Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987. 31 Kvikmyndir Stephen Frears Rótar í samvisku Englendinga Nokkrir áhugaverðir leikstjórar hafa komið fram á sjónarsviðið í Bretaveldi á undanförnum árum, leikstjórar sem sumir hverjjr hafa árum saman starfað við sjónvarpið með góðum árangri. Einn þeirra er 'Stephen Frears, sem er þrátt fyrir nýtilkomna frægð langt í frá að vera nýgræðingur í bransanum, en með síðustu þremum myndum sínum, My Beutiful Laundrette, Prick Up Your Ears og Sammy And Rosie Get Laid hefur hann vakið mikla athygli og er óhætt að telja hann þann breska leikstjóra sem forvitnilegast verður að fylgjast með í náinni framtíð. Stephen Frears fæddist í Leicest- er 1941, á sama ári og sömu borg og leikskáldið Joe Orton, en Prick Up Your Ears fjallar einmitt um hið stutta og stormasama líf Ort- ons. Hann stundaði nám í Cam- bridge og meðal skólafélaga hans þar voru Jonathan Miller og Dud- ley Moore og úr þessum árgar.gi varð hinn frægi Monty Python hóp- ur til. Eftir að námi lauk bauðst honum aö verða aðstoðarmaður Lindsay Anderson og aðstoðaði hann við hin ýmsu leikhúsverk og kvik- myndirnar If... og 0 Lucky Man. Gumshoe 1972 gerir Frears svo sína fyrstu kvikmynd, Gumshoe, - kvikmynd sem vakti þó nokkra athygli en var ekki vinsæl. Kvikmyndir Hilmar Karlsson Fjallar myndin um bingóstjórn- andann Eddie Ginley er Albert Finney leikur. Hann á sér þann æðsta draum að verða einkalögga í Marlowe-stíl. Gumshoe er skemmtilega upp byggö. Ginley er sögumaður og reynir sem hann getur að líkja eftir Humphrey Bogart. Stephen Frears tekst nokkuð vel upp. Myndin er hröð en raunveruleikinn er þó aldrei langt undan þrátt fyrir ýktan söguþráð. Leið Frears hggur nú í sjónvarpið og næstu tíu árum eyðir hann inn- an veggja BBC og starfar þar með virtum handritshöfundum og leik- ritaskáldum, mönnum á borð við Alan Bennett, David Hare, Peter Prince, Christhopher Hampton og Stephen Poliakoff. Og í mörgum sjónvarpsmyndunum var kvik- myndatökumaður Chris Menges er seinna fékk óskarsverðlaun fyrir The Killing Fields. The Hit Það er svo ekki fyrr en 1984 sem Stephen Frears gerir sína næstu kvikmynd The Hit, sakamálamynd sem hefur nokkra sérstöðu. Terence Stamp leikur glæpa- mann sem kemur upp um félaga sína gegn sakaruppgjöf. Tíu árum síðar er komið að skuldadögum. Gangsterinn fyrrverandi hefur lif- að góðu lífi á Spáni og á þessum tíu árum orðið sáttur við sjálfan sig og er því samkvæmt eigin sögn til- búinn að deyja þegar leigumorðingi í líki John Hurt rænir honum og fer með hann yfir frönsku landa- mærin. Á milli þessara tveggja manna myndast innri spenna. Leigumorð- inginn, sem hrærist á því að fórnarlömb hans eru hrædd við hann, sættir sig ekki við heim- spekilegar tilgátur fórnarlambsins um dauöann og verður óöruggur. The Hit er vel gerð kvikmynd og er ekki laust við að leikstjórn Fre- ars minni á Michelangelo Antoni- oni. Kvikmyndun er sérlega góð, en myndin líður fyrir hversu at- buröarrásin er hæg. My Beautiful Laundrette Hanif Kureishi handritshöfundur að My Beautiful Laundrette og Sammy And Rosie Get Laid hefur sagt að hann hafi komið með hand- ritið að My Beautiful Laundrette til Frears sem leist strax vel á að leikstýra verkinu en sagði aö ekki kæmi til greina annað en að gera myndin eins ódýra og hægt væri og eingöngu fyrir sjónvarp. Og þannig var hún gerð, kostaði að- eins 33 milljónir íslenskra króna, sem þykir ekki mikið og var ætlun Frears að myndin yrði sýnd á Channel Four. Kureishi og fleiri töldu samt rétt að sýna hana i kvikmyndahúsum og eftir mikið þref við Frears sam- þykkti hann aö prufukeyra hann í kvikmyndahúsum. Hún var því fyrst sýnd á kvikmyndahátiðinni í Edinborg 1985 og þarf ekki að fara mörgum orðum um framhaldið. My Beautiful Laundrette hefur far- ið sigurfór umm allan heim og kom meira að segja dreifingaraðilum í Bandaríkjunum á óvart með mikl- um vinsældum. My Beautiful Laundrette íjallar um innflytjendur frá Pakistan í London og þá sérstaklega um ung- an pilt sem með hjálp frænda síns setur á stofn þvottahús. Myndin vakti þó fyrst og fremst umtal vegna þess að mjög opinskátt var fjallað um homma, án nokkurra fordóma. Prick Up Your Ears Næsta mynd Stephen Frears, Prick Up Your Ears, fjallaði einnig um homma, ekki á jafnnærfærinn hátt og í My Beautiful Laundrette, held- ur verstu hliðar sambýlis tveggja persóna, afbrýðisemina. Prick Up Your Ears tjallar um hið rómaða leikritaskáld Joe Or- ton. Meginþema myndarinnar er hin stormasama sambúð hans við Kenneth Halliwell, skáld sem ekki hafði snilligáfu Ortons og lifði í stanslausri afbrýöisemi þau sextán ár sem þeir bjuggu saman og endir- inn á þeirri sambúð var að Halliw- elL myrti Orton og drap síðan sjálfan sig. Prick Up Yours Ears er geysi- sterk kvikmynd. Ekki er hægt að segja að Stephen Frears hafi gert raunsæja kvikmynd. Hann notar ýmis brögð til að ná fram hinni ósvífnu persónu Joe Orton og atrið- in, sem gerast á almenningsklósett- um, hafa farið fyrir brjóstið á mörgum fagurkeranum. Sammy And Rosie Get Laíd Öfugt við flesta verður Stephen Frears villtari eftir þvi sem aldur- inn færist yfir hann og er nýjasta kvikmynd hans, Sammy And Rosie Get Laid, sönnun þess. Hann var ákveðinn í að ráðast harkalega gegn pólitísku kerfi í Englandi og gagnrýna harkalega kynþáttahat- ur er hann telur ríkja þar. Aðalpersóna myndarinnar er Rafi, miðaldra stjórnmálamaður er indverski leikarinn Shashi Kapoor leikur. Eftir farsælan stjórnmála- feril í heimalandi sínu, Pakistan, hyggst hann flytja til Englands. England í hans augum er lýðveldi þar sem mannréttindi eru virt og öllum gert jafnt undir höfði. Hug- myndastefna sem hann hafði barist fyrir í heimalandi sínu þar sem pólitískir andstæðingar eru fang- elsaðir og myrtir. Honum bregður því í brún þegar hann kemur til London og heim- sækir son sinn, Sammy, og eigin- konu hans, Rosie, þar sem þau búa í lítilli og sóöalegri íbúð í enn sóða- legra hverfi þar sem einu ljósin á nóttunrii eru eldur sem brotist hef- ur út í skæruhernaði óaldaflokka er ganga lausir rænandi og rupl- andi... Sammy And Rosie Get Laid hefur yfirleitt fengið frábæra dóma og þykir Stephen Frears með henni hafa sýnt á táknrænan hátt það óréttlæti sem innflytjendur í Breta- veldi búa viö. Með síðustu þremur myndum sínum hefur Stephen Frears skipaö sér á bekk með bestu leikstjórum Breta. Og ef áfram heldur sem horf- ir eiga margir eftir að finna fyrir réttlætiskennd hans því hann ræðst á breskt þjóðfélag miskunn- arlaust og sker í kýli sem hafa verið falin undir sléttu yfirborði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.