Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Page 63

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Page 63
LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987. Ragnheiður Ágústa Túbals Ragnheiöur Ágústa Túbals, sem nú dvelur að Kirkjuhvoli, dvalar- heimili aldraöra á Hvolsvelli, verður áttræð á morgun. Hún fæddist í Múlakoti í Fljótshlíð. Ágústa giftist 6. janúar 1935 Hjör- leifi Gíslasyni, f. 1913. Foreldrar hans voru Gísli Gunnarsson, b. í Langageröi í Hvolhreppi, og kona hans, Guðrún Halldórsdóttir. Ágústa og Hjörleifur hófu búskap sinn í Vestmannaeyjum en 1937 fluttu þau að Búðarhóli í Landeyj- um. Þau bjuggu svo að Efri-Þverá í Fljótshlíð frá 1946-1960 en þá fluttu þau til Þorlákshafnar. Þau hafa svo búið að Kirkjuhvoli frá 1985. Ágústa og Hjörleifur eignuðust tvö börn: Guðbjörg Karlotta, f. 23. ágúst 1940, er gift Herði Björgvins- syni, leigubílstjóra í Rvík, og eiga þau tvö börn; Júli Heiöar, f. 21. fe- brúar 1942, vörubílstjóri í Þorláks- höfn, er giftur Helgu Jónsdóttur og eiga þau tvö börn. Ágústa og Hjör- leifur ólu svo upp sonardóttur sína, Guðbjörgu, f. 23. nóvember 1961, en hún gift Kristni Jónssyni, b. á Staðarbakka í Fljótshlíð, og eiga þau þrjú börn. Systkini Ágústu eru: Guðbjörg Lilja, f. 23. maí 1894, lést 1975, gift Jóni Guðjónssyni; Ólafur, f. 13. júlí 1897, lést 1964, listmálari í Múla- koti, giftur Láru Eyjólfsdóttur; og Þuríður Soflia, f. 22. janúar 1902, iðnrekandi í Reykjavík. Uppeldls- systur hennar voru Vigdís Eyjólfs- dóttir, gift Maríusi Jóhannssyni, sjómanni í Rvík, og Soffia Gísla- dóttir, gift Jóni Inga Jónssyni, b. Deild í Fljótshlíð. Foreldrar Ágústu voru Túbals Karl Magnússon, b. og gestgjafi í Múlakoti í Fljótshlíð, og kona hans, Guðbjörg Aðalheiður Þorleifsdótt- ir. Faðir Túbals var Magnús, b. og silfursmiður á Stóru-Vatnsleysu, bróðir Odds á Sámsstöðum, langafa Davíðs Oddssonar borgarstjóra. Magnús var sonur Eyjólfs, b. og hreppstjóra á Torfastöðum í Fljóts- hlíð, Oddssonar, b. á Fossi á Rangárvöllum, Guðmundssonar. Móðir Eyjólfs var Margrét Ólafs- dóttir, b. á Fossi, Bjarnasonar, b. og hreppstjóra á Víkingslæk, Halldórssonar. Móðir Margrétar var Ingunn Jónsdóttir, b. í Bol- holti, Þórarinssonar, forföður Bolholtsættarinnar. Móðir Túbals var Valgerður Tómasdóttir, b. í Teigi í Fljótshlíð, Ólafssonar. Móðir Tómasar var Valgerður Tómas- dóttur, b. í Teigi, Jónssonar. Móðir Tómasar Jónssonar var Þorbjörg Þorláksdóttir, systir Jóns, prests og skálds á Bægisá. Móðir Valgerð- ar eldri var Guðbjörg Nikulásdótt- ir, b. á Rauðnefsstööum, Eyvinds- sonar, „duggusmiðs“ Jónssonar. Guðbjörg var dóttir Þorleifs, b. og silfursmiðs í Múlakoti, Eyjólfs- sonar, bróður Magnúsar, fóður Túbals. Móðir Guðbjargar var Þur- íður Jónsdóttir, b. og hreppstjóra á Kaldaðarnesi í Mýrdal, Jónssonar. Móðir Þuríðar var Þuríður, systir Þorsteins, jarðyrkjumanns í Út- Ragnheiður Ágústa Túbals. hlíð. Þuríður var dóttir Þorsteins, b. á Hvoli í Mýrdal, bróður Bjarna amtmanns, fóöur Steingríms Thor- steinssonar skálds. Þorsteinn var sonur Þorsteins, b. í Kerlingadal í Mýrdal, Steingrímssonar, bróður Jóns „eldprests" Steingrimssonar. Móðir Þuríðar var Þórunn Þor- steinsdóttir, b. og smiðs á Vatns- skarðshólum í Mýrdal Eyjólfsson- ar. Móðir Þórunnar var Karítas Jónsdóttir, stjúpdóttir Jóns „eld- prests" Steingrímssonar. Knútur Otterstedt Knútur Otterstedt, svæðisstjóri Landsvirkjunar, til heimilis að Espilundi 8, Akureyri, verður sex- tugur á morgun. Hann fæddist á Akureyri og ólst þar upp í foreldra- húsum. Hann varð stúdent frá MA 1946 og lauk prófum í raforkuverk- fræði frá Chalmers Tekniska Högskola 1950. Knútur var verk- fræðingur hjá Rafmagnsveitu Gautaborgar 1950-51, verkfræðing- ur hjá Rafmagnsveitu Akureyrar 1951-63, rafveitustjóri á Akureyri frá 1963-83 og framkvæmdastjóri Laxárvirkjunar frá 1966-83, en svæðisstjóri Landsvirkjunar á Norður- og Austurlandi frá 1983. Knútur var formaður Knatt- spyrnufélags Akureyrar frá 1963-68. Hann hefur verið í íþrótt- aráði Akureyrar frá 1967 og formaður þess í sextán ár og form- aður íþróttabandalags Akureyrar frá 1979. Hann var í stjórn Sam- bands íslenskra rafveitna 1969-83, að einu ári undanskildu, og í Hita- veitunefnd frá 1973-78. Knútur var bæjarfulltrúi á Akureyri 1971-74. Kona Knúts er Harriet Margar- eta, f. í Söderhamn í Svíþjóð, 8.11. 1928, dóttir Frans Molin vélstjóra og konu hans, Grete, f. Bjurström. Börn þeirra Knúts og Harrietar Margaretu eru: Lena Margareta hjúkrunarfræðingur, f. 8.2. 1950; Kristján Bernt, deildarstjóri tölvu- deildar SÍS, f. 16.3. 1953; og Ása Karen, einkaritari hjá forstjóra IKEA í Danmörku, f. 4.2. 1960. Foreldrar Knúts: Knut Ott- erstedt, rafveitustjóri á Akureyri, f. 11.12. 1891, d. 1.4. 1980, og kona hans, Lena Kristjánsdóttir, f. 25.9. 1899. Föðurforeldrar Knúts voru Hans Christian Otterstedt, myllu- eigandi á Skáni í Svíþjóð, og kona hans, Hanna Otterstedt. Móðurfor- eldrar Knúts voru Kristján, versl- unarmaður og sjómaður á Akureyri, Jósefsson og Guðfmna Antonsdóttir. Jósef, gullsmiður á Akureyri, var sonur Gríms, prests á Barði, Grímssonar græðara, b. og læknis á Espihóli, Magnússonar. Knútur Otterstedt. Móðir Jósefs Grímssonar var Ingi- björg Jósefsdóttir, b. í Hvammi, Jósefssonar, b. í Ytra-Tjarnarkoti, Tómassonar, bróður Jónasar á Hvassafelli, afa Jónasar Hallgríms- sonar. Bróðir Jósefs í Ytra-Tjarnar- koti var Davíð, langafi Páls Árdals. Móðir Jósefs í Hvammi var Ingi- björg, systir Gunnars í Laufási, langafa Hannesar Hafsteins. Bróðir Jósefs í Hvammi var Kristján, lang- afi Jóhanns Sigurjónssonar skálds. Sveinn Karlsson Sveinn Karlsson byggingatækni- fræðingur, Hraunbrún 12, Hafnar- firði, verður fertugur á morgun. Sveinn fæddist í Reykjavík en ólst upp í Ási á Seltjarnarnesi. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Mýrar- húsaskóla 1963 og sveinsprófi í húsasmíði 1970, en lærimeistari hans var Þorvaldur Ó. Karlsson húsasmíðameistari. Sveinn öðlað- ist meistararéttindi í húsasmíði 1977 og útskrifaðist frá Tækniskóla íslands sem byggingatæknifræð- ingur sama ár. Hann starfaði við húsasmíðar eftir sveinsprófið og á meðan á tæknináminu stóð en vann hjá Verkfræðiþjónustu Jó- hanns G. Bergþórssonar 1977 og '78. Sveinn var bæjartæknifræð- ingur og byggingafulltrúi hjá Ólafsfjarðarkaupstað frá 1978-1982, en starfaði síðan hjá Berki hf. í Hafnarfirði frá 1982-84. Frá 1984 hefur Sveinn starfað hjá Meistara- og verktakasambandi bygginga- manna. Kona Sveins er Sigríður H. Aðal- steinsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 4.10.1949, dóttir Aðalsteins Þórð- arsonar og Laufeyjar Andrésdóttur í Hafnarfiröi. Sveinn og Sigríður eiga þrjú börn: Aðalsteinn Sturla, f. 27.8. 1968; Hrafnhildur Tinna, f. 4.10. 1973 og Sveindís Ýr, f. 29.9. 1978. Sveinn á tvo bræður: Hrafn er rannsóknarmaður á Veðurstofu íslands og Karl Viggó er rafmagns- tæknifræðingur, búsettur í Kaupmannahöfn. Sveinn Karlsson. Foreldrar Sveins eru Karl Sveinsson verslunarmaður * og Hrafnhildur Einarsdóttir. v , Andlát Páll Júlíusson bóndi, Hítarnesi, Astrós Jóhannesdóttir andaðist á Helga Jóhannesdóttir, Dalgeirs- Kolbeinsstaðahreppi, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík 10. desemb- stöðum, andaðist í sjúkrahúsinu sjúkrahúsinu á Akranesi miðviku- er. Hvammstanga 9. desember. daginn 9 desember. Sigurlaug Sölvadóttir, Dalbæ, Þórður Sigurðsson lést 10. des- Dalvík, andaðist 10. desember. ember. i 75 Afmæli Hjörleifur Stefánsson Hjörleifur Stefánsson arkitekt, Laufásvegi 26, Reykjavík, er fertug- ur í dag. Hjörleifur fæddist í Reykjavík og ólst þar .upp í for- eldrahúsum. Hann lauk stúdents- prófi frá MR 1967 og lagði stund á byggingarlist í Þrándheinii en þar útskrifaðist hann 1972. Jafnframt stundaði hann heimspekinám í Þrándheimi í tvö ár. Eftir að Hjör- leifur kom heim frá námi starfaði hann á teiknistofum í Reykjavík í tvö til þrjú ár en hefur síðan rekið sína eigin teiknistofu. Hjörleifur hefur unnið ýmis verkefni fyrir Reykjavíkurborg og Þjóðminja- safniö sem miða að varðveislu gamalla húsa. Á síðasta ári kom út eftir hann rit um byggingarsögu Akureyrar: Akureyri - Fjaran og Innbærinn, en nú er nýútkomið rit hans um byggingarsögu Kvosar- innar í Reykjavík: Kvosin. Auk þess annaðist Hjörleifur útgáfu á bæklingnum Húsvernd sem Torfu- samtökin gáfu út á síðasta ári. Kona Hjörleifs er Sigrún Eldjárn myndlistarmaður, f. 1954, dóttir Kristjáns Eldjám forseta og konu hans, Halldóru Ingólfsdóttur. Hjörleifur á tvö börn frá fyrra hjónabandi: Stefán menntaskóla- nema, f. 1968; og Hildi, sem er við nám í Hagaskólanum, f. 1972. Börn þeirra Hjörleifs og Sigrúnar eru: Eyrún, f. 1975; og Grímur, f. 1982. Hjörleifur á íjögur alsystkini: Helgi, f. 1945, er starfsmaður hjá Flugleiðum; Jón, f. 1946, er loft- Hjörleifur Stefánsson. skeytamaður; Kári, f. 1949, er læknir í Chicago; Halldór, f. 1950, er mannfræðingur í Osaka í Japan. Hálfsystur Hjörleifs eru Elín hjúk- runarkona; og Hanna nemi. Foreldrar Hjörleifs eru Stefán al- þingismaður og útvarpsmaður, Jónsson, f. 9.5.1923, og kona hans, Sólveig Halldórsdóttir, f. 4.10.1920, en hún er látin. Föðurforeldrar Hjörleifs: Jón, skólastjóri á Djúpa- vogi, Stefánsson, b. á Krossalandi og Starmýri í Geithellnahreppi, Jónssönar, og kona hans, Marse- lína kennari Pálsdóttir, b. á Brett- ingsstöðum a Flateyjardal, Guðmundssonar. Móðurforeldrar Hjörleifs voru Halldór, sjómaður í Hnífsdal, og síðar í Hafnarfirði, Auðunsson, og kona hans, Ingi- björg Þórðardóttir. t - Emelía J. Bergmann Emelía J. Bergmann, til heimilis að Selbraut 5, Seltjarnarnesi, er níræð í dag. Emelía fæddist að Ey- vindarstöðum í Blöndudal og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún gift- ist vestur í Flatey á Breiðafirði Sigfúsi Bergmann- kaupfélags- stjóra, f. í Flatey 1887, d. 1960. en foreldrar hans voru Guðlaug Þor- geirsdóttir og Hallbjörn. skipstjóri í Flatey, Bergmann. Börn þeirra Emelíu og Sigfúsar eru tvö: Jónína Bergmann. hús- móðir á Seltjarnarnesi, f. 1929, gift Jóni Þorsteinssyni, hrl. og fvrrv. alþingismanni: og Hallbjörn Berg- mann, starfsmaður hjá Rafha í Hafnarfirði, f. 1932. kvæntur Eddu Úlfsdóttur húsmóður. Jónína og Jón eiga fjóra syni: Sigfús. f. 1951, er bæjarstjóri á Akureyri: Jóhann- es Gísli, f. 1963, er íslenskunemi í cand. mag. námi í HÍ: Þorsteinn. f. 1964, er nemi i rafmagnsverkfræði við HÍ.; og Jón Gunnar. f. -1968. er nemi í viðskiptafræði við HÍ. Hallbjörn og Edda eiga einn son. Úlf, sem er nemi í Fiskvinnsluskól- anum. Emelía var elst úögurra systkina sem á legg komust, en hún er nú ein eftirlifandi systkinanna. Hin þrjú vorú: Þorsteinn. sýsluskrifari og söngstjóri á Blönduósi: Gísli sem var b. á Eyvindarstöðum; og Guð- munda. húsfreya á Eiríksstöðum í Svartárdal. Foreldrar Emelíu- voru Jón. b. á Eyvindarstöðum í Blöndudal, Jónsson. og kona hans. Ósk Gísla- dóttir. Faðir Jóns var Jón. b. í1 Gilhaga í Skagafirði. Þorsteinsson. Ósk var svstir Sigríðar. ömmu Pálma Gíslasonar. formanns Ung- mennafélags ísiands. Ósk var dóttir Gísla. b. á Eyvindarstöðum. Ólafssonar. Móðir Öskar var Elísa- bet. systir Jóns. alþingismanns í Stóra-Dal. afa Jóns Leifs tónskálds. Jóns Kaldals. ljósmyndara og lan- gafa Pálma Jónssonar. alþingis- manns á Akri. Bróðir Elísabetar var Erlendur. b. og dbrm. í Tungu- nesi. afi Sigurðar Guðmundssonar skólameistara. föður Örlygs og Steingríms listmálara og Guð- mundar Ingva hrl. Svstir Elísabet- ar var Ingibiörg. amma Ingvars Pálmasonar alþingismanns. afa Ingvars Gíslasonar. ritstjóra Tímans. Elísabet var dóttir Pálma. b. á Sólheimum í Svínadal- Jóns- sonar. b. á Sólheimum. Benedikts- sonar. af Eiðsstaðaættinni. Móðir Pálma var Ingiríður Jónsdóttir. b. á Skeggsstöðum. Jónssonar. forföö- ur Skeggsstaðaættarinnar. Skúli Bjarnason Skúli Bjarnason byggingameistari. Seljavogi 4, Höfnum, er fimmtugur í dag. Skúli fæddist á Flateyri og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lærði húsasmíði og öðlaðist meist- araréttindi 1962, en Skúli hefur unnið við iðn sína síðan. Skúli og kona hans fiuttu frá Flateyri 1968 og bjuggu um tíma í Kópavoginum en eru nú búsett í Höfnum. Kona hans er Halldóra, f. 6.12. 1935, dóttir Ottós, b. og vitavarðar í Svalvogum í Dýrafirði, Þorvalds- sonar og konu hans, Magneu Símonardóttur. Skúli og Halldóra eiga sex syni: Ásgeir Gunnbjörn, f. 1957, er bíla- málari í Keflavík; Jónas Ólafur, f. 1959, er bifreiðarstjóri í Súðavík; Bjarni Guðráður, f. 1961, er tré- smiður í Kópavogi; Kristinn Símon, f. 1962, verkstjóri í frystihúsinu í Súðavík; Helgi, f. 1970, starfar við fiskvinnslu og býr í foreldrahús- um: Ragnar Kristján. f. 1975. er nemi og býr í foreldrahúsum. Skúli á fjögur systkini. Foreldrar Skúla eru Bjarni. bygg- ingameistari á Flateyri. Þórðarson. og kona hans, Guðríður Guð- mundsdóttir. Skúli verður að heiman á af- mælisdaginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.