Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 5. MARS 1988. Spurningaleikur_________ Veistu fyrr en í fimmtu tilraun? Hér býður DV lesendum að reyna sig við sjö spurningar úr ýmsum áttum. Skráið hjá ykkur stigin og sjáið hve glögg þið eruð. 5 stíg 4 stig 3 stig 2 stig 1 stig Fleyg orð „Samviskan gerir okkur alla að hugleysingjum" er ein af mörgum frægum setningum sem þessi maður sagði. Hann var leikari og leik- skáld að atvinnu, sonur hanskasaumara. Hann var enskur að upp- runa, fæddur árið 1564 og andaðist árið 1616. Leikrit hans njóta enn vin- sælda og verður eitt þeirra sýnt hér á landi í vor. 1 því leikriti kemur fyrir setningin: „Að vera eða vera ekki, það er spurning- in." Staður í veröldinni Þetta er bær sem fékk nafn sitt af viðurnefni landnámsmannsins í Steingrimsfirði. Þetta er forn kirkjustaður í Strandasýslu. Bærinn er í sveit sem oft er kennd við hann. Staðurinn hefur oft verið nefndur í fréttum að und- anförnu. Kirkjan, sem var þar á staðnum, skartaði lengi fornri klukku. Fólk í fréttum Hann er í fréttunum nú af sömu ástæðu og hann hefur verið í fréttunum í áratugi. Hann er Reykvíkingur og hefur verið þar í forustu fyrir fjölmennt félag. Hann hefur undanfarna daga átt í hörðum samn- ingaviðræðum. Hann var þingmaður á árunum 1979 til 1987. Hann hefur lengi haft við- urnefni sem hljómar nokkur stórkarlalega. Frægt í sögunni Þessi atburður varð 21. október árið 1805. Um er að ræða orrustu sem hafði mjög afdrifaríkar afleiðingar. Þetta var sjóorrusta þar sem 74 skipum var beitt. Þar barðist floti Breta við sameinaða flota Frakka og Spánveija. Orrustan var háð við strendur Spánar nærri stað sem hún er kennd við. Sjaldgæft orð Þetta orð er oft notað um fljótfæra menn. Það kemur einnig fyrir í merkingunni kjaftaskjóða. Til er að sagnorð, dregið af þessu orði, sé notað um að flaustra einhveiju af. Orðið er dregið af orði sem hefur sömu merkingu og fát. Algengast er að orðið sé notað um skrámur eða það að skráma sig. Stjórn- málamaður Hann er fæddur í Reykja- vík árið 1928. Hann var ekki lengi virkur í sljórnmálum en mjög áberandi þann tíma sem það var. Hann sat á árunum 1971 til 1974 á þingi fyrir Sam- tök fijálslyndra og vinstri manna. Hann er prófessor í ís- lenskri bókmenntasögu við Háskóla Islands. Á síðasta ári gaf hann út sögulega skáldsögu sem hann nefndi Sólstafi. Rithöfundur Þetta var skáld sem frægt var fyrir hermennsku en skrifaði ekkert. Hann orti margar ástarvís- ur til konu sem hét Kol- brún og fékk af því viðurnefni. Hann lét lífið í orrustunni á Stiklastöðum árið 1030. Hann er söguhetja í einni af bókum Halldórs Lax- ness. Fóstbróðir hans hét Þor- geir Hávarsson. Um þá fjallar ein af íslendinga- sögúnum. Svör á bls. 44 Islensk fyndni Leggið manninum orð í munn. Merkið t’llöguna: „Islensk fyndni", DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Höfundur: Ester Ásbjörnsdóttir, Háaleitisbraut 41, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.