til
lögreglunnar.
Sjötugur verjandi
Það leið ekki nema skömm stund
þar til lögreglan kom á vettvang. Er
hún hafði séð það sem gerst hafði í
svefnherberginu og fengið skýringu
á því var Renate Dawid handtekin
og skömmu síðar ákærð fyrir morð.
Hún fékk sér til varnar lögfræðing
frá Vestur-Berlín, Dietrich Scheid,
sjötugan mann sem hefur sérhæft sig
í morðmálum.
Er hann hafði kynnst sér alla mála-
vexti lýsti hann því yfir að hann hefði
aldrei heyrt um jafnmikla grimmd
Met í þjáningum
Að lokinni ítarlegri rannsókn og
vandlegum undirbúningi var máliö
lagt í rétt. Dómararnir í Konstanz
voru Scheid sammála er hann lýsti
því yfir aö hann hefði aldrei heyrt
um neina konu sem orðið hefði að
þola annað eins í hjónabandi.
í niðurstöðu dómaranna sagði svo
meðal annars: „Jafnvel þótt horft sé
til þeirrar alhliða reynslu sem þessi
réttur hefur verður þjáningasaga
Renate Dawid að teljast sérstök."
Allir sem þekkt höfðu til þeirra
hjóna voru sammála um að ekki
væri hægt að gefa aðra lýsingu á
Horst Dawid en þá að hann væri
„dýr“ sem heföi svipt konu sína allri
lífsorku og lífsgleði.
Ummaeli móðurinnar
Það vakti mikla athygh hvað móöir
Horsts hafði að segja eftir að dómur-
inn hafði verið kveðinn upp: „Sonur
minn, Horst, var djöfull. Kona hans
var hreinn píslarvottur."
í dómsorðinu segir ennfremur:
„Með áralangri misþyrmingu tókst
Horst Dawid að auðmýkja konu sina
og loka hana inni í ósýnilegu fang-
elsi. Henni tókst ekki að brjótast út
úr því hversu mjög sem hún reyndi
og þótt til kæmi hjálp annarra."
Hún hafði reynt það tvívegis. En í
bæði skiptin hafði Horst Dawid kom-
ist að fyrirætlunum hennar og í
síðara skiptið hafði hún orðið að
gjalda fyrir með ólýsanlegum þján-
ingum. Var refsingin meðal annars
fólgin í kynathöfnum' sem ekki var
lýst í réttinum.
Þó kom fram að Horst hafði átt til
að berja konu sína fyrir annarra
augum og fyrir kom einnig að hann
kom með gleðikonur heim með sér
og neyddi svo konu sína til þess að
vera með í „þríhyrningi". í þau skipti
sem hún ætlaði að streitast á móti
barði hann hana og í eitt sinn hafði
hann brotið allt sem hönd á festi í
svefnherbergi þeirra hjóna.
Þá var það eitt af uppáhaldsatrið-
um Horst að neyða konu sína til þess
að leggjast á hné, er gestir voru í
húsinu og, segja: „Ég er mella. Ég er
mella.“
Þá kom fram að Horst hafði mjög
gaman af því að svala kvalalosta sín-
um er júdófélagar sona hans voru í
heimssókn.
Engin önnur leið...
Dómsniðurstaðan er þrjátíu og
fimm síður og þar er að finna margt
annað sem fram kom úm óhugnan-
lega framkomu Horsts Dawid við
konu sína og syni, utan heimilis sem
innan. Og eitt af því sem skýrði ótta
Renate við að sækja um skilnað var
sú hótun sem maður hennar hafði
haft í frammi í fyrsta og síðasta sinn
sem hún hafði minnst á hann en þá
voru drengirnir aðeins fjögurra ára:
„Fái ég ekki að hafa börnin færð þú
þau ekki heldur. Ég drep þau...“
Hálfum öðrum mánuði eftir dóms-
uppkvaðninguna í sakamálaréttin-
um í Konstanz skýrði talsmaður
saksóknaraembættisins frá því að
dóminum yrði ekki áfrýjað af hálfu
ákæruvaldsins.
Renate Dawid var frjáls ferða
sinna.
L ÝSANDIKROSSAR
Á LEIÐI
LJÓS & ORKA
Suðurlandsbraut 12
simi 84488
gxæ&psr
Ásta HtlaM&WÍá—^-
me,ra
6 y cnnima en morg