Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 19. MAl 1988. 17 Lesendur „Siglingar eru jafnnauðsynlegar fyrir íslendinga og að hafa her sem hlekk i öryggiskerfi landsins." maí næstkomandi í hesthúsum félagsins við Bú- staðaveg. Fákur útvegar hesta. Skráning í síma 30178 í dag og á morgun, 20. maí, miili kl. 10.00 og 12.00. Hestamannafélagið Fákur HVÍTLAUKUR Lifskraftur sjálfrar náttúrunnar. Alvag lyktar- og bragðlaus. Mikilvægasta efnið I góðum hvítlauk heitir Allicln og llja Rogoff laukurinn inniheldur meira af þessu mikilvæga efni en nokkur annar hvltlaukur á markaðnum. Það er tryggt aö í hverjum 100 gr séu 440 mcg af Allicini. Hinn þekkti vísindamaður á sviði hvítlauksrann- sókna, dr. Jerzy Lutomsky, álitur þennan hvitlauk bestan þvi hann er ekki unninn við upphitun eða gerjun sem hann álitur að eyði mikllvægustu efn- unum úr hvitiauknum. Fæst i apótekum, heilsubúðum, mörkuðum. Verð á mánaðarskammti aðeins kr. 360,- DREIFING: BIO SELEN UMB. SÍMI 76610 'Jlja . ROgOFF HviHok jú tabletter^r Örfáar ábendingar til samgöngu- ráðherra, MatthíasarÁ. Mathiesen Nýkomnar frábærar og fisléttar Jóhann Páll Símonarson skrifar: í grein i Morgunblaðinu hinn 29. apríl sl. eftir samgönguráðherra er gert lítið úr atvinnumissi 300 far- manna. Á sama tíma heyrast fréttir um að líkur séu á að reist verði álver í Straumsvík sem ca 250 manns hafa atvinnu af. Mér fmnst ekkert athugavert við að reist verði álver. En að ráðherra núverandi ríkisstjórnar skuli ekki hafa meiri áhuga á siglingum sem atvinnugrein en fram kemur hjá samgönguráðherra, herra Matthíasi Á. Mathiesen, er engan veginn verj- andi. Siglingar eru jafnnauðsynlegar fyrir íslendinga og að hafa her sem hlekk í öryggiskerfi landsins. Það er mín skoðun að það sé jafnvel mikil- vægara að hafa siglingar í okkar höndum en að byggja ratsjárstöðvar. Að lokum vil ég benda á að u.þ.b. 130 farmenn af þeim 300, sem misst hafa vinnu, eru í kjördæmi sam- gönguráðherra. Er allt eins víst að það gleymist ekki í næstu kosning- um. Ennfremur flnnst mér það skrýt- inn talnaleikur að láta sig engu skipta að 300 farmenn missi atvinnu sína en vinna aö 250 stöðugildum í áliðnaði sem þýðir í reynd að töpuð störf eru 50, u.þ.b. Margrét Ólafsdóttir skrifar: Ég er ein af þeim 10.000 sem skrif- uðu undir mótmælin á vegum „Tjörnin liflr“ vegna fyrirhugaörar ráöhúsbyggingar við Tjörnina. Mig hefur oft langað til að stinga niöur penna vegna þessa máls en ekki lagt í það vegna þess að ég hef ekki haft neina góða lausn á því, þar til nú. Ég var að lesa kjallaragrein i DV þann 11. þ.m. eftir Baldur Andrésson arkitekt og hvet ég alla sem ekki lásu hana til að kynna sér þessa frábæru lausn. Hún er sú að Seðlabankabygg- ingin verði nýtt undir ráðhús. Bestu rökin að mínu mati eru eftirfarandi: 1. Húsiö er í miðborginni. 2. Það er pláss fyrir „ráðhústorg". 3. Öll aðkoma er betri en við Tjörnina. 4. Stærðin er sú sama. 5. Útsýni er með því besta sem gerist. 6. Umhverfis- röskun er engin. 7. Fjárhagsáætlun yrði 100% örugg, engir óvæntir kostnaðarliðir (sbr. flugstöðvarbygg- ingu) eða endalaus vandamál sem allir sjá að eru óhjákvæmileg á þeim stað þar sem Tjörnin er. Síðan hefur Baldur lausn á byrjuð- um framkvæmdum við Tjarnar- hornið. - Grunnurinn yrði nýttur undir bílageymsluhús, sem mikil þörf er á, og þar mætti t.d. hafa úti- garð á þakinu. Ég veit að ég skrifa fyrir hönd meirihluta fólks því langflestir ef ekki allir sem ég hef talað við um þetta eru á móti ráðhúsinu við Tjöm- ina en nýttu ekki tækifærið til að skrifa undir mótmælin. Flestir hafa nóg á sinni könnu og meira en það og hafa ekki tíma eða kraft til að skipta sér af málum sem kosnir ráða- menn eiga að geta ráðið fram úr á skynsamlegan hátt. En þegar svo greinileg misnotkun á valdi á sér stað sem framkvæmdin á þessu máli er þá verðum við að grípa inn í af samstöðu og krafti því nóg er komið af óþarfa bmðh í opin- berum rekstri. Lausn á ráðhúsvanda „Seðlabankabyggingin verði nýtt sem ráðhús, helstu röksemdir sem mæla með því. segir bréfritari og telur upp utiuf? --Glæsibæ - sími 82922 ff T01VUB0RÐ ODYRAR!■ STCRKA0■ BETR! margar geröir • litaval • og framúrskarandi þjónusta.j Skrifstof uvörur Ármúla 30 • 108 Reykjavík • Sími 82420

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.