Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Qupperneq 4
4
LAUGARDAGUR 5. MARS 1988.
Fréttir
Vestmannaeyjar
Her er að skapast
alvaríegt ástand
- segir Hilmar Rósmundsson hjá Útvegsbændafélagi Vestmannaeyja
„Bátarnir halda áfram að róa
þótt frystihúsin stöðvist vegna
verkfalls og því er að skapast hér
alvarlegt ástand. Það er þegar búið
að ráðstafa togurunum og panta
fyrir þá löndunardaga erlendis en
varðandi netabátana verður söltun
eflaust aukin verulega og eins gá-
maútflutningurinn,“ sagði Hilmar
Rósmundsson hjá Útvegsbændafé-
lagi Vestmannaeyja í samtali við
DV.
Hilmar benti á að sú hætta væri
fyrir hendi að siglingar skipa og
aukinn gámaútflutningur yrði til
þess að verð félli á erlendu mörk-
uðunum. Þá væri varla um annað
að ræða en að reyna að landa fisk-
inum í öðrum höfnum hér á landi,
svo sem í Þorlákshöfn eða Grinda-
vík, ef ekki kemur til verkfalla þar.
Varðandi söltunin sagöi Hilmar
að í Vestmannaeyjum væri hægt
að auka hana verulega en hún
gæti þó aldrei leyst vandamálið.
Hann benti einnig á að nú hefði
verið hætt við alla loðnufrystingu
í Eyjum þar sem menn hefðu ekki
talið borga sig að setja upp öll þau
tæki sem til hennar þarf fyrir að-
eins tvo daga. Ef verkfallið dregst
á langinn sagði Hilmar að frysting
loðnuhrogna myndi líka falla niður
en bæði frysting loðnu og hrogna
hefði undanfarin ár verið umtals-
verð búbót fyrir verkafólk og
stöðvarnar.
-S.dór
Bdur í timburtiúsi:
sjúkrahús
Slökkviliöið var kallað út um há-
degi í gær vegna elds í gömlu
timburhúsi við Kleppsveg. Þegar
slökkviliösmenn komu inn í húsið
sáu þeir meðvitundarlausan mann
liggjandi á gólfinu. Maðurinn var
fluttur á Landspítalann og liggur
hann á gjörgæsludeild.
Ekki var mikill eldur í húsinu og
greiðlega gekk að slökkva hann. Ein-
hverjar skemmdir urðu af völdum
elds, reyks og vatns. Eldsupptök eru
ókunn. -sme
Tólf árekstrar
Maður, sem var i húsinu þegar eldurinn kviknaði, var fluttur meðvitundar-
laus á gjörgæsludeild Landspitalans. DV-mynd S
Tólf árekstrar voru tilkynntir til
lögreglunnar í Reykjavík í gærdag.
Flestir árekstrarnir voru vægir og
slysalausir.
í einum þeirra varð slys á farþega.
Var hann fluttur á slysadeild. Sá
árekstur varð um klukkan 13.30 á
mótum Flókagötu og Lönguhlíðar.
-sme
Meðvitundar-
laus maður
fluttur á
Verkamannafélagið Hlvh
Atikvæðagreiðslan í
fyrrakvöld kæið
Fjórir félagar f Verkamannafé-
laginu Hlif í Hafnarfiröi hafa kært
atkvæðagreiðsluna á fundi félags-
ins í fyrrakvöld þegar atkvæða-
greiðsla um nýju samningana var
endurtekin eftir að atkvæði féllu
jöfn, 32-32, f þeirri fyrri.
Menn greinir mjög á um hvort
formaður félagsins hafi fariö rangt
að þegar hann lét endurtaka at-
kvaeðagreiðsluna. Lögmenn sem
DV hefur rætt viö eru ekki á einu
máli. Sumir segja að ekkert sé til í
lögum sem bannar að fundur taki
ákvörðun um að endurtaka at-
kvæðagreiöslu. Aðrir segja að fyrri
atkvæðagreiðslan sé endanleg og
því hafi samningamir verið felldir.
Kæra fjórmenninganna barst til
Alþýðusambandsins í gær og verð-
ur tekin fyrir með sama hætti og
kæra sú sem barst á atkvæða-
greiðsluna hjá Dagsbrún á dögun-
um. S.dór
Kjaradeilan í Vestmannaeyjum:
Svartsýni ríkjandi
í Karphúsinu í gær
í gær var samningafundur h)á
ríkissáttasemjara í kjaradeilu
Snótar í Vestmannaeyjum og við-
semjenda félagsins en boðað
verkfall verkakvenna í Eyjum átti
að koma til framkvæmda í gær-
kvöldi.
Þeir aðilar, sem DV ræddi við í
Karphúsinu í gær, voru afar svart-
sýnir á lausn deilunnar og því útlit
fyrir að til verkfalls kæmi.
Hætt hefur verið við alla loðnu-
frystingu sem og frystingu loðnu-
hrogna í Vestmannaeyjum vegna
verkfallsboðunarinnar. Þá munu
fiskiskipin í Vestmannaeyjum
lenda í erfiðleikum með að losna
við afla sinn og útlit fyrir að sá
vandi verði leystur með auknum
gámaútflutningi sem aftur gæti
leitt til verðfalls á erlendum mörk-
uðum. -S.dór
Teljarar á Dagsbmnarfundinum:
íhuga að fara í
meiðyrðamál
gegn Páli Amarssyni
„Það er rétt að við höfum rætt um
að fara í meiðyröamál við Pál Arn-
arsson. Það er ekki hægt að sitja
undir svona ásökunum, svo alvar-
legar sem þær eru,“ sagði Ólafur
Ólafsson einn af teljurunum á
Dagsbrúnarfundinum á dögunum.
Ólafur sagði að engin ákvörðun
heföi enn verið tekin í málinu. í dag
yrði haldinn sljómarfundur í
Dagsbrún þar sem þetta mál yrði
rætt.
Ásakanir Páls voru á þann veg
að teljararnir og fundarstjóri á
Dagsbrúnarfundinum hefðu falsað
tölur varðandi atkvæðagreiösluna.
Hann notaði býsna stór orð í sam-
tölum við fjölmiðla um jþetta mál.
Samkvæmt öruggum heimildum
DV mun vera áhugi fyrir því innan
sljómar Dagsbrúnar að reyna að
ná sáttum í þessu máli. S.dór
Faðir fangans á Utia-Hrauni:
„Hið opinbera beitir son
minn andlegu ofbeldi"
„Eiginkona sonar míns og ég
höfum bæði haft samband við Jón
Sigurðsson dómsmálaráðherra um
að koma manninum á stofnun fyrir
geðsjúka þar sem við teljum fang-
elsislæknana ekki geta sinnt máli
hans. Við teljum það vera brot á
mannréttindum að hann fái ekki
viðeigandi læknismeðferð hjá sér-
fræðingum eftir að hann hefur ekki
getað nærst að ráði í næstum tvo
mánuði. Það opinbera er að beita
drenginn andlegu ofbeldi með því
að hindra að hann komist á geð-
sjúkrahús til að athuga hvort hægt
sé að hiálpa honum þar. En því
miður virðist mál hans hafa stran-
dað einhvers staðar í kerfinu þó
ráöherra hafi komið með tilmæli
um að koma honum á stofnun,"
segir Hálfdán Ingi Jenssen, faðir
fangans á Litla-Hrauni sem DV
greindi frá í fréttum í gær. Faðir
hans segir hann ekki hafa haldiö
fæðu niðri síðan 10. janúar.
„Þegar þetta vandamál kom upp
hafði sonur minn verið á Litla;
Hrauni í einn og hálfan mánuö. í
byrjun febrúar var hann lagður inn
á Borgarspítalann og fékk þar nær-
ingu í æð auk þess sem hann
borðaði svolítið en eftir fjögurra
eða fimm sólarhringa dvöl var
hann settur inn á Litla-Hraun aftur
þar sem engin líkamleg ástæða
fannst fyrir veikindum hans. Þegar
austur kom byrjaði sama sagan
aftur," segir Hálfdán. Hann segir
þyngd sonar síns nú vera undir 48
kílóum en hann er um 180 sentí-
metrar á hæð.
„Við höfum fengið úrskurð sál-
fræðings um að sonur minn geri
þetta ekki með vilja heldur virðist
andlegt ástand hans mjög slæmt
og kemur það fram á þennan hátt.
Hann er orðinn mjög slappur og
kvíðinn. Auk næringarvandamáls-
ins á hann erfitt með svefn en
óskum hans um aukaskammt af
svefnlyfjum hefur ekki verið sinnt.
Fór svo fyrir nokkru að hann gerði
tilraun til sjálfsvígs og var hann
þá fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi.
Skömmu síðar fór hann aftur í
fangelsið og reyndi hann þá aftur
að svipta sig lífi. Þá var hann flutt-
ur á sjúkrahús í Reykjavík. Við
þessar fréttir fékk konan hans
taugaáfall. Það tekur virkilega á
mann að horfa upp á þetta.“
-JBj
„Mjóg orðum aukið“
- segir fangelsislæknir
Gylfi Haraldsson, læknir á Litla- nærst síðan í byijun janúar. Hann Gylfi vildi ekki tjá sig meira um
Hrauni, sagði það mjög orðum sagöi fangann undir stöðugu máiið í gær.
aukið að fanginn hefði ekki getað lækniseftirliti. -JBj
„Mjög prúður í
vera slnni hér“
segir forstoðumaður Utia-Hrauns
„Umræddur maður hefur verið
mjög prúður í veru siftni hér og
ekkert undan honum að kvarta.
Ég tel mig einnig geta fullyrt að
hann sé líkamlega hraustur en ég
vil þó taka fram aö ég get ekki gef-
iö neina nákvæma skýrslu um
þetta mál auk þess sem það er ekki
á færi leikmanna að dæma um
heilsufar rnanna," sagöi Gústaf
Lilliendal, forstöðumaður Litla.
Hrauns, í samtali við DV í gær.
Gústaf vildi ekki tjá sig meira um
líðan fangans og sagði þaö alfarið
í valdi lækna hans hvernig læknis-
meöferð haim fengi á næstunni.
Hann sagðist ekki hafa fengið
nokkur tilmæli um að flytja mann-
inn á aðra stofnun.
-JBj
Beðið eftir
læknaskýrslum í
dómsmálaráðuneyti
„Tilmæli frá dómsmálaráðherra orgsson, lögfræðingur hjá dóms-
umaðfanginnverðiflutturáviðeig- málaráöuneyti, í samtali við DV í
andistofnunefþörferáhafaborist gær. Bergsteinn sagði ráðuneytið
mér en engin ákvörðun hefur enn nú bíða eftir frekari skýrslum frá
verið tekin um hvaö gert verður í læknum og veröur ákvöröun tekin
máli hans,“ sagði Bergsteinn Ge- eftir að þær berast. -JBj