Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Síða 9
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. 9 Ferill Boy George: Fjórðaverst klædda konan Einu sinni var hann frægasta popp- stjarna veraldar. Hann sagðist taka bolla af tei fram yfir kynlíf og hæddist að öllu og öllum. Svo hrundi spilaborgin og Boy George varð alræmdasta poppstjarnan og fékk uppnefnið Dóp George. Boy George eða George Alan O’Dowd eins og hann heitir réttu nafni, hefur alltaf ver- ið til hálfgerðra vandræða. Þegar hann var 15 ára fekk skólastjórinn í Eltham Green gagnfræðaskólanum í London nóg af hon- um. Það var ekki bara vegna þess að hann var vandræðagemlingur og algerlega áhugalaus úm námið. Hann mætti í skól- ann með appelsínugult hár og gekk undir viðurnefninu Öfugugginn. Hann var aftur og aftur varaður við en það kom fyrir ekki og sálfræðingur skólans úrskurðaði hann „óviðráðanlegan". „Ég sagði sálfræðingnum bara að hann væri ljótur,“ viðurkenndi George síðar. Þar kom að foreldrar hans fengu bréf frá skólastjór- anum þar sem sagöi að „ekki væri lengur hægt að ábyrgjast hvað drengurinn gæti gert sjálfum sér og öðrum hér innan veggja.“ Með þeim orðum var George rek- inn. Sagt er að foreldar hans hafi tekið tíðind- unum með ró. Faöir hans, Jeremiah, fyrrum hermaöur og síöar byggingaverka- maður, á að hafa sagt. „Þetta er bara fyrsta skrefið. Hann á eftir að verða frægur.“ Móðir George heitir Dianah og vann í mötuneyti skólans sem George var rekinn úr. írskuruppruni George Alan'er fæddur 14. júní árið 1961 í London þótt hann hafi sjálfur haldið því fram að hann væri fæddur á írlandi. Hann er þó af írskum uppruna eins og ættarnafnið O’Dowd bendir til. Foreldrar hans fluttu til London skömmu áður en hann fæddist. George hefur alltaf verið hreykinn af írskum uppruna sínum og sagði einu sinni í blaðaviðtah að hann „vildi frekar vera írskur en enskur. írar eru uppreisnargjarnari en Englendingar". George er þriðji í röðinni af sex systkin- um. Tveir bræður hans, Kevin og David, vinna við poppiönaðinn. Sá eldri er um- boðsmaður söngvara en hinn hefur gert ljósmyndun poppstjarna að sérgrein sinni. George segist muna fátt úr æsku sinni ann- að en að hann hafi alltaf verið að bíða eftir frægðinni. Hann var skáti og þótti standa sig vel. Einu sinni fékk hann meira aö segja heiðursmerki fyrir góða frammistöðu við að heimsækja gamalt fólk á sjúkrahús. Þægtbam Hann þótti líka fremur þægt barn. Ge- orge hefur sagt að foreldrar sínir hafi ekki sýnt sér mikla ástúð. „Það var þó-þaö sem ég vildi. Mig langaði að kyssa föður minn. Ég þráði að hann veitti mér athygli." Það var á unglingsárunum sem strákur- inn fór að gerast erfiður. Þegar hann var 14 ára rifust þeir feðgar einu sinni heiftar- lega. Rifrildiö endaöi á því að George lokaði sig inni á kósetti en faðir hans braut upp hurðina og George flúði til nágrannanna. Þar bjó hann næstu tvær vikurriar. „Þegar ég kom aftur var allt í stakasta lagi og við feðgar rifumst aldrei aftur," er haft eftir George. Á unglingsárunum kom einnig fram sú árátta hjá George að klæða sig í kvenleg fót. í fyrstu valdi hann sér þó einkum und- arleg fót en með tímanum fór hann líka að sjást í kvennmannsfótum og einu sinni kom hann í skólann þannig klæddur. Á sama tíma fór hann einnig aö lita á sér hárið. í fyrstu notaði hann fyllingar úr tússpennum til aö lita hárið. Hann prófaði ýmsa liti og á endanum varð hann hrifnast- ur af appelsínugulu og tók þann smekk eftir David Bowie. Þessi árin gengu einnig sögur um að sitt- hvað væri bogið við kynferði hans. Hann segir að fyrsta ástin hafi verið stúlka að nafni Brenda og síðan hafa ýmsar stúlkur verið nefndar til sögunnar og raunar karl- menn einnig. George segist hafa verið 15 ára þegar hann svaf hjá strák í fyrsta sinn. „Það var hræðilegt," sagði hann í viðtali þegar hann var spurður út í þetta atriði. Misheppnaðar tilraunir Áður en George varð frægur sem popp- stjaman Boy George reyndi hann fyrir sér við ýmsa vinnu og var oft rekinn. Hann vann um tíma í fatabúð og í framhaldi af því fór hann að reyna fyrir sér sem tísku- módel. Hann var myndaður í nokkrum auglýsingum. Hann kom einnig fyrir í nokkrum tónlistarmyndböndum en missti þó þar af stærstu bitunum. Hann reyndi að fá hlutverk í myndbandi með David Bowie en var hafnað. Fljótlega eftir það fór þó að rofa til. Hann söng eitt lag inn á plötu fyrir fyrrum fram- kvæmdastjóra Sex Pistols. Þá var honum gefið nafnið Lieutenant Lush en frægðin lét enn bíöa eftir sér. George hélt þó áfram að reyna fyrir sér og næst stofnaði hann hljómsveit sem hét Praise Of Lemmings. Meðan hann var enn í þeirri sveit hitti hann trommuleikarann Jon Moss. Saman stofnuðu þeir ásamt bassaleikaranum Mickey Craig og gitarleikaranum Roy Hay hljómsveitina Culture Club. Loks frægur í fyrstu virtist sem hljómsveitin ætlaði ekki að ná vinsældum. Árið 1981 sendu þeir þó frá sér lagið Do You Really Want To Hurt Me og það sló í gegn. Lagið fór í efsta sæti vinsældalistans í Bretlandi og allt í einu var Boy George orðinn umtalað- asti maðurinn þar í landi. Eitt af því fyrsta sem menn vildu vita um hina nýju stjörnu var hvort hún væri karl eða kona. Flestar poppstjörnur á þessum árum litu ósköp venjulega út en hér var ein komin sem stakk í stúf. Nokkurs konar Boy, George æði hófst og fáir voru ánægð- ari með það en kappinn sjálfur. Næstu fjögur árin voru Boy George og Culture Club í röð vinsælustu poppara í heiminum. Fyrsta stóra platan seldist í 14 milljónum eintaka. Bandarísk kona á fer- tugsaldri seldi húsið sitt til að komast til Englands og hitta Boy George. Önnur kona sagði aö hjónaband hennar væri í rúst vegna þess að maðurinn hennar segði að hún líktist Boy George. Hann neitaði að sofa hjá henni. Og þannig sögur eru til í ótal útgáfum. Boy George klæddi sig alltaf eins og kona og var einu sinni ílokkaður sem íjórða verst klædda konan í heiminum. Boy Ge- orge varð frægur fyrir ýmsar athugasemd- ir um fræga menn. Hann líkti páfanum við Gary Glitter og annað eftir því. Frægðin reyndist þó ekki áreynslulaus og árið 1984 fór að haúa undan fæti. Ný lög náðu ekki sömu vinsældum og þau eldri og það virt- ist fara í taugarnar á Boy George. Hann lagðist í eiturlyf og hljómsveitin flosnaði upp. Auk eiturlytjanna snerist Boy George til búddatrúar í von um að losna undan raunveruleikanum. Síðustu mánuð- ina hefur hann reynt að vinna sér nafn á ný með nokkrum árangri en þó ekki þeim samaogáður. Þetta er eitt frægasta gervi Boy George. Glæsikvendið. Furðufuglinn. Háskakvendið. Hlýlegustu bréfin komu írá íslandi - sagði Boy George eftir að hann vann bug á heróínfíkninni „Aðdáendurnir hafa verið alveg stórkostlegir. Þeir hafa sent mér þúsundir bréfa þar sem þeir segja að þeim þyki enn vænt um mig og muni standa með mér. Ég hef feng- ið bréf hvaðanæva úr heiminum og sum af þeim hlýlegustu hafa koraið frá íslandi," voru orö stór- popparans Boy George i einkavið- tali við DV fyrir rúmu ári. Þá var hann að ná sér upp úr erfiðleikum vegna eiturlyflaneyslu sem nærri hafði riðið honum að fullu. Haustið 1986 var hann þó á góðum batavegi eftir að hafa farið í meðferð og síð- an hefur frægðarsól hans verið aö rísa á ný. Boy George féE fyrir heróíninu þegar hann var 24 ára gamall. Árin á undan var hann kominn í röð vinsælustu poppsöngvara í heim- inum. Frægð hans hefur ekki síst stafað af skrautlegri framkomu en Boy kaus sér snemma gervi klæð- skiptingsins á hljómleikum. Af þeim sökum hefur hann oft orðið að svara spurningura um hvort hann sé hommi og neitar því ekki enda eru sögur um elskhuga hans margar. Áfall Gervið á þó aðeins að vera hluti af Boy George ímyndinni sem var mjög áberandi í popptónlistinni fyrir fáum árum en beiö alvarlegan hnekki þegar eiturlyfin tóku völdin af kappanum. Það var i mars á árinu 1985 sem Bpy George reyndi heróín fyrst. „Ég var þá í París og varð fárveik- ur þegar ég var búinn að prófa það,“ sagði Boy George í viðtalinu við DV. „Svo liðu nokkrir mánuðir þar til ég pófaði það aftur og þá fór ég að nota það reglulega. Þetta fíkniefni er svo vinsælt í London að það er alltaf hægt að fá nóg af því og svo leiddi eitt til ann- ars. Ég á hins vegar sennilega aldrei eftir aö gera mér grein fyrir því hvers vegna ég leiddist út í þetta. Það var vissulega ekki ástæðan eins og margir hafa haldið að ég hefði hætt að vera vinur Jon Moss (sem var trommuleikari Cult- ure Club) eða af því að lújómsveitin hefði verið hætt aö standa sig. Ef til vill var það bara velgengn- in. Ég sá hve yfirborðskennt þetta var og gerði mig ringlaðan. Svo. vissi ég eiginlega ekki lengur hvað ég vildi. Þaö getur líka verið að þetta hafi veriö barnaleg tilraun til uppreisnar því ég hef alltaf hrifist af þvi sem er spennandi. Taldi sig ráða við nautnina Mér fannst allt vera í lagi fyrst eftir að ég byrjaði að taka heróín í nefið en svo gerðist það einn daginn að mér fannst ég ekki getað lifað af daginn án þess að fá það. Ég er vel gefmn og hafði haldið að vel gefið fólk gæti haft stjórn á neysl- unni en þaö er misskilningur. Þetta er ekki hægt. Þaö er heróínið sem stjórnar manni. Ég byijaði á því að taka eitt gramm á dag en svo varð þörfm meiri og meiri og ég varð aö taka meira og meira öl þess að mér Uði eðlilega. Ég hafði ánetjast því og það er það skelfileg- asta sem ég hef upplifað.“ Á endanum fór Boy George sjálf- viljugur í meðferð. Ástand hans var þá komö í hámæU og fljótlega eftir að meðferðin hófst hafði hann sam- band við lögregluna og viður- kenndi aö hafa átt og neytt heróíns. Hann var dæmdur í 250 punda sekt fyrir brotið. Það jafngilti þá um 15 þúsundum ísenskra króna. Réttar- höldin vöktu mikla athygli og aðdáendur hans voru fjölmennir við réttarsalinn. Mörgum þótti dómurinn of vægur en honum var ekki breytt. Nú er vel liðið á annaö ár frá því Boy George barðist við heróínið. Við lá að feriU hans væri þá á enda og næsta árið heyrðist Utið til hans. Síðasta vor birtist hann þó á ný - án hljómsveitarinnar Culture Club . - og hefur síðan veriö aö koma fót- um undir sig á ný. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.