Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987. 11 Ekki eru alltaf jólin Ertu farinn að hlakka til jólanna? spurði ég kunnirigja minn seinni partinn í nóvember þegar jólafar- aldurinn var um það bil að bresta á. Nei, ekki get ég sagt það, svaraði hann, að minnsta kosti ekki enn. En ég hlakka til þess þegar jóbn eru afstaðin. Ég bíð eiginlega spenntastur eftir því. Hlakkar til að jólin verði búin, hugsaði ég og horfði á manninn forviða. En þegar betur er að gáð er heilmikið til í þessu. Maður varpar öndinni léttar þegar jóla- haldinu er lokið og þjóðin verður normal aftur og maður sjálfur um leið. Jólin sjálf eru ekki svo slæm. Þau eru og verða vonandi alltaf til- hlökkunarefni. En, guð minn góður, æðibunugangurinn og óða- gotið, sem heltekur þjóðina þegar jólin nálgast, er með því versta sem hendir í lífsþægindakapphlaupinu - sem kallar þó ekki allt ömmu sína. Þú treður marvaðann á gang- stéttunum og leitar uppi verslanir til að finna jólagjafir í fullkominni óvissu um að nokkur vilji þiggja þær. Ert rekinn í hreingerningar á heimilinu án þess að nokkur skítur sjáist. Rogast með matarpokana með jólasteikunum þótt þú hafir enga lyst á öllum þessum kaloríum. Kaupir jólatré og jólaskraut af því aUir hinir gera það. Hlustar á aug- lýsingaflóöið í útvarpinu án þess að geta rönd við reist og situr uppi með hálfu verri síbylju í sjónvarpi án þess að koma nokkrum vörnum við. Allt á að gera fyrir jól: laga innstungurnar, baka smákökurn- ar, kaupa nýja ryksugu og maður er ekki talinn boðlegur í jólaboðin nema ganga um í nýjum nærfót- um! Kristur er ekki kjósandi Og svo eru lúsíukvöld og jóla- glögg og skötupartí og maður dregst smám saman inn í hringiðu endalausra eltingaleikja við jóla- undirbúninginn og er ekki mönnum sinnandi út allan des- embermánuð vegna anna sem hellast yfir af ástæðum sem aldrei hafa verið gefnar upp. Jafnvel Al- þingi og ríkisstjórn fara á taugum og buna út úr sér frumvörpum og lögum sem engin sjáanleg þörf er á að afgreiðist fyrir jól. Af hverju eru jólin svona örlagaríkur tíma- punktur fyrir löggjöf eða kvóta eða matarskatta þegar til þess er htið að dagarnir eftir jól eru nákvæm- lega eins og dagarnir fyrir jól? Er það einhver póhtískur átrún- aöur að allt þurfi að gera fyrir jól sem getur eins vel beðið fram yfir hátíðarnar? Ekki er vitað til þess að Jesús Kristur hafi lagt á það neina sérstaka áherslu að Alþingi íslendinga lyki sér af þótt hann hafi fundið upp á því að fæðast í desember. Og það er heldur ekki vitað, svo kunnugt sé, að þetta sama Alþingi hafi skyldum að gegna gagnvart frelsaranum. Ekki er Jesús Kristur kjósandi sem bið- ur um fyrirgreiðslu. Það hefur enginn haldið því fram að kristileg- ur kærleikur hafl átt upp á pall- borðið á Alþingi né heldur kraflst þess að þingið sé að íþyngja al- menningi með jólagjöfum sem kosta sex til sjö milljarða í auknum sköttum - bara til að komast í jóla- frí. Desember er gósentíö Á hinn bóginn er mér ljóst að kaupmenn eiga hagsmuna að gæta. Desember er þeirra gósentími enda er það alkunna að margur kaup- maðurinn leggur það á sig að standa í galtómri búðinni ellefu mánuði á ári í biðinni eftir jóla- mánuðinum þegar þjóðin fær flogakast og hirðir það úr hillunum sem hönd á fes’tir. Sagt er að jóla- innkaupin nemi sjö milljörðum króna og er það vel að verki staðið að koma slíkri fúlgu í lóg á ekki lengri tíma, og það þegar haft er f huga að fólk þarf að sinna sínum eigin rtörfum og á ekki heiman- gengt í búðirnar nema eftir klukk- an fimm. Að vísu bjarga krítarkort- in miklu og timburmennirnir af innkaupunum koma ekki í ljós fyrr en jólin eru afstaðin. Nú eru þeir meira að segja farnir að bjóða upp á framhaldskrít í bókabúðunum til að örva bóksöl- una sem að jafnaði hefur numið þremur bókartitlum á mannsbarn þegar verst hefur látið. Sjálfsagt fehur margur í þá freistingu, þótt hann hafi lítið við fleiri bækur að gera, vegna þess að sú árátta verð- ur ekki af okkur skafm að við sækjumst eftir því að kaupa um efni fram ef við getum borgað seinna. Við lifum nefnilega eftir kjörorðinu: drekkum í dag, iðrumst á morgun. Lengi voru afborgunarkjörin sú beitan sem best hreif en nú eru það krítarkortin sem þjóðin gengur fyr- ir og maður er fullur aðdáunar á þessari uppfinningu og öllum öðr- um uppfinningum sem hjálpa allsgáðu fólki til að steypa sér í skuldir. Ég minntist á bókabúðirnar. Bækurnar og bókaflóðið fyrir jólin er eitt af þessum íslensku afbrigð- um sem jafnvel skákmeistararnir í Sevilla eiga ekki svar við. Það hlýt- ur einhvern tímann að verða sérstakt rannsóknarverkefni fyrir félagsmáladeildina í Háskólanum eða bókmenntafræðinga síðari tíma að stúdera það fyrirbrigði sem jólabókaflóðið er. Spurningin er þessi: Eru bækur keyptar til léstrar eða eru bækur keyptar til gjafa? Síðari kenningin er ekki vitlausari en sú fyrri ef haft er í huga að fólk gefur sér meiri tíma til að kaupa bækur en að lesa þær. Ekki þar fyrir að það skipti máli fyrir úgefendurna og höfundana því það er aukaatriöi hvort bók er lesin ef hún selst. Jú, það er að vísu talið nauðsynlegt að gagnrýnandinn lesi bókina þótt margar gróusögur gangi reyndar um það að gagnrýnendur eigi fullt í fangi með að lesa þær bækur sem þeir skrifa um. Skrifað í hjáverkum Hvar var þaö sem ég sá þá ágætu sögu í blaði þegar vegfarandinn spurði bókakrítikerinn hvort hann hefði lesið tiltekna bók? Nei, sagði sá síðarnefndi, ég hef ekki mátt vera að því að lesa hana, ég þarf að skrifa um hana! Þetta hlýt ég að hafa lesið í Mogg- anum. Það er svo mikið af litteratúr í Mogganum, og nú er ég ekki að gera grín. Og hvernig á annað að vera með Matthías Johannessen í ritstjórastól, mann sem er eins mikið skáld og hann er ritstjóri. Matthías er að gefa út bók eins og fleiri á þessari vertíð og ennþá einu sinni sér maður manneskjuna og mannvininnn í Matthíasi skína út úr textanum, hvort heldur í lín- unum eða á milli þeirra. Það er ekki öllum gefið að búa til skáld- verk úr hversdagsleikanum. Morgunblaðið er ekki á flæðiskeri statt meðan það hefur mann eins og Matthías til að blása andagift- inni inn á síðurnar. En kannski var það í Tímanum hjá Indriða G. sem ég las þessa sögu um krítikerinn. Indriði er líka að gefa út bpk, og það jafnvel tvær, og svo skrifar Árni á Þjóðviljanum líka bækur og Þórarinn gefur út sögu Framsóknar og maður fær hálfgerða minnimáttarkennd inn- an um þessa kollega sem skrifa bækur í hjáverkum milli þess sem þeir gefa út dagblöð sem líka er ætlast til að séu lesin. Hvernig fara mennirnir að þessu? Það er ef til vill asnalegt að spyrja svona. Hvað gerði ekki Gorbatsjov? Lét sig hverfa í hálfan mánuð og skrifaði metsölubók fyrir íslend- inga; er hæstur á sölulistanum og verður það sjálfagt áfram. Þetta heitir nú að slá í gegn, enda ku Gorbi vera vinsælastur allra í póli- tíkinni og slíkir menn geta ekki látið sig vanta í jólabókaflóðið frek- ar en önnur átrúnaðargoð. Ég sá að Jón Baldvin gaf út fjár- lagaræðu sína í bókarformi og þótt hún sé ekki komin á metsölulist- ann ennþá þá er Jón auðvitað að feta í fótspor þeirra sem vilja vera í umferö þegar þjóðin ryðst út á göturnar og inn í búðirnar til að leita að skemmtilegu lestrarefni handa sínum nánustu. Enda þótt ég viti að margir hugsa hlýtt til mín á jólunum þá vona ég samt að enginn vilji mér svo vel að senda mér fjárlagaræður í jóla- gjöf. Þó er ég viss um að þetta er hin snjallasta ræða og miklu þarf- ari lesning heldur margt annað sem nú er gefiö út, sérstaklega í ljósi þess hvað ræður geta verið skammlífar í pólitík þegar skatt- arnir hækka hraðar en blaðsíðun- um er flett. En nú má ég ekki segja meira til að spilla ekki fjölskyldu- friðnum í jólaboðinu! Kristilegur kærleikur Þrátt fyrir alla velvildina, sem felst í jólagjafabókunum, og þrátt fyrir allan ásetninginn um að glugga í gjafirnar, þá verð ég að viðurkenna að það er ekki fyrr en eftir jólin sem mér gefst tími til að lesa það sem aðrir hafa ákveðið að ég lesi. Jólin eru samfelldur kapp- akstur milli jólaboða og jólamatar og maður er rétt búinn að hesthúsa steikina þegar ekki er til setunnar boðið af því að þá bíður kaffiboðið sem verður að vera afstaðið áður en kvöldmaturinn tekur við. Þetta er með erfiðari og strangari dag- skrám en ég er vanur allajafna og bækur verða að bíða á meðan. Það veit guð heilagur og afmælisbarnið verður að fyrirgefa mér þá töf. Annars er það eitt hvort fólk les bækur eða ekki. Hitt er jafnáhuga- vert að gefa þvi gaum hvað margir hafa tíma til að skrifa bækur - ekki aðeins ritstjórar heldur allra handa fólk sem sprettur upp úr mann- fjöldanum og gefur út skáldsögur og ljóðabækur og ævisögur og barnabækur eins og það hafi ekki gert annað allt sitt líf. Ef út í þaö er farið þá er það með hreinum ólíkindum hvað mikill fjöldi fólks hefur það að tómstundaiðju að sanna sig í menningunni og list- inni. Þetta finnst mér stórkostlegt sjálfstraust og þá gerir það i sjálfu sér minna til þótt framlagið reynist fúsk eða misheppnuð tilraun til að öðlast frama á listabrautinni. Aðal- atriðið er að fólk reyni og vilji. Það gefur ekki aðeins út bækur heldur líka plötur, leikur á sviði, heldur málverkasýningu eða fondrar við nýhst sem betur fer er langt á und- an sinni samtíð þannig að enginn þarf að hafa vit á henni - ekki höf- undarnir heldur. Allt er þetta útrás fyrir sköpunar- gáfuna. Hver sem betur getur er önnum kafinn við alls konar hst- ræna framleiðslu og dúkkar upp á jólavertíðinni af því að listin blómstrar helst í kristilegum kær- leika jólanna ef marka má sölu- horfur. Já, ég hlakka til jólanna, en ég hlakka þó miklu meira til þess að jólunum ljúki. Og ef að líkum lætur tekur þetta skjótt af. Einn, tveir og þrír og það er kominn annar í jól- um, eins og segir í kvæðinu, og við getum tekið saman rifinn jólapapp- írinn og slökkt á jólaljósunum. Og svo koma gjalddagarnir á krít- arkortunum og við uppgötvum að þaö eru ekki alltaf jólin. En þá get- um við líka farið að sakna þeirra. Ellert B. Schram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.