Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 5. MARS 1988. 7 Fréttir Hrífunesmálið: Gamli maðurinn gat ekki skrífað undir umboðið Eins og fram hefur komiö í DV hafa fimm aðilar veriö kærðir vegna um- boðs se'm aldraður maður á Heið- arbæ, vistheimili aidraðra á Kirkjubæjarklaustri, veitti tveimur frændum sínum til þess að ráðstafa eignum sínum. Miklar deilur hafa risið upp í Skaftártungu í kjölfar þessa máls. Umboðið, sem hefur valdiö þessum deilum, hljóðar svo: „Ég undirritaður Árni Þórarinn Jónsson, kennitala 121216-6639, Hrífunesi, Skaftártunguhreppi, tel nauðsynlegt vegna aðstæðna minna, að fá umboðsmenn til að sinna mál- um mínum. Því veiti ég frændum mínum þeim Þórarni Sigurjónssyni fyrrverandi alþingismanni, Laugar- dælum og Sigurði Ævari Harðarsyni trésmið, Kirkjuvegi 4, Vík, fullt og ótakmarkað umboð til að sjá um all- ar eigiir mínar. Þetta tekur fyrst og fremst til jarð- arinnar Hrífuness í Skaftártungum. Umboðið nær til jarðarinnar allrar, þar með talin hús, land, úthagi og hlunnindi, þar meö fullvirðisréttur. Það snertir hverskonar ráöstafanir. svo sem sölu, leigu, byggingu jaröar- innar og veðsetningar. Umboðsmenn mínir skulu sameig- inlega fara með umboðiö. Þeir taka því saman ákvarðanir, og skulu báö- ir undirrita þau skjöl er gera þarf. Allt sem umboðsmenn mínir gera samkvæmt umboði þessu skal vera jafngilt og ég héfði gert það sjálfur. Hörður Davíðsson: Sjúkdóms- greini ekki mitt fólk „Umboðiö er fullkomlega löglegt. Það var gert að ósk og með vilja Árna Þórarins. Ég vísa ásökunum um að þetta sé falsumboð algerlega á bug sem getgátum og staðlausum stöf- um,“ sagði Hörður Davíðsson, for- stöðumaður Heiðarbæjar, vistheim- ils aldraöra á Kirkjubæjarklaustri, í samtah við DV. Hörður tók við hand- sali af Árna Þórarni Jónssyni, er Árni veitti þeim Þórarni Sigurjóns- syni og Sigurði Ævari Harðarsyni umboð til að ráðstafa eigum sínum. Þetta umboð var síðan kært af ætt- ingjum Árna sem töldu að hann hefði ekki verið sér fyllilega meðvit- andi um afleiðingar gerða sinna vegna heilarýrnunar. „Ég sjúkdómsgreini ekki fólk hjá mér, það er ekki í mínum verka- hring,“ sagði Hörður. „Fólk getur haft vilja þó það sé sjúkt. Hver sem er getur oröið ósjálfhjarga ef hann fær flensu. Það er þó engin ástæða til að dæma af því fjárræðið." En Árni Þórarinn gat ekki skrifað undir umboðið. „Það er rétt. Hann er óstyrkur í fmgrunum. En það eru óvilhallir aðilar sem vitna um handsalið og að umboðið sé löglegt. Mér þykir miður að þetta mál skuli vera komið í fjöl- miðla. Árni skilur allt sem sagt er við hann og fylgist vel með öllu. Það er því sárt fyrir hann að fylgjast með því þegar ættingjar hans eru aö reyna að fá dæmdan af honum þann rétt sem hann hefur, fjárræöiö,“ sagði Hörður. -gse - Frændur hans fengu fullt umboð yfir Hrrfunesi Kirkjubæjarklaustri, 12. febrúar Árna Þórarins Jónssonar er engin son, forstöðumaður.“ Vottar að Hanna Hjartardóttir og Siggeir 1988.“ undirskrift, en fyrir neðan stendur dagsetningu, fjárræði og handsali Björnsson. Umboðið er ritað á ritvél. Yfirnafni skrifað „Handsalað, Hörður Davíðs- Árna til Harðar Davíðssonar eru -gse Philco 421 þurrkarinn. Philco þurrkarinn tekur 5 kg af þurrþvotti sama magn og þvottavélin. Hann er einfaldur í notkun; þú velur á milli 3 sjálfvirkra þurrkkerfa sem henta öllum tegundum þvottar. Þurrktími getur varaö allt aö tveimur klst. auk átta mínútna kælingar í lok þurrkunar. Philco w 393 þvottavélin. Vtri belgurinn sem er úr ryðfríu stáli gerir Philco aö enn betri og öruggari þvottavél en áöur. Vélin vindur meö allt aö 1000 snúninga hraöa á mínútu. Hún hefur stóran þvottabelg og tekur inn á sig bæöi heitt og kalt vatn. Þannig sparast umtalsverö orka. Hægt er að láta þurrkarann standa ofan á þvottavélinni - það sparar þér dýrmætt rými og eykur vinnuhagræði. Á vélunum er öryggisbúnaður sem tryggir þér betri endingu og lægri viðhaldskostnað. Að síðustu má ekki gleyma að vélarnar heita Philco og erufrá Heimilistækjum. Þaðtalarsínu máli:Traustnöfn, sanngjarnt verð og örugg þjónusta. Láttu Philco skila þér þvottinum hreinum og þurrum - engar snúrur, engar áhyggjur. Við erum sveigjanlegir í samningum. "•sSsasSS^. PHILCO A HORKUGOÐU VERÐI. Þvottavél kr. 38.500 - kr. 36.575stgr. Þurrkarinn kr. 25.045-kr. 23.790stgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.