Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Blaðsíða 34
46 LAUGARDAGUR 5. MARS 1988. Handknattleikiir unglinga_______________dv Taugastríðið byrjað - Úrslitin nálgast hjá yngri Nú stendur yfir aðalæfingatörnin meðal yngri flokkanna sem tryggt hafa sér sæti í A-meistaraúrslitum. Níu efstu lið deildanna, sem leika á Suðurlandi auk efsta liðs Norður- landsriðils, leika í A-úrslitum en lið í 11.-20. sæti spila síðan í B-úrslitum. Mesta athygli vekur keppni í A- úrslitum þar sem efsta hðið hlýtur nafnbótina íslandsmeistari og þar með viðurkenningu að þaö sé besta hðið á landinu í viðkomandi aldurs- hópi. Til að gefa lesendum einhverja hugmynd um hvaða hð séu sigur- stranglegust í hveijum flokki ætlum við að rekja gengi hðinna sem leika th úrshta í vor. Við ætlum engu að spá þvi lítið má út af bera til að það hð, sem hefur átt góðu gengi að fagna í vetur, verði fyrir bakslagi í vor, t.d. vegna meiðsla. 3. flokkur karla Óskoraðir meistarar í 3. flokki karla í vetur eru án efa Valsmenn. Þeir léku í forkeppni með UMFA og Fylki og áttu ekki í neinum vandræðum með að tryggja sér 1. deildarsæti. Ekki varð lát á góðu gengi þeirra þar sem þeir hafa veriö deildarmeistarar í öh þijú skiptin sem leikið hefur verið í 1. deild. í síðustu umferð voru þeir í miklum ham og unnu aha leiki sína nema einn sem endaði með jafn- tefh. Það er því Ijóst að erfitt verður fyrir andstæðinga Valsmanna að velta þeim úr efsta sætinu. Næst Val kemur án efa lið FH. FH-ingar hófu keppni í 1. dehd eftir að hafa unnið báða leiki sína í for- keppninni. í 1. og 2. umferð enduðu þeir í fjórða sæti en í síðustu umferð tryggðu þeir sér annað sætið með góðum leikjum. Framarar koma næstir FH-ingum en gengi þeirra hefur verið upp og ofan í vetur. Þeir hófu keppni í 1. deild eftir sigra á Víking og UFHÖ, féllu í 2. dehd eftir fyrstu umferð en unnu hana síðan með fuhu húsi stiga. í síðustu umferð urðu þeir í 3. sæti 1. deildar, jafnir FH að stigum. Fram lék til úrslita í Reykjavíkur- mótinu sl. haust en tapaði þar fyrir Víkingi með einu marki. HK, sem endaði í fjórða sæti 1. deildar eftir síðustu umferð, hefur átt svipuöu gengi að fagna og Fram- arar. HK-ingar hófu keppni í 1. dehd, féllu í 2. deild með Fram en tókst að tryggja sér sæti í 1. deild að nýju. Þór Ve. hefur ávallt leikið í 1. deild og ávaht verið ofarlega í deildinni. í síðustu umferð áttu Þórarar þó erfitt uppdráttar og enduðu í fimmta sæti. Týr Ve. hóf keppni í 2. deild, sigr- aði í henni og hefur síöan spilað í 1. deild. í 2. umferð urðu Týrarar í 3. sæti en í því 6. eftir síðustu umferð. Stjaman sigraði í 2. deild með mikl- um yfirburðum í síðustu umferö. Stjörnumenn hófu keppni í 1. dehd og urðu í öðru sæti í fyrstu umferð, féhu síðan milh dehda en endur- heimtu síðan sæti sitt örugglega eins og áður sagði. Víkingar komu upp í 1. deild með Stjörnunni eftir að hafa verið í 2. deild í allan vetur. Flestir bjuggust við sterkara liði Víkinga í vetur en þeir eru núverandi Reykjavíkur- meistarar. Síöasta liðið, sem kom úr 2. deild, er lið Þróttar sem hóf keppni í 3. deild en hefur síðan leikið í 2. dehd. • Frá leik í 3. flokki fyrr í vetur. Nokkuð víst er að Þór nái að tryggja sér efsta sæti í Norðurlands- riðhnum og þar með sæti í úrshtum í vor. i Það er álit Unglingasíðunnar að hvergi sé keppni jafnari eða jáfn- spennandi eins og raun ber vitni sem í 3. flokki karla. Óll liðin geta unnið og verður án efa hart barist um titil- inn. 4. flokkur karla í 4. flokki karla, eins og í 3. flokki, tefla Valsmenn fram eindæma sterku liði. Gengi Valsara hefur verið mjög gott og hafa þeir ekki tapað leik í allan vetur og verður það saga til næsta bæjar ef svo ólíklega vhl til að þeir taki upp á því að tapa leik í úrslitunum. Þeir hófu keppni í 1. deild og hafa trónað á toppi deildar- innar í allan vetur, unnið flesta leiki sína örugglega, aðra með litlum mun. Valsarar eru Reykjavíkurméistarar í 4. flokki karla. Framarar hófu keppni í 2. deild og sigruðu þar. í 1. deild urðu þeir fyrst í þriðja sæti en í síðustu umferð náðu þeir öðru sætinu. flokkunum Lið ÍR hefur frá byrjun leikið í 1. dehd. ÍR-ingar urðu í öðru sæti dehd- arinnar eftir fyrstu umferðina, síðan í fjórða sæti en í síðustu umferð lentu þeir í þriöja sæti. Týr Ve„ sem varö í fjórða sæti 1. deildar í síðustu umferð, hóf keppni í 2. dehd og lék þar tvær umferðir. í þriðju umferð tókst Týrurum að vinna sér sæti í 1. dehd þar sem þeir stóðu sig ágætlega og tryggðu sér fjórða sætið eins og áður sagði. KR varð í fimmta sæti deildarinnar í síðustu umferð og hefur gengi KR- inga verið þokkalegt í vetur. Þeir hófu keppni í 2. deild, fóru í 1. deild ásamt Fram og lentu þá í öðru sæti en urðu í fimmta sæti í síðustu um- ferð eins og áður sagði. ÍA hóf keppni í 1. deild en féll síðan í 2. dehd. Vera Akurnesinga varö ekki löng þar og spiluðu þeir í 1. deild í síðustu umferð þar sem þeir uröu í sjötta sæti. FH hóf keppni í 1. deild og varð í fjórða sæti. Fall í 2. deild varð síöan hlutskipti liðsins í næstu umferð en það vann sér síðan rétt til að leika í úrshtum meö því að sigra í 2. deild. Víkingar komu upp úr 2. dehd í síðustu umferð ásamt FH en þeir hafa ekki áður sphað í 1. dehd í vet- ur. Hlutskipti þeirra var að hefja keppni í 3. dehd þar sem þeir voru tvær umferðir í röð. Þeim tókst síðan að vinna sér sæti í 2. deild og strax að því loknu varð 1. dehdarsæti þeirra. Víkingar sphuðu tif úrslita við Val í Reykjavíkurmótinu. Stjarnan, sem hefur leikið í 2. deild í ahan vetur, kemur sem þriðja lið úr 2. dehd í úrsht. Þórsarar eru nokkuð öruggir með sigur í Norðurlandsriðlinum og hafa þeir ekki tapað leik þar í vetur. 5. flokkur karla Óstöðvandi HK-piltar virðast vera á ferðinni í 5. flokki karla. Þeir hófu keppni í 1. dehd og hafa ávaht unnið í henni. Reykjanesmeistarar HK virðast því vera til ahs líklegir í úr- shtunum. Reykjavíkurmeistarar KR virðist vera það lið sem veitir HK hvað harð- asta keppni. Þeir hófu keppni í 1. dehd og hafa ávallt orðið í öðru til þriðja sæti. UBK fylgir þessum liðum fast eftir og hefur átt í harðri baráttu við KR um annað eða þriðja sætið. Þessi tvö hð virðast vera mjög jöfn og verður spennandi að sjá leik þeira í úrshtun- um. í flórða sæti 1. deildar síðustu um- ferðar varð hð Týs en það hóf keppni í þriðju dehd. Ekki undu Týrarar sér lengi í neðri dehdum og hafa nú blandað sér í toppbaráttuna og eru th alls líklegir. FH hóf keppni í 2. dehd en tókst að tryggja sér sæti í 1. dehd í þriðju umferð. FH-ingar lentu síðan í fimmta sæti 1. dehdar eftir síðustu umferð. Víkingar hófu keppni í 2. deild en unnu sér fljótlega sæti í 1. dehd. Þeir urðu í fiórða sæti fyrst er þeir spil- uðu í 1. dehd en í síðustu umferð lentu þeir í sjötta sæti. Þeir léku til úrslita við KR í Reykjavíkurmótinu en töpuðu þeim leik. Val tókst að tryggja sér sæti í úrsht- um eftir að hafa verið í 3. dehd meiri hluta vetrar. Valsmenn tryggðu sér sæti í 2. dehd í þriðju umferð og unnu síðan í 2. dehd í flórðu umferð. Selfoss hóf keppni í 3. dehd eins og Valur en vann sér fljótlega sæti í 2. deild. Þar hafa Selfyssingar spilað þar til nú að þeim tókst að tryggja sér sæti í úrslitum. Reynir hóf keppni í 3. deild eins og Valur og^elfoss en tókst að tryggja sér sæti í 2. dehd fljótlega. Reynis- menn urðu síðan í þriðja sæti 2. deildar í síðustu umferö og leika því í úrshtum. Þór virðist vera sigurstranglegast í Norðurlandsriðhnum og tekur því þátt í úrslitunum. Nokkuð víst má telja að baráttan muni standa mhh þeirra hða sem hafa hvað lengst sphað í 1. dehd og verið þar í toppbaráttu. Önnur liö geta þó sett strik í reikninginn. Á íslandsmóti 6. flokks karla er leik- ið með öðrum hætti en í öðrum flokkum. Aðeins eru leiknar þrjár umferðir og er það lið íslandsmeist- ari sem vinnur 1. deild í síðustu umferð. í fyrstu umferöinni var lið- unum skipt niður í tvo riðla sem síðan léku um sæti í deildum. Þijú efstu hð hvors riðhs léku síðan í 1. deild en önnur lið hófu keppni í 2. dehd. Eftir aðra umferð færðust þrjú hð milli deilda og verður næst leikið um titihnn eins og áður sagði. KR varð í efsta sæti deildarinnar í síðustu umferð en HK og Stjaman í öðru og þriðja sæti. Líklegt virðist að þessi hð komi helst til með að berjast um tithinn en önnur hð geta þó blandaö sér í baráttuna. Þar er FH fremst í flokki, FH-ingar urðu í flórða sæti 1. deildar í síðustu um- ferð. UFHÖ sigraöi í 2. deild og á eftir að berjast um efsta sætið við Fylki og Val. Fylkir og Valur komu ásamt UFHÖ upp í 1. dehd og fara þarna lið sem ættu að geta blandað sér í barátt- una. Ómögulegt er að reyna að spá fyrir um röð liða í 6. flokki karla í vor, th þess eru liðin of jöfn að getu. Um næstu helgi verður spáð í sph- in hjá kvennaflokkunum. • Týrarar skora í leik í 4. flokki. • Úr leik ÍR og FH i flokki karla, en bæði þessi lið ieika í A-úrslifum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.