Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987. 51 Sæl nú! ... Lögfræðiþáttur poppara held- uráfram en popparareru einkar lagnir við að lenda i útístöðum við réttvísina. Þannig var Bono, söngvari U2, handtekinn fyrir nokkru fyrir að spreyja slagorð á gos- brunn á almannafæri í San Francisco og verður réttað f málinu í næstu viku. Lista- maðurinn, sem teiknaði gosbrunninn, hitti Bono að máli og hrósaði honum fyrir handbragðið en borgarstjóri San Francísco lét það ekki , hafa áhrif á sig og heldur kærunni á hendur Bono til streitu .. .Mæsti.. .Jim Reid, iiðsmaður Jesusand Mary Chain, fékk að dúsa i svart- holinu eina nótt i Toronto i Kanada fyrir skemmstu eftir aö hafa verið kærður fyrir lik- amsárás eftir tónleíka hljóm- sveitarinnar. Hann á að koma fyrir rétt í febrúar næstkom- andi.. .Næsti.. .Topper Headon, fyrrum trommari i Clash, fékk á dögunum 15 mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa selt heróín sem leiddi til dauða ógæfusams neytanda .. .Ekki meira úr iagadeildinni.. .Annarfyrrum liðsmaður Clash, Joe Strum- mer, kom á óvart á dögunum er hanntilkynntiaö hann hefði gengið til liðs við irsku þjóöalagapönkarana The Pogues. Að vísu geristStrum- mer ekki fastur liðsmaður hljómsveitarinnar heldur hleypur i skarðið fyrir gitar- ieikarann Philip Chevron sem er veikur. The Pogues er ann- ars að halda í hijómleikaferð um Bandaríkin ... Nýjarplötur DV Model - Model Býsna góð danstónlist Hljómsveitin Model kom fyrst fram á sjónarsviðiö síðastliðinn vetur þeg- ar litlu munaði að hún yrði fulltrúi íslands í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Þetta er ekki starf- andi hljómsveit sem slík, heldur nokkurs konar útibú frá Mezzoforte; þeir Friðrik Karlsson og Gunnlaugur Briem eru hér prímusmótorar ásamt Eiríki Haukssyni söngvara. Þá koma við sögu þeir Eyþór Gunnarsson og Jóhann Ásmundsson í nokkrum lög- Tónlist Models er ekki svo mjög fjarskyld tónlist Mezzoforte; hér er þó heldur slegið á léttari strengi og fá þeir Friörik og Gunnlaugur eflaust útrás fyrir tilhneigingar sínar í létt- ari áttina á þessum vetvangi. Ekki get ég sagt að mér finnist þessi tónlist rista mjög djúpt; hún höfðar mun meira til fótanna en til höfuðs- ins og var eflaust ekki ætlað annaö. Og sem slík er hún býsna frambæri- leg, léttar og grípandi melódíur, pottþéttur hljóðfæraleikur og söngur þar sem söngkonurnar Eva Alberts- dóttir, Erna Þórarinsdóttir og Edda Borg Ólafsdóttir auka mjög á fjöl- breytnina. ég held að hún höfði minna til þeirra Þessi plata er eflaust kærkominn sem eldri eru. gripur fyrir margan unglinginn en -SþS- Pretenders - Hit singles Einu sinni var Velflestar safnplötur eru ekki ósvipaðar gamalli mjólkurkú. Hljómplötuframleiðendur reyna að mjólka síðustu dropana úr deyjandi listamönnum sem sjálflr gera hvað sem er til að sleppa við sláturhúsið. Sorglegt en engu að síður satt. Chrissie Hynde hefur staðiö í eld- línunni undir merki Pretenders í tæp tíu ár. Sveitin vakti fyrst á sér at- hygh 1978 fyrir endurgerð gamla Kinks-lagsins,' Stop your sobbing. Árið eftir skreytti hún svo topp bresku listakökunnar með Brass in pocket. Og tónlistaráhugamenn höfðu ekki fyrr rennt niður bitanum en metsöluplata fylgdi í kjölfarið. Útgefendur sleiktu út um og framtíð hljómsveitarinnar virtist gulltryggð. Eftir dauða gítarleikarans James Honeyman-Scott árið 1982 dró hins vegar ský fyrir sólu. Annað áfall reið yfir þegar bassaleikarinn Pete Farn- don lést ári síðar. Eftirlifandi liðs- menn, Chrissie Hynde og trommar- inn Martin Chamber, störfuðu þó áfram. Eftirmæh Hynde um Honey- man-Scott, lagið Back on the cain gang, urðu til að mynda fleyg víða. Platan Leaming to Crawl, sem kom 1984, tók ennfremur af öll tvímæli um að Pretenders hefðu lifað hörm- ungarnar af. í fyrra kom svo platan Get Close á markað. Og það var eins og við manninn mælt; henni var tek- ið meö viðlíka fógnuði og afvopnun- arsamningi stórveldanna. Stórhljómsveitir sjötta áratugar- ins, á borð við Kinks, hafa verið sterkir áhrifavaldar í tónlist Pret- enders frá upphafi. Það er auðheyrt á þessari safnplötu sem rekur sögu sveitarinnar skilmerkilega á tíu ára afmælinu; allt frá Brass in pocket til Dont get me wrong, með viðkomu í I got you babe. Víst er aö hátíðarræð- an, hér að framan hljómar eins og minningargrein. Það er enda ætlun- in. Afmælisplatan lætur notalega í eyruni. Hún riflar upp gamlar minn- ingar, eins og verið sé að handleika úrsérgengna leikfangalest sem mað- ur tímir ekki að fleygja. Öskutunnan er samt ekki langt undan. Og hver græðir svo á kökunni þeirri arna? Vafalaust útgáfufyrir- tækið og kannski aðdáendumir, sem sleppa við að sanka að sér öllum smáskífunum. Ókeypis plakat fylgir. Pretenders græða minnst. Hynde og piltamir hafa ekki færst mikið úr stað síðan á Learning to crawl-plöt- unni. Og einhvers staðar á leiöinni til nútíðar tapaðist metnaðurinn. Blessuð sé minning þeirra. Þorsteinn J. Vilhjálmsson í kjölfar þeirra gódu móttaka sem nýja platan hans George Harríson hefur fengiö hafa menn velt því fyrir sér hvort gamli maðurinn ætli sér i tónleikaferð. Sjálfur segist hann hafa gaman af þvi að troða upp en minningarnar frá síðustu tónleikaferð séu ekki það skemmtilegar að hann sé ólmur að fara af stað á ný. Hann segist nefnilega hafa komist að því að megnið af tónleikagestunum hafi komið til að sjá hann en ekki heyra og restin vegna þess að þeir höfðu ekkert þarfara að gera .. .Howard Jones varð fyrir því um daginn að græn- metisveitingastaðurinn. sem hann á i New York, brann og verður þvi lokaður fram yfir áramót.. .allt búið... -SþS- BarbaraPucci Laugavegi 89 — sími 22453 Austurstræti 6 — sími 22450 Jólagestir > * # Urvalsgestir Það koma alltaf einhverjar nýjar jólaplötur fyrir hver jól. Nú er það svo að hin klassísku jólalög eru ekki ýkja mörg og hafa þeim verið gerð misgóð skil á undanförnum árum af innlendum sem erlendum aðilum. Það er því ekki svo galin hugmynd að búa til nýja jólatexta. Það sem er kannski meira hættuspil er að taka erlend dægurlög, lög sem í frumút- gáfum tengjast ekki jólunum og setja hugljúfa jólatexta við þau. Þessa leið hefur Björgvin Halldórs- son kosið að fara á plötunni Jólagest- ir og að mínu mati hefur áhættan borgað sig þótt einstök lög séu það þekkt að erfitt er að sætta sig við þau sem jólalög. Ekki eru samt öll lögin „ný“ jóla- lög. Einmana um jólin, sem Bjarni Arason syngur, er gamalt jólalag, þekkt undir nafninu Blue Christmas sem Elvis Presley söng fyrstur manna að ég held, allavega er þekkt- asta útgáfa lagsins með Presley. Bjarni, sem hefur lítið fyrir því að líkja eftir Presley, nær góðum tökum á laginu og er ótrúlega líkur Presley. Hitt lagið er sálmurinn fallegi Hin helga nótt sem Egill Ólafsson ásamt Fóstbræörum og Sönghóp Söngskól- ans gerir góð skil. Hátíðlegt eins og vera ber. Önnur lög eru fengin láni, flest frá suðrænum slóöum og hefur Þor- steinn Eggertsson gert flesta textana. Hefur vel tekist til með flytjendur og útsetningar Jon Kjell Setjeseth eru vel við hæfi, hátíðlegar þegar við á og léttar þegar ætlunin er að ná til barnanna. Björgvin Halldórsson á heiðurinn af gerð jólaplötunnar Jólagestir. í heildina er Jólagestir vel heppnuð plata. Björgvin hefur leyst verkefni sitt vel. Með lög er tengjast jólunum er mjög persónbundið hvað hverjum þykir gott. Á jólanótt með Pálma Gunnarssyni og Kór Öldutúnsskóla og Þú og ég með Höllu Margréti Árnadóttur og Eiríki Haukssyni heilluðu undirritaöan mest. Allir vilja halda hátíðleg jól og get ég ekki mælt með betri plötu en Jóla- gestum fyrir þá sem vilja fá ný jólalög til tilbreytingar. HK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.