Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 19.87. 23 Nóttí 1 ‘X •' x• biorooinm við Ln Scnln i Fyrir ítalska óperuunnendur er önn- ur vikan í desember besta vika ársins. Þann 7. hefst nýtt leikár hjá frægustu óperu heims - La Scala í Mílanó þar sem Kristján Jóhannsson ætlar að syngja í vetur. Þetta kvöld er boðið upp á frumsýningu ársins og dagana á eftir er ekki um annan atburðmeirarætt. „Ef menn hafa í raun og veru gam- an af óperum þá er ekki hægt að missa af frumsýningunni í La Scala,“ er haft eftir Lue Ubaldo, leigubíl- stjóra á sextugsaldri. Hann hóf biðina eftir að miðasalan væri opnuð nóttina fyrir frumsýninguna og með honum var sonur hans, Valentino. Þeir feðgar ætluðu að ná í miða í stæði í óperunni. Það eru ódýrustu miðamir og eru seldir á um 600 krón- ur. Sala á þessum miðum, sem eru aðeins 150, hefst ekki fyrr en klukku- stund fyrir sýninguna þannig að biðin í miðasölunni er löng. Þeir sem kaupa sér miða í stæði eru jafnan háværustu óperugestimir og láta oft líkt og þeir séu á fótbolta- velli en ekki í óperu. Líki þeim ekki söngurinn spara þeir ekki hrópin og baula á söngvarcma. Leikárið hjá La Scala hófst á sýn- ingu á Don Giovanni eftir Mozart með breska söngvarann Thomas Al- leníaðalhlutverki. „Ég kem ekki vegna Mozarts held- ur vegna þess að það er frumsýning," segir leigubílstjórinn Ubaldo sem staðið hefuríjórum sinnum áður í biðröðinni fyrir fmmsýninguna. í fyrra beið hann í 38 klukkustundir eftir aö fá miða á Nabucco, ópem Verdis. „Þá höfðum við með okkur eldunartæki og suðum spaghetti fyr- ir alla,“ segir Ubaldo. Þá varð Ubaldo líka frægur að end- sýningu leikársins. emum því hann hrópaði öllum hærra og stjórnandinn, Riccardo Muti, varð að biðja um hljóð en slíkt gerist ekki oft. „Ég var einn af þeim hávær- ustu,“ viðurkennir Ubaldo. Einn í hópi þeirra fyrstu til að mæta í rööina nú á mánudaginn var maður sem kallar sig Gianni. Síðustu fimm árin hefur hann verið sjálfskip- aður raðarstjóri við óperuna. Hann skrifar á blað nöfn þeirra sem koma og gefur þeim númer svo þeir haldi sínum stað í röðinni þótt þeir bregði sér frá. „Þetta er eina leiðin til að halda röð og reglu,“ seg- ir Gianni. „Áriö 1982 lá við uppþoti. Við kæmm okkur ekkert um að fólk sé að troðast inn í röðina." Miðum í stæði hefur verið fækkað á siðustu ámm af öryggisástæðum. Tilraunir til að opna ópemna fyrir almenning hafa hins vegar engan árangur borið. Verð á miðum í betri sæti er óheyrilegt. Sögur eru um að miðar hafi selst á svörtum markaði fyrir um 3 milljónir líra eða um 90 þúsund krónur. La Scala óperan er frægasta óperu- hús í heimi. ítalir segja að það sé meira en bara ópera því í þessu húsi lifi saga ópemnnar. Húsið var byggt á ámnum 1776 til 1778. Það eyðilagð- ist nærri í loftárás árið 1943 þegar þak þess og innviðir brnnnu. Það var opnað að nýju árið 1946 með einni afóperumVerdis. Nú hefur stjóm ópemnna veriö gagnrýnd fyrir að velja Mozart til að sýna fyrsta kvöldið á leikárinu. ítalir hafa ávallt metið Verdi meira en önnur ópemtónskáld og em ekki uppnæmir þótt sjálfur Mozart sé annarsvegar. Reuter/-GK GOLDENLADY OKKA UXUR Orða í búningsklefanum ítajski ópemstjórinn Giancarlo del Monaco hefur verið sæmdur oröu í Vestur-Þýskalandi fyrir framlag sitt til listarinnar. Monaco, sem nú er 43 ára, hefur hin síðari ár skipað sér í fremstu röð óperustjóra í heiminum og er eftirsóttur af óperuhúsum víða umlönd. Orðuveitingin kom öllum á óvart og þá ekki síst Monaco sjálfum. Full- trúar þýsku stjórnarinnar komu með orðuna í búningsherbergið til Monacos í hléi á flutningi Brott- námsins úr kvennabúrinu, gamanó- perueftirMozart. „Þetta kom mér algerlega á óvart,“ sagði Monaco eftir sýninguna. „Þeir komu bara inn í búningsherbergið og festu orðuna á mig.“ Del Monaco er sonur ítalska tenór- söngvarans Mario del Monaco sem lést árið 1982. Hann hefur undanfarið unnið í Þýskalandi og sett þar 127 óperur á svið. Hann er einnig ópem- stjóri við Macerata óperana á Ítalíu. Polaroid - Myndavél og vasadiskó ✓ SAMAN I PAKKA á aðeins kr. 3.350,- Vasadiskóið er eitt hið minnsta á markaðinum. Cr02 metal. JO [YNDAÞJONUSTAN HF igavegi 178 - Sími 685811 Myndavélin er með innbyggt eilífðarfiass. Rafhlaðan er í filmupakkanum. Sem sagt, filman í,og myndavélin er tilbúin HEIMILIS- 06 RAFTÆKJADEILD rö HEKLAHF Laugavegi 170 172 Simi 695500 < 1 E
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.