Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Blaðsíða 48
LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987.
Ferðamál
ar eru starfandi á öllum þessum
stööum sem hafa verið nefndir.
Davos þekkja margir íslendingar
^en þangaö voru skipulagðar ferðir
"^Trá Islandi í nokkur ár. Loftið í Davos
og Klóster er mjög gott, þurrt og ákaf-
lega sólríkt (sterk áhrif útfjólublárra
geisla). Frá Kloster er stutt að bregða
sér yfir landamærin til Lichtenstein.
Eins og áður sagði eru skiðastað-
irnir í Sviss fjölmargir, eða um
fimmtíu talsins, og vart hægt að
nefna þá alla. Til viðbótar þeim stöð-
um, sem við höfum nefnt, eru enn
nokkrir þar sem skíðað er sumar sem
vetur. Það er m.a. i Interlaken, Bett-
meralp, Celerina, Engelberg, Sils og
Silvaplana.
W
Ischgl í
Austurríki
Við tökum skíðin af okkur í Sviss og
bregöum okkur með þau aðeins yfir
landamærin til Austurríkis. í föstum
ferðamálaþætti DV var nýlega greint
frá skíðastöðum í Austurríki og
beinu flugi til Salzburg hvem laugar-
dag til marsloka. Við höfum nú bent
á möguleikann með beinu flugi til
Zurich nú eftir áramótin og skipu-
lagðri ferð til Crans-Montana. Og
fyrir utan skipulagðar ferðir á
ákveðinn stað eru fjörutíu og níu
aðrir staðir svo úr mörgu er aö velja.
Áður en við segjum alveg skilið við
skíðastaðina á þessum slóðum er
einn staður sem vert er að geta sér-
staklega og það er Ischgl í Austurríki.
Þangað er skipulögð ein ferð í byrjun
febrúar. Þá er flogið til Zúrich og
ekið í tæpar þijár klukkustundir yfir
til Austurríkis. Ischgl er lítið fjalla-
þorp (1400 m.h.) í Paznaudalnum og
eru íbúarnir um tólf hundruð tals-
ins. Bændurnir, sem búa í dalnum,
hafa verið aö byggja svæðið upp fyr-
ir ferðamenn og hefur það tekist
einkar vel. Þorpið er ákaflega frið-
sælt og þar er engin bílaumferð éftir
sex á kvöldin. Byggð hafa verið þar
glæsileg hótel og mikið framboð er
góðra veitinga- og dansstaða. Þarna
er líka stór íþróttamiðstöð með sund-
laug og annarri aðstöðu til íþrótta-
iökana.
Ischgl er á Silvretta-skíðasvæðinu.
í Paznaudalnum eru fimmtíu og sjö
lyftur og gildir sami skíðapassinn í
þær allar. Reyndar er hann einnig
tveggja landa skíðapassi. Frá Ischgl
er auðvelt aö fara á skíðum yfir til
Sviss í þorpið Samnaun sem er toll-
frjálst svæði og því hagstætt að
versla þar. Þessi ferð til Ischgl er
tveggja vikna ferð og kostar frá tæp-
um fimmtíu þúsund krónum fyrir
manninn í tveggja manna herbergi
með morgunmat.
Við leggjum skíðin frá okkur um
stund. -ÞG
Frá Mathon, F-am er á Silvrettasvæðinu, lítið þorp rétt fyrir norðan Ischgl.
Gildirtil og með 16. des.
GSMANNA
I STORMARKADI
FYRIR FRAMTlÐINA
Félagsmannadagar KRON hafa gengiö
stórvel. Félagsmenn hafa nýtt sér góðan
afslátt og gert góð kaup.
Við höldum áfram.
Nú efnum viðtil jólafélagsmannadaga
alla daga fram til 16. desember.
Félagsmenn KRON fá þá 5% afslátt af
öllum vörukaupum í Stórmarkaði KRON,
Skemmuvegi.
Laugardaginn 12. desemberverður mikið
um að vera.
Þá líta jólasveinamir við, og boðið verður
upp á heitan jóladrykk og piparkökur.
Félagsmenn, nú er tækifærið. Nýtið ykkur félagsmannaafsláttinn
og gerið hagstæð jólainnkaup.
Munið 5% afslátt af öllum vörum.
■ Leikföng á góðu verði, mikið úrval.
* Ýmsarjólavörur, kerti, kertastjakar, jólapappír, servíettur,
jólaseríur og margt fleira, einnig á mjög hagstæðu verði.
■ Jólagos og öl í heilum einingum og kössum 10% afsláttur.
* Epli, appelsínur og mandarínur í heilum kössum
10% afsláttur. >
■ Úrvals konfekt í fallegum öskjum 10% afsláttur.
KKN
Geristfélagar. Þaðer hægtt.d. í Stórmarkaði
KRON og á skrifstofu KRON, sími 22110
KRON óskarfélagsmönnum og öðrum
gleðilegrajóla. Þökkum samskiptin.