Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Blaðsíða 38
50
LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987.
Popp
Veðmangar-
artelja aö
'Madonna
veröi Itklega f
efsta sætl
breska vín-
sældalistans
yfir jólin.
Vinsældalistar eru fyrirbæri sem
jafn erfitt er aö spá í og veðrið elleg-
ar kosningaúrslit, Til dæmis getum
við ómögulega sagt neitt fyrir vissu
um hvað verði á toppnum hér á landi
yfirjólahátíðina.
Sömu sögu er vitaskuld að segja frá
Bretlandi. En þar gera merni sér leik
úr h veiju sem er eða næstum þ ví.
Nú eru Bretar teknir að veðja um
hvaða lag verði í efsta sætinu á jólun-
um. Og flestir reynast veðja á
Madonnu og lagið Look of Love.
Möguleikar þess ku vera einn á móti
þremur.
Rick Astley þykir reyndar sigur-
stranglegur líka. Gamla Nat King
Cole-lagið, When I Fall in Love, sem
er að finna á nýjustu breiðskífu Ást-
leys er sagt hafa möguleikana 2 á
móti 7 til að verða í efsta sæti um
jójin. Pet Shop Boys og gamla Presley
lagið Always on My Mind er reyndar
sagt hafa sömu möguleika.
Veðóðir Bretar telja einnig að The
Christians og iagiö Ideal World hafi
nokkra möguleika eða einn á móti
sjö. Paul McCartncy og Once Upon a
Long Ago segja veðmangarar að hafi
líkurnar tveir á móti níu. Og nú er
bara að bíða og sjá hver verður á
toppnum.
Kannski verður það ekkert fram-
angreindra laga í sætinu eftirsótta.
Fáir veðjuðu til að mynda á topplag-
ið í fyrra. Það kom gjörsamlega að
óvörum mörgum árrnn eftir að það
kom fyrst út: Reet Petite með Jackie
heitnumWilson.
Popp
DV
Fyrsta platínuplatan
afhent í dag
Gullæði á íslenska hljómplötumarkaðinum
Loksins kom að því. íslenskur tón-
listarmaður vinnur sér inn platínu-
plötu fyrir góða sölu. Bjartmar
Guðlaugsson er sá sem hlotnast heið-
urinn að verða fyrstur. Hann tekur
við plötunni á útitónleikum á Lækj-
artorgiídag.
Nýlega var reglunum um gullplöt-
ur breytt. Áður fengu tónlistarmenn
þær afhentar er fimm þúsund plötur
höfðu selst. Nú þurfa þær að fara í
þrjú þúsund. Og til að vinna sér inn
platínuplötu þarf listamaðurinn, eða
öllu heldur útgefandi hans, að selja
7.500 plötur. Á þriðjudaginn var var
tíu þúsundustu plötu Bjartmars
dreift í einhverja verslun-
ina.
Vegna þessara breytinga verður
mikið gullplötuflóð fyrir jólin. Ríó
tríóið tekur við sinni gullplötu í
versluninni Miklagarði í dag og
Greifarnir voru’í byrjun vikunnar
búnir að ná settu gullmarki. Megas
hafði selt yfir þrjú þúsund plötur
strax í síðustu viku og tíu þúsund-
asta plafa Bubba Morthens fór frá
Gramminu fyrripartinn í síðustu
viku. Hann er með öðrum orðum
kominn í platínuhópinn með Bjart-
mari Guðlaugssyni. En skyldu fleiri
eiga eftir að ná því marki fyrir j ólin?
Steinar Berg er ekki í nokkrum
vafa.
„Ég er sannfærður um að Laddi á
' eftir að slá Bjartmari og Bubba við
fyrir jólin," sagði hann. „Á útgáfu-
degi eru fjögur þúsund eintök seld
og væru fleiri ef hægt væri að anna
eftirspuminni."
Og meira gull
Fleiri eiga væntanlega eftir að
hengja gullplötur á veggi sína á næst-
unni ef marka má heimildarmenn
DV. Jólaplöturnar Jólagestir og Jóla-
stund fóru að hreyfast í hillum
hljómplötuverslananna nú í vikunni
og eiga áreiðanlega eftir að renna út
þegar líða fer að jólum. Þá er kominn
kippur í sölu plötunnar Leyndarmáls
með Grafík. Þá bar mönnum saman
um að platan með lögum Jóns Múla
og Jónasar Ámasona ætti eflaust eft-
ir að ná gullmarkinu áður en langt
umliði.
Óþekktu stærðimar í dæminu eru
að sjálfsögðu þær hljómplötur sem
voru að koma út í síðustu viku og
þessari. Enn eru ellefu dagar til j óla.
Nýr kreditmánuður hefst þann átj-
ánda og þá hefst æðið fyrir alvöru.
En hvemig er með erlendu plöt-
urnar? Era þær hættar að koma út
eða seljast þær ekki lengur? Jú, þær
halda vitaskuld áfram að berast til
landsins. Allt auglýsingapúðrið fer
vitaskuld í íslensku tónlistina og
reynsla undanfarinna desember-
mánaða sýnir að þá velur fólk fyrst
og fremst íslenskt. Betur að svo væri
alltárið.
Bjartmar Guðlaugsson tekur á móti fyrstu platínuplöt- Þrátt fyrir velgengni Bjartmars Guðlaugssonar og Bubba
unni á Lækjartorgi. DV-mynd. Morthens er því spáð að Laddi verði með metsöluplöt-
una í ár. DV-mynd.
Asgeir Tómasson
Laugavegi 89 - sími 22453
Austurstræti 6 - sími 22450
Kom ábending um lagið frá Islandi?
Um það leyti sem Shakin’ Stevens sló
í gegn í upphafi þessa áratugar hélt
hann sig aðallega við gamlar þekktar
dægurflugur. This Ole House var til
að mynda fyrsti smellurinn hans.
Síðar kom Green Dpor og fleiri vel
þekkt lög. Þorgeir Ástvaldsson, út-
varps- og sjónvarpsmaður, hafði
einlivem tíma orð á því í góðra vina
hópi að réttast væri að benda Shak-
in’ Stevens á gamla slagarann, Vertu
ekki að horfa svona alltafá mig, sem
allatíð hefur nolið mikilla vinsælda
hér á landi. Þaö mætti eflaust gera
eitthvaðúrhonum.
Og viö menn. Fyrir nokkrum dög-
um kom á markaðinn lítil plata með
Shakin’ Stevens. Á A-hliðinni er lag-
iö What DoYou Want to Make Those
EyesatMe For sem varö talvert vin-
sælt í Bretlandi árið 1959 með Emile
Ford and tlie Checkmates. Og þetta
er einmitt sama gamla lagið og Raggi
Bjarna sönginn á plötu sem Vertu
ekki að horfa s vona alltaf á mig fy rir
langalöngu.
„ Jú, ég skrifaði Shakin’ Stevens
fyrir mörgum árum og skýrði honum
frá því að þetta lag haft notið fádæma
vinsælda hér á landi í áratugi,” sagði
Þorgeir steinhlessa þegar honum var
tjáð að lagið góða væri komið á plast
með Shakin’ Stevens. „Ég var satt
að segja búirm að steingleyma
þessu.“
Ómögulegt er að segja tfl um það
hvort ábending Þorgeirs Ástvalds-
sonar hafi eitthvað haft að segja. Eitt
er þó víst að garala góöa flugan er
komin út að nýju og nú er bara að
bíða og sjá hvort hún tekur að skríða
upp vinsældalistana.