Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.1988, Page 13
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1988.
13
Meiming
Leitað að kjama
tilverunnar
Christían Kampmann er með
kunnustu skáldsagnahöfundum
Dana, enda hefur hann skrifað um
tuttugu bækur síðan 1962, fyrst
smásögur, en síðan mest skáldsög-
'ur. Ég man eftir að skáldsaga eftir
hann var lesin í íslenskum mennta-
skóla; Uden navn. Það fannst mér
allgóð saga, en henni var spillt af
því að höfundur hatar karlrembu-
menn svo mikið, að hann þurftí
endilega að eyða verulegu rúmi í
eina slíka fígúru, sem hann eignaði
fyrst alla lesti, og gerði síðan and-
styggilega. Það var létt verk og löð-
urmannlegt.
Nú var að birtast skáldsaga
Kampmanns, Gyldne lofter, (Lofað
gulli og grænum skógum, Gylden-
dal, 56 d.kr.) í 3. útgáfu frá 1986, í
kiljuútgáfu Gyldendals, Tranebög-
erne. Þar segir frá Pétri, sem er
hommi, bróður hans Soren, sem er
nýfráskilinn og þurrkaður alki,
Lykke, sem er undurfógur, en hef-
ur þrátt fyrir nafnið einmitt ekki
heppnina með sér í ástamálum.
Þau kynnast í afmælisveislu í sam-
býlinu sem fyrri kona Sorens býr
í. Þar iöka allir íhugun seint og
Danskarbókmenntir
Örn Ólafsson
snemma, og ætla sér bókstaflega
að takast á loft af tómri hugarorku
og einbeitingu. Þegar svo háleitu
markmiði verður ekki náð, kemst
los á flesta, og verður mikið drama
í ástum, aíbrýöi, hatri og sjálfs-
morðum. Ekki ætla ég að rekja þá
sögu hér en hitt blöskrar mér, hve
illa hún er skrifuö og leiðinleg af-
lestrar. Því valda einkum þrot-
lausar endurtekningar á smáatrið-
um sem a.m.k. sum eiga að vera
einkennandi. T.d. má enginn láta
út úr sér setningu í sambýlinu, svo
að alhr hlaupi ekki til og faðmi
hann að sér. Og þetta er tíundað
tilbrigðalaust í gegnum nær 300
blaðsíður. Stílhnn virðist alltaf
vera eins, hvað sem á gengur, stutt-
ar aðalsetningar eru áberandi, af
því að mest er sagt frá staðreynd-
um. Söguhöfundur sér inn í hug
flestra persóna, en þar er fátt annað
að fmna en lágkúru, a.m.k. er hún
mjög fyrirferðarmikil í bókinni.
Raktir eru partar úr ævisögum afar
margra persóna, og þá einkum tíl
að útskýra, af hveiju þessi varð
tilfinningakaldur, hinn drottnun-
argjarn, o.s.frv. Síst verður svona
hraðsuöu-sálfræði til að gæða per-
sónurnar lífi.
Svona hafa mér fundist flestar
bækur Kampmanns, sem ég hef
lesið. Enda hafa þær ekki orðið
margar og langt Uðið á miUi þeirra.
En þetta virðist seljast, og fær hrós,
a.m.k. í sumum blöðum. Ég veit
ekki við hvað er þá miðað, kannski
þetta þyki bara ágætt miðað við
framhaldsþætti í sjónvarpi eða
Rauöu ástarsögurnar. Það vantar
ekki að þetta sé raunsætt, a.m.k. í
þeirri merkingu að sýna skugga-
hliðar Ufsins ekki síður en hinar
jákvæðu.
Vítahringur ástalífsins
Carsten Jensen heitir blaðamað-
ur sem var að gefa út fjórðu skáld-
sögu sína, Kannibalernes nadver
(Sakramenti mannætanna, 200 bls.,
Gyldendal, 225 d.kr.). Líkt fyrrtöldu
sögunni snýst hún Uka um ein-
manaleika og hvemig fólk reynir
að sigrast á honum með ástinni.
Það er víst dæmt til að mistakast,
og því ber nyög lítið á ástarunaði
hér, þeim mun meira á vonbrigð-
um, afbrýöisemi og örvæntingu.
En frá þessu öUu segir af kímni,
sögumanni finnst hann vera hlægi-
legur, og dregur fram sögur sem
sýna þaö. Hann lætur mikið af fjöl-
lyndi sínu, en einbeitir sér þó að
það fáum persónum, aö þær verða
lifandi, hver annarri ólík. Nokkuð
ber á útskýringum á skapgerð per-
sóna og örlögum, en það gerir
gæfumuninn, að hér eru þær aUtaf
gerðar frá persónulegu sjónarmiði,
af tilfinningu þessarar miölægu
persónu, sögumanns, innsæi hans
er ekki alviturs höfundar, heldur
jafningja lesenda, og fyrst þessi
skUningur leiðir ekki til að hann
nái tökum á lífinu, þá verður til-
finningin fyrir magnleysi þeim
mun sterkari. Þetta eru eins og
óviðráðanleg örlög, en lítilfjörleg,
hlægUeg.
Það er vandasamt að ljúka sögu
þar sem allt stendur fast. Hér er
hreinlega skopast að þeim vand-
ræðum, því lausnin er sú, að allt í
einu kemur óútskýrð persóna, sem
drepur allar hinar í einhverju æöi.
Þetta er ágæt saga, en mér finnst
hún spillast nokkuð við það að fær-
ast í miðjum klíðum frá þessum
miöpól, sögumanni, sem fer allt í
einu að segja ævisögu einnar vin-
konu sinnar í mjög löngu máli. Þá
hefði þurft einhvern sameiginlegan
miöpunkt fyrir þessa tvo, en það
finn ég ekki.
Einræður Hultbergs
Ýmsir íslendingar munu kannast
við Peer Hultberg, síðan hann var
á bókmenntahátíð. í Reykjavik í
haust er leið. Hann gaf út fyrstu
bók sína 1966, aðra tveimur árum
síðar, báðar módernar skáldsögur,
og birtust hjá Arena, sem er sam-
heiti fyrir eiginútgáfu höfunda.
Þetta eru ágætis sögur þótt ekki
sæti stórtíðindum. Líklega hafa
þær ekki gengið vel, og höfundur
þurft að vinna fyrir sér með því að
kenna pólskar bókmenntir (hann*
er doktor í þeim eins og skáld-
bróðir hans Jes 0rnsbo). Altént
liöu nú sautján ár þangað til næsta
bók birtist. En það var þá hka sex-
hundruð blaðsíðna doðrantur,
Requiem (Sálumessa). Þar tala 537
persónur, og hefur hver um 1 blað-
síðu undir sig. Við fáum hugsanir
þeirra í belg og biðu. Það sem ég
hef lesið, snýst þetta venjulega um
særðar tilfinningar, einmanaleika,
gremju eða eftirsjá, eins konar þrá-
hyggju með miklum endurtekning-
um. En hver þessara stuttu frá-
sagna er þrungin sterkri tilfinn-
ingu, og sögð meö persónulegu
málfari. Fólkið er þó afar fjölskrúð-
ugur söfnuður, konur og karlar á
ýmsum aldri, úr ýmsum samfélags-
hópum og með margvíslega
reynslu. Hver frásögn er hnitmiðuð
um einhverja miðlæga reynslu per-
sónunnar hverju sinni. Þetta er
afar lifandi, heillandi lestur.
Á dögunum birtist svo fjórða bók
Hultbergs, Slagne veje, (Troðnar
slóðir, Gyldendal, 150 bls., 188
d.kr.). Nafnið er býsna villandi, því
þetta er engin meðaltalsbók. Enda
mun átt viö að persónumar gangi
í hring, sem þær komast ekki út
úr. Bókin skiptist í tvo hluta. Fyrst
eru íjörutíu stuttar frásagnir, sem
hver er um 1 blaðsíða að lengd. Þær
gerast í Bandaríkjunum og segja
frá dapurlegum örlögum auð-
manna, . oft sviplegum dauða
þeirra. Hver sagnanna hefur sína
aðalpersónu, en sumar tengjast
óbeint, þannig t.d. að aðalpersóna
einnar hefur oröið vitni að sjálfs-
morði annarrar. Hér er sagt frá í
þriðju persónu, á mjög hlutlægan
hátt, ekki gert veður út af neinu.
Sá stíll hæfir heildarbragnum, sýn-
ir ómennskt umhverfi sem heimsk-
ar fólk og drepur af fullkomnu til-
litsleysi. En ekki verða þetta minri-
isstæðar sögur.
Seinni hlutinn er sex einræður
af sama tagi og Requiem. En þessar
em mun lengri, hver er um tólf
blaðsíður. Aftur eru persónurnar'
mjög sundurleitar, en hugsanir
þeirra allra snúast um einhvern
atburð sem sýnir magnleysi þeirra
í samskiptum við annað fólk, eink-
um vonbrigði í ástum. Hver frá-
sögn er með sínu sérkennilega
málfari, þótt allar séu í hugar-
flaumsstíl. Stundum skiptir um
sjónarhorn milli tveggja persóna,
en oftast erum við í huga einnar,
endurtekningar eru þráhyggjuleg-
ar og sýna úrræðaleysi fólksins.
Ytri atburðir skipta hér litlu máli,
sálarlíf einstaklinga öllu.
Af dönskum lausamálshöfund-
um, sem ég hef lesið, þá finnst mér
Hultberg bera af. Þetta er óvenju-
þróttmikill, lifandi skáldskapur.
Teikna eftir Ijósmynd-
um með þurrpastel,
stærð 50x65 cm eða
minna, verð á mynd í lit
kr. 4.950,- verð á mynd
í svart/hvítu kr. 2.500,-
verð á mynd í blýant kr.
2.500,-
Innrömmun á staðnum
Sendi í póstkröfu
Vinnustofa Þóru
Laugavegi 91,2. hæð (Dómus),
simi 21955.
Auglýsing frá
stuðningsmönnum
Vigdísar Finnbogadóttur,
forseta íslands
Erum að Garðastræti 17, 3. hæð. Verðum
til aðstoðar um kjörskráratriði og aðrar upp-
lýsingar varðandi forsetakosningarnar.
Opið frá kl. 10 til 19 alla daga.
Símar:
17765 - 17823 - 17985 - 18829
- 18874 - 11651
Munið að greiða atkvæði utan kjörfund-
ar ef þið verðið að heiman á kjördag,
25. júní.
ARSMIÐAR
Á HEIMALEIKI VALS 1988
Valur býður í sumar upp á ársmiða á heimaleiki
Vals að Hlíðarenda.
Innifalið í ársmiðanum er:
- Sæti á öllum leikjum í stúku fyrir ársmiðahafa ásamt
maka.
- Aðgangur að Valsvelli fyrir börn og barnabörn,
yngri en 12 ára.
- Veitingar í leikhléi og eftir leiki - aðeihs fyrir árs-
miðahafa.
- Veisla í boði Valskvenna.
- Afsláttur á farmiðum á útileiki Vals.
- Afsláttur á farmiðum á Evrópuleiki Vals.
Verð ársmiðans er kr. 10.000,-
Allar upplýsingar veittar í Valsheimilinu að Hlíðar-
enda í símum 11134 og 12187.
rifstofohúsgögnoro
_•••••••••
'**.•.• •••••••
• !•••••••••
«:••••••••••
• !•••••••••
'•!••••••••••
4
Armúla 30-108 Reykjavík • Sími 82420
I