Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.1988, Side 23
LAUGARDAGUR 9. APRÍL 1988. 23 hafa örlögin hagað því að ég fer til Hollywood í næsta mánuði." Ertu trúaður? „Ég hef algjörlega mín eigin trúar- brögð sem tilheyra engu öðru.“ „En þú trúir á guö“ skýtur konan hans inn í. „ Já, ég trúi á allt gott og guð en mér finnst lífið allt m)ög dular- fullt og undursamlega frábært. Ég trúi á endurholdgun. Og örlögin og tilviljanirnar fléttast yndislega sam- an. En það er mögulegt að hinir framliðnu stjórni svolítið örlögum okkar, ég trúi einnig á slíkt. Að þeir haldi verndarhendi yfir okkur. Það er sagt að maður hafi verndarengil, það gæti veriö einhver framliðinn, foreldri, bróðir eða aðrir ættingjar eða vinir. Á það trúi ég einnig. En slíka trú er ekki hægt að skrifa niður eða höndla. Þetta er tilfinning eða innsæi. Ég trúi meira á innsæi og tilfinningar en það lærða, meira á innsæi en skynsemi og gáfur, það er þess vegna sem konur fara oft styttri leiðina, þær hafa miklu næmara inn- sæi, heldur en karlmenn. En innsæi er hluti af gáfum, það er ef til vill gáfa í sinni skörpustu mynd en hún er ekki sprottin af skynsemi heldur tilfinningu. Og tilfinning getur einnig verið snilligáfa. Tilfinningar eru sjötta skilningarvitið sem allir hafa, börn, fullorðnir og gamalmenni en flestir halda því niðri og bæla það. Ég held að menn ættu aö hlusta bet- ur á sjötta skilningarvitið. Og svo þurfa menn að læra aö sundurgreina það sem kemur frá innsæinu og hvaö kemur frá óskum og draumum. Skilja á milli draums og veruleika. En stundum gerist það að tilfinning- arnar og innsæiö brjótast út og framkvæma hugsanir þínar. Það hef- ur oft hjálpað mér, einnig við tökurn- ar á „Babette". Stephane Audran sagði einnig „Karen Blixen er hjá okkur.“ Það eru fjöldamörg dæmi um það við tökurnar. Til dæmis það síðasta; við fengum mjög slæmar filmur úr framköllun í Ameríku og við þurftum að láta framkalla þær allar aftur. Og vegna vinnslugalla hjá verksmiðjunni í Ameríku tókum við allt upp aftur.með miklu betri ár- angri. Ef þetta hefði ekki gerst hefðu mörg atriði verið sæmileg en ekki nálægt því eins góð og þau urðu að lokum. Það gæti verið að Karen Blix- en hafi ekki verið nógu ánægð og viljað að við ynnum þetta allt upp aftur. Við fengum málverk af Karen Bhxen sem einkaritari herinar hafði komið með frá Afríku. Málverkið hékk uppi á meðan á tökum stóð og er í myndinni og viö heilsuðum Kar- en Blixen daglega. Við Stephane Audran hneigðum okkur og beygð- um fyrir framan hana á hverjum degi.“ Gæðakreppa í franskri kvikmyndagerð Hvert er álit þitt á franskri kvik- myndagerð í dag? „Það eru gerðar margar góðar franskar kvikmyndir en maður hef- ur það á tilfinningunni að framleiö- endurnir séu að reyna að þefa uppi hvað áhorfendur vilji helst sjá, svo að myndirnar gangi. Mér finnst ekki rétt að gera slíkt. Það er til mikið af frábærum frönskum leikstjórum og yndislegum frönskum leikurum og margrómuðum frönskum tækni- mönnum. En ég held að það séu framleiðendurnir sem ekki standa sig nógu vel. Ég held að það sé svolít- il gæðakreppa í Frakklandi í dag. Það seldust 38 milljón færri bíómiöar í Frakklandi árið 1987 en 1986. Þar hefur sjónvarp og video nokkuð að segja en einnig gæði kvikmyndanna sem sýndar eru í kvikmyndahúsun- um, því að ef kvikmynd er góð þá myndast strax biðröð á hana. Truff- aut og Kurosawa eru mínir uppá- haldsleikstjórar. Þeir kunna að segja sögu og koma sér beint að efninu. En ég kann vel við ró og einfaldleika í kvikmyndum, þaö má ekki ofgera þeim með spennu og flækjum sem gera það að verkum að maður veit ekki hvernig manni á að líða þegar horft er á myndirnar eða sagan tap- ast í tæknibrellum. Ég horfi annars ekki mikið á kvikmyndir sjálfur. Ég er vandlátur á kvikmyndir og horfi ekki á hvað sem er. Ég er uppalinn í leikhúsi og hef einnig verið leik- stjóri í leikhúsi og þess vegna reyni ég alltaf að komast að kjarna verks- ins innan frá, reyni að finna tóninn í verkinu og lausnir út frá honum. Gabríel Axel leikstýrði Rauðu skikkj- unni á íslandi fyrir 22 árum. Ég hef t.d. gert heimildarmynd um klámmyndir þar sem ég lít á þær sem list en ekki klám. Öll verk hafa ákveðinn tón sem er kjarninn og mergurinn málsins. Ég hef ekki verið í kvikmyndaskóla þar sem maður verður fyrir áhrifum frá öðrum kvik- myndagerðarmönnum, greinir þá. Leikhúsið og hið „dramatíska", í kvikmyndunum hefur haft mest áhrif á mig. Karen Blixen, Balzac og Dostojevskí eru mínir uppáhalds- höfundar. Ég hef gert margar ólíkar kvikmyndir, raunsæismyndir, gam- anmyndir, táknrænar myndir. Þær eru allar mjög ólíkar. Ég vil helst gera eitthvað alveg nýtt í hvert sinn sem ég geri kvikmynd. Það er ekki hægt að flokka mínar myndir undir neitt eitt stílbragð, einkennandi fyrir mig. Þaðer mínheppni í lífinu að konan min er einkaritari minn. Hún hefur alltaf verið heimavinnandi húsmóð- ir. Ég hefði aldrei getað gert allt sem ég hef gert ef konan mín hefði ekki staðið við hlið mér með allt klappað og klárt. Skrifað fyrir mig bréf, svar- að í símann, vélritað handrit, haft - tilbúinn mat á borðinu og lifandi kertalj ós, sky rturnar hreinar í klæðaskápnum og allt í röð og reglu. Og síðast en ekki síst séö um börnin okkar sem eru fjögur. Ég hefði aldrei gert neinar kvikmyndir án hennar aðstoðar." • Já, ég er uppalin á franska vísu,“ skýtur konan hans inn í, og Gabriel heldur áfram: Á brúðkaupsdaginn sagði tengdafaðir minn við mig: „Láttu það eiga sig að eyðileggja allt sem ég hef byggt og alið upp í dóttur minni.“ Drengir áttu að verða verk- fræðingar eða arkitektar og stúlk- urnar áttu að kunna að sauma ög elda mat og tala tungumál og vélrit- un, allt það hagnýta, svo þær gætu oröið mönnum sínum stoð og stytta. En það er rétt að ég gæti ekki verið í þessu starfi ef ég hefði ekki traustan bakhjarl. Annars yrði ég brjálaður, drykkfelldur eða eiturlyfjasjúkling- ur.“ Erasvogott semgott kveðaölalda sonum Svo þú drekkur ekki? „Mér finnst gott aö dreypa á víni en ekki til þess að verða fullur. Ég hef aðeins einu sinni á ævinni orðið verulega drukkinn og það var á ís- landi. Þá drakk ég svartadauða, það var þegar kvikmyndun á Rauðu skikkjunni lauk.“ „Og einu sinni í Noregi,“ skýtur konan hans inn í. „Já, uppi í fjöllum," samþykkir hann. „Miglangaði tilþessaðsjá hann verulega drukkinn,“ segir kon- an hans. „Ég hata að vera fullur," heldur Gabriel áfram, „maður missir ráð og rænu, þaö er yndislegt áð bragða vín en að verða drukkinn er hættulegt. Maður getur ekki hugsað, maður nýtur ekki samverunnar með öðru fólki, ímyndaðu þér hvað það væri heimskulegt ef ég væri drukk- inn núna. Annaðhvort er maður með fólkinu eða ekki. Uppáhaldsmaturinn þinn. Gabriel? „Það veit ég ekki," segir hann og lít- ur á konuna sína sem svarar. „Það sem mamma þín eldaði á afmælis- daginn þinn í gamla daga.“ „Já, já, það var hakkað buff með kartöflu- mús! Besti maturinn, sem ég borða, er sjálfsagt fiskur, beint upp úr sjón- um, góð dönsk rauðspretta, soðin, með nýju smjöri og ferskri steinselju og nýjar danskar kartöflur! Það er yndislegurmatur. En konan mín getur svo sannarlega búið til „Ba- bettes gæstebud“. Hvaða verkefni ætlarðu að taka fyrir næst? „Hamlet. Saxo Grammaticus, munk- ur sem var uppi á 11. öld skrifaði sögnina um Hamlet. Shakespeare varð fyrir áhrifum af þessari sögu Saxos. Ég vona að mér takist aö gera þessa kvikmynd, mig hefur dreymt um það í 20 ár! Og svo er sá eini sanni Dostojevskí ofarlega í huga rninum." Viðtal: Guðbjörg Guðmundsdóttir KOREAN GINSENG Útsölustaðir: Heilsubúðir, apótek, líkamsræktar- stöðvar, sólbaðsstofur o.fl. Líflínan, Skemmuvegi 6, Kópavogi, sími 641490 TIL SÖLU á Dalvík Glæsilegt einbýlishús, samtals 313 m2 á tveimur hæðum. Á efri hæð er stór stofa, 4 svefnherbergi, bað, eldhús, þvottahús og búr. Á neðri hæð er bílskúr, 2 herbergi, stór geymsla og snyrtiaðstaða ásamt stóru anddyri. Húsið er laust í april. Upplýsingar i símum 96-61344 og 91-40005. ÖRYGGI - GÆOI - ÞJÓNÚSTA NORSKIR FISKIBÁTAR H-4-4 m 2 Viksund fiskibátar - 5 tonna, Þessir bátar eru afgreiddir allt frá því að vera plastklárir til þess að vera fullbún- ir, innréttaðir og með vél. - 9 tonna, dekkaðir. Þessir bátar njóta sívaxandi vinsælda meðal sjómanna sakir óvenju mikil§ stöðugleika og vandaðrar smíði. -15 tonna, upplagður snurvoðarbátur - sannkall- að flaggskip. Þessi bátur er í nýrri, endurbættri gerð og kemur á markaðinn eftir breytingar á síðasta ári. Þessi bátur er tilvalinn fyrir þá sem þurfa að endurnýja úr t.d. gömlum 11-13 tonna trébátum. Við aðstoðum við allan pappírsfrágang varðandi fjármögnun og innflutning, svo og öflun tilboða í búnað og tæki. WiKSWW UMBOÐIÐ INGIMUNDUR MAGNÚSSON NÝBÝLAVEGI 22 SÍMI43021 og 641275 EFTIR KL. 17.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.