Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987'. F arþegamir biðu í snj ónum Kafli úr bók Jóhannesar Snorrasonar, Skrifað í skýin, HI Strax næsta dag var búist til brott- farar og skeyti sent um þaö til Grænlands. Viö flugum vestur yfir hafið viö ágæt skilyröi og sáum fljót- lega til strandar, enda skyggni meö ágætum. Það fór þó ekki framhjá neinum í stjórnklefa Gullfaxa, að veöurbreyting var í aðsigi og stálgrár blikubakki á himni boðaði allt annað en gott síðla hausts á þessum slóðum. Eftir að kom yfir ströndina, varð okkur ljóst aö töluverður nýfallinn snjór var á jörðu, en engan veginn unnt að gera sér grein fyrir, hve djúpur hann var. Við flugum lágt inn fjörðinn og reyndum árangurslaust að geta okkur til um snjódýptina, þar sem engin merki var að sjá um ferð- ir manna eða dýra. Engin talstöð Þegar kom yfir flugbrautina, leist okkur ekki á blikuna, því að snjór virtist mikill á öllu svæðinu að því er ráða mátti af slóðinni eftir fólkið, sem komiö hafði til flugvallarins frá Kungmiut. Engar upplýsingar gátum við fengiö, þar sem engin var talstöð- in, en hæga vindáttina gátum við séð á sjónum, sem var auöur á örlítilli lænu fast við landið fyrir neðan flug- brautina. Við sáum farþegana, þar sem þeir biðu í hnapp á bersvæði norpandi í frosti og snjó, en nokkrir höföu geng- ið eftir flugbrautinni til að kanna snjólagið, en hröðuðu sér út af henni, þegar vélin kom yfir. Okkur fannst það vísbending um að brautin væri tafin lendingarfær, ella myndu þeir hafa veifað til okkar merki um hið gagnstæða. Eftir að hafa flogið nokkrum sinn- um lágt yfir brautina til að kanna aðstæður. var ákveðið að reyna lend- ingu, þótt ekki værum við alls kostar ánægðir með skilyrðin. Við höfðum lágmark eldsneytis i geymunum, sem var gert til þess að hafa flugvél- ina sem' léttasta í flugtakinu í Ikateq, og svo var veður gott á íslandi og engra breytinga von. Við höfðum rætt þann möguleika að rífa flugvél- ina strax upp úr snjónum væri hann dýpri en sýndist úr lofti og hætta á að ryðja þyrfti brautina fyrir flugtak, en til þess voru þarna engin tæki. Reyndar var þetta allt nokkuð hæp- ið, þar sem koma þurfti á lágmarks- hraða til lendingar, og væri snjórinn verulega djúpur, vrði fyrirstaðan strax svo mikil að flugvélin missti hraöann á augabragði og sæti líkt og límd við jörðina. Stöðvað á 100 metrum Mikil snjóblinda var í aðfluginu og því mjög erfitt að áætla hæðina síð- asta spölinn. Varð það til þess að flugvélin var hærra yfir brautarend- anum en æskilegt var og kom ekki niöur fyrr en um það bil er tveir þriðju voru eftir af brautinni. En þetta kom þó ekki að sök því að í sömu andrá og flugvélin kom niður í snjóinn var fyrirstaðan svo mikil að viö runnum fram í sætunum, og stöðvaðist hún á um það bil hundrað metrum. Þótt við hefðum viljað rífa flugvélina upp úr snjónum og hætta við lendinguna, hefði það veriö með öllu tilgangslaust. Þarna vorum við þá komnir, sátum orðlausir og litum hver til annars. Okkur hefur sennilega verið það sama í'huga, veturseta á Grænlandi. Ég hefi skrifað í leiðarbók mína fyrstu orðin sem sögð voru í stjórn- klefanum, eftir að flugvélin nam staðar. Þau höfðu hrotið mér af munni: „Ja, hver andskotinn." Hvernig í ósköpunum gat mér dottið i hug að lenda þarna án þess að vita, hve djúpur snjórinn var? Mér var hugsað heim. myndi ég vera talinn með öllum mjalla að gera þetta? Stóra spurningin var, hvernig við kæmumst burt og það sem allra fyrst. Fastir í snjónum Ekki var auðvelt að snúa flugvél- inni á brautinni og aka henni þangað sem fólkið beið, þurfti til þess náiega fullt afl á fjórum hreyflum, en venja var að aka aðeins á tveimur í hæga: gangi. Eftir að hafa stöðvað alla hreyfla og kannað aðstæður kom í ljós að meira en hnédjúpur snjór lá yfir allri brautinni og á köflum tölu- vert dýpri. Var þvi ekki furða þótt flugvélin rynni skamman spöl eftir lendinguna. Fyrirliði Dananna kynnti sig fyrir mér og kvaðst vera bæði glaður og þakklátur fyrir að við skyldum koma, útlitið væri ekki gott og eins víst að flugvöllurinn yrði ófær næsta dag, þar sem gert var ráð fyrir snjó- komu með kvöldinu. „Datt þér ekki í hug að vara okkur við að lenda á ófærri braut?“ sagði ég og hefi trúlega tylgt þessum orð- um allvel eftir. „Er ekki allt í lagi?“ spurði maður- inn og virtist undrandi. Ég kvað þetta vera í lagi fyrir hundasleða, en engan veginn fyrir flugvél nema þá búna skíðum. Maðurinn sagði að sér hefði fundist lendingin takast svo vel aö það hefði ekki hvarflað að sér að brautin væri ekki í lagi. „Það var nokkuð seint að bíða eftir að sjá hvort hún tækist," sagði ég og kvaðst efa aö við kæmumst í loftiö aftur fyrr en brautin hefði verið hreinsuð. „Gud i himlen!" sagði sá danski og var nú ekki farið að lítast á fram- haldið. Versnandiveður Veður fór hraöversnandi þótt enn væri svo til logn á flugvellinum og gott skyggni. Ský voru byrjuð að hrannast upp á hæstu fjöllum og skaíbylur stóð lárétt fram af tindun- um. Það var því auðséð, hvað í vændum var og aðeins tímaspurs- mál, hvenær vindur ryki upp, þar sem við vorum. Vegna þess hve snjórinn var þurr í frostinu, hefði ekki þurft mikinn vind til að gera skafbyl, og flugtak yrði þá ófram- kvæmanlegt. En nú blasti við okkur nýtt vanda- mál. Þegar Ásgeir Magnússon flug- vélstjóri var að líta yfir flugvélina eins ög venja er, sá hann að bæði hjólahúsin voru full af þétt þjöppuð- um snjó. Var snjórinn svo þéttur og samanbarinn að nota þurfti verkfæri til þess að losa um hann og hreinsa hann burt. Og hvað um flugtakið, ef við reyndum það áður en búið væri að hreinsa brautina? Sú hætta var vissulega fyrir hendi að þetta endur- tæki sig og við næðum hjólunum ekki upp, og svo var einnig hætta á skemmdum við slík átök. Snjómokstur Á flugvellinum var gamall og hrör- legur herbíll, sem Bandaríkjamenn höfðu skilið þar eftir, en kom inn- fæddum ekki að notum, þar sem engin leið var að aka honum um nágrennið. Þrátt fyrir það höfðu Grænlendingar haldið honum gang- færum og notaö hann þegar verið var að rífa gömul mannvirki á flugvellin- um. Nú var reynt að láta þennan skrjóð aka eftir flugbrautinni með stóran planka í eftirdragi, og var ætlunin að gera rásir fyrir flugvél- ina. Þetta gerði aðeins illt verra, þar sem plankinn hlóð snjónum upp í ójafna garða eða skafla, og var þá þeirri tilraun' hætt. Þrátt fyrir það virtist sem hjólin hefðu gert rásir, sem bentu til þess að hjól flugvélar- innar gætu markað nægilega breiðar rásir, væri henni ekiö fram og aftur eftir brautinni. Nú voru góð ráð dýr. Farþegarnir stóðu skjálfandi af kulda og eftirvæntingu við brautina og hefur sennilega ekki litist á blik- una, eftir að fararstjórnn hafði sagt þeim, hver vandi okkar væri. Vegna þess hve áliöið var orðið dags og veð- ur hratt versnandi, töldum viö að ekki gæfist tími til að gera fyrst rás- irnar og koma síðan aftur til að taka farþegana. Fólkið hafði lítinn farang- ur, og var þungi alls farmsins, að meðtöldum 40 farþegum, um þrjú og hálft tonn. Flugvélin myndi því vera tiltölulega létt í flugtakinu, þótt við gerðum þessa tilraun með alla innan- borðs. Við máttum engan tíma missa, ef viö ætluðum að gera rásirnar með flugvélinni og reyna flugtak. Varð því aö láta hendur stánda fram úr ermum og hlaða fiugvélina í snatri. Fagnaðaróp við brottför Var því ákveðið að kalla alla far- þegana til brottfarar. Fólkið laust upp fagnaðarópi og voru allir sestir í sætin innan örfárra mínútna. Okk- ur var ljóst að færi svo að flugvélin næöi ekki upp hraða fyrri hluta flug- taksins, væri vandalaust að stöðva hana, jafnvel þótt ekki væru nema nokkur hundruð metrar eftir af brautinni. Um leið og henni væri beint út út förunum sætum við í sömu súpunni og í lendingunni og væri þá tilgangslaust aö gera fleiri tilraunir. Um það bil við miðja braut- ina var tunna, sem stóð upp úr snjónum. Ákveöið var að hafa hana til viðmiðunar þannig, að hefðum við ekki náð tilteknum hraða þar, skyldi hætt við flugtakið. Nokkuð nagaði það samvisku mína að taka farþagana með í þessa til- raun, taldi það þó hættulaust og úrslitatilraun til þess að koma fólk- inu burt frá þessum ömurlega stað. Að skilja það eftir í frosti og snjó langt frá byggð var ekki síður slæmt hlutskipti, það þýddi vetursetu fyrir það allt. Nokkurrar óvissu og kvíða gætti meðal okkar vegna hjólahúsanna. Færi svo að þau fylltust aftur af snjó og hjólin færu ekki upp væri eins víst að við þyrftum að lenda þarna aftur, þar sem eldsneyti var tæpast nóg til þess að fljúga með þau niðri heim til íslands. Brautin troðin Viö ókum fram og aftur um braut- ina og urðum að nota til þess mikið vélarafl fyrst í stað, en eftir því sem rásirnar urðu breiðari og snjórinn þjappaðri, varð þetta auðveldara. Loks þegar talið var að rásirnar væru orðnar nógu góðar fyrir flug- tak, námum við staðar á brautarend- anum og biðum þess að hreyflarnir kólnuðu, en þeir höíðu hitnað veru- lega meðan verið var að ösla snjóinn á miklu vélarafli, en við lágmarks kælingu. Mér eru vel minnisstæðar mínúturnar sem við sátum þarna í stjórnklefanum og höfum trúlega all- ir hugsað það sama. Tækist flugtakið ekki, myndum við í miklum vanda staddir, en þetta kæmi í ljós þegar við kæmum að tunnunni. Öllum hreyflum var gefið fullt afl, sem nýttist vel í kuldanum niðri við sjávarmál, svo aö flugvélin skalf og nötraði við átökin. Fyrstu eitt til tvö- hundruð metrar flugtaksins lofuðu góðu, og hraðaaukningin var meiri en viö hefði mátt búast. Auðvelt reyndist að stýra flugvélinni eftir rásunum og allt virtist ætla að ganga að óskum. Þegar kom að tunnunni höfðum við náð tilskildum hraða, og ég kallaði til áhafnarinnar að flug- takinu skyldi haldið áfram. Á seinasta snúningi En eftir að þessum hraða hafði ver- ið náð, virtist frekari aukning hans mun hægari, var eins og hreyflarnir gætu ekki meir við þessar aðstæður og þá miklu fyrirstöðu, sem var af snjónum. Brautarendinn nálgaðist óðfluga og hraðinn enn ónógur til þess að vélin gripi flugið. Þegar ég áttaöi mig á þessu, var raunar orðiö hættulega seint að hætta við flugtak- ið, og því var ekki um annað að ræða en að halda áfram, hún varð að fljúga áður en um seinan væri. Ég reif nef- hjólið upp úr snjónum til þess að losna við þá fyrirstöðu og létta á aðal- hjólunum. Þetta hefði verið ofris- staða strax eftir flugtakið, en hafði tilætluð áhrif og hraðinn jókst nógu mikið til að lyfta véhnni í þessari stöðu örskamma stund. En nú kom fyrir atvik sem okkur hafði yfirsést að gera ráð fyrir, yrði flugtakið svona langt. Flugvélin var rétt komin á loft og í slæmri stöðu, þegar hjólin skullu í ruðninginn, sem myndast hafði við brautarendann, þar sem við höfðum snúið við, þegar verið var að þjappa rásirnar. Þessi síðasta fyrirstaða var verulegt og hættulegt áfall á allra versta stað. Þegar hjóhn skullu í ruðninginn og brautin var á enda, var eins og blóð- ið frysi í æðunum, og ég hélt að mér hefðu orðið á mikil mistök. (Millifyrirsagnir eru blaðisins) Þrjár bækur pikkaðar á gamla skólaritvél - Jóhannes R. Snorrason segir frá þriðju endurminningabókinni „Eg skrifa þetta á mjög gamla skólaritvél og hef pikkað þessar þrjár bækur á hana með tveim flng- rum,“ segir Jóhanues R. Snorra- son, fyrrum flugstjóri, sem nú hefur sent frá sér þriðja og síðasta bindi endurminninga sinna. Þær nefnir hann Skrifað í skýin. Fyrsta bókin með þessu nafni kom út árið 1981. Þá var það AB sem gaf út en nú hefur Jóhannes komið sér upp eigin útgáfu sem hann kallar Snæljós. „Útgáfan er eiginlega ekkert annað en gamla ritvélin og vinnukraftur tveggja fingra,“ segir Jóhannes. „Mér er nú alls ekki vorkunn að skrifa með tveim fingrum þegar Játvarður Jökull verður að skrifa með priki sem hann heldur i munninum." Himinn bókmenntanna Jóhannes hætti að fljúga hjá Flugleiðum árið 1980 og þá tók hann til við að skrifa og hefur ve- Jóhannes R. Snorrason - gcfur bók sina út sjálfur. DV-mynd KAE rið að síðan. „Ég hafði skrifað hjá mér punkta um ýmislegt sem gerð- ist meðan ég var í fluginu," segir Jóhannes. „Ég hélt aldrei dag- bækur en átti samt drög að mörgum þáttum í bókunum áður en ég byrjaði að skrifa þær. Þetta varð yfirleitt þannig til ég settist niður þegar heim var komið og skrifaði hjá mér það sem hafði gerst. Eg á meira af slíku efni, sem ég hef ekki notað í bækurnar, en ég er nú orðinn það latur við skriftirn- ar að ég geri ekki ráð fyrir að vinna meira úr því. Áður en ég skrifaði fyrsta bindið fékk ég mann, sem ég taldi dómbærann, til að leið- beina mér um hvort ég ætti að skrifa þetta sjáfur eða fá annan til þess. Hann ráðlagði mér að ráðast í þetta á eigin spýtur og ég gerði það. Ég geri mér alveg grein fyrir að sá sem skrifar í skýin getur varla átt von á að verk hans verði varan- leg á himni bókmenntanna. Ég tel engu að síður nauðsynlegt að þessi saga sé skráð. Tilgangur minn er að gefa innsýn í það sem flugmenn fyrri ára þurftu að glíma við. Útrás fyrir ritþörfina Ég hef haft mjög gaman af að rifja þessi ár upp og stundum rifjast upp atburðir sem farið var að fyrnast yfir. Þetta á sérstaklega við ef til eru myndir tengdar þeim. Þá er eins og margt lýsist upp í hugskot- inu. Eg hef líka rætt við gamla samstarfsmenn um eina og aðra atburði og það hressir upp á minnið. Nú er sú kynslóð sem stóö í síagnum á árunum eftir heims- styrjöldina að hætta eða hætt og sumir eru gengnir fyrir stapann.“ .lóhannes kannast ekki við að hafa á yngri árum haft hug á að leggja fyrir sig ritstörf. Þó voru systkini hans kunn fyrir skrif sín. Haukur bróðir hans var um skeið ritstjóri Tímans og Örn og Anna skrifuðu mikið fyrir börn. „Það harflaöi aldrei að mér að skrifa þegar ég var í fluginu," segir Jó- hannes. „Það var ekki fyrr en eftir það sem ég fékk áhugann en nú finnst mér að ég hafi fengið útrás fyrir ritþörfina í bili að minnsta kosti. Mig langar þó jafnvel til að þýða bók eftir franskan flugmann hvað sem úr verður." Eigin útgáfa hefur reynst mörg- um erfið en Jóhannes er bjartsýnn þótt ekki kannist hann við að eiga digra varasjóði til að mæta áfóOum á bókamarkaönum. „Ég renni blint í sjóinn meö þessa útgáfu,“ segir hann. „Ég treysti því þó að geta selt fyrir kostnaði. Það var í upp- hafi ætlunin að bíða ekki af þessu fjárhagslegt tjón. Fyrri bækurnar fengu mjög góða viðtökur og mér sýnist að þaö sama gildi um þessa. Við stöndum í þessu synir mínir og ég. Þessu fylgja öll verk frá því að skrifa og til þess að dreifa bókum í verslanir, Ég hef satt að segja mjög gaman af þessu. Menn á mín- um aldri verða að hafa eitthvað fyrir stafni eftir að störfum lýkur. Þótt ég sé ekki lengur á.besta aldri þá er heilsan góð og sá sem hefur góða heilsu hefur ekkert leyfi til að kvarta,“ segir Jóhannes R. Snorrason. -GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.