Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.1988, Side 5
LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 1988. 5 Fréttir Ólafsvík: Vinnsla í hraðfiystihúsinu byrjuð á ný eftir brunann Ami E. Albertsson, DV, Ólafevík; Þaö var miðvikudaginn 1. júní sem miklar skemmdir urðu á húsnæði Hraðfrystihúss, Ólafsvíkur vegna bruna. Engum sem kom þar inn fyr- ir dyr þann dag gat látið sér detta í hug aö aðeins viku síðar yrði húsið tilbúiö í rekstur á ný, svo mikil var eyðileggingin. Daginn eftir brunann var strax hafist handa við að hreinsa út. Starfsfólk frystihússins var fengið til þess og að sögn Ólafs Kristjánssonar, verkstjóra, sóttist verkiö vel þó svp fæstir væru vanir slíkri vinnu. Á stundum mátti verkstjórinn passa sig að vera ekki fyrir, svo mikill var ákafi fólksins að koma öllu í lag. Rafvirkjar frá Jóni og Trausta sf. lögðu nótt við nýtan dag við að end- urnýja raflagnir og ljós og Sævar Þóijónsson, málarameistari, var á staðnum og leiðbeindi starfsfólki hraðfrystihússins við málunarstörf en sumir höfðu lítið sem ekkert kom- iö nálægt slíku áður. Vildi Ólafur koma á framfæri sérstöku þakklæti til þessara aðila sem og til starfsfólks hússins því án samhents átaks allra hefði aldrei verið hægt að ljúka á einni viku starfi, sem eðlilegt var að áætla að tæki þrjár vikur. Allur þorskur, sem borist hefur hér á land frá því í síðustu viku, hefur verið unninn í salt. Frysting hófst á ný í gær, fóstudag. Fyrst í stað munu afurðir verða geymdar í frystigám- um og eins mun Hraðfrystihús Hell- issands á Rifi hlaupa undir bagga með geymslupláss. Víst er aö nokkr- ar vikur munu líða áður en frysti- geymslur hússins verða tilbúnar en þar urðu skemmdir hvað mestar í brunanum. Búið er að losa allan fisk úr geymslunum og er nú verið aö leita tilboða í endurbyggingu þeirra. Ók á tvo kyrr- stæða bíla Rétt fyrir fimm í fyrrinótt var ekið á tvo kyrrstæða bíla og þeir skemmd- ir mikið. Atburðurinn varð við Kvisthaga í Reykjavík og reyndist tjónvaldurinn hafa veriö í allmiklu samneyti við Bakkus fyrr um nótt- ina. JFJ Merkingar á glös og postulín Borðbúnaður fyrir veitingahús. Allt á einum stað. Glös eða postulín. Merkt eða ómerkt. —^ÍtÍfsf— Bíldshöfða 18-sími 688838 Unnið að hreinsun i hraðfrystihúsinu. Sótið leynir sér ekki. Ólafur Kristjánsson verkstjóri DV-myndir ÁEA fremstur á myndinni. ... ^essir bl‘ar eru enn tii i. a ^am/a V*J / Nis*an Sim V6r°,nU: Nissan Sunnv wdan 4x4 /Prairienav°n 4x4 / %san patb>f 4x4 lN^np íhínd*2400CC I TakT L P 2300 cC dí Fimmtiu pró- sent verðbólga - miðað við einn mánuð Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 3,4% á tímabilinu maí til júní og svarar sú mánað- arhækkun til 50,1% verðbólgu á einu ári. Ef litið er til hækkunar framfærslukostnaöar síðustu tólf mánuði er verðbólagan á þeim tíma 27,1%, samkvæmt upplýs- ingum Hagstofu íslands. Að þessu sinni var vísitalan reiknuð eftir nýjum grunni sem miðaður er við 100 stig í maí 1988. Helstu áhrifaþættir til hækkunar framfærsluvístölunnar eru hækkanir á landbúnaöarvörum, öðrum mat- og drykkjarvörum, á áfengi og tóbaki, á bensíni og að auki hækkun á innfluttum vör- um og ýmsum þjónustuliöum. Hækkunin á innflutningnum og þjónustuliöunum vegur mest eöa tæplega2/3 af þessari 3,4% hækk- un. Má skýra þetta að hluta sem afleiðingu gengislækkunarinnar í maí en þó eru þau áhrif ekki að fullu komin fram í vísitölunni í júníbyijun. Á þjónustuliðina hafa mest áhrif kjarasamningar að undanfómu. -JFJ Fullursaluraf fallegum bílum. - Veriö velkomin í sýningarsal okkar að Rauöagerði. Alltaf heitt á könnunni. Einnig sýnum við, um helgar á sama tíma, í nýja sýningarsalnum hjá BSV. að Óseyri 5, Akureyri. —~^Jíi4-nnnu<bai ■ngvar =Helgason hf. Sýningarsalurinn, Rauöagerði Sími: 91 -3 35 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.