Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Blaðsíða 8
Stílhreinir krómaðir stólar
með leðri,
svartir gráir og brúnir
LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987.
LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987.
Laufabrauðs-
gerðin er
fjölskylduhátíð
- DV fylgist með laufabrauðsgerð hjá
hjónunum Finni Eydal og Helenu
Eyjólfsdóttur og fjölskyldu þeirra á Akureyri
ifþuieluir
gæðifram
Gylfi Kristjánsson, DV, Akmreyri:
Þröngt setinn bekkurinn í eldhúsinu, f.v.: Linda Sif, Skapti
Laufey Eydal og Helena Eydal.
Laufabrauðsgerö er eitt af því sem
fylgir jólunum og er talin ómissandi
þáttur í jólaundirbúningum á mörg-
um heimilum. Heimildir um upp-
runa laufabrauðsgerðar eru þó mjög
á reiki og ekki hægt segja til um það
með neinni vissu hvort þessi siður
er upprunninn erlendis eða hér á
landi en það mun vera á 18. öld sem
laufabrauðsgerð hófst hér á landi.
Fyrst var um að ræða heldri manna
munað en síðar varð laufabrauð al-
Þórhallsson, þýðumatur og laufabrauðsgerð hefur
aðaUega verið stunduö á Norður- og
———--------- Austurlandi.
Ibúðin undirlögð
„Þér er velkomið að líta inn,“ sagði
Helena Eyjólfsdóttir, söngkona á
Akureyri, þegar DV hringdi til henn-
ar og spurðist fyrir um hvort laufa-
brauðsgerð væri siður á hennar
heimili og hvort shkt stæði fyrir dyr-
um. Svo skemmtilega vildi til að hjá
þeim Helenu og Finni Eydal, manni
hennar, stóð þá einmitt fyrir dyrum
að „gera laufabrauð" og leyfi til að
fylgjast með var auðfengið.
Þegar mig bar að garði í Skarðs-
hlíðinni á Akureyri má segja að
íbúðin hafi verið undirlögð. í eld-
húsinu sátu tvær dætur þeirra hjóna,
tengdasonur og dótturdóttir við
laufabrauðsskurð, húsbóndinn hafði
hreiðrað um sig í stofunni og skar út
í með tilþrifum og nánast allt borð-
pláss í íbúðinni var undirlagt laufa-
brauði sem hafði verið skorið
fagmannlega út og beið steikingar.
Helena var greinilega í hlutverki
stjómandans og var að gera allt klárt
fyrir steikinguna sem er hennar verk
við laufabrauðsgerðina fyrst og
fremst.
Voðalega skemmtilegt
„Ég kynntist ekki þessum sið fyrr
en ég flutti hingað norður,“ sagði
Helena. „Mér fannst þetta strax
voðalega skemmtilegt og þetta er
fyrsti forsmekkurinn sem börnin fá
af jólunum. Áður en ég flutti norður
hafði ég heyrt minnst á laufabrauðiö
en aldrei smakkað þaö. Nú er hins
vegar svo komiö að ég, Sunnlending-
urinn, borða manna mest af laufa-
brauði og finnst voðalega gott.“
Öll „mafían“ kom saman
„Ég er alinn upp við laufabrauð,“
segir Finnur Eydal hins vegar.
„Laufabrauðsgerö var í hveiju húsi
hér á Akureyri þegar ég var að alast
upp og það má eiginlega segja að
laufabrauðsgerðin hafi verið fjöl-
skylduhátíð og sé það enn. Það má
segja að öll Eydalsmafían hafi tekið
þátt í þessu saman. Nú hin síðari ár,
þegar fjölskyldur okkar eru orðnar
stærri, hefur það svo lagst af en
krakkarnir okkar hafa tekið þátt í
þessu með okkur.“
Tilþrif hjá Lindu Sif
Barnabarnið Linda Sif, sem er aö-
eins fjögurra ára, er líka tekin til við
laufabrauðsgerðina og það var gam-
an aö fylgjast með þeirri litlu hand-
fjatla laufabrauðið. Áhuginn leyndi
sér ekki á andlitinu fremur en hjá
hinum og sú stutta hafði náð ótrúlega
góðum tökum á því sem hún var að
gera. Hún virtist örlitið feimin viö
manninn með myndvélina en þegar
hún svaraði játandi þeirri spurningu
hvort þetta væri gaman kom það, já“
beint frá hjartanu.
Það skemmtilegasta er eftir
Hin síðari ár tíðkast það nær ein-
göngu að fólk kaupi laufabrauðskök-
urnar í verslunum og þá er einungis
eftir að skera þær út og steikja og
auövitað það skemmtilegasta, að
margra mati, að borða þær. „Það
hefur verið voðalega erfitt að hnoða
Zja—Jja sæta sófarl.. ____________
með áklæði í ýmsum litum
Sætisáklæði er hægt að renna af og nota báðum megin
SUDURLANDSBRAUT 22
S:360tl
deigið og fletja það út, núna er bara
það skemmtliegasta eftir," segir He-
lena.
Hún sagði að þau gerðu um 50
laufabrauðskökur að þessu sinni.
„Það er fyrir okkur og fíölskyldu
dóttur okkar, tvær litlar fiölskyldur.
Þetta þykir sjálfsagt ekki mikið því
ég veit um fíölskyldur þar sem gerð-
ar eru fleiri hundruð kökur.“
Nöfnin skorin út
Þaö er óhætt að segja að Finnur
fari sínar eigin leiðir við útskurðinn
í kökurnar. Hann sker út nöfn í kök-
urnar fímum höndum og hver fíöl-
skyldumeðlimur fær því köku með
sínu nafni. „Æth þetta hafi ekki byrj-
að vegna þess að mínar kökur þótt
ljótar þegar ég notaði hefðbundnu
aðferðina, þá var betra að finna upp
eitthvað nýtt,“ segir hann. Helena
skellihlær að þessum orðum og seg-
ir: „Þetta er alveg rétt hjá honum.“
En hvað um þaö, nöfnin sker hann
fagmannlega út í kökurnar og, eins
og Helena orðaði það: „Það fær hver
köku með sínu nafni á diskinn sinn
á jólunum."
Allir borða laufabrauð
„Það borða allir laufabrauð á jól-
unum,“ segir Finnur. „Laufabrauð
með smjöri er alveg ómissandi með
hangikjötinu. Það er heldur ekki
amalegt að setjast fyrir framan sjón-
varpið með laufabrauð og smjör,“
bætti hann við. Helena á svo síðasta
orðið: „Mér finnst þetta voöalega
skemmtilegt, allt saman, og það er
nauðsynlegt að fá afskomingana
með þegar maður kaupir kökurnar.
Þá er hægt að gefa fólkinu að smakka
þegar steikingunni er lokið."
60 mínútna klukka.
;:Cc:^-^Ts,yHiru
og flýtir matseld.
Verörroöaöwöstaögre'öslu.
. (
(/He/ium
Jt #
isam)u*pm'
don CanQmnoctekfó
SlftMBO
Eldflaugar-
skot
SPECTPUMHF
SÍMI29166