Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. 5 Stjómmál Framsókn úr stjórninni? Framsóknarflokkurinn kann að fara úr ríkisstjórninni. Margir telja það nú líklegt. Framsókn boðar aukafund í miðstjórn sinni, til að fjalla um stjórnarsamstarfið og aðallega efnahagsmálin. Búist er við, að á þessum miðstjórnar- fundi muni Framsókn setja fram harðar krþfur í efnahagsmálum, kröfur sem aðrir stjórnarliðar geta ekki sætt sig við. Þá gæti svo farið, að stjómarsamstarflð splundraðist. Þeir stjórnarliðar, sem DV ræddi við í gær og fyrra- dag, telja, að þá Páll Pétursson formaður þing- flokks Framsóknar og foringi stjórnarandstæðinga innan flokks- ins. gætu nýjar kosningar orðið næsta haust. Framsókn hefur frá byrjun verið óánægð í stjóminni. Framsóknar- menn saka krata fyrst og, fremst, finnst þeir leika einleik og fara villur vegar. Gagnrýnin beinist einkum að Jóni Baldvin og Jó- hönnu. En gagnrýnin ristir miklu dýpra. Framsóknarmenn segja að ekki gangi að ríkisstjórnin haldi að sér höndum, eins og horfurnar em óglæsilegar í efnahagsmálum. Þar saka þeir sjálfstæðismenn einnig. Ekki dugi, að ríkisstjórnin sitji með hendur í skauti, eins og horfur eru um viðskiptahalla viö útlönd, gengi og verðbólgu. Fram- sókn krefst aðgerða. Hún horfir mest á frekari gengislækkun, enda séu útflutningsatvinnuvegir á kúpunni. Framsókn vill höft til að minnka viðskiptahallann, tak- markanir á innflutningi. Þessu mótmæla aðrir stjórnarliðar, sem vilja reyna að halda fóstu gengi eftir sex prósent gengisfellingu fyrir skömmu. Páll Pétursson, formaður þing- flokks Framsóknar, er foringi þeirra í þeim flokki, sem beita sér gegn stjórninni. Ólafur Þórðarson stendur einnig gegn stjórninni. Guðmundur Bjarnason ráðherra er talinn hiynntur Páh. Framsókn hefur oft staðið vel í skoðanakönn- unum að undanfórnu. En Stein- grímur Hernjannsson og Halldór Ásgrímsson ottast, að sundrungin í Sambandinu kunni að spilla fylgi Framsóknar um þessar mundir. Páll Pétursson og hans menn láta það sem vind um eyru þjóta. Þeir menn óttast ekki kosningar. Þeir horfa til vinstri og segja, að fylgis- aukning Kvennalistans muni duga þeim, ásamt Alþýðubanda- laginu, til stjórnarmyndunar eftir kosningar. Hroðaleg staða efnahagsmála Framsókn hefur vissulega rétt fyrir sér, aö hörmulega stefnir í efnahagSmálum. Góðærið er liðið. Hófsamleg spá *egir, að kauphækkun síðustu samninga þýði 16-18 prósent launahækkun. Verði unnt að halda gengi fóstu, stefnir samt í 17-18 verðbólgu á árinu. Það er verst, hvernig horfir um útflutn- ingsatvinnuvegina. Tap frysting- arinnar er að verða 7-9 prósent, og það eftir sex prósent gengis- fellingu. Tap sjávarútvegs í heild - gerir harðar kröfur í efnahagsmálum er að verða 5-9 prósent, eftir því hvernig dæmið er reiknaö. Erfitt verður að ganga frá fiskverði, sem nú er komið á dagskrá. Saltfiskur- inn fellur. Horfurnar eru, að hallinn á viðskiptum við útlönd verði yfir 12 milljárða'r króna í ár. Það þýðir auðyitað sjálfkrafa sláttur á lánum erlendis. Þetta hefur að sjálfsögðu í fór með sér, að varla verður unnt Fréttaljós Haukur Helgason að komast hjá gengislækkun. Hún mundi þýða stóraukin verðbólga umfram það sem hér var nefnt. Hún mundi einnig þýöa, að samningar yrðu lausir aftur, enda bundnir við rauð strik og græn um verðbólgu. Það stefnir í ár í eins prósent sam- drátt á framleiðslu í landinu og hálfu prósenti meiri minnkun þjóð- artekna. Viðskiptahallinn verður að minnsta kosti fjögur og hálft prósent af landsframleiðslu og líklega mun meiri. Þetta eru uggvænlegar horf- ur. Margir framsóknarmenn vilja setja stjórnarsamstarfinu þá kosti, að gengi verði fellt um að minnsta kosti sex prósent í viðbót og beitt verði höftum. Stjórnarsamstarfið stendur illa. Framsóknarmenn eru á þessari stundu ósammála um viðbrögð, en stjórnin er í mikilli hættu, enda boð- aðir skyndifundir meðal stjórnar- liða. -HH Riinini-Riccione Róm, Feneyjar, Flórens, Verona, Gardavatnið, San Marino og sól. Þú slærð margarflugúr í einu höggi á Rimini. Sólin, sjórinn og öll tilheyrandi aðstaðaer í takt við aðrarglæsilegustu sólarstrendur Evrópu, en Rimini hefur I íka afdráttarlausa sérstöðu, sem kryddar tilveruna og eykur fjölbreytnina langt umfram það sem venjulega gerist á sólarströndum: EINSTAKAR SKOÐUNARFERÐIR. 3ja daga Rómarferð, 2ja daga ferð til Verona og Gardavatnsins, dagsferðir til Feneyja, Flórens og San Marino. Hvar annars staðar bjóðast álíka ævintýri? FRÁBÆRIR VEITINGASTAÐIR. Rimini-Riccione er eitt af höfuðvígjum ítalskrar matargerðarlistar. Hérfinnurðu staði sem gefa bestu veitingastöðum stórborganna ekkert eftir. Sparikvöldin slá í gegn! Ww!$Íi0IÍi0té HEIMSFRÆGIR TÍSKUHÖNNUÐIR. Italskirtískuhönnuðir á borð við Georgio Armani hafaopnaðsínareigin verslanirog hafajafnvel bækistöðvar sínar á Rimini. Tískuverslanir skipta hundruðum með fatnað eins og hann gerist glæsilegastur um allan heim! ÍTALSKT, ÓSVIKIÐ ANDRÚMSLOFT. Þú ert á grónum ítölskum stað með aldagamla, ósvikna menningu, sem alls staðar finnst fyrir. Aðeins það gefur Rimini-dvölinni ótrúlega mikla dýpt. BARNAKLÚBBURINN OG ÍÞRÓTTAKLÚBBURINN bjóða upp á fjölbreytta skemmtun; leiki, íþróttastarf og dansiböll fyrir alla aldurshópa! RIMINI-RICCIONE - staður ungs fólks, fjölskyldufólks og eldra fólks. Staðurallra þeirra sem vilja eina ferð með öllu. ■'' - • 'W!W Samvinnuferdir - Landsýn Austurstræti 12 • Sími 91-69-10-10 Hótel Sögu við Hagatorg • 91-62-22-77. Akureyri: Skipagötu 14 • 96-2 72-00 Adrialic Riviera of Emilia - Romagna i llaly i Rimini Gatteo a Mare Savignano a Mare Riccione San Mauro a Mare Bellaria - Igea Manna Catlolica Misano Adnatico Cervia - Milano Marittima Cesenatico Lidi di Comacchio Ravenna e'le Sue Manne

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.