Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Side 27
LAUGARDAGUR 5. MARS 1988. 27 Sæl nú!... dv Nýjarplötur Wet wet wet - Popped in Souled out að vera til umfjöllunar á síð- um breskra tónlistartima- inerekkibúín að undirrita um sem hafa verið á höttun- haft eftir Einari Emi að bak- grunnur hljómsveitarinnar sé slíkurað hún eigi erfitt meðaðgangaámálahjá stóru fyrirtæki. Þess vegna muni hún verða áfram hjá óháða fyrirtækinu One Little indian að öllu óbreyttu. í Sykurmolarnir séu búnir að gera samning við Electra hljómpiötufyrirtækið i Bandaríkjunum um útgáfu á plötum en Einar vill ekki staðfesta það... Meira af Sykurmolum. I segirað Björk Guðmunds- bresku söngkonuna Sinead O'Connor en ekki er nánar sagt í hverju þetta samstarf David Sylvian, sem eitt sinn veitti hljómsveitínni Japan forstöðu en hefur starfað á eigin vegum siðustu ár, hyggst nú troða upp opin- berlega í fyrsta sinn í fimm ár. Og honum dugir ekkert minna en tónleikaferð um Gæðapopp af lífi og sál Gömul sannindi segia að sagan sé sífelit að endurtaka sig og má það til sanns vegar færa; allt byggist að ein- hverju leyti á því sem áður var. Þannig er þetta í tónlistinni og hefur alia tíð verið. Nýjar tónlistarstefnur eru yfirleitt blanda af einhverju gömiu sem hefur verið kryddað með anda nýs tíma. Þegar pönkbylgjan var að fjara út í Bretlandi kom meðal annarra nýrra stefna fram á sjónarsviðið nýróman- tíska bylgjan, sem einkenndist af léttum, einfóldum popplögum, sem mörg hver voru alit aö því væmin. Megináhrifavaldur þessarar stefnu var amerísk soultónlist frá því í kringum 1970, tónlist sem Motown hljómplötuútgáfan hafði nánast ein- okun á og flytjendur yfirleitt svartir. Boðberar þessarar stefnu í Bret- landi voru meðal annarra Culture Club og Wham! og þessi stefna lifir enn ágætu lífi í Bretlandi, þótt minna hafi borið á henni á síðustu árum; tölvudiskóið hefur sótt á, illu heilli að mínu mati. Wet Wet Wet er ein þeirra hljóm- sveita sem halda soulpoppinu á lofti og tekst aldeilis bærilega upp á þess- ari plötu, sem ber það með sér í nafninu um hverskonar tónlist er að ræða. Margt á plötunni minnir á Culture Club, sérstaklega léttustu lögin, eins og Whishing I was Luckv og Sweet Little Mistery. Þetta er ekki sagt lög- unum til hnjóðs því þetta eru fyrsta flokks popplög, sterkar melódíur þar sem vandað er til allra verka. Vand- virknin er mjög einkennandi fyrir plötuna sem heild, mikil vinna greinilega lögð í útsetningar og þá ekki hvað síst útsetningar á söng. Söngurinn er líka ein sterkasta hiið hljómsveitarinnar en annars virðist þetta allt leika í höndunum á þessum piltum. Þeir semja öll lög og texta og sjá um hljóðfæraleik að mestu og stjórna upptökum að hluta til. Popped in Souled out er einfaldlega fantagóð plata. -SþS- Belinda Carlisle - Heaven on Earth Innbyrðist í litlum skömmtum Behnda Carlisle stefnir að því að verða ein af skæru stjörnunum í ’enni Ameríku. Hún hefur útlitið svo sannarleg'a með sér, getur sungið þokkalega og áður en mjög langt um líður verður hún áreiðanlega farin að rýna í hvert kvikmyndahandritið af öðru. Enda kemur hún frá Los Angeles, borg tækifæranna. Platan Heaven on Earth er síður en svo neitt meistarastykki. En hún er svo sem ekkert slæm heldur. Ósköp venjuleg. En þegar við bætist aö útgefandinn hefur ofurtrú á Be- Mndu Carlisle fer ekki hjá því að eftir plötunni verði tekið. Enda hefur eitt lag af plötunni þegar gert það gott á lista og annað var á uppleið síðast þegar fréttist. Þetta eru að sjálfsögðu lögin Heaven Is a Place on Earth og I Get Weak. Önnur lög á plötunni gætu einnig gert lukku í listapoppi heimsins. Og sennilega passar það betur að inn- byrða Belindu Carlisle í litlum skömmtum en að hlusta á tíu lög með henni í einni bunu. Þótt söng- rödd hennar sé viðfelldin og þægileg skortir hana sveigjanleika og blæ- brigði til þess að minnsta kosti ég hafi gaman af henni í 43,31 mínútu. Röddin minnir hálfpartinn á aðra hvora söngkonuna I ABBA (ég get ómögulega áttað mig á því hvor það er), án þess þó að um eftirlíkingu sé að ræða. Enda varð ABBA aldrei sérlega þekkt í Ameríku. Ég verð að játa, eftir að hafa hlust- að á Heaven on Earth, að ég hafði meira gaman af Belindu Carlisle á meðan hún söng með Go Go’s hér á árum áður, stutt og eldhress rokklög sem aldrei gerðu neina sérstaka lukku hér á landi. En Go Go’s heyra sögunni til. Belinda Carlisle er ekki lengur feit og stutt budda með nas- irnar fullar af kókaíni heldur bráð- lagleg markaðsvara sem við eigum eftir að fá að heyra af næstu árin. -ÁT- hefst húllumhæið vestan- hafsum miðjan þennan mánuð... Popparar eru margir hverjir liðtækir leik- arar, sumir hverjir að visu fólk fær oft hlutverk í kvik- myndum. Bandaríska í annarri kvikmynd sinni og fara upptökur fram í Toronto í Kanada. Myndin heitir Sing og ættiað birtastáhvíta tjaldinu eftir eitt ár eða svo... Kevín Rowland, söngvari og forsprakki Oex- érum áður erfarinn aðróa einn á báti og sendirfrá sér sólóplötu nú með vorinu... - Bandanýbylgjusveitin Husker du er hætt störfum að sögn talsmanna hljóm- sveitarinnar... Möguleikar inTenYearsafterverði endurreist um stundarsakir á sumri komanda... við sjáumtil... -SþS- Joe Cocker - Unchain My Heart Lifir enn í gömlum glæðum Joe Cocker, gamli strigabassinn, hef- ur gengið í gegnum margt á tuttugu ára ferh og er í raun undravert að röddin skuli vera söm og áður því það leyndist engum sem um síðustu helgi horfði á hina ágætu hljómleika- mynd Mad Dogs and Englishmen á Stöð 2, sem gerð er 1971, að þar fór þreyttur poppari sem nánast ekkert líf var í nema fyrir framan míkrafón- inn. Sú kvikmynd fjallar um tónleika- ferð Joe Cockers og félagá og er góð heimild um tíðarandann sem ríkti í kringum 1970. Síðhærðir popparar í druslum, sjálfsagt meira og minna undir áhrifum áfengis og annarra vímuefna. Þetta var tískan. Mjög ólík öllu ghmmerinu í dag þar sem fíkni- efnaneyslan og ólifnaðurinn er falinn bak við skrautlegan klæðnað og máluð andht. Það var stutt í endalokin hjá Joe Cocker eins og sjá mátti og hefur hann þurft að beijast við vímuefnin í mörg ár, aðallega áfengisneyslu sem sett hefur mark á þennan sér- stæða söngvara og lítur hann út fyrir að eiga fleiri ár að baki en sín fjöru- tíu og þrjú. Hann er samt kominn aftur og röddin er ekki síöri en þegar hann var upp á sitt besta. Endurreisn sína má hann þakka einu lagi, Up were. You Belong, sem hann söng ásamt Jennifer Warnes. Það lag fór í fyrsta sæti vestan hafs og hjálpaði honum að endurskipuleggja feril sinn. Tón- hstarferil sem hefur gengið bærilega. Greinilegt að margir muna eftir hon- um og engan skal undra að unga fólkið sem séð hefur Woodstock lang- ar að sjá hann og heyra. Þótt hann verði ekki tahnn til stórstjarna má hann vel við una. Unchain My Heart er þriðja plata Joe Cocker á seinni ferh hans og inniheldur eins og fyrri plötur létt- rokkuð lög með bluesáhrifum sem hann fer einkar vel með. Titihagiö er gamalt og gott lag sem Ray Char- les söng á sínum tíma. Lag þetta passar vel við rödd Cocker og hefur það náö töluverðum vinsældum á meginlandi Evrópu. Annars eru lög- in í bland gömul og ný. Af eldri lögunum er eftirminnilegast Isolati- on eftir John Lennon sem Cocker syngur af mikilli tilfinningu. Joe Cocker gerir enga stóra hluti á Unchain My Heart. Hann syngur aðeins þá tónhst sem hann kann best. Gerir það vel, hefur róast, enda ný- giftur maöur í fyrsta sinn og þeir sem minnast hans áður að góðu geta óhræddir hlustaö á nýjustu afurð hans án þess að verða fyrir von- brigöum. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.