Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Page 50
62 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987. Úrval leðursófasetta Rókókó sófasett 3ja sæta sófi, 2 stórir stólar, 2 litlir stólar ásamt sófaborði kosta aðeins 90.000,- Góð greiðslukjör^ HÚSGAGNA-f -JIO f SMIDJUVEGI 30 l/CL L SÍMI 72870 Handknattleikur unglinga_______dv Forkeppni lokið að mestu Keppni í 2. flokki karla er skammt á veg komin, aðeins hefur verið spilað í forkeppni í riðlum en eithvað virð- ist vanta á að allir leikir hafi farið fram. Forkeppni í íslandsmóti 2. flokks fór úr böndunum vegna utan- ferðar 21 árs landsliðsins í október sl. og var félögunum gert að ljúka keppni sjálf. Unglingasíðan hefur fengið gefin upp úrslit í flestum þeim leikjum sem búnir eru og fara þau hér á eftir. Þrjú lið eru í hverjum riðii. Víkingar tryggðu sér sæti í l.deild með sigrum á Haukum, 24-21, og ÍBK, 25-23. Haukar byrja keppni í 2. deild þar sem þeir sigruðu ÍBK stórt, 254.2. í riðli Selfoss, UMFA og Vals keppt- ust lið um að mæta ekki til keppni - í 2. flokki karla og byrjar Selfoss keppni í 1. deild þar sem Valur gaf leikinn gegn liðinu og UMFA mætti ekki til leiks. .Skýrsla varðandi leik UMFA og Vals hefur ekki enn borist HSÍ. Grótta tryggði sér næsta öruggan sigur í sínum riðli með stórsigrum á Þrótti, 28-14, og Stjömunni, 27-17. Stjömustrákar tóku sig síðan saman í andlitinu í leiknum gegn Þrótti og unnu með 15 marka mun, 26-11. Keppni var einna jöfnust í riðli HK, UBK og Ármanns. HK vann þó báða leiki sína,. UBK 18-14 og Armann 12-11. Ármenningar urðu neðstir í riðlinum þar sem þeir töpuðu einnig gegn UBK með einu marki, 15-14. Framarar komu á óvart gegn FH með sigri, 17-14, eftir jafnan og spennandi leik. Þess ber að geta að Héðinn Gils- son lék ekki vegna meiðsla. ÍBV mætti ekki til leiks gegn Fram og FH. Áður hefur verið greint frá úrslitum í riðh KR, ÍR ög KA. Hér á eftir birtist deildarskipting í 2. flokki karla með fyrirvara þar sem nokkræ: skýrslur vantar eins og áður sagði. 1. deild: KR Stjarnan Víkingur UBK Selfoss FH Grótta HK 3. deild: Fram IR ÍBK 2. deild: KA Haukar UMFA/Valur UMFA/Valur Þróttur Ármann ÍBV • Frá leik Hauka og ÍBK í 2. deild 2. flokks kvenna. Ennmæta lið ekki til keppni - FH og Grótta létu sig vanta í 2. flokki kvenna Mistök urðu við birtingu greinarinn- ar um 2. flokk kvenna á síðustu unglingasíðu og birtist hún hér því enn á ný Um síðustu helgi var leikin fyrsta umferðin í 2. flokki kvenna en aðeins er leikið í tveimur deildum. Fyrsta deildin var leikin í Vestmannaeyjum og þar átti aö spila fimmtán leiki en sama sagan endurtók sig frá því í forkeppninni, tvö lið mættu ekki til leiks, Grótta og FH. Af þessum sök- um fóru aðeins fram sex leikir. Að sögn Bjöms Elíassonar, þjálfara ÍBV, er þetta óþolandi ástand, mikil vinna hafði verið lögð í að hafa húsið laust og útvega frambærilega dómara. Sagði Bjöm að engin tilkynning heiði borist frá HSÍ eða frá þessum tveimur félögum. Þess ber að geta að þrjú lið komu úr landi og þurftu að leggja út í töluverðan kostnað til þess eins að leika þrjá leiki. Sam- kvæmt 14. grein reglugerðar HSÍ um handknattleiksmót skal þessum fé- lögum gert að greiða 10.000 kr. sekt og skal þeim einnig vísað úr keppni í viðkomandi flokki ef þau hafa ekki löglega ástæðu að mati mótanefndar HSÍ. Eins og áður sagði vora aðeins íjög- ur lið í 1. deild. Keppnin var mjög jöfn og spennandi því að þrjú lið urðu efst og jöfn með fjögur stig og réð markatála hvaða lið varð deildar- meistari, Víkingar, sem töpuöu naumlega fyrir ÍBV í hörkuspennandi leik, 11-13, tryggðu sér deildarmeistara- titilinn með stórsigri á Stjömunni, 19-13. Stjaman gerði út um vonir ÍBV með því að sigra í jöfnum og spennandi leik, 17-16. Þrátt fyrir þennan ósigur ÍBV náðu þær öðru sæti 1. deildar. Var þessi leikur vel leikinn af beggja hálfu og var ljóst að þama fóm tvö af þeim liðum sem ætla sér stóra hluti í 2. flokki í vetur. UBK blandaði sér ekki í baráttuna í 1. deild og töpuðu þær öllum leikj- um sínum. Þær halda þó sæti sínu í 1. deild því það verður hlutskipti Gróttu og FH að falla milli deilda eða vera vísað úr keppni. 2. deild var leikin í hinu nýja íþróttahúsi Vals við Hliðarenda og komu Framarar og Haukar sterkast- ir til leiks. Þessi lið unnu alla andstæðinga sína nokkuð ömgglega og var helmings stigamunur í næstu lið. Innbyrðis viðureign Fram og Hauka var því úrslitaleikur deildar- innar. Haukar náðu strax forustunni og leiddu leikinn, 7-4, um miðjan fyrri / hálfleik.SneraFramararþáviðblað- inu, skoraðu næstu sjö mörk og höfðu forastu í hálfleik, 11-7. í seinni hálfleik skiptust liðin á um aö skora en Framarar hleyptu Haukastúlkum ekki nær sér og sigraðu 21-15. Frammistaða Framstúlkna vakti mikla athygli þar sem liðið er að mestu skipáð stúlkum úr 3. flokki kvenna sem helgina áður féll úr 1. deild 3. flokks kvenna. Framarar geta þakkað fýrirliða sínum, Maigr- éti EMasdóttur, fyrir góða sigra um helgina en hún sýndi mikinn áhuga og eljusemi og dreif liðið áfram þegar á móti blés. Valur og UMFA urðu i 3.-4. sæti, KR og ÍBK komu næst en ÍR varð neðst í 2. deild. Deildimar verða því þannig skip- aðar í næstu umferð: 1. deild: 2. deild: Víkingur UMFA ÍBV Valur Stjaman ÍBK UBK KR Fram ÍR Haukar Grótta? FH? * Landslið Islands u-18 valið - spila í Danmörku í lok desember Landslið íslands skipað leikmönn- um 18 ára og yngri mun fara til Danmerkur 27. þessa mánaðar til keppni og æflnga. Spilaðir verða fjór- ir leikir, tveir við Danmörku og tveir við Sviss og æft þess á milli. Komið verður aftur til baka 31. desember. Þjálfari liðsins er Magnús Teitsson. Eftirtaldir leikmenn hafa verið vald- ir til fararinnar: Markmenn: Axel Stefánsson, Þór, Ak. Ragnar Hjálmtýsson, Selfossi Hallgrímur Jónsson, ÍR Aðrir leikmenn: Gunnlaugur Grét- arsson, Haukum Grímur Hergeirsson, Selfossi Jóhann Ásgeirsson, ÍR Davíð Gíslason, Gróttp Þorsteinn Guðjónsson, KR Finnur B Jónsson, ÍR Siguröur Örn Árnason, Haukum Sigurður Bjarnason, Stjörnunni Gunnar Andrésson, FRAM Jóhann Lapas, KR Gunnar Gíslason, Gróttu Róbert Rafnsson, ÍR Einar Guðmundsson, Selfossi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.