Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1987, Qupperneq 20
SVONA GERUM VID 20 LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1987. Kveikt á stærsta iólatrénu A morgun verður kveikt á jóla- trénu á Austurvelli sem er gjöf frá Oslóarbúum eins og undanfarin ár. Væntanlega verður mikiö um að vera í miðbænum af því tilefni. Ennfremur er nú sala á jólatrjám í fullum gangi og verða sjálfsagt mörg tré á ferðinni um helgina. Jólatré hafa fylgt jólunum svo lengi sem menn muna. í bókinni í Jóla- skapi eftir Árna Björnsson segir að elstu heimildir um skreytt tré í heimahúsum á jólum séu frá Suð- ur-Þýskalandi á 16. öld en ekki eru nema tvö hundruð ár síðan farið var að festa kerti á þessi grenitré. Allra fyrstu jólatrén munu hafa sést hér á landi í kringum 1850 en þá helst hjá dönskum eða dansk- menntuðum fjölskyldum. Algeng urðu þau ekki fyrr en kom fram yfir síðustu aldamót. Af skiljanlegum ástæðum festi sið- urinn ekki rætur fyrr á íslandi þar sem engin grenitré var að fá. Fyrst voru notuð heimatilbúin jólatré eða þar til fyrir nokkrum áratugum að innflutningur á þeim hófst í stórum stíl. Heimatilbúnu jólatrén voru þannig gerð að mjór staur, sívalur eða strendur, var festur á stöðugan fót. Á staurinn voru negldar álmur eða boraðar holur í hann og álmunum stungið í. Þær voru lengstar neðst en styttust upp eftir og stóöu á misvíxl. Á endanum voru þær flatar og þar stóðu kertin. Venjulega var staurinn málaður grænn eða hvítur og vafið um hann sígrænu lyngi. Síðan voru mislitir pokar hengdir á álmurnar og eitt- hvert sælgæti settí þá, eins og segir í bók Árna. Nú er farið að selja islensk jólatré í miklum mæli og fer þeim fjölg- andi með árunum. Kannski við getum einhvern tíma sett okkar eigið íslenska jólatré á Austurvöll- inn. -ELA GÖÐAR BÆKURTILAÐ LESA AFTUR OG AFT Páll Líndal REYKJAVIK Sögustaóur vió Sund Þrautgóðirá raunastund, 18.bindi björgunar-og sjó slysasögu íslands eftir Steinar"J. Lúðvíksson ritstjóra. Þetta bindi fjallar um árin 1969, 1970 og 1971. Meðal þeirra atburða sem Saga og sérkenni höfuðborgarinnar í máli og myndum Alþýðlegt fræðirit um sögu og sérkenni höfuðborgarinnar rifjaðir eru upp má nefna strand Halkions við Meðallandssand, eldsvoðann í Hallveigu Fróðadóttur, björgun breska togarans Caesars við Arnarnes og björgun 11 manna af Arnfirðingi öðrum. Bók sem ekki má vanta í safnið. (^ Reykjavík Páls Líndals er Reykjavík okkar allra. Bókin er hafsjór fróðleiks um sögu höfuðborgarinnar og þróun. Efninu er raðað í stafrófsröð, þannig að hver gata, hvert sögufrcegt hús og hvert ömefni er uppsláttarorð. Nú er komið út annað bindið í þessari uppsláttarritröð um Reykja- vík, sem ráðgert er að verði fjögur. Ritstjóri er Einar S. Arnalds og myndaritstjóri Örlygur Hálfdanar- son. Mjög er vandað til verksins og í bindunum fjórum verða hátt á þriðja þúsund gamalla og nýrra mynda, málverka, teikninga og uppdrátta. Ritið verður í heild sinni ein ýtarlegasta og glæsilegasta heimild um höfuðborgina, sem til er. Ómissandi jafnt fróðleiksþyrst- um sem fagurkerum. Dýrmæt og falleg eign. ( Einum hefur hún forðað frá örkumlum, öðrum hefur hún þrótt til þess að sigrast á erfiðum *' sjúkdómum sem taldir eru ólækn- andi. Saga Ástu grasalæknis er saga konu sem varið hefur öllum sínum tíma og kröftum öðrum til heilla. Hún býr yfir þekkingu til lækninga sem varðveist hefur í ætt hennar í aldaraðir og gengið mann fram af mánni. Atli Magnússon skráir hér sögu Ástu og þrettán einstaklingar svara því hvers vegna kunnátta af þessu tagi fær þrifist nú á dögum hátækni og vísindahyggju. A
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.