Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Page 29
LAUGARDAGUR 5. MARS 1988.
29
Ivor Bergin.
Næsti þáttur
áætlunarinnar
Nú var Lovísa undir þaö búin aö
halda áfram framkvæmd fyrirætlun-
ar sinnar. Hún klæddi sig í baðslopp
og notaði naglaþjöl til þess að rispa
sig á handleggjum og lærum. Þá sló
hún handleggjunum við dyrakarm
til þess að fá fram marbletti. Loks
hellti hún vatni yfir sig rétt áður en
von var á manni hennar heim og
þannig útlítandi tók hún á móti hon-
um.
„Hann nauðgaði mér,“ sagði hún.
„Hann sagðist vera kominn til þess
að líta aftur á þvottavélina og... og
svo... “ Svo lést hún fara að gráta.
„Hvar býr
þessi óþokki?“
spurði Tom Ramsey með saman-
bitnar varir. Lovísa sagði að hann
byggi í Droitwich. Tom hringdi á
upplýsingar og fékk að vita hvar Ivor
Bergin ætti heima. Svo tók hann bíl-
lyklana sína og sagði Lovísu að það
væri óþarfi fyrir hana að hringja á
lögregluna. Hann myndi sjá um aö
refsa Ivor Bergin.
Allt hafði nú farið eins og Lovísa
haföi reiknað meö því hún haföi þóst
viss um að afbrýðisemin myndi ná
afar sterkum tökum á manni sínum
þegar hún segði honum að henni
hefði verið nauögað. Og þvi fengi
óþokkinn Ivor Bergin nú að gjalda
fyrir framkomu sína við Phyllis. Þá
væri líka hugsanlegt- aði iá ' hanti
dæmdan fyrir nauðgun.
Dyrabjallan
hringir
Lovísa var þó ekki búin að taka
um það ákvörðun hvort hún ætlaði
að kæra Ivor Bergin þegar hringt var
á dyrabjölluna. Hún þóttist viss um
að það gæti ekki verið Tom sem
væri að koma aftur því hann heföi
lykla að húsinu.
Er hún lauk upp stóðu tveir lög-
regluþjónar fyrir utan. „Ert þú frú
Lovísa Ramsey?“ spurði annar
þeirra. Hún játaði því. Þá var hún
spurð að því hvort Ivor nokkur Berg-
in hefði nauðgað henni. Hún játaði
því einnig. Svo bætti hún því við að
hún hefði ekki gert lögreglunni að-
vart af því maður hennar hefði tekið
málið í sínar eigin hendur.
Já, það er enginn vafi á því að hann
gerði það," sagði þá annar lögreglu-
þjónanna. „Maöurinn þinn er búinn
að drepa Ivor Bergin."
Réðst á
Ivor Bergin
Tom Ramsey hafði í bræði sinni
haldið á fund Ivors Bergin. Er Ivor
opnaði dyrnar fyrir honum sló Tom
hann í höfuðið með skrúflykli sem
hann hafði tekiö með sér. Bergin lést
í sjúkrabíl á leið til sjúkrahúss en
Tom Ramsey var skömmu síðar
handtekinn á götunni skammt frá.
Er Lovísa hafði verið færö til yfir-
heyrslu á lögreglustöðina í Droitwich
endurtók hún söguna sína en féllst
ekki á að gangast undir læknisrann-
sókn til staðfestingar á því að
framburður hennar væri réttur.
unnar Phyllis Palmer. Var þessi
framburður hans og sagan af því
hvernig fór fyrir Phyllis borin undir
Lovísu sem gat ekki annað en lýst
yfir því að maður sinn hefði sagt
satt. Var Lovísa nú send heim.
Lögreglankemurí
aðra heimsókn
Daginn eftir kom lögreglan í aðra
heimsókn til Lóvísu Ramsey. Rann-
sókn hafði þá leitt í ljós að saga
hennar af nauöguninni gat ekki verið
rétt. Ivor Bergin hafði verið aö gera
við þvottavél síðdegis daginn áður
og var ljóst að hann hafði þá hvorki
haft tíma né tækifæri til þess að
heimsækja Lovísu.
Henni varð nú ljóst að ekki var
lengur hjá því komist að segja sann-
leikann.
Málalok
Lögreglan gerði Lovísu grein fyr-
ir því eftir frásögn hennar að í raun
og veru bæri hún ábyrgð á morðinu
á Ivor Bergin. Að visu hefði hún ekki
unnið á honum með eigin hendi og
þvi yrði hún ekki ákærð, en hún
hefði sagt aíbrýðisömum eiginmanni
sínum sögu sem hefði nægt til þess
aö fylla hann af lifshættulegum
hefndarhug.
Tom Ramsey bíður nú ákæru. Er
talið að hann veröi sóttur til saka
fyrir manndráp en ekki morð. Hann
hefur snúið baki við konu sinni og
sótt um skilnað frá henni því hann
segist ekki geta fyrirgefið henni aö
hafa att sér út í þann verknað sem
hann bíður nú dóms fyrir.
Lýkur svo frásögninni af vinkon-
Tom Ramsey sagöi,lögregluiani.fcá j,öunum._tvmnur ng Júónabondum
ynnum Ivors Bergin og látnu kon- þeirra.
BASAR
Færeyska sjómannakvinnuhringsins
verður í Sjómannaheimilinu, Brautar-
holti 29, á morgun, sunnudag 6. mars,
og byrjar kl. 14.00.
Heimabakaðar kökur, handprjónaðar
peysur og margt, margt fleira.
Sjúkrahúsið á Húsavík sf.
Hjúkrunarfræöingar óskast til starfa nú þegar og til
sumarafleysinga. Ljósmóðir óskast til sumarafleys-
inga.
Frá Húsavík er stutt til margra sérkennilegra og fag-
urra staða. Er ekki tilvalið að koma til okkar og njóta
jafnframt þingeyskrar náttúrufegurðar?
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
96-41333.
ÚTBOÐ Finnastaðavegur 1988
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum i ofan- greint verk. Lengd vegarkafla 3,0 km, magn 29.000 m3. Verki skal að fullu lokið 1. nóvember 1988. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rikisins á Akureyri og i Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 8. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 21. mars 1988. Vegamálastjóri
AÐAL-
FUNDUR
Aðalfundur Iðnaðarbanka íslands hf. árið 1988
verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu
föstudaginn 25. mars 1988 og hefst kl. 14:00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf skv. ákvæðum 35. gr. samþykkta
bankans.
2. Tillagaumútgáfujöfnunarhlutabrófa.
3. Tillaga um hækkun hlutafjár með sölu nýrra hluta,
að fjárhæð kr. 40.000.000.-. Lagt verður til, með
vísun til 4 mgr. 28. gr. laga um hlutafélög, að allir
hluthafar falli frá forgangsrétti sínum til áskriftar, í
því skyni að auðvelda almenningi hlutaflárkaup í
bankanum.
4 Önnurmál, löglegauppborin.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum
eða umboðsmönnum þeirra í Iðnaðarbankanum,
Lækjargötu 12,2. hæð frá 18. mars n.k.
Reikningar bankans fyrir árið 1987 ásamt tillögum þeim
sem fyrir fundinum liggja,
verða hluthöfum til sýnis á sama stað.
Tillögur, sem hluthafar vilja leggja fyrir fundinn, þurfa
að hafa borist bankaráðinu skriflega
í síðasta lagi 17. mars n.k.
Reykjavík, 24. febrúar 1988
Bankaráð Iðnaðarbanka íslands hf.