Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Blaðsíða 16
LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987. Tangenmálið hefur valdið mér andvökunóttum segir Jón Einar Guðjónsson, fréttaritari útvarpsins í Noregi Fréttir Jóns Einars af meintum upp- ljóstrunum Dags Tangen varðandi tengsl bandarísku leyniþjónustunnar við fyrrum forsætisráðherra Islands ollu miklu fjaðrafoki og eftirmálar eru enn í gangi. Fréttaritari útvarps- ins i Noregi hefur ekki átt sjö dagana sæla að undanförnu vegna þessa. Helgarblað DV sótti Jón Einar heim óg ræddi við hann um þetta mál, sem og um líf hans og starf i Noregi. „Ég hef raunar aldrei lent í öðru eins á mínum blaðamennsku- og fréttaritaraferli og þessu Tangen- máli. Mér finnst það mjög bagalegt að svona skyldi fara og það hefur valdið mér andvökunóttum," segir Jón Einar þegar við byrjum að ræða um Dag Tangen og fréttirnar um meint samband Stefáns Jóhanns Stefánssonar við útsendara banda- rísku leyniþjónustunnar. Og hann heldur áfram: „Ég gerði það sem ég taldi réttast þegar þetta mál kom upp. Það höíðu verið viðtöl við manninn í öllum mikilsmetnum fjöl- miðlum í Noregi þar sem hann greindi frá niðurstöðum rannsókna sinna á tengslum bandarísku leyni- þjónustunnar við verkalýðsforyst- una í Noregi á sínum tíma og við norska verkamannaflokkinn. Þær upplýsingar hafa ekki verið hraktar og vöktu gífurlega athygli hér í Nor- egi. Þegar hann svo í útvarpsviðtali gat þess í framhjáhlaupi að hann hefði undir höndum skjöl, er vörð- uöu ísland, þá hafði ég að sjálfsögðu samband við manninn og fékk hjá honum upplýsingar sem mér bar skylda til að láta fréttastofu útvarps- ins heima vita af.“ Virtist traustvekjandi Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að höfundur þessa viðtals sótti Dag Tangen heim nokkrum dög- um eftir að Jón Einar sendir sínar fyrstu fréttir. Var ekki annað að sjá og heyra en þar færi óbrjálaður maö- ur en ekki fékk undirritaður að glugga í nein leyniskjöl á þeim bæ, utan eitt plagg sem virtist vera nokk- urs konar nóta um nauðsyn þess aö efla tengsl Bandaríkjanna og íslands á sviði viöskipta og menningarmála. En hvernig kom hann Jóni Einari fyrir sjónir: „Maðurinn virtist traustvekjandi og hann sagði mér í tvígang að hann hefði undir höndum skjöl er sýndu fram á að náin tengsl hefðu verið milli bandarísku leyni- þjónustunnar og Stefáns Jóhanns á ákveðnu tímabili. Það er staðreynd að hann er með allt á hreinu er varð- ar samskipti Norðmanna og Banda- ríkjamanna á sínum tíma og öll skjöl þar að lútandi fyrir hendi. Ég hafði ekki ástæðu til að rengja manninn á þessum tíma og hafði heldur ekki möguleika á að sannreyna þessar fullyrðingar.“ - Fórstu fram á að fá að sjá þetta skjal eða skjöl er sönnuðu hans mál? Skjölin í höndum Ingibjargar Hafstað? „Já vissulega gerði ég það. Hann kveðst hafa skjal sem sanni sitt mál og gerir leit í plöggum sínum. En hann finnur ekki skjalið og segir þá að hann hafi sent það til Ingibjargar Hafstað á íslandi. Ennfremur hafi hann sent henni önnur skjöl sem varða ísland og hann hafi komist yfir við rannsóknir sínar í Banda- ríkjunum en þar var hann í þrjú ár að rannsaka tengsl Norðmanna og Bandaríkjamanna á árunum eftir heimsstyijöldina síðari.“ - Hvers vegna sendi hann skjölin til hennar? hann hefði séð bréf í Trumansafninu vestra þar sem fram komi að Stefán Jóhann hafi verið „contact" Banda- ríkjanna á íslandi en hafi jafnframt tekiö fram að hann vilji hafa allan fyrirvara á um hvers eðlis bréfið hafl verið. Árni Hjartarson segir að skjölin sem hann fékk frá Tangen séu skýrsla Þjóðaröryggisráðsins og önnur skýrsla frá stríðsárunum. Bréfið margfræga fékk hann hins vegar ekki þótt Tangen hafi um tíma minnt að hann hafi látið Áma fá það. En hvenær fór Jón Einar að gruna að ekki væri allt sem sýndist í frá- sögn Dags Tangen? Hlerunarstöðvar í Osló og Reykjavík! „Þegar farið var að kanna þetta mál nánar heima á íslandi af hálfu fréttastofu Útvarps og fleiri aðila virtist þetta ekki geta staöist og ég fór aö grafast fyrir um nánari upp- lýsingar um manninn. Og þá komu einkennilegir hlutir í ljós. I gegnum sambönd mín hjá norska ríkisút- varpinu (NRK) fékk ég að vita að svæðisútvarp NRK í Osló og ná- grenni tók viðtal við Dag Tangen sem aldrei var sent út. Hann býr nálægt miðborg Oslóar og í þessu viðtali fullyrti hann að í sínu hverfi væri hlustunarstöð norsku leyniþjón- ustunnar og þaðan væra símtöl norskra stjórnmálamanna hleruð. Þarna þótt þeim útvarpsmönnum sem þeir hefðu komist í feitt og gerðu út leiðangur í hverfið tii að finna þessa hlerunarstöð. Sú leit bar engan árangur og þá vaknaði með þeim grunur um að Tangen væri farinn að fullyrða meira en hann gæti stað- ið við. Við nánari eftirgrennslan komust þeir að raun um að ekki væri hægt að treysta manninum í einu og öllu og því var þetta viðtal við hann aldrei sent út. En hann hafði líka fullyrt við mig að hleruna- rstöð hefði verið starfrækt í Reykja- vík á vegum Bandaríkjamanna." - Ertu þeirrar skoðunar að Dag Tangen hafi sagt þér ósatt í öll þau skipti sem þú ræddir við hann? Það er áríöandi aö kenna ungum dreng að margt getur skeö á taflborði lífsins. Álnabúðin, Mosfellsbæ verður opnuð í nýju glæsilegu húsnæði að Þverholti (við hliðina á apótekinu) & laugardaginn 12. des. Úrval fata og jólaefna, glæsileg gjafavara, mikið úrval gardínuefna. Tískuskartgripir. Barnaefni í miklu úrvali. Þökkum viðskiptin á gamla staðnum Velkomin í nýju verslunina. viSA Álnabúðin KREDITKORT EUnOCARD Þverholti 5, nýtt símanúmer 666388 „Hann gaf þá einu skýringu að þau hefðu verið saman í skóla í Noregi á sínum tíma og þekktust síðan þá. En hvað hún átti aö gera með þessi skjöl hef ég ekki hugmynd um,“ segir Jón Einar Guðjónsson. Skjölin til Árna Hjartarsonar? Hér er nauðsynlegt að koma með smáinnskot frá greinarhöfundi. Þeg- ar hann sat um stund í stofu hjá Dag Tangen upplýsti Tangen að þar væri fátt eftir af leyniskjölum er vörðuðu ísland þar sem hann hefði sent þau til íslands. Spumingu rnn hver hefði þessi títtnefndu skjöl undir höndum á íslandi svaraði Tangen að það væri Arni Hjartarson en hann var til skamms tíma formaður Samtaka herstöövaandstæöinga á íslandi. Hins vegar tók sá norski fram að hann hefði upphaflega afhent Ingi- björgu Hafstaö, sambýliskonu Áma, þessi gögn þegar hann hitti hana um borð í flugvél á leið frá Bandaríkjun- um. Síðar m’ 'n Dag Tangen hafa sagt íslenskm sendiráðsmönnum að Vildi vera miðdepill „Ég held að hann hafi ekki logið að mér vísvitandi. Mér finnst frekar eins og honum hafi orðið svo mikiö um hvað upplýsingar hans varðandi Noreg vöktu mikla athygli hér að það hafi eitthvað slegið út í fyrir honum og hann hafi tekið of mikið upp í sig í samtölum við mig í þeim tilgangi að geta verið miðdepill fréttanna á íslandi líka. Ég veit núna að ég hefði átt að spyijast fyrir um manninn strax í upphafi. Én, eins og ég tók fram áðan, þá taldi ég mig ekki hafa ástæðu til að vantreysta honum en það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á.“ - Hefur þú rætt við Tangen eftir að sannað þótti að hann hefði gefið þér rangar upplýsingar? „Eg hafði samband við hann og vildi spyija hann spjörunum úr. Hann var þá tregur til og taldi ýmis vandkvæði á því að við gætum hist. Hins vegar sagðist hann hringja til mín þegar hann hefði tíma til að hitta Texti og myndir: Sæmundur Guðvinsson J .;-rr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.