Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. 3 Fréttir Gengi skráð of hátt um 18% í árslok segir Vilhjálmur Egilsson út úr Seölabankanum og tll viö- Vilhjámur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs, sagöi á ráðstefnu Sambands fiskvinnslu- stöðva í gær að allt stefndi í að gengið yrði 18 prósentum of hátt í árslok. Ástæðan væri sá munur sem væri á verðbólgu>hér og erlendis. Vilhjálm- ur sagðist vilja fá gengisskráninguna skiptabankanna og annarra sem versla rneð gjaldeyri. í stað fastgeng- isstefnunnar yrði markaðurinn látinn ráða verði á gjaldeyri og þar með gengi krónunnar. í erindi sínu benti Vilhjálmur einn- ig á að til þess að eiga fyrir öllum innilutningnum, þyrftum við að flytja út sem jafngilti öllum Banda- ríkjamarkaði. Til þess að þess að ná endum saman þyrfti sem samsvarar Spánarmarkaði til viðbótar. Svo hrikalegur væri viðskiptahallinn orðinn. -gse Sérstæðar messur Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Allsérstcéðar messur verða á sunnudag í Glerárkirkju á Akureyri og í Dalvíkurkirkju. í messunum verður íluttur helgi- leikur sem byggður er á sögunni um Jónas í hvalnum. Flytjendur veröa 25 manna kór og 7 manna hljómsveit úr Hafralækjarskóla í Aðaldal. Tón- hstin er eftir Michael Hurd og text- inn þýddur og staðfærður af sr. Kristjáni Val Ingólfssyni og byggður á texta Gamla testamentisins. Róbert Faulkner tónlistarkennari og Sigmar Ólafsson skólastjóri hafa unnið að þessari uppfærslu með nemendum sem flestir eru úr kirkjuskólum Grenjaðarstaðar- og Nessókna. Messan í Glerárkirkju verður kl. 11 og á Dalvík veröur messan klukk- an 14. Eitt af fyrstu verkunum sem framkvæmd verða á byggingarsvæði ráð- hússins næstu daga verður gerð fyllingar úr möl út í Tjörnina umhverfis grunn ráðhússins. Fyllingin, sem sést á þessu korti frá Reykjavíkurborg, skagar mun meira út í Tjörnina en ráðhúsið mun gera og verður hún fjar- lægð að byggingu lokinni árið 1990. Samkvæmt upplýsingum frá borgaryfir- völdum er fyllingin nauðsynleg vegna athafnasvæðis verktakans, svo og til að stifa af stálþil sem rekið verður niður umhverfis grunninn. -JBj Meirihlutamyndun stúdentaráðs: Málin að fara í strand - segir Runólfur Ágústsson í Röskvu „Mér virðast allar samningavið- ræður um meirihlutamyndun vera aö fara í strand. Röskva leggur megináherslu á samstjórn beggja fylkinga en Vaka hefur hafnað öll- um tilboöum okkar,“ sagði Runólf- ur Ágústsson, einn fulltrúa Röskvu í samninganefndinni, í samtali við DV. Runólfur sagði Röskvu hafa boð- ið Vöku aö hvor fylking heföi þrjá af sex 1 stjórn stúdentaráðs og formaðurinn væri þá úr flokki Vöku. Því var hafnaö og bauð Röskva þá að Vaka fengi alla stjómina gegn því að Röskva fengi fulltrúa stúdenta í stjóm LÍN og þann fulltrúa stúdenta sem losnar í sfjórn Félagsstofnunar stúdenta í vor. Því hafnaöi Vaka einnig. „Við bjóðum Vöku heldur betri stöðu og flnnst það ekki óeðlilegt þar sem hún hafði nauman meiri- hluta í kosningunum. Til að undirstrika sanngirni okkar í þess- um tilboðum höfum við boðist til að víxla tilboðunum en Vökumenn vilja ekki ræða þetta. Það þarf því róttæka hugarfarsbreytingu hjá Vökumönum til að frekari viöræð- ur komi að gagni,“ sagði Runólfur. Hann sagði jafnvel hugsanlegt að grípa þyrfti til þess örþrifaráðs að velja menn í stjórn stúdentaráös með hlutkesti. „Það væri hörmu- legt afspurnar fyrir stúdentaráð, sérstaklega efdr máhð i tann- læknadeildinni í vetur.“ -JBj Bjartsýnn á samninga - segir Amar Jónsson í Vöku „Staðan í meirihlutamyndun stúdentaráðs er mjög óljós vegna þess að samninganefnd Vöku á eft- ir að leggja tilboð Röskvu fyrir félagsmenn sína. Ég er þó bjart- sýnn á að eitthvað gerist á sunnu- dag þegar samninganefndimar hittast,“ sagði Arnar Jónsson, full- trúi í samninganefnd Vöku, í samtali við DV. Vaka hafnar alfarið samstjórn þar sera hún telur að stjómin þurfi að koma öll úr sömu hreyfmgunni en um leið sé ljóst að andstæð fylk- ing geti haft áhrif með sín fimmtíu prósent í stúdentaráöi. Amar sagði viðræðugrundvöll hafa myndast fyrir páska en baknefndarfundur Röskvu hafi dregið tillögu félagsins til baka og er staöan því nú á núll- punkti. Meginágreiningurinn stendur um hvorum megin fulltrúi stúdenta í LÍN verður. Aöspurður sagði Arnar hugsan- legan möguleika að til teningakasts komi eða að viöræðum veröi fre- stað fram í júní. „Ég er bjartsýnn á aö samkomulag náist fijótlega og við munum auðvitaö reyna til þrautar að ná samkomulagi. Ten- ingakast finnst mér vera kostur sem fólk talar um en vill ekki nota nema að allt þrjóti,“ sagði Arnar. -JBj Ég gæti nefnt margar ástæður fyrir því að ég ferðast með Saga Qass og Euro Qass. Ein þeirra er sex ára gömul. Fyrst verð ég að nefna einn jákvæðasta punkt SAGA CLASS/EURO CLASS sem er sveigjanleikinn. Ég get lagað ferðalagið að mínum erindum, þ.e. breytt miðanum á síðustu stundu ef eitthvað kemur upp á. Það er sem sagt sjálfsagt mál að skipta um „ferðaskoöun" fyrirhafnarlaust! Ferðin þarf heldur ekki að taka meira en 3 daga og þá slepp ég við mikinn uppihaldskostnað, verulegt vinnutap, þreytu og... ... og þá er það sú sex ára gamla sem ég nefndi. Það er hún dóttir mín sem varð 6 ára á dögunum. En ég missti ekki af afmælinu hennar, þökk sé Saga Class. Erindinu lauk ég á stuttum tíma og gat flogið heim strax að því loknu. Allir voru ánægðir, sérstaklega ég. Augnablik! Ég nefndi SAGA CLASS/EURO CLASS saman; þetta er nefnilega samvinna Flugleiða og SAS. Héðan fer ég á Saga Class og svo tekur Euro Class við þegar ég ferðast með SAS. Annars er alla nánari útlistun að finna í bæklingunum um SAGA CLASS og EURO CLASS. Þú færð þá á öllum ferðaskrifstofunum, söluskrifstofum Flugleiða og SAS. fff/SAS Laugavegi 3 Sími21199, 22299 FLUGLEIDIR -fyiir þíg- Kringlunni Lækjargötu Hótel Esju Sími 690‘100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.