Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.1988, Qupperneq 20
Lífestm FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 1988. og fær koss fyrir matinn, Sigurjón fær sér brauóhleif með kindinni DV-myndir KAE Fjárbúskapur í þéttbýlinu Þeir sem eru á leið suður í Kefla- vík, annarra erinda en aö taka þot- ur til háværra stórborga í framandi löndum, geta beygt út af Keflavík- urveginum fyrir neðan kirkjugarö Hafnarfjarðar og kynnst þar sér- stökum heimi við bæjardyrnar. Þegar keyrt er inn Kaldárselsveg- inn blasa við nokkur lágreist hús á stangli í brekkunum. Þetta eru ýmist fjárhús eða hesthús eða hvort tveggja í senn. Þarna koma þreyttir þéttbýlisbúar eftir vinnu og um helgar til aö njóta náttúr- unnar og sinna skepnum sínum. Mest eru þetta hestamenn. Ein- hveijir eru þó með kindur því þær eru þarna þó nokkuð margar. Flestar með lömb. Fyrrverandi bændur Maður á miðjum aldri situr á steini niðri í brekkunni og brynnir tvílembdri rollu í síðdegissólinni. Tveir litlir Hafníirðingar eru komn- ir á staöinn til að skoða nýfæddu lömbin. Það á aö fá að halda á, - hafnfirskur „fjárbóndi" sóttur heim Koss fyrir matinn Elísa Björk og Hjalti Geir, sem eru fjögurra og sex ára, eru upp- numin yfir lömbunum sem eru sæt og mjúk. En þeim líst engan veginn á kindurnar með hornin sem borða brauö af mikilli græðgi. Þá er betra að standa og fylgjast með úr fjar- lægð þegar Siguijón kallar „kinda, kinda, komdu að fá brauð.“ Síðan borðar hann brauð með einni kind- inni sem kyssir hann fyrir matinn. Sigurjón segir að töluvert sé um að barnaheimilin komi í heimsókn. Hann segir að það sé í lagi ef ekki sé gert of mikið af því að gefa kind- unum brauö og auðvitað má ekki kvekkja lömbin með ólátum og hlaupum. „Þau eru nú yfirleitt ósköp góð greyin og halda sig í ör- uggri fjarlægð." Sjálfur segist hann hafa átt kind frá tveggja ára aldri og að honum myndi ekki þykja gaman að vakna að morgni ef hann hefði ekki kind- urnar aö hugsa um. -gh Kiappa og geta ao ooroa. En ott er hjartaö ekki eins stórt og hugurinn vill vera láta. Vart má á milli sjá hvort er hræddara, mórauða lambið eða freknótti strákurinn af mölinni. Sigurjón Sveinsson er einn þeirra fjörutíu þéttbýlismanna er hafa kindur á þessu svæði: „í allt eru þetta um fjögurhundr- uð og þrjátíu kindur sem eru hér. Við erum flestir uppgjafa bændur, sem ekki hafa getað hugsað sér að slíta sig alveg frá fjárbúskapnum, eftir að við fluttum í bæinn. Þetta er hobbý hjá okkur,“ segir Sigur- jón, sem sjálfur var bóndi í 30 ár. Hann er nú með tuttugu kindur ásamt syni sínum, þeir eru þegar komnir með 28 lömb og enn eru nokkrar óbornar. Flestar eru þær tvílembdar. Maður á miöjum aldri situr á steini niöri í brekkunni og brynnir tvi- lembdri rollu. hendur í vösum nálægt þessum í staðinn. Eöa hvað? Stóra systir getur þetta alveg. gráðugu kindum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.