Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 15
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. 15 Salíbuna með skíðalyftu Sunnlendingar hafa ekki verið ofsælir af skíðasnjónum á þessum vetri og hver mundi hafa getað log- ið því upp að á íslandi væri ekki hægt að fara á skíði vegna snjóleys- is? Enda mun ferðum hafa fjölgað ótrúlega til Alpanna í vetur og lái það hver sem vill. í þeirri skíða- paradís er lúxusinn slíkur að menn verða að beita allri sinni nægjusemi til að láta sér lynda frumstæðar aðstæðurnar í Bláfjöllunum á eftir. Þar tekur það hálfa klukkustund að bruna niður brekkurnar frá efsta toppi í hlíðum Alpanna, meðan hér eru m'enn ekki fyrr komnir upp en þeir eru komnir niður aftur. Ef þeir komast þá upp. Á föstudaginn langa lögðu tíu þús- und manns leið sína í Bláfjöllin. Sú skíðaferð ku að mestu hafa farið fram í bílalestum og biðröðum og þeir máttu þakka fyrir sem náðu einni salíbunu eftir daginn. Ef menn vilja komast í brekkurnar hér heima er helst að sæta lagi í norðan- áttinni þegar frýs í æðum blóð og skafrenningurinn skilur klakann beran eftir fyrir þá sem vilja fót- brjóta sig. En þótt nýrri kynslóð af skíðafólki þyki lítið til þess koma að bíða í biðröðunum eða skíða í snjólausum brekkunum hér uppi á Fróni þá skaðar ekki að geta þess að skíða- ferðir hér á landi hafa ekki alltaf verið dans á rósum. Og satt að segja hefur aðbúnaðurinn tekið slíkt helj- arstökk fram á við að það er með hreinum ólíkindum að nokkur skuh hafa nennt þessu sporti fyrir tveim áratugum og fyrr. Ég er að vísu ekki nógu gamall til að muna þær heljarslóðarorustur sem skíða- menn háöu til að koma sér í fjöllin, hvað þá í æfingu, þegar ekkert var á boðstólum nema brekkan frá náttúrunnar hendi. Engar lyftur, engir troðarar og skíðagræjumar ekki einu sinni boðlegar á Þjóð- minjasafnið. Enda var öórum en ævintýramönnum ráðið frá því að stunda þetta sport, ef þeir vildu ganga á tveim jafnfljótum og óbrotnum. Páskaferðin Ég fór að vísu einu sinni í páska- ferð í Skálafelhð á unghngsaldri, en lét mér það að kenningu verða. Hópurinn mátti þakka fyrir að verða ekki úti í bhndbyl og skaf- renningi og það eina sem ég hafði upp úr krafsinu vom kahn eyru, sem ég þurfti að reifa það sem eftir var vetrar, öðmm til aðhláturs en mér sjálfum. th auðmýkingar. Minningarnar úr þessari páskaferð eru helst tengdar þeim vitsmuna- legu hugrenningum mínum, þegar ég tróð marvaðann upp brekkuna með skíðin á bakinu, hvers konar fífl ég gæti verið að leggja þetta erf- iði á mig th þess eins að renna mér niður aftur. Sér í lagi vegna þess að það er í rauninni kraftaverk að komast standandi niður fyrir mann sem ekki kann einu sinni plóginn. Ég gerði tuttugu ára hlé á skíða-' feröum mínum eftir þessa reynslu, kalinn á eyrum og heimtur úr helju. í rauninni var ég löngu búinn að gleyma þessu fjallasporti og átti mér einskis ills von þegar ég var sjálfur oröinn foreldri og þurfti aö hafa ofan af fyrir bömunum. Hvað er betra en blessað fjallaloftið? sagði ég og skipaði íjölskyldunni í aftur- sætið. Nú skyldi sýnt gott fordæmi og ég fór meira að segja að rifja upp grobbsögur af gömlu skíðaferöinni í fárviörinu forðum. Hvað segir maöur ekki ungviðinu þegar engin er til frásagnar nema maður sjálf- ur? Og stelpurnar mínar voru líka á þeim aldri að þær áttu ekki ann- arra kosta völ en trúa því eins og nýju neti að pabbi vissi allt um skíð- in og kynni allt í brekkunum. Ekki var að minnsta kosti annað aö heyra þegar þær gegndu því mögl- unarlaust að vakna upp á morgn- ana til að festa bhinn í fyrsta skaflinum og norpa svo í kuldanum til að láta draga sig í bæinn. Þær hafa verið farnar margar fýluferð- irnar í skíðalöndin um dagana. Aldrei mátti neinn tíma missa, jafn- vel þótt bæði nestið og skíðin gleymdust heima ,og vegurinn og veðrið kolófært. Ný stólalyfta Svo var það sem sú merka stund rann upp að stólalyfta var opnuð í Bláfjöllunum. Hvílík tímamót, hví- hkur lúxus! Jafnvel Skálafelhð var svikið í tryggöum og stefnan tekin á Hengihnn. Þetta var laugardags- morgunn í dumbungsveðri. Frost; kalt og gekk á með hryðjum. Á svæðinu var fremur fámennt enda ekki nema sportidíótar eins og ég í stuði th að leggja í fjöllin þegar allra veðra er von. Með mér voru telp- urnar, átta og níu ára, nauðugar, vhjugar. Enda eiga börnin engra kosta völ þegar pabbinn er manísk- ur og rekur þau á fætur með for- eldravaldi. Þeir voru að vísu búnir að ráða skála- og svæðisstjóra í Bláfjöllun- um en ekki var talin ástæða að hafa lyftuverði th annars en setja í gang. Það þotti ekki þörf á því að hjálpa fuhorðnu fólki í sjálfvirkar lyftur. Og þarna stóðum viö, feðgin, thbúin til að láta stólana grípa okkur og flytja okkur áreynslulaust upp á efsta tind. Nema hvað! í þeirri andránni ge- rist slysið. Önnur telpan nær ekki að setjast í stólinn og hin kastar sér úr honum í fátinu. Lyftustólum kemur þaö hins vegar ekki við, ekki þá frekar en nú, hvort einhver tekur sér sæti og heldur sína leið. Og þar sem ég stend í fóðurhlut- verkinu, upptekinn að því að koma dætrunum í og úr stólnum, skiptir engum togum að höndin festist í stólarminum og ég tekst á loft. Bar- asta á loft og engin vörn í stöðunni. Hangi allt í einu í lausu lofti utan í stólnum og lyftan á hraðri leiö upp fjallið. Það var ekki fyrr en ég er kominn tíu, fimmtán metra upp í loftið og dágóðan spöl að einhver stekkur th og stöðvar lyftuna. Guði sé lof, hugsaði ég og reyndi að taka þessu óvænta ferðalagi með æðru- leysi. Það mun víst vera næsta óvenju- leg sjón að sjá mann hanga utan á stólalyftunni í Bláijöllunum og varð til þess að nærstaddir söfnuðust saman og horfðu á þetta uppátæki og manninn sem var svona sniðug- ur. Hafa sennilega haldiö að þetta væri grín eða fífldirfska eða nýmóð- ins skíöastökk. Ég heyrði ekki betur en að hrifningaralda færi um mann- fjöldann sem beið spenntur eftir úrslitunum. Einhver hló, enda ekki að spyija að íslenskri fyndni. í lausu lofti Mér var hins vegar allt annað en hlátur í hug og gerði satt að segja ráð fyrir að þessa lífsreynslu tæki skjótt af þegar þeir bökkuðu lyft- unni niður aftur. En viti menn! Kemur þar hlaupandi piltur, sem greinilega var ábyrgðarmaður á staðnum, og æpir upp til mín að vera rólegur. Bíddu, sagðann eins og hann gerði ráð fyrir að ég gæti farið eitthvað, hangandi þarna blý- fastur í lausu lofti. Nei, ég gat lítið annað en beðið, enda kom í ljós að enginn kunni að bakka lyftunni, sjálfsagt vegna þess að Bláfjalla- nefnd hafði ekki gert ráð fyrir að lyftugestir tækju sér far með þess- um frumlega hætti. Lyftuvörðurinn ekki heldur og eftir að hafa hlaupiö fram og aftur í ráðleysi og panik, tók hann th við að að klífa næsta stólpa og skreiðast út á stólinn th mín og tosa í mig í þeirri von að þannig mætti losa mig úr klípunni. En hvernig sem hann tosaði og hvernig sem ég reyndi að losa mig frá stólbríkinni kom allt fyrir ekki. Ég var blýfastur. Það er þó bót í máh, hugsaði ég. Ég dett þá ekki niður á meðan. En kostirnir voru ekki glæsilegir. Ekki hægt að bakka niður og upp á endastöð var að minnsta kosti kort- érs keyrsla og ég fór að velta því fyrir mér hvort handleggurinn héldi þetta út. Gæti kannske rifnað af og mér var aftur litið niður, þar sem múg og margmenni hafði drifið að og benti til himins á þennan undarlega mann sem hafði tekiö sér far á lyftunni utanverðri. Þarna sá ég stelpurnar mínar sem hafa kannske haldið að þetta væri liður í skíðaæfingunum hjá pabba og vissu greinilega ekki hvort þær áttu að hlæja eöa gráta. Það er ekki á hverjum degi sem börn sjá for- eldra sína í loftfimleikum til að sanna karlmennsku sína og ég kall- aði til þeirra huggunarorð eins og maöur sér hetjumar gera í bíó- myndunum. Ekki veit égþó hversu hetjulegur ég hef verið út frá sjónar- hóli þeirra sem á horföu, enda gerði fólk sér smám saman grein fyrir að manninum var ekki alvara með þessu gríni. Hlátraskölhn höfðu breyst í umræður í hálfum hljóðum hvort ég lifði þetta af. Dauðastundin Sjálfum hefði mér ekki veitt af einhverri hughreystingu í þessari mannraun. Það var að minnsta kosti aldrei ætlan mín að geispa golunni í fimmtán metra fallhæð frá jörðu og krókna úr kulda fastur utan á stólalyftu. Ég tók að æpa fyrirskipanir og hótanir niður th ráðvilltra lyftuvarðanna. En hvor- ugt hreif. Fyrirskipanirnar gátu þeir ekki framkvæmt og hótanirnar gat ég ekki framkvæmt. Hvað stoð- uðu svo sem hótanir frá manni sem gat enga björg sér veitt og komst hvorki upp né niður og hékk á einni hendi utan á skíðalyftu? Beið þess eiginlega að hanga sig dauðan. Ég var ekki aðeins í skíðaskónum heldur líka með skíðin og þegar allt þetta bættist við líkamsþungann tók fljótt aö síga í átakið á höndina sem klemmdist milli járnanna og skoröaði mig af. Mínúturnar liðu ein af annarri og stöðugt fjölgaði fólkinu fyrir neðan, sem beið þess í óþreyju að verða vitni að dramat- ískum og voveiflegum dauðdaga þessa vesahngs sem hékk þarna ósjálíbjárga utan á lyftunni. Ékki vissi ég, og veit raunar ekki enn, hve langur timi leið. Mér fannst það heh eilífð og var farinn að skammast mín fyrir þennan smánarlega dauðdaga sem beið mín. Ég gat sosum viðurkennt að ég væri stundum heimsins mesti hrakfallabálkur, en að lenda í svona nokkru, ósjálfbjarga í lausu lofti, var ný lífsreynsla og því dapurlegri ef ég ætti ekki afturkvæmt til að útskýra fyrir nánustu aöstandend- um að þetta hefði ekki verið mein- ingin. Eftir dúk og disk og mikil funda- höld á jöröu niöri barst mér loks um það tilkynning aö mættur væri maður á staðnum sem kynni að kúpla í bakkgír. Og hægt og sígandi fór lyftan aftur í gang og viti menn! Hún færðist aftur á bak og skilaði mér niður á við og heilum og höldn- um til jarðar. Handleggurinn var enn á sínum stað og er enn. Ein- hver spurði hvernig ég hefði það og að því búnu héldu menn sína leiö og ég líka. Án þess að mikið bæri á, enda ekki eftirsóknarvert að vera frægur að endemum. Mér skilst að síðan sé hafður lyftuvörður á standandi vakt og fleiri hafi ekki tekið sér far með skíðalyftunum utanverðum. Ellert B. Schram í am - . )f . mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.