Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987. Veröld vísindaima Sími sem skilur öll mál - tölva sér um að túlka af einu máli á annað Hjá breska símafélaginu Britísh Telecom er nú unniö aö hönnum síma sem hefur þann kost fram yfir aðra slíka aö hægt er að nota hann tíl aö ræða saman á tveim ólíkum tungumálum. Símar af þessari gerð hafa til þessa aðeins þekkst í vísindaskáldsögum en nú er þetta að verða raunhæfur mögu- leiki. Tilraunir með þennan síma voru hafnar að frumkvæði Efnahags- bandalags Evrópu en eitt af vandamálunum, sem bandalagið stendur frammi fyrir, er að ekkert samkomulag er um hvaða tungu- mál á að nota í samskiptum bandalagsþjóðanna. Takist aö búa símann tíl, sem fullyrt er að verði á næstu árum, geta Spánveijar og Grikkir, Eng- lendingar og Frakkar rætt saman á móðurmálum sínum án þess að kalla tíl túlk. Hugmyndin byggist á því að láta tölvu túlka máhn við- stöðulaust. Ýmsir hafa orðið tíl að efast um að þetta geti nokkurn tíma orðið en hjá Britsih Telecom er fullyrt að að þetta sé hægt og þar hefur þegar verið gerður símatúlk- ur sem ræður við einfóld samtöl. í minni tölvunnar eru einíold orð og orðasambönd sem oft koma fyr- ir í samræðum manna. Þegar setning er sögð í símann leitar tölv- an uppi þá setningu í minni sínu sem líkist henni mest og finnur jafnframt setningu á öðru máli sem hefur sömu merkingu. Enn sem komið er leyfir þessi aðferð ekki flókin samtöl og stund- um geta þýðingarnar hljómað undarlega. En mjór er mikils vísir og fullyrt er að með tíð og tíma verði símatúlkar af þessari gerð fullfærir um alla túlkun. Ekki er þó búist við að almenningur hafi aðgang að honum á næstunni því mikinn búnað þarf til að túlka mörg samtöl. Nýi siminn styttir bilið milli þjóða. Óreiðufræði gætu skýrt hrunið á verðbréfunum Gætu óreiðufræðin skýrt hegðun þessara manna? Hagfræðingar eru enn að velta fyrir sér hvað fór úrskeiðis á verðbréfa- mörkuðunum í haust. Allir vita að þessi markaður er óstöðugur en vandamálið er hvernig á að skýra óstööugleikann. Vísindakenningar þykja jafnan bestar þegar þær styðj- ast við einfóld lögmál. Einfóld lögmál um verðbréfamarkaðinn hafa hins vegar aldrei fundist. Nú horfa hagfræðingar til svokall- aðra óreiðufræða í leit að skýringum. Frá þessari fræðigrein var sagt hér á síðunni fyrir skömmu. Óreiðufræð- in eiga ekki nema fárra áratuga sögu að baki og voru lengi ekki talin merkileg vísindi. Það hefur verið að breytast á síðustu árum og nú hafa hagfræðingar fengið áhuga á henni. Oreiðufræðin fjalla um hvaðeina sem ekki sýnir reglulega hegðun og þar er verðbréfamarkaðurinn kjörið viðfangsefni. „Viö vitum nú að hefð- bundin hagfræðilögmál duga ekki tíl að skýra allt það sem gerist á verð- bréfamarkaðnum," er haft eftír James Ramsey, hagfræðingi við New York háskóla. Hann er nú talinn einn helsti sérfræðingurinn í óreiðufræð- um innan hagfræðinnar. Hagfræðingar eru sammála um að trú manna eða vantrú á markaðnum valdi mestu um sveiflumar en hvem- ig slíkt gerist er flóknara mál. Sumir segja að aukið streymi upplýsinga valdi nokkm um óstöðugleikann en það skýrir ekki atburðarásina. Óreiðufræðin gætu skýrt hana en fela ekki í sér lausn á vandanum þótt þau gætu mótað nýjar starfsreglur. Eðlisfræðingar, sem lagt hafa stund á óreiðufræði, segja að þau komi að bestum notum við að skýra hvernig smávægileg röskun veldur allsherjar óreiðu. Hagfræðinga segja að þeir séu í raun að fást við sama hlutínn. Þeir eru að leita að skýring- um á hvers vegna hrun á markaðn- um getur hlotist af litlu tílefni. Hagfræðingarnir verða þó að auki að fást viö mannlega breytni. Þeir sem litla trú hafa á óreiðu- fræðunum segja að það sé einmitt þessi mannlegi þáttur sem valdi óreiðunni og þá dugi skammt að vitna til eðlisfræðilögmála í leit að skýringum. Óreiðufræðingarnir segjast einmitt vera að leita að skýr- ingum hvers vegna fjöldi fólks tekur rangar ákvarðanir. Þegar verðið á markaðnum lækkaði mest gripu alhr til þess að selja þó vitað væri að það lækkaði bara verðið enn meira. Þessu hafa menn líkt viö snögg veðrabrigði. Orskakanna er að leita í mörgum smáum atvikum sem sam- an valda verulegum breytingum. Sérfræðinganir eru sammála um að tölvukerfln, sem notuð hafa verið á markaðnum, hafi aukið á óreiðuna en þar er orsakanna ekki að leita. Þeir eru einnig sammála um að halli á fjárlögum Bandaríkjanna og viðskiptahalhnn hafi ráðið miklu um hrunið en þessi hallarekstur er ekki nýr af nálinni og lengi hækkaði verð- ið þrátt fyrir hann. Af hverju féll verðið ekki fyrr? Óreiðufræðingarn- ir hafa engin skýr svör gefið við slíkum spuminum en segja að fræði þeirra gefi meiri von um svör en annað sem reynt hefur verið. Japanir hafa á undan- förnum árum verið að þróa svokallaða mynd- síma. í þeim er hægt að sjáviðmælandann. Nú hefúr mönnum dottið í hug að útfæra þessa þjón- ustu enn betur og gefa mönnum kost á að horfa á kvikmyndir í símanum. Það eru myndbandafyrir- tæki sembjóðaþessa þjónustu. Ekki þarf annað en að hringja í fyrirtækið og biðja um tiltekna mynd og þá er hún sýnd í síman- um. Vinna við olíuboranir kann að léttast á næstu árum. Fyrirtæki í Japan hefur látið gera nýja gerð af ol- íubor. Borinn er að því leyti ólíkur fyrirrennur- um sínum að hann brennir sig niður í jörðina með leysigeisla. Með þess- ari nýju tækni er hægt að bora allt að tíu sinnum hraðar en áður. Japanir hafa farið leynt með þessa nýju uppfmningu en þó má búast við að hún verði kynnt aðilum í olíuiðnað- inum áður en langt um líður. Því er spáð að vinna við hinn nýja bor verði bæði léttari og þrifalegri en þegar hefðbundnir bor- ar eru notaðir. Óprentað I Bandaríkjunum er nú hafin útgáfa á vísinda- tímariti sem hlotið hefur nafnið Magazette. Rit þetta er að því leyti ólíkt öðrum tímaritum að það er ekki prentað heldur gefiðútádiskettu. í sólarorkuverinu er hægt að framleiða 25 kílóvött af rafmagni á klukkustund. Sólarorka hagkvæmari en olía Tilraunir meö nýtíngu sólarorku í Ástralíu sýna að hún getur jafnvel verið hagkvæmari en hráolía tíl raf- magnsframleiðslu. Þegar þessi til- raun hófst höfðu fáir trú á að árangurinn gæti orðið raunhæfur. í sólarorkuveri Ástralanna er hit- anum frá sólinni safnað saman í íhvolfa diska og hún notuð tíl að hita upp vatn fyrir gufuvél. Orkuverið var hannað árið 1979 og því komið upp á stað sem heitir White Cliffs í Nýja Suður-Wales. Alls eru notaðir 14 diskar sem til samans duga til að framleiða 25 kíló- vött á klukkustund. í upphafi þótti sýnt að aldrei gætí borgað sig að framleiða raforku með þessu móti því að búnaðurinn er allumfangs- mikill en nú, þegar verið hefur gengið áfallalaust í hartnær áratug, er niður’staðan önnur. Þrátt fyrir að stofnkostnaöur sé mikill er hægt aö framleiða raforku út sólarorkunni á lægra verði en ef hráolía væri notuð. Kostnaður við rekstur orkuversins er nánast eng- inn og viðhald hefur verið sáralítið. Þegar stofnkostnaðurnn dreifist á mörg ár er hægt að selja hverja kíló- vattstund á vægu verði. Menn utan Ástralíu hafa veitt þess- ari tilraun athygh. Bandarísk orkuyfirvöld hafa pantað þrjú orku- ver af þessari gerð tíl að setja upp á Hawaii og þau hafa lýst yfir áhuga á að kaupa þrjú að auki. Þá hefur bandarískt orkufyrirtæki óskað eftir aö fá einkaleyfi tU sölu á orkuverum af þessari gerð í Bandaríkjunum. Japönsk fyrirtæki hafa einnig sýnt máhnu áhuga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.