Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. Fréttir Borgardómur dæmir StuHu Kristjánssyni 900 þúsund í bætur: Uppsögnin ólögmæt en Sturla braut trúnað í Borgardómi var í gær kveðinn upp dómur í máli Sturlu Kristjáns- sonar, fyrrverandi fræðslustjóra, gegn menntamálaráðherra. Borgar- dómur telur brottvikninguna ólög- mæta. Einnig er mat dómsins að Sturla hafi brotið trúnað og að fjár- málastjórn hans hafi veriö ámælis- verð. í dómi Borgardóms segir á þá leið aö vegna þess að sakir þær sem á Sturlu voru bornar væru ekki nýtil- komar og hann ekki sakaöur um refsivert atferli, þyki aðferð Sverris Hermannssonar, fyrrverandi menntamálaráðherra, við frávikn- ingu Sturlu úr starfi hafa verið of harkaleg og fyrirvaralaus og verður ekki talin lögmæt í skilningi laga nr. 38/1954. í dómi Borgardóms segir aö við ákvörðun bóta til Sturlu þyki rétt að líta til þess að verulegir samskipta- örðugleikar hafi verið á milli Sturlu og menntamálaráðuneytisins og að Sturla hafi gefiö tilefni til þess að gripið yrði til brottvikningar um stundarsakir. Sturlu voru dæmdar 900 þúsund krónur í bætur. Hann hafði krafist sex milljóna króna í bætur. Þá er ríkissjóði gert að greiða málskostnað Sturlu 180 þúsund krónur. í dómnum er fallist á að fjárstjórn Sturlu hafi verið ámælisverð á árun- um 1985 og 1986 og því eðlilegt að ráðuneytið gerði ráðstafanir til bóta. Samkvæmt stöðu sinni sem fræðslu- stjóri laut Sturla skipunar- og boðvaldi ráðuneytisins í fjármálaefn- um og bar að fylgja þeim fyrirmæl- um, sem fyrir hann voru lögð. Dóminn kvað upp Hjördís Hákon- ardóttir borgardómari. Meðdómend- ur voru Jón L. Arnalds borgardóm- ari og Guðmundur Arnlaugsson fyrrverandi rektor. -sme Sverrir Hermannsson: Get vel unnt piltinum að fá einhverjar bætur „Ég get vel unnt piltinum að fá einhverjar bætur. Mér sýnist þetta vera nærri níu mánaða launum. Við höfum í öðrum tilfellum fallist á að greiða 12 eöa 13 mánaða laun. Hitt er aftur annað mál að hann braut trúnað viö yfirboðara sina og stóð ekki við starfsskyldur sínar,“ sagði Sverrir Hermannsson, fyrrverandi mehntamálaráðherra. Sverrir taldi að dómur Borgardóms í Sturlumálinu sýndi að hann hefði gert rétt þegar hann ákvað að reka Sturlu Kristjánsson frá störfum. Sverrir vildi ekki tjá sig frekar um dóminn en sagðist bíöa afgreiðslu æösta dómstigs landsins. Hann sagði að þaö væri í höndum fjármálaráð- herra fyrir hönd ríkissjóðs að ákveða um framhald málsins af hálfu ríkis- ins. -sme Hugsanlegt að ríkið yfirtaki milljarð - segir Friðrik Sophusson „Akvörðun Landvirkjunar sýnir að hún er tilbúin að breyta sveigi- anlegri verðstefnu. Það er vel,“ sagði Friðrik Sophusson iönaðar- ráðherra. „Akvörðun ríkisstjórnarinnar um að fella niöur fyrir fullt og fast 96 milljóna króna afborganir af skuldum Orkubús Vestfjarða og Rafmagnsveitna ríkisins er til þess að hindra allt að 10 prósent hækk- un sem hefði orðið á gjaldskrá þessara fyrirtækja ef þau hefðu þurft að greiða þessar afborganir. Þessi fyrirtæki skulduðu um ára- mót um 1,5 milijarða króna. Það er nú í skoðun hjá okkur hvemig staðið verði að því að létta skulda- byrði þessara fyrirtækja. Þegar jöfnunargjaldið var afnumið á sín- um tíma var gengið út frá því að þessi fyrirtæki væru jafnsett á eft- ir. Því fer fjarri að svo sé nú. Kjartan Jóhannsson þingmaður geröi á þessu úttekt fyrir okkur og komst að þeirri niðurstööu að rík- inu bæri að taka yfir vel -rúman milijarð króna af þessum fyrir- tækjum. Gjalddagar á næstu afborgunum eru ekki fyrr en í des- ember á þessu ári. Ég á von á því að niðurstaða um hvort og hversu mikið ríkið tekur yfir af þessum lánum verði komin þá,“ sagði Frið- rik. -gse Olafur Þ. Þórðarson: Stærri húsin skilin eftir „Það er að sjálfsögöu skref í átt- ina að Landsvirkjun skuli lækka raforkuverðið undir verð á olíu. Hins vegar vantar enn stefnumörk- un fyrir framtíðina. Þýðir þetta aö Landsvirkjun ætli í framtíðinni að halda raforkuveröi undir erlend- um orkugjöfum sem eru í sam- keppni við raforkuna til húshitun- ar?“ sagði Ólafur Þ.. Þóröarson þingmaður. Ólafur hótaði stjórnar- slitum á þingi ef ríkisstjómin gripi ekki til aðgerða til að lækka ra- forkuverðið. „Það er hins vegar einkennilegt aö þessi lækkun skuli einungis ná til húsa þar sem fólk býr. Skólar, atvinnufyrirtæki og önnu þau hús þar sem enginn býr em utan viö þessa lækkun. Þetta em einmitt stór hús þar sem frekar borgar sig aö leggja út í einhvem kostnað til að skipta yfir í erlenda og ódýrari orkugjafa." -gse Raforka hækkar: Húshitun greidd niður Stjóm Landsvirkjunar hefur urskoða þessa ákvörðun með samþykkt tilfærslur á raforku- hliðsjón af þróim olíverðs um veröi. Raforkuverð hækkar al- næstu áramót. mennt um 3,7 prósent. Þá hækkun Samhliða þessari ákvörðun hefur rekur stjómin til gengisfellingar í ríkisstjómin ákveöiö aö fresta inn- síðasta mánuði, sem hækkaði er- heimtu á 96 milljónum króna hjá lend lán stofnunarinnar og afborg- Orkubúi Vestfiarða og Rafmagns- anirafþeim.Þásamþykktistjórnin veitum ríkisins. Þaö kemur því að lækka raforku tú húshitunar ekki til hækkunar hjá þessum aðil- íbúðarhúsa um 14 prósent. Með um sem þeir töldu nauðsynlega til þessu er raforkuverðið oröiö lægra þess að geta staöiö í skilum. en verö á olíu. Stjómin hyggst end- - -gse Sendinefndin fyrir utan Landakotskirkju ásamt kaþólska biskupnum hér á landi, Alfred Jolson. í nefndinni eru m.a. Lemaitre, sendimaður páfa á Norðurlöndum, John Gran, biskup í Osló, Roberto Tucci, sem hefur yfirum- sjón með heimsóknum páfa og fjórir embaettismenn frá Vatikaninu. DV-mynd GVA Sendinefndfrá páfanum undirbýr heimsókn hans: Amarhóll hugsan- legur messustaður Hér á landi er nú sendinefnd frá páfastófi til að undirbúa heimsókn hans sem verður fyrripartinn í júní á næsta ári en hugsanlegt er talið að páfi komi fyrst til Islands í heimsókn sinni til Norðurlanda. Sendinefndin, sem er skipuð sjö mönnum, er hingað komin til að kynna sér allar aðstæður og'átti hún fund með fulltrúum utanríkisráðu- neytisins í gær. Farið er yfir hvaða leið verður keyrð, tímaáætlun og síð- ast en ekki síst fundinn mögulegur messustaður. Nokkrir staðir hafa verið nefndir sem mögulegir messu- staðir, m.a. túnið við Landakot, Laugardalsvöllur og einnig Arnar- hvoll. Ekki hefur þó verið tekin nein ákvörðun um staðinn ennþá. -SMJ Securitas þrífiir herbergi á Esju Öllum ræstingarstúlkum hefur verið sagt upp á Hótel Esju. Að sögn Einars Olgeirssonar hótel- stjóra hefur hótehð gert samning við Securitas um ræstingu á herbergjum og öðrum vistarverum. Slíkir samn- ingar við verktaka væru nú orðnir algengir á Norðurlöndum. Einar sagði að allir þeir starfsmenn sem misstu störf sín fengju nýja vinnu hjá Flugleiöum, bæði á Loft- leiðahótelinu og eins í öðrum deild- um fyrirtækisins. -gse Hnífstungumar: Játningar og gæsluvarðhald Maðurinn sem særði félaga sinn á hálsi með hníf i heimahúsi í Keflavík hefur nú játað. Hann hefur verið úrskurðaður í 60 daga gæsluvarðhald. Honum er og gert að sæta geðrannsókn. Eftir aö maðurinn hafði lagt til félaga síns með hníf hugðist hann svipta sig lífi. Skar hann sig á púls en sner- ist hugur og leitaði hjálpar á Sjúkrahúsinu í Keflavík. Báðir voru mennirnir undir áhrifum fíkniefna þegar atburð- urinn varð. Sá sem beitti hníf á skemmtistað við Laugaveg í fyrrakvöld hefur játað aö hafa veitt maimi áverka. Annar mað- ur telur sig hafa oröiö fyrir áverkmn af vöidum hnífamanns- ins. Ekki hggur játning fyrir um það atvik. -sme Steingrímur til Washington Utanríkisráðherra, Steingrím- ur Hermannsson, mun eiga viðræður við embættismenn í bandaríska utanríkisráðuneyt- inu í Washington næsta þriöju- dag. Þar veröa rædd almenn samskipti þjóðanna og sérstak- lega þó hvalveiðar, siglingar fyrir varnarliðið og viðskipti land- anna. Steingrímur fór síðasta fimmtudagsmorgun til Zurich í Sviss þar sem hann sat þing Al- þjóðasamtaka frjálslyndra flokka en Steingrímur er þar í fram- kvæmdastjórn. Þaðan fór hann úl Los Angeles í einkaerindum. Hann kemur aftur til landsins á fimmtudag. -SMJ Opnað fyrir erientfé Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra hefur lagt fyrir ríkisstjórn- ina írumvarp um fjárfestingar erlendra aðila hérlendis. Samkvæmt frumvarpinu verð- ur erlendum aðiliun frjálst að eiga hér og reka iyrirtæki, með nokiírum ■ undantekningum þó. Sjávarútvegurinn veröur þeim lokaður og þeir mega ekki eiga nema 25 prósent í bönkum. Flest- ar aðrar atvinnugreinar, svo sem iðnaður, landbúnaður, fiskeldi, verslun og þjónusta, verða lúns vegar án undantekninga. -gse Hið ísienska kennarafélag: Urskurður Félags- dóms um veik- fallsboðun í dag í dag mun félagsdómur koma saman og taka fyrir verkfalls- boðun Hins íslenska kennarafé- lags sem boðað hefur verkfall 13 apríl næstkomandi hafi samning- ár ekki tekist fyrir þann tíma. í Hinu íslenska kennarafélagi eru kennarar í framhaldsskólum landsins. Það sem um er deilt varöandi verkfallsboðunina er hvort meirihluti félagsmanna hafi sam- þykkt hana í atkvæðagreiðslu. Atkvæöi féllu þannig að 464 voru samþykkir verkfallsboöun en 462 á móti en 60 skiluðu auöu. Og það eru einmitt þessi 60 auðu atkvæði sem deilt er um. Samningamenn fjármálaráðu- neytisins halda því fram að meirihluti þeirra sem taka þátt í atkvæðagreiðslunni verði að vera samþykkur verkfailsboðun til jess aö hún sé gild. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.