Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Blaðsíða 18
18
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988.
Disney nær sér á strik
Maðminn við stjómvölinn er JefFrey Katsenberg
Hann heitir Jeffrey Katzenberg
og selur drauma. Hann hefur rekið
Disney-kvikmyndaverið frá árinu
1984 með undraverðum árangri.
Þegar hann tók við stjórninni var
Disney komið í níunda sætið meðal
stóru kvikmyndafélaganna og á
niðurleið. Gamla draumaverk-
smiðjan var á síðasta snúningi.
Það var um síðustu áramót sem
öll tvímæh voru tekin af um að
Disney væri að ná sér á strik á ný.
Þá hófust sýningar á myndinni
Þrír menn og barn, gamansamri
mynd sem slegið hefur í gegn í
Bandaríkjunum og sýningar hófust
á hér fyrir páska. Með myndinni
hefur Disney skotist á ný upp á
milli kvikmyndarisanna í Holly wo-
od.
í öðru sæti
Þessi árangur hefur gert það að
verkum að augun hafa beinst að nýja
stjórnandanum, Jeffrey Katzenberg.
í Hollywood er haft á orði að ef hann
væri ofurlítið árásargjarnari en
hann er þá væri hann nú bak við lás
og slá. Katzenberg er 37 ára gamall
og neitar því að hann eigi sér
drauma, aðeins markmið. Á söluhst-
unum er Disney komið upp fyrir
Warner en er enn á eftir Paramount.
Þar vann Katzenberg í 10 ár og var
yfirmaður allrar framleiðslu hjá fyr-
irtækinu áður en hann söðlaði um
og gekk til liðs við Disney.
Til þessa hefur Katzenberg gert 17
myndir og af þeim hafa 15 skilað til-
ætluðum hagnaði. Flestar myndanna
eru gamanmyndir sem sjaldan
skarta þó frægum stjörnum. Það var
aðeins í The Color og Money sem
stórstjömumar Paul Newman og
Tom Cruise vom kallaðir th verka.
Oftar gerist það þó að leikarar, sem
hafa átt erfitt uppdráttar, fá hlutverk
eða þá að þeir hafa öðlast frægð í
sjónvarpsþáttum.
Heimavanir menn í Hohywood
segja að Katzenberg svipi til gömlu
mógúlanna sem lifðu og hræröust í
kvikmyndum og réðu og ráku að
geðþótta. Hann er sagður lifa fyrir
augnablikið og skorta aha tilfinningu
fyrir fortíðinni. Menn efast jafnvel
um að hann þekki til gömlu mann-
anna sem honum er líkt við. En hann
nær árangri og það er það sem eig-
endur fyrirtækisins vilja.
Hann þykir laginn við að fá hand-
ritshöfunda og leikstjóra til að vinna
fyrir sig á lægra kaupi en aðrir
greiöa. Hann gerir langtímasamn-
inga viö leikara á lægra kaupi en hjá
öðrum framleiðendum og bendir
þeim hiklaust á að það séu forrétt-
indi að fá að vinna hjá Disney. Hann
gefur líka sínu fólki frelsi til að vinna
eins og því líkar. Það hefur aðdrátt-
arafl.
Ófrumlegar myndir
Eitt af dótturfyrirtækjum Disney
er Touchstone. Þar eru vinsælustu
myndimar framleiddar. Þær hafa
ekki orð á sér fyrir fmmleika því að
flestar hugmyndimar hafa verið not-
aðar áður. Yfirleitt eru þetta líka
gamanmyndir fyrir fullorðna. „Við
gerum þannig myndir af þvi að eng-
inn annar gerir það,“ er haft eftir
Katzenberg. Nýjasta myndin, Þrír
menn og bam, er dæmi um slíka
mynd og hugmyndin að henni er að
sjálfsögðu fengin að láni. Áður hefur
verið gerð mynd í Frakklandi um
sama efni.
Þá þykir það einnig nýtt einkenni
á Disney undir stjórn Katzenberg að
þar er ekki beðið eftir aö framleið-
endur eða leikstjórar bjóði fram
handrit heldur eru handritin valin
hjá fyrirtækinu, oftast af Katzenberg,
og síðan fólk ráðið til verksins. Ef 22
leikstjórar neita að taka verkiö að sér
þá er leitað að einum enn. Þannig
fóm þeir gömiu einnig að.
Katzenberg gengur til verka af
hörku og hann er fljótur að ákveða
sig. Hann boðar fundi á sunnudags-
Senn verður kvikmyndin Big Business frumsýnd. Þarna er Katzenberg með
Lilly Tomlin og Betty Midler.
Topp tíu
listmn*
1. Hvaö heldurðu?
ö 61%
’ö?
2. Á tali hjá 3. Fréttir
Hemma Gunn 60% 53%
0 4. Fyrirmyndarfaðir 44%
tr 5. Derrick 37%
70 6.-8. Lottó 36%
- 6.-8. Matlock 36%
# 6.-8. 19:19 36%
9. í skuggsjá 35%
10. Landið þitt ísland 33%
* Könnun Félagsvísindastofnunar á sjónvarpshorfun
dagana 3.-5. mars, gerð fyrir báðar stöðvarnar.
Sjónvarpið lét kanna fyrir sig sérstaklega dagana
6.-9. mars, einnar viku horfun í allt. Könnunin náði
til alls landsins, fólks á aldrinum 15 til 70 ára.
Fyrirmyndarfaðirinn í 4. sæti TOPP TÍU listans.