Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Page 35

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Page 35
34 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987. 4 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987. - segir Oskar Kjartansson krabbameinssjúklingur sem var nær dauða en lífi fyrir hálfu ári Óskar Kjartansson gullsmiður hef- ur að undanförnu unnið ötullega að stofnun samtaka fyrir krabbameins- sjúklinga. Sjálfur er hann haldinn þessum ógnvænlega sjúkdómi en berst fyrir lífi sínu af fullri hörku, meðal annars með því að stuðla að því að krabbameinssjúklingar nái saman, en Óskar komst að raun um að engar upplýsingar voru til í bókum á islensku um þennan sjúkdóm. Hann hefur nú tekið sig til og undir- býr útkomu slíkrar bókar í samvinnu við Krabbameinsfélagið. Við báðum Óskar að segja okkur hvenær hann fyrst fann fyrir sjúkdómnum og hvernig sú vitneskja gjörbreytti lífi hans. „Mín upphafsveikindi byrjuðu í desember 1985. Ég hafði geysilega mikið að gera í versluninni og lét mig hafa það þó ég fengi gallsteina- köst. Á þrettándanum 1986 borðaði ég mikið af hangikjöti og um nóttina varð ég fárveikur. Gallið gat ekki unnið úr fitunni og gallgöngin stífl- uðust þannig aö læknarnir voru lengi að finna út hvaö þetta var. Þeir fundu lítinn stein í göngunum sem þeir íjarlægðu,“ sagði Óskar en kvöldiö fyrir uppskurðinn hafði hann tekið ákvörðun um að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ fyrir bæjarstjórnarkosn- ingar, eftir mikinn þrýsting. „Ég hafði sjálfur barist fyrir því að próf- kjörið yrði og átti því erfitt með að neita að taka þátt í því,“ sagði Óskar ennfremur. Fangelsi og tap „Þennan vetur var geysilega mikil pressa á mér. Bæði var það vegna kosninganna og einnig var ég hlut- hafi í Bláskógum hf. sem gekk illa á þessum tíma. í maí ákváðum við að fara í gjaldþrot og þá skeöur það ein- kennilega að þegar við förum til fógeta þá er Björgúlfi Guðmundssyni og bróður mínum, Ragnari Kjartans- syni, en báðir voru hluthafar í Bláskógum, stungið inn. Ég var næstum búinn að missa húsið mitt út af þessu og tapaði tólf milljónum. Annar bróðir minn, Kjartan, einnig eigandi Bláskóga, missti allar sínar eignir. Allt þetta gerist á sama tíma og það var mikið áfall fyrir mig. Ég gekk á milli banka til að bjarga heim- ilinu því mér finnst aðalmálið að fjölskyldan hafi sinn samastað. Ég gat bjargað mínum málum en það var mikið áfall fyrir mig að Ragnar skyldi lenda í þessu því ég þekki hann ekki að því sem hann var sak- aður um. Á þessum tíma var ég mikið hjá mágkonu minni en þá var ég einnig kominn inn í bæjarstjómina hér í Mosfellsbæ og sinnti hér ýms- um félagsmálum,“ hélt Óskar áfram. Mikil þreyta „ í júlíbyrjun byrja ég að finna fyrir þreytu og mér fannst það óvenjulegt vegna þess að þetta var ekki venjuleg þreyta. Ég leitaði þá til læknis og það var tekið úr mér blóð og ég var rannsakaður en þeir fundu ekkert að mér. Þreytan hélt hins vegar áfram að magnast og um haustið leit- aði ég til læknis, sem er kunningi minn, og bað hann að skoða mig. Ur þeirri rannsókn kom ekkert. Síðan líður fram að jólum og þá er mikið að gera hjá mér eins og alltaf í des- ember. Og það líður fram í janúar og þá er ég orðinn þannig að það tek- ur mig tvo tíma að koma mér fram úr rúminu á morgnana. Ég var svo þreyttur að ég þurfti að leggja mig eftir að hafa farið í sturtu. Allan vet- urinn er ég annað slagið að kvarta yfir þessari þreytu við lækni og í byrjun mars á þessu ári er ég tekinn í allsherjarrannsókn. Þar sem lækn- irinn var með eldri röntgenmynd af ristlinum þá útilokaði læknirinn hann, taldi að líklegast væru bólgur í ristlinum og gaf mér bólgueyðandi lyf. Við það missti ég fjögur kíló og mér fannst ég ekki geta haldið þessu áfram. Ég þraukaði þó fram að pásk- um en var þá gjörsamlega búinn. Ég var svo bjartsýnn að ætla á sýningu í Basel, sem er alheimsskartgripa- sýning, en á þriðjudag eftir páska hringdi ég í lækninn og bað hann að hjálpa mér því ég gæti ekki meira. Lifrin skemmd Næsta morgun var ég lagður inn og strax í blóðprufunni sést að ég er með krabbamein. Ég var settur beint inn á spítala en hafði haldiö að ég færi í einhverjar rannsóknir og gæti Oskar, Herdis, Sólveig Lilja og Davíð Þór. Von var á elsta barninu, Hilmari, frá Þýskalandi daginn eftir að myndin var tekin. síðan ílogið til Basel. Á afmælis- daginn minn, er ég varð 38 ára, 23. apríl, varð ég að laxera á meðan gest- irnir borðuðu ijómatertur. Lækn- amir höfðu þá séð í sónar að lifrin var skemmd en ég átti að fara í ristil- speglun morguninn eftir. í henni kom í ljós stórt æxli sem reyndist illkynjað. í stað þess að fljúga til út- landa fór ég undir hnífinn. Þegar ég vaknaði á gjörgæslu eftir uppskurðinn var ég ekki búinn að gera mér grein fyrir hversu alvarlegt þetta var en vissi þó alltaf í undir- meðvitundinni að ég var með krabbamein. Faðir minn lést 1977 úr beinkrabba sem er hroðalegur dauð- dagi því hann lifði eingöngu á deyfi- lyfium síðasta árið. Hann kvartaði aUtaf yfir svona mikilli þreytu þann- ig að ég var farinn að leggja saman tvo og tvo. Dauðastundin Þegar ég kom af gjörgæslu lenti ég í þeirri óskemmtilegu reynslu áð maginn bólgnaði upp þannig að á fióröa degi var ég eins og kona sem er langt gengin með barn. Þessa fióra daga kastaði ég sífellt upp grænni slýju og var orðinn virkilega ógeðs- legur því ég var sama og ekkert þveginn fyrstu dagana. Mér leið hræðilega illa og þessa fióra daga kalla ég mína dauðastund. Það kom einhver uppgj öf í mig. Ég var að grafa gröf mína og ég seig alltaf neðar og neðar. Það er svo auðvelt að deyja - þú þarft bara að gefast upp. Mér fannst allt búið og konan mín sagði mér að augun hefðu verið orðin dof- in. Á fiórða deginum fannst mér ég aðeins farinn að léttast og sérstak- lega eftir að ein mjög hress hjúkr- unarkona sagði við mig: Heyrðu, Óskar minn, þú ert nú bara að drep- ast hérna í rúminu, nú þvoum við þér. Við þennan þvott lifnaði ég við og fór allt í einu að hugsa með sjálf- um mér: Ég skal berjast. Ragnar bróðir minn kom til mín og sagði við mig eins og honum einum er lagið: Heyrðu, Óskar, í þessari fiölskyldu gefumst við ekki upp. Þessi orð hans eru mér mjög minnisstæð," hélt Óskar áfram og bætti við: „Ég er með svo alvarlegan sjúkdóm að 60% af þeim sem fá hann deyja innan hálfs árs og 39% innan átta ára. Það er aðeins eitt prósent sem lifir sjúk- dóminn af og ég hef alltaf htið svo á að þetta eina prósent sé ég. Baráttumaður í eðlinu í eðli mínu er ég baráttumaður og það sem hefur bjargað mér er að ég steig á tærnar á Þengli Oddssyni lækni, sem sat með mér í bæjar- stjórninni, og nánast krafóist þess að fá inni á Reykjalundi í þjáÚún. Ég fann það, þegar ég gekk eftir göngunum á sjúkrahúsinu, að mér leið betur. Á Reykjalundi fór ég í mjög strangt æfingaprógramm með sjúkraþjálfara. Ég var svo slappur að ég svitnaði í sundlauginni. Endur- hæfingin hjálpaði mér og auk þess ákvað ég að vera jákvæður og hress enda náði ég mér vel upp í sumar. Fór til útlanda í september var ég orðinn það hress að ég ákvað að fara til Þýskalands ásamt konu minni og dóttur og heim- sóttum við þar son minn sem er að vinna á hrossabúgarði. Ég lærði í Þýskalandi og er vel kunnugur þar en því miður gerðu ýmsar ástæður það að verkum að ég lagðist í rúmið og varð fárveikur, þoldi ekki álagið sem fylgdi ferðalaginu. Sem betur fer náði ég mér eftir nokkra daga og við fórum yfir til Lúxemborgar og flug- um heim. Sleginn niður Ég fer í krabbameinssprautuj þrisvar í mánuði og hef farið í 21 slíka síðan í maí. Ég slepp við geisla þar sem þeir gagna ekki við þessu. Hins vegar eru þetta erfiðar sprautur. Ég fæ tvær sprautur og hylki sem hafa miklar aukayerkanir. Það má líkja þessu við box þannig að þegar ég er að ná mér upp eftir síðustu sprautu þá er ég kýldur niður aftur.“ Óskar hætti störfum í sumar og í stað þess að leggjast fyrir, eins og hann segir, fór hann að safna að sér öllum krabbameinsbókum sem hann komst yfir. Ég fann eina eftir ástr- alskan krabbameinssjúkhng og það var svo mikill kraftur í bókinni að mig langaði að gefa hana út. Hins vegar ráöfærði ég mig við lækni sem taldi bókina ekki hæfa íslenskum aðstæðum þannig að við ákváðum að gefa út íslenska bók og það er verið að vinna að því núna. Ég vil að fólk opni sig fyrir þessum sjúk- dómi. Ef talað er um sjúkdóminn veröur fólk ekki eins hrætt við hann. í staðinn fyrir að sagt er: krabba- mein, dauði - vil ég segja: krabba- mein, lífsvon. Það er margt fólk með miklu erfiðara krabbamein en ég,“ sagði Óskar og er ekki annað hægt en dást að hressleika hans og bjart- sýni. Verst fyrir eldri soninn Óskar er kvæntur Herdísi Þórðar- dóttur og eiga þau þrjú börn, Hilmar Þór, 16 ára, Sólveigu Lilju, 15 ára, og Davíð Þór, 8 ára. „Konan mín hefur staðið við hlið mér eins og stál- stykki. Hún hefur staðið sig stórkost- lega og aldrei bugast. Maður þarf vissa örvun því maður getur orðið værukær. Hún hefur rekið mig út á göngu og hjálpað mér mikið. Veik- indi mín komu verst niður á eldri syni mínum. Hann var að klára níunda bekk þegar þetta kom upp og kennarar hans sögðust ekki þekkja hann því drengurinn var í sjokki. Hann vildi allt í einu fara að læra gullsmíði sem hann hafði aldrei haft áhuga á. Ég sagði honum að fara fremur th Þýskalands og læra málið. Þar sem hann hefur mikinn hestaá- huga fór hann á hrossabúgarð. Mér þótti dóttir mín ekki gera sér grein fyrir hversu alvarlega ég var veikur fyrr en á hótelinu í Þýska- landi er hún sá mig kveljast þar. Sama er um þann átta ára. Við höfum sagt honum frá veikindum mínum og hann hefur spurt móður sína um þau.“ Vel sóttir fundir Óskar hefur unnið ötullega að því að koma á fót samtökum fyrir krabbameinssjúkhnga og ræddi þann áhuga sinn við lækna. „Ég ræddi þessa hugmynd mína fyrst við krabbameinssjúklinga hér í Mos- fellsbæ og við ræddum um að hittast einu sinni í viku og ræða saman um sjúkdóminn. Ég fór líka að ræða þetta við aðra krabbameinssjúklinga þegar ég fór í sprautu. Þar sem ég fann mjög jákvæð viðbrögð sá ég að það væri virkileg þörf fyrir slík sam- tök. Ég ræddi við Gunnlaug Snædal, formann Krabbameinsfélagsins, um þetta og síðar við Snorra Ingimars- sonar, forstjóra félagsins. Þeir tóku mjög vel í hugmyndina og Snorri er mjög opinn fyrir þessu og ég fékk stuðning hjá Krabbameinsfélaginu. Fyrsti fundurinn var í húsi félagsins og áttum við ekki von á nema um 60 manns. Ég hafði þó haldið því fram á fundi með hjúkrunarfólki og lækn- um að ég ætlaði að fylla húsið og sú varð raunin. Á fundinji komu á ann- að hundrað manns og mér fannst ánægjulegt að finna hversu aðstand- endur sýndu þessu mikinn áhuga. Við höfum síðan haldið annan fund í safnaðarheimili Langholtskirkju og þá mættu 125 manns. í samtökin hafa skráð sig yfir tvö hundruð manns. *------------------------— Tvö baráttumál Ég á mér tvö baráttumál sem eru samtökin og bókin. Einnig hef ég lagt áherslu á að komið verði á fót endur- hæfingarstöð í húsi Krabbameins- félagsins. Ég hef ýmsar hugmyndir um hvað ég vil fá fram í bókinni, svo sem forstigseinkenni sjúkdómsins og hvenær á að leita læknis. Mikil þreyta er einkenni krabbameins og ef fólk fær ekkert út úr rannsókn hjá einum lækni á það að leita til ann- ars. Það er ekki eðlilegt, eins og með mig sem var fullfrískur, að allt í einu var ég svo þreyttur að ég gat ekki komið mér í vinnu fyrr en um há- degi. Ég var með lærling og ég sagði honum að sjá um búðina. Eg var orðinn sljór. Mikið sjokk Að fá krabbamein er mikið sjokk og ekki síður fyrir maka. Það þarf að breyta viðhorfum fólks til sjúk- dómsins. Margir sjúklingar kvarta yfir að fólk forðist það. Þessi sjúk- dómur er ekki smitandi. Það er svo mikið atriði fyrir krabbameinssjúkl- inga að vinir og ættingjar hringi og spyrji um líðan og spjalli. Ég er svo heppinn að eiga stóran hóp af góðum vinum og eftir að ég kom fram í sjón- varpi hefur síminn hjá mér verið rauðglóandi. Ég finn að með þessu móti næ ég til fólksins. Á hverjum degi má ég eiga von á dauða mínum og ég er að berjast á móti honum. Ég vil að aðrir fmni að maður verður að berjast. Lífskrafturinn hefur mik- ið að segja. Ég hugsa aldrei um veikindin - þurrka þau út úr mínum huga. Ég er ekki bitur vegna þess að ég hef fengiö svo mikla lífsreynslu í gegnum þetta. Bænin hefur hjálpað mér. Sem barn var ég skyggn og fyrir hálfum mánuði fór ég að heyra há- vaða hér rjiðri á nóttunni. Ég hef því opna Biblíu hér á borðinu. Ég er í tengslum við miðil og ég trúi á líf eftir dauðann. Ég er spíritisti en hef þá trú eingöngu fyrir sjálfan mig.“ Orðusmiður Óskar hefur sagt sig úr bæjar- stjórninni og segir nú að pólitík sé mannskemmandi. Hann er í Rotary og hefur í gegnum árin stundað ýmis stjórnunarstörf fyrir gullsmiðafélag- ið, meðal annars gegnt formennsku. Þá hefur Óskar kennt í Iðnskólanum. Hann er líklegast þekktastur fyrir orðusmíði en margir merkir íslend- ingar bera fálkaorðu og riddara- krossa sem smíðaðir hafa verið af Óskari. Hann tók við verslun föður síns í Fjalakettinum, er hann hætti störfum, og flutti verslunina síðar yfir götuna í Aðalstræti. Herdís, sem í fiórtán ár var heimavinnandi, starf- ar nú í versluninni. „Mér fannst alltaf mikilvægt að hún væri heima þegar börnin komu úr skólanum. Nú er ég heima í staðinn," sagði Óskar. „Ég fór að hugsa um það í vor að hún vissi ekkert um hvernig verslunin gengur fyrir sig. Nú er hún áhuga- söm og hefur kynnt sér reksturinn. Of mikið stress Ég hef farið að hugsa um hversu mikið stress er á íslendingum. Við þurfum að borga húsin okkar á skömmum tíma. Ég byggði þetta hús og hálfeyðilagði mig á vinnu og stressi og var aldrei nálægur börnum mínum á meðan þau voru lítil. Einn- ig var ég að byggja upp fyrirtækið. Mér fmnst unga fólkið í dag keppa svo mikið að því aö ná þeim lífs- gæðum sem fólk, sem er komiö á miðjan aldur, hefur náð. Allt þarf að vera fyrsta ílokks og helst dýrustu húsgögn sem fáanleg eru. Þú kaupir ekki heilsuna eftir á,“ sagði Óskar Kjartansson sem var kyrrsetumaður þar til hann fór að beijast fyrir lífi -sínu.- -ELA -L „Eg var orðinn svo þreyttur að ég þurfti að leggja mig eftir sturtu. Samt fannst ekkert að mér.“ Óskar gekk í gegnum mikla þolraun um mitt árið 1986 er hann var nærri búinn að missa aleiguna. Annar bróðir hans lenti í fangelsi og só þriðji missti -allt sem hann ótti. ------------------ ----------------------DV-myndir-Gunnar-V.-Andcésson___I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.