Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1988, Side 37
LAUGARDAGUR 5. MARS 1988. 49 IþróttapistiU Spennandi á toppi og botni Webster iékk þungan dóm hjá dómstóli KKI. Hann segir að í dómstólnum hafi setið menn sem tengd- ust þeim félögum sem keppa við Hauka um sæti í úrslitakeppninni. Slæmt er ef satt er. 15. vetrarólympíuleikarnir í Calgary í Kanada eru nú afstaðnir og þeir íslensku keppendur, sem þar kepptu, eru komnir heim. Sjálf- sagt eru margir óánægðir með þahn árangur sem íslensku kepp- endurnir náðu á leikunum þótt ekki hafl verið búist við miklum afrekum fyrirfram. Einar Ólafsson keppti í 30 km göngu og 50 km göngu. í 30 km göngunni varð hann í 65. sæti og í 50 km göngunni kom hann númer 44 í mark. Einar gat ekki keppt í 15 km göngunni vegna meiðsla í baki. Guðrún H. Kristj- ánsdóttir keppti í stórsvigi og féll úr keppni. Flensa hertók hana fyrir keppnina í sviginu og þar gat hún ekki keppt. Daníel Hilmarsson varð í 42. sæti í stórsviginu og 24. í svigi. Árangur Daníels í sviginu kom verulega á óvart Það verður að segjast eins og' er að árangur Daníels Hilmarssonar í sviginu kom mörgum verulega á óvart og mér er til efs að íslenskur skíðamaður hafi náö betri árangri á vetrarólympíuleikum. Árangur Daníels er enn iperkilegri fyrir þær sakir aö hann varð fyrir óhappi i síöari ferö svigsins og missti þar dýrmætan tíma. Hafði Daníel að- eins um tveimur sekúndum lakari millitíma í sviginu en sjálfur Ingemar Stenmark frá Svíþjóð. Heföi verið fróðlegt að sjá hvar Daníel heföi hafnað ef hann hefði komist klakklaust í gegnmum síð- ari ferð svigsins. Mistök sem mega ekki end- urtaka sig Mikið hefur verið rætt og ritað um þátt íslensku keppendanna í ólympíuleikunum að þessu sinni og bar þar auðvitaö hæst er Daníel var bannað að keppa í bruni alpat- víkeppninnar. Lesendur DV þekkja þá sögu. Mörg mistök voru gerð fyrir þessa leika og auðvitað eru þau ófyrirgefanleg. Þessi mistök, og er þá sérstaklega átt við það að íslensku keppendurnir mættu of seint til leiks, verða vonandi til þess að slíkt endurtaki sig ekki. Og ef menn læra af þessu öllu sam- an mun þetta ekki koma fyrir aftur. Rétt er að líta framhjá þessum leið- indamistökum og vonast til þess að þetta komi aldrei fyrir aftur. Einvígi Vals og FH orðið æsispennandi Svo virðist sem ekkert lið geti nú ógnað Val og FH í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn í 1. deild karla í handknattleik. Lið þessi heyja nú mikið einvígi og bæði lið- in hafa veriö aö tapa stigum í síöustu leikjum. Ekkert annað fé- lag virðist geta ógnað Val og FH og segja má að vonir Víkinga hafi beðiö mikið skipbrot er höið tapaöi illa fyrir KA á dögunum. Fallbaráttan ekki síður spennandi og þar getur allt gerst Ein fimm félög eiga enn í mikilli fallbaráttu. Auðvitað eru Þórsarar fallnir en spurningin er hvaða hð fylgir þeim niður. Staða ÍR og KA er sýnu verst en Framarar og KR- ingar eru ekki sloppnir ennþá. Líklegast verður þó að telja að ann- aðhvort ÍR eða KA fylgi Þór í 2. deild og yrði það sannarlega mikið áfall fyrir handboltann á Akureyri ef bæöi liðin þaðan féllu í 2. deild. Liðin eiga þó eftir að leika þrjá leiki þannig að ýmislegt getur gerst enn- þá. Þaö er ljóst að sþennan í ís- landsmóitinu er óvenjumikil að þessu sinni og það á mikið eftir að ganga á. á lokamínútum íslands- mótsins. Sama spennan í körfunni Sigur ÍR-inga gegn Keflvíkingum í úrvalsdeildinni í körfuknattleik á dögunum kom mörgum á óvart en þó ekki þeim sem vel fylgjast með. Lið ÍR er mjög efnilegt en að sama skapi reynslulítið. Sigur ÍR-inga, sem eru í neðri hluta deildarinnar, sýnir þó betur en margt annað hve liðin hér á landi eru jöfn að getu. Það geta alhr unnið alla og það er langt frá því að Njarðvíkingar séu öryggir um að hljóta íslandsmeist- aratitilinn í ár. Úrslitakeppnin er eftir og þar getur allt gerst. Mikil vonbrigði hjá ívari Webster Sá þungi dómur, sem ívar Webst- er, leikmaður meö Haukum, fékk á dögimum fyrir aö slá mótherja sinn niður utan vallar, hefur vakið mikla athygli. ívar Webster hefur greint frá vonbrigðum sínum á síð- um dagblaðanna og það er á margan hátt hægt að skilja þau. Webster hefur dvalið hér á landi í tæpan áratug og aldrei orðið upp- vís að neinu misjöfnu. Webster sagði í viötali við DV að hann væri hættur aö leika með íslenska lands- liðinu vegna þess dóms sem hann hlaut og það er miður. Webster sagði einnig í viðtali viö DV að þessi strangi dómur heföi komið sér mjög á óvart vegna þess mikla starfs sem hann hefði innt af hendi fyrir KKÍ. Vitanlega skiptir það ekki máli hvort hann hefur unnið gott starf fyrir KKÍ eða ekki. Það er ekki hægt að ætlast til þess af dómstóli KKÍ að þeir menn, sem þar sitja, taki tillit til þess hvort sá leikmaður, sem kærður er, hafi unnið gott eða slæmt' starf fyrir KKÍ. Athuga þarf málin vel Hitt er rétt og vægast sagt at- hyghsvert sem fram kemur hjá Webster í viðtalinu í DV að í dóm- stólnum sitja menn sem tengdir eru þeim liðum sem Haukar eru að berjast við um sæti í úrslitakeppni úrvalsdeildar og það er mín skoðun að þeir hinir sömu hefðu átt að víkja er mál Websters var tekið fyrir. í vetur hefur gætt mikils mis- ræmis í dómum í kærumálum hjá KKÍ. Leikmaður, sem sló annan innan vallar, fékk aðeins eins leiks bann og leikmaður, sem rekinn var af leikvelli fyrir að rífast viö dóm- ara, fékk sömuleiðis eins leiks bann. Síðan er Webster dæmdur í leikbann í sjö vikur fyrir að slá leikmann. Ég tel nauðsynlegt að allir aðilar, sem hlut eiga að máli, taki sig á áður en erlendu leik- mennirnir koma hingað til lands næsta vetur. Þá verða þessi mál að vera á hreinu. Stefán Kristjánsson Veiðivon Sigurður Benjamínsson, formaður Ármanna. DV-mynd G.Bender * Armenn 15 ára: Hafa skapað sér merkilega sögu í stangaveiðinni - Sigurður Benjamínsson formaður í stuttu spjalli Á sunnudaginn síðasta héldu Ár- menn upp á 15 ára afmæli sitt aö Dugguvogi og var fjölmennt en Ár- menn munu vera 250 í dag. Það má segja að Ármenn hafi skapað sér merkilega sögu í stangaveiðisögu ís- lendinga með því að veiða eingöngu á ilugu þar sem þeir fara th að renna fyrir lax og silung. Við fengum Sig- urð Benjamínsson, formann Ár- manna, í smáspjall í tilefni þessara tímamóta. „Það var í desembermánuði 1972 að Jón Hjartarson auglýsti í dag- blöðum eftir mönnum sem vildu taka þátt í stofnun félags áhugamanna um náttúruvernd og stangaveiði meö flugu og 72 gáfu sig fram,“ sagði Sig- urður er við spurðum um upphaf Veiðivon Gunnar Bender félagsins, og hann heldur áfram: „11. janúar 1973 var svo haldinn undir- búningsfundur undir kjörorðinu ísland fyrir íslendinga. Þessi fundur kaus sérstaka undirbúningsnefnd sem lauk störfum 26. febrúar 1973 og hafði þá gengið frá drögum að lögum og siðareglum fyrir félagið. Einnig hafði þessi nefnd undirbúið jarðveg- inn fyrir samninga við eigendur veiðiréttinda í Laxá í Mývatnssveit og Kálfá. Samningar um þessar ár voru svo gerðir skömmu síðar. Hinn 28. febrúar 1973 voru svo Ármenn stofnaðir, landsfélag um þjóðlega náttúruvernd og stangaveiði með flugu; stofnendur voru 122. Þetta var upphafið að stofnun félagsins okkar. 15 ára félag telst varla gamalt félag en á sér þó sína sögu og hefur margt gerst í gegnum tíðina. Skipst hafa á skin og skúrir, erjur og sættir, góð ár og slæm ár. Segja má með nokkr- um sanni að vegna tilveru þéssa litla félags, sem nú telur 250 félaga, hafi' þeim sportveiðimönnum íjölgað sem veiða með flugu og hnýta ílugur sjálf- ir. Virðing fyrir veiðiskap og útivist, bráð og landi hefur aukist verulega þótt enn vanti mikið á að állt sé eins og best getur oröið í þessum efnum. Það sem vel hefur tekist í sögu Ár- manna er svo mikils virði að þeir sem stóðu að stofnun félagsins og studdu það fyrstu skrefm geta litið stoltir um öxl. Það bíöa okkar mörg verk- efni í félaginu og við ætlum að búa svo um hnútana að þeir sem taka við af okkur geti haslað félaginu völl í nýjum verkefnum. Það mættu á milli 60 og 70 manns í afmælishóffö okkar sem tókst vel í aha staði,“ sagði Sig-^ urður formaður í lokin. -G.Bender jyjjÉ HAGTRYGGEVG HF Aðalfundur Hagtryggingar hf. fyrir árið 1987 verður haldinn að Suðurlandsbraut 4, 8. hæð, fimmtudaginn 10. mars og hefst kl. 17.15. Dagskrá: Aðalfundarstörf skv. 15. gr. samþykkta félagsins. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir í skrifstofu félagsins að Suðurlandsbraut 4, Reykjavík, dagana 7.-10. mars á venjulegum skrif- stofutíma. Stjórn Hagtryggingar hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.